Þjóðviljinn - 04.09.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. september 1965 — ÞJÓÐVTUINN — SÍÐA 'J ORLOFIHUSMÆBRA 'BSDAL LAUCUM Nýi skólinn og- gámli bærinn Skólinn á Laugum í Sælings- dal er svo óaðfinnanlegt hús að alir; gerð að auðséð er að til hafa verið kvaddir að Sera það færustu menn, jafnt mál- arar, timburmenn, pípulagn- ingamenn, rafvirkjameistarar, sem múrarar - og steypumenn, en einnig vefarar, húsgagna- smiðir og jurtaræktarar. Enn- fremur má nefna ræstingakon. ur, frammistöðukonur, matselj- ur o.fl.,'en ekki sízt þau sem húsum eiga að ráða; skóla- stjórahjónin. Eitt skortir þó á; í kring um húsið er urð og grjót með hæðum og dæld- um en engri prýði nema þeirri þrílitu fjólu, ættaðri úr lauka- garði Gúðrúnar Ósvífursdótt- ur, sem gladdi augu hennar forðum, slíkt sem augu mín núna á 20. öld ofanverðri. ÍÞau lykjast nú. bráðum.) Af meistaraverkum þessa ágæta húss er líklega hitunar- kerfið einna fullkomnast. Því fylgir það að hafa enga sýni- lega ofna, heldur eru lagnim- ar huldar allavega í veggjum, iofti og gólfi, og kyrrir and- rúmsloftið í stofunum svo eng. an gust gerir o;g það þó þessi fingurhæðar- eða spannarlangi krókur á rúðukrílinu sem opn- a^t getur. sé spenntur til hins ýtrasta, og er þetta hentugt þeim sem þjást af hræðslu við trekk, , Þetta kyrrstæða setuloft, heita og þurra, minnti mig á það sem ólíklegast var og verst átti við: hið óheillum, uggVæni og aðsteðjandi tor- tímingu þrungna ólof, sem um- lukti höll Rodericks Ushers áður en hún féll me^ ofboði og býsnum Því hér er þess engin von að neitt gerist 'með ofboði og býsnum. Hér er gróandi þjóð- líf með þverrandi tár, og héð- an koma börn vel menntuð og prúð. óg hafa vetrarlangt um- gengizt fínt hús eins og ber að umgangast fínt hús. Og tungutak sitt hafa þau tamið að hættj málvöndunarinnar ... í túninu á Laugum er girð- ing og innan þessarar girðing- ar lítið hús með torfþaki, og líkist torfbæ, og hvað veldur því að hann laðar mig, en ekki neitt áf hinu? — og einnig Gyðu, dóttui- mikils hagleiks- manns á orð og rímreglur Við herðum upp hugann og förum þangað og ég geri mér til er- indis lítið erindi. Þegar inn fyrir hlið er kom- ið (þetta h-lifl sem vottar þjóð- menningu íslendinga, líkt og Hliðið mikla austanvert við Arnarhólstún gerði þegar verkin töluðu sem hæst, enn er þunnur nælonsokkur mesti ráðuneyti Reykjavíkur, allt úr útreikningum, og aldrej var nokkur vættur dalsins spurð hvað ætti að gera næst. Enda varð ég þess ekkj vör ag nein þeirra hefði komið þar inn fyrir dyr. Þá var annað i bænum, því þar umdj af hægum niði, sem ekkj er ólíkur þeim svæfandi fossniði úr fjarska, sem aldrei svæfði mig. Kjarrið í Dölum er lágt og er þó fjarri því að það ætli að fara að deyja, því ekkert er jafn Iífseigt sem lifandi ver- ur. En hve mikið hefur mætt á því á liðnum öldum, af kulda, maðkj og beit, um það segi ég fátt. Maður þarf ekki , EFTIR MÁLFRÍÐI EINARSDÖTTUR slysaháski, því það er alsett gaddavírstætlum), þá kyrri-r og hægir í sömu svipan, og ef ekki væri þessi ólukkans heyrnardeyfa (orsökuð af því að ég hlaut árum saman að éta eitrað efni til þess að losna við anna^ enn skaðvænna), þá hefði ég heyrt inni í höfðinu örlítinn smell eins og skipt sé um styrkleika