Þjóðviljinn - 26.08.1965, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 26.08.1965, Qupperneq 12
Þinghúsi breytt - Þórshamar leigður ■ Síðustu dagana hefur verið unnið að breytingum á alþingishúsinu. Verður nú einn inngangur inn í salinn úr anddyrinu Kirkjustrætis- megin, en hingað til hefur verið unnt að ganga inn í salinn bæði úr anddyrinu, um stóru dymar, og úr fata- geymslunni. Jafnframt þess- um breytingum verður skil- rúmið milli anddyrisins og salarins niðri flutt innar, þannig að anddyrið stækkar. ■ Auk þessara umsvifa í alþingishúsinu s'jálfu hefur alþingi nú tekið á leigu þrjár hæðir í Þórshamri- verða þar fundaherbergi nefnda og herbergi þar sem þingmenn geta rætt við kjósendur og aðra undir fjögur augu. Bætir þetta nofekuð úr þeim skorti, sem verið hefur á húsnæði í al- þingishúsinu sjálfu. ■ Þá mun þingið hafa á- fram til urnráða húsið við hlið alþingishússins, þar sem verða áfram skrifstofur og ræðuritun. ■ Mynd þessa tók ljósmynd- ari Þjóðviljans A.K., þegar byrjað var á breytingum í alþingishúsinu. Fimintudagur 26. ágúst 1965 — 30. ángangur — 190. tölublað Flugvél nauðlenti austan Hofsjökuls Nýtt iðnaðarhverfl undir- jr búið upp af Artúns Borgarráð samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag að auglýsa eftir umsóknum um leyfi til i I Fengu lánað tjald tíl að búa / þeg- ar önnur ráð þraut • Það var heldur ömurlegt að heimsækja þau Magnús Guðmundsson og Kolbrúnu Sigurðardóttur í norðannæðingn- um í gærmorgun í tjaldið sem þau hafa reist á tjaldstæðinu við Sundlaugaveg. Þegar blaðamaður kom á staðinn sat öll fjölskyldan kapp- klædd í þessum hráslagalegu híbýlum og voru bömin blá- nefjuð af kulda og kunnu auðsjáanlega illa við sig í hinum nýju heimkynnum. — Hvað kom til að þið urðuð að grípa til þessa óynd- isúrræðis. — Við höfum verið húsnæðislaus í heilan mánuð og höf- um gert allt sem í okkar valdi stendur til að fá einhvers- staðar inni, en án árangurs. Fyrst reyndum við að fara eftir auglýsingum um húsnæði. en það var alltaf krafizt að minnsta kosti árs fyrirframgreiðslu og það er engan veginn á okkar valdi að þorga tugi þúsunda fyrirfram í húsaleigu. Þar að auki er ekki hlaupið að því að fá leigt þegar maður er með þrjú smáböm. Yfirleitt er það sett að skilyrði í aug- lýsingum að væntanlegir leigjendur séu bamlausir. Ætt- ingjar og kunningjar hafa skotið yfir okkur skjólshúsi í heilan mánuð og það er ekki endalaust hægt að níðast á góðsemi þessa fólks. 1 gærkvöld voru svo öll bjargráð þrot- in og þá fengum við lánað þetta tjald og holuðum okkur hér niður. — Hafið þið ekki leitað til hins opinbera um einhverja aðstoð? — Jú, það held ég nú. Fyrir mánuði leituðum við á náðir borgarinnar en úrlausn höfum við enga fengið. Við höf- um farið á hverjum degi á skrifstofuna til þeirra en þeir hafa algjörlega hunzað okkur og segjast ekkert geta fyrir okkur gert. Ég var látinn útfylla skýrslu þar sem ég átti að gefa nákvæma lýsingu á húsnæðinu sem við værum í. Dag- inn eftir var mér sagt að ekki væri hægt að taka þessa skýrslu til greina þar sem ekki væri nógu nákvæmar og góðar upplýsingar um húsakynni okkar. En hvemig í ó- sköpunum er hægt að lýsa íbúð sem ekki er til? — Var ekki kalt í nótt? — Jú, það var heldur næðingssamt og lítið um svefn. I morgun fauk tjaldið ofan af okkur og gekk illa að koma þvi k upp aftur í rokinu. ™ — Hafið þið enga von um húsnæði á næstunni? — Jú. smá vonarglætu höfum við. Það var talað við einn borgarfulltrúanna fyrir okkur og höfum við nú fengið lof- orð fyrir húsnæði hjá bænum eftir svo sem viku eða 10 daga. En þangað til verðum við víst að gera okkur að góðu að hírast hér. I I byggingar iðnaðarhúsnæðis í hinu nýja iðnaðarhvcrfi upp af Ártúnshöfða, innan við Eliiða- ár. Á þessu svæði er verið að skipuleggja nýtt og mikið hverfi fyrir iðnaðarbyggingar og eru raunar hafnar þar byggingar nokkurra iðnaðarhúsa, svo sem bygginga ísaga h.f., Ofnasmiðj- unnar o. fl. Ivangt mun þó í land að þarna verði frambæri- leg byggingaraðstaða að því er snertir fullnægjandi frárennsli frá hverfinu o.fl. Mun i ráði að hleypa frárennsli frá hverfinu án nokkurra sérstakra aðgerða beint út í Grafarvoginn! Þeir sem æskja eftir iðnaðar- lóðum á þessu nýja byggingar- svæði eiga að senda inn um- sóknir fyrir 15. sept. n.k. Einn- ig er til þess ætlazt að þeir sem sent hafa áður umsóknir um iðnaðarlóðir þarna eða annars- staðar endurnýi þær nú. Verða menn m.a. krafðir um upplýs- ingar um fyrirhugaða starf- rækslu, væntanlega stærð bygg- ingar, lóðarþörf og hve mikinn hluta menn hyggjast byggja þegar í byrjun. f ráði mun að haga endanlegu skipulagi hverfisins að nokkru Bílasmsðjan fær 10 þús. ferm lið á Arfnnsbefða Bílasmiðjan h.f. sem hefur selt ríkinu stórbyggingu sína við Suðurlandsbraut undir væntanlegt sjónvarp, hefur nú í undirbúningi byggingu nýrrar bækistöðvar inni á Ártúnshöfða. Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að gefa Bílasmiðjunni kost á 10 þúsund fermetra lóð í hinu nýja iðnað- arhverfi á Ártúnshöfða. Gatna- gerðargjald þarna er 80 kr. pr. rúmmetra í byggingu. Nýr fulltrúi USA í Öryggisráðinu WASHINGTON 25/8 — Johnson forseti skipaði í dag nýjan full- trúa Bandaríkjanna í öryggis- ráði SÞ, dr. James M. Nabrit, rektor við Howard-háskóla. helzta háskóla blökkumanna f Bandaríkjnnum. í samræmi við þær umsóknir sem berast samkv væntanlegri auglýsingu um lóðimar. 1 gærdag varð lítil flugvél, eins hreyfils af gerðinni Super Gruis- er. að nauðlenda á Fjórðungsöldu sem er austan við Hofsjökul. Vélin var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Vélin skemmdist lítið við lendinguna og mennim- ir sluppu algjörlega ómeiddir. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið aflaði sér síðdegis í gær. mun stykki hafa bilað í aflvél flugvélarinnar. Voru ‘tvær flug- vélar þegar í stað sendar á vett- vang með varahluti. Veður var hins vegar slæmt á þessum slóð- um síðdegis í gærdag. Þá fór flokkur frá flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri af stað suður á bóginn til aðstoðar. Tveir menn voru £ flugvélinni, flugmaðurinn Harald Snæhólm og farþeginn Runólfur Sigurðs- son. Þjóðviljinn hafði samband við Flugturninn laust fyrir mið- nætti sl. og fékk þær upplýs- ingar að flugvélamar tvær, sem sendar voru frá Revkjavík hefðu i ekki fundið flugvélina á Fjórð- ungsöldu og orðið að hætta við l frekari leit í gærkvöldi sökum Viðræður um kjör borgursturfsmunná ■ Fyrsti viðræðufundur samninganefnda borgarstarfs- manna í Reykjavík og borgarráðs fór fram sl. þriðjudag. Kynntu samninganefndir borgarstarfsmanna þar kröfur sínar um kauphækkanir, ný starfsheiti og tilflutning milli flokka. Er fundum lauk milli samn- inganefndanna á þriðjudaginn var gert ráð fyrir að nefndim- ar hittust bráðlega aftur. Þessir samningar fara fram í þrennu lagi enda þrjú starfs- mannafélög, sem aðild eiga að samningum fastra starfsmanna við borgina, en það er 1 fyrsta lagi Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar, í öðru lagi Lög- reglufélag Reykjavíkur og i þriðja lagi Hjúkrunarfélag Is- lands. 