rafstraums, og á samri stund er hér önn- ur öld. Sú öld er framhald af öldunum sem liðu hér í daln- um. Og konan ; húsinu, — það er konan í Dalnum. Hann snarast bráðum þessi bær og, fellur í rúst ef kon- an fer og allir sem í bænum eru og hver annast þá hið ei- lífa líf þessa dals? Er hann þá heillum horfinn og vættir hans liðnar í dá eins og franskar fe-ur, sem tapað hafa töfri sínum með lýsandi trjónu? Er í staðinn komið aðflutt hús sem dalvættir fengu engu að ráða um, heldur er það gert i Kennslumála 4> Svelsw- nw dreiwia- méf ÖMS Skagaf jarðar Sveina- og drengjamót U«g- mennasambands Skagaf jarðar i frjálsíþróttura var haldið á Sauðárkróki laugardaginn 24. júlí 1965 Keppendur voru frá Umf. Höfðstrendingi og Umf. Tindastóli. Úrslit sveinamótsins urðu þessi; 100 metra hlaup Ólafur Ingimarsson T 12,6 Broddi Þorsteinsson H 14,2 800 m hlaup Ólafur ingimarsson T 2.21,0 Pétur Valdimarsson T 2.43,7 Broddi Þorsteinsson H 2,43,8 Ingólfur Ingólfsson T 2.46.0 Gunnar Geirsson. H 2.46,5 Sig Ingimarsson T 2.54,0 Langstökk Ólafui lngimarsson 'T 5,11 óíáfur Tóhannsson T 4,43 Einar Sveinsson T 4,10 Pálmj Þórðarson H 3,88 Gunnar Geirsson H 3.74 Hástökk Ölaíur lrrgimarsson T 1,45 Broddi Þorsteinsson H 1,40 Einar Sveinsson T 1,25 Kúluvarp Valgarð Valgarðsson T 12,84 Ólafur H. Jóhanss. T. 10,73 Gunnar Geirsson H 8,18 Broddi Þorsteinsson H 7,52 Jón Guðmundsson H 7,33 Kringlukast Valgarð Valgarðsson T 34,49 Ólafur Ingimarsson T 33,49 Ólafur H Jóhannsson T 31,27 Broddi Þorsteinsson H 29,03 Jón Guðmundsson H 24,95 Einar B Sveinsson T 22,50 Úrslit drengjamótsins urðu þessi: 100 m hlaup Birgir Guðjónsson T 12,7 Þorbjöm Ámason T 13,0 Steinn Pétursson H 14,5 Langstökk Þorbjörn Árnason T 4,88 Birgir Guðjónsson T 4,49 Steinn Pétursson H 4,20 Hástökk Birgir Guðjónsson T 1,35 Steinn Pétursson H 1,20 Kúluvarp Birgir Guðjónsson T 10,27 Þorbjörn ÁrnasOn T 10,08 Fjólm. Fjólmundsson H 7,68 Steinn Pétursson H 7,16 Kringlukast Fjólm. Fjólmundss H 29,49 að vera viðkvæmur í brjóstinu til þess að leiðast að hugsa um annað eins, já, blöskra það, svíða það. verða veikur af því. Hve ólíkt mun hafa verið um að litast forðum, þegar líf- ið var murkað úr kjarrinu meðan Guðrún sat heima og spann, eða þegar lífið var murkað úr Bolla, og óvinir gátu falið sig í runnum þar sem engir eru runnar núna, en annar hver bær var skírður Skógar, vegna þess að skóg- ar spruttu þá hvarvetna, og þutu í vindi, ilmuðu eftir regn, leyfðu skrautjurtum að spretta í botnum sér, voru eldiviður fólkinu Og líklega húsaviður, amboðaviður og keralda. Þá þaut og umdi og glumdi og hve kátir fuglar voru, því ætla ég ekki að lýsa. Börn voru þá kát, ekki svöng eing og síðar varð. Og verg ég nú að skjóta því inn, að hvergi hef ég kátari böm séð en einmitt þama, né bjart- leitari í kvöldskininu, né há- værari i lauginni. En skógam- ir hafa daprazt eins og mann- lífið í sveitinni, og er nú úr engum murkað líf, enda eng- ir runnar nógu háir handa ó- vinum að fela sig í. Burtför, dvöl, heimför Bíllinn rambar um ruddan veg, en inni í honum er allt með gleðilegu mótj og ekkert helsj á neinum, þægileg sæt- in, viðmót kvenfólksins upp- örfandi, allt að því tilhlökkun í loftinu. Kliðurinn i bílnum er eins og þytúr af vængja- taki sjófugla, enda er