1 samninganefnd fyrir Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar eiga sæti Benedikt Blöndal, Þórður Ág. Þórðarson, Guðm. Halldórsson, Kristján Jónsson og Sigurður E. Jónsson. I samninganefnd Lögreglufé- lags Reykjavíkur, Bogi Bjarna- son og Hjörtur Elíasson. 1 samninganefnd Hjúkrunar- félags Islands eru María Pét- ursdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Pálína Sigurjónsdóttir, Elín Sig- urðardóttir, Jónhildur Halldórs- dóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir og Sigurlaug Helgadóttir. 1 samninganefnd borgarráðs, sem fer með samninga við öll félögin, eru borgarráðsmennirn- ir Birgir Isl. Gunnarsson, Auð- ur Auðuns, Guðmundur Vigfús- son og Kristján Benediktsson. Borgarstarfsmenn hafa sagt sig undir reglugerð um kjara- samninga starfsmanna sveitar- félaga. myrkurs og snjókomu. Búizt var við að leitarflokkurinn frá Ak- ureyri kæmi á staðinn um kl. eitt í nótt. 1 morgun um fimm- leytið áttu svo að fara flugvél- ar bæði frá Reykjavík og Akui- eyri á staðinn með skjólfatnað handa mönnunum tveimur og varahluti í vélina. Berjaferð / búsæUarlansf Sósíalistafclag Reykjavíkur og Kvenfélag Sósíalista fara á sunnu- daginn í berjaferð upp að Drag- hálsi til Sveinbjarnar skálds Beinteinssonar. Sveinbjöm er fjölkunnugur sem alþekkt er og mun sjá fyr- ir haustblíðu meðan dvalizt verður í þessum búsældarlega dal. En sem dæmi um landgæöi þar og fjölbreyttan búskap fyrr á tíð, nægir að nefna nokkur ör- nefni. Sjálfur heitir dalurinn Svínadalur, en þar er einnig Geitaberg, Hösulsdalur og Glammastaðir (hösull=glammi= hrútur), Kúvallardalur og Koma- hlíð að ógleymdum Geldinga- draga. Fólk er beðið að tilkynna þátttöku í berjaferðinni sen allra fyrst. Þátttaka verður skráð hjá Ferðaskrifstofunni Landsýn, Skólavörðstíg 16, sími 22890 og hjá Sósíalistafélaginu, Tjarnar- götu 20 klukkan 6—7, sími 1751C Fargjald er 200 krónur og e berjaleyfi innifalið. Lagt verður ai stað kl. 8.30 frá Tjarnargötu 20. Gegnz störfum utanríkisráðh. Sökum forfalla Guðmundar 1. Guðmundssonar, utanríkisráð- herra, mun dr. Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra taka á móti Karjalainen utanríkisráð- herra Finnlands er kemur til Islands í dag, og Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, sem væntanlegur er til landsins í lok vikunnar af félagsmálaráðherra- fundi Norðurlanda, mun síðan gegna störfum utanri'kisráðherra fyrst um sinn. BLAÐSKAK ÞJÓÐVIUANS 1. BORÐ REYKJAVtK: Svart: Ingri R. Jóhannsson. -3 05 Ol 4* - wm wb w wm - iti mtm m b mtt ö ít? abcdefgh AKUREYRI: Hvítt: Halldór Jónsson og Gunnlaugur Guðmundsson. 18. Dc4—f4 REYKJA VÍK GEGN AKUR- EYRI II. BORD AKUREYRI: Svart: Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. 00 •*3 05 C7I .. _ liwl mmtmt __j m mtw m t m m m jshi * • \ ~ ■' m ' m "wÁwt ' "---" — A tPll a b c d e i g h REYKJAVÍK: Hvítt: Guðm. Sigurjónsson. 18. Rd4—f3 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.