allur skarinn ættaður sunnan með sjó. Það er þægilegt að hafa þennan klig í eyrunum alla leiðina, svona lausan við jag og nudd og níð, heldur vit- andi og veitandi á sjálfan mann líkt og hafgola f björtu veðri þegar áhyggjum er af létt fyrir guðs mildi og vildi ég senda alla geðvonda menn fram á Suðumes til að lækn- ast þar Hemámið skoða þess- ar konur eins og einhverja ó- frávíkjanlega ráðstöfun nátt- úrunnar, og segja gott hjá stríðsfólkinu að vera og vinna hjá því öllum nema stúl’kun- um, sem því eru handgengn- astar og væntanlega eftirlát- astar, þær eru sagðar titra og skjálfa '(hræddar?). Mest hefði verið gaman að allir afkomendur kvennanna hefðu komið. Þæir em ekki fáir. heldur nægt efni í heila bjóð. Og af þessum gjöfum guðs er allt, eða því sem nsest allt, ósjúkt og mannheilt og væntanleg« jafn glatt og ömm- urnar og langömmumar, þess- ar prúðu, hressu konur, tand- urhreinar inn að skinni, og með ekkerf gamaldags moj ut- an á sér. nema hvað kjóllinn vildi ögn líkjast kjólnum hennar Sigurlinu í Mararbúð, þessum stórrósótta kjól. En svo var það ekki Sigurlína, heldur Salvör Valgerður dótt- ir hennar, sem fékk að ráða tízkunni næstu áratugina eft- ir að hún varð tvítug og ger- ir það enn. Jafnvel Brigitte Bardot hefur orðið að lúta fyrir Sölku Völku hvað klæðn. að áhrærir. Já, ég segi þetta satt, þetta er staðreynd, sem aldrei verður hrakin Og segi menn svo að persónur, sem hvergi finnast skráðar á mann. tal, fái engu að ráða. En þetta nær ekki til kvenna, sem eldri eru en Salka. Þær klæðast að hætti Sigurlínu. Aldrei gleymi ég bláa litnum í horni í stof- unni, hvað hann gladdi í mér augun á daginn. En hvað er það móts við bláma blábers- ins í hlíðinni, sá blámi er himneskrar ættar. Fingurnir á manni seilast í þetta af eðl- isþörf. Hversvegna drífur hér ekki að fólk úr öllum áttum á sumrin til að gleðja þessa dali og færa þeim skerf af hand- afli sínu til minja, svo að hvarvetna blas; við nýr gróð- urreitur, og hlæi rós hér og lilja þar, og þjóti lim í vindi langt ofar höfði manns? Hvers- vegna spyrja menn alls ekki vætti dalsins hvaða snið á húsum þeim líki, heldur eru einhver ólukkans ráðuneyti látin rumskast { þessu, og hin- ar títtnefndu ósýnilegu verða ógn umkomuleysislegar á svip- inn. og langleitar, og mun þeim þó runninn safi jarðar- megns í blóð og merg, ívafinn himinlindanna dularmagni. Hve skulu þær lengi lifá? Nú er að segja frá því þegar presturinn kom Hann kom á sunnudegi, ó- hempuklæddur að óvilja kvennanna, með bók } hendi. Ég visst ekkj hvag ég átti af mér að gera, (enda veit ég það aldrei). Átti ég að fela mig inni í skáp, eða látast hafa sofnað, eða að snudda uppi í hlíð og segja að ég hefði ekki vitað af þessu? Því. þó mér þyki presturinn afbragð, eins og núna var, og guðsorð gott, er ég með þeim kjánaskap fædd, að svipurinn á mér vipr- ^ ast allur á ótilhlýðilegan hátt^ af því að einhver púki er seztur við eyrað að hvísla í það hinu ótilhlýðilegasta. sem púka satans getur í hug dott- ið. og svo hlær hann! Vondir eru púkarnir á Notre-Dame, þessir sem rekið hafa út úr sér tunguna að París í 800 ár, verri er mihn árans púki. Nei, framvegis fel ég mig inni í skáp. Út með ströndinni er frægt höfuðból og það förum við að skoða En þó frægð þess sé álíka gömul og kirkjunnar, sem ég nefndi, er þó ógn til þes.s að vita hve fátt af dýrgripum veraldarinnar hefur þrætt sér leið þangað. til þess að stað- næmast og hljóta þá helgi, sem aldir veita hlutum. Það kallast fornmenjagildi. Þó má nefna altaristöfluna, altaristöfluna góðu. En hve unaðslega og hressilega þessi virðulegj stað- arbóndi leyfir sér að blóta í kirkju sinni, sem hann á sjálf- ur, um það ætla ég ekki að fjölyrða. „Sursum corda“, er sagt við eyrað á mér. „Ég hef nú ékki nema eitt“, svara ég spakt. (Ég hef fyrir satt að púkar kunni latínu lla, þvi húsbónda þeirra sé um annað meira hugað en skólahald). Þarna er annars allt í blóma og vel setið að því er séð verð- ur við fyrstu sýn, og ekki út- lit fyrir annað en að ættin ætli að haldast við enn um ó- fyrirsjáanlegan tíma. Og feng- um við að vita að fornkona nokkur sem uppi var þegar Svarti dauði var nýgenginn hjá, sé enn að gægjast um gættir með engri sætt, og banni mpnnum svefn, ef þeir ætla að gista úti. Hörð var hún lifándi, verri er hún dauð. Dalirnir, sem fáar hendur hlúðu að á 1100 árum (nema Guðrún að laukagarði sínum og Konan í Dalnum að sínum litla reit), svo þeir fengju að horfa við himni sem þakklæt- isvottur til himinsins fyrir að skrýða svo liljur vallarins, að höklarnir j Skarðskirkju kom- ist þar i engan samjöfnuð, þeir líða hjá á burtfarardag- inn, en ég sit á sama stað, því það cet ég hvert sem ég fer, en staðir færast til fyrir mér, og er þetta hið eina af af- stæðiskenningunni, sem ég skil og skynja. En þegar komið er yfir Bröttubrekku, þá blas- ir við annað land. Þarna er Desey, hið skár- slétta vallendi, og þar heyja bændurnir. Þarna Baula, sem bróðir minn gekk á tvitugur og varð á undan öðrum, en þó skrapp blautur lausaleir undan fótum hans við hvert spor. Á hálftíma hljóp hann þetta. Þarna er Vikraféíl, þarna Grá- brók, þai’na Hvassafell. Og koma nú mín kæru gömlu fjöll, Skarðsheiði og Hafnarfjall. í ljós úti í fjarskanum blá, en þau sjást einnig úr Dölum. Nú er víst komið í mannheima, dulheimar að baki, enda eru framfarir hér ógnarlegar svo að við sjálft liggur víst að bændur gangi af jörðum sínum nýnumdum, nýhúsuðum, ný- ræþtuðum, nýgerðum að vegum og brúm, og hefur það sagt mér ágætur bóndi, sem unnið hefur myrkranna á milli í nærfel-'t sjötíu ár, og í myrkrunum, og kona hans einnig lagt nótt með degl. og bæði verið hin högustu til allra verka, enn fremur hafa þau notið vel hjálpar bama sinna, tækni nútímans, styrkja: jarðabótastyrkja, ellistyrkja, uppbótastyrkja, húsbygginga- styrkja, o.fl., o.fl., að við sjálft liggi nú að þau hjónin verði að ganga af jörðinni slypp og snauð, því búið, sem er annars vænt og gagnsamt, beri sig ekKi, en enginn vilji við þessu taka. Þetta .gera framfarimar. Þá var ekki verra þegar afi minn seldi sauði sína mörg hundruð að tölu, fyrir gull (en gullið týndist einhvernvegin, og var ekki nema einn peningur eftir í mínu minni, og týndist hann líka og kom engum að gagni), Ef ég vissi ekki að þessi maður er sannorður, mundi ég halda þetta vera barlóm og annað ekki. En það er engu *ð síður satt. 1 Dölum þekkti ég engan b*. ekkert kennileiti með nafni. Enginn hafði nokkumtíma bú- ið neinstaðar, sem ég kann að færa til skyldleika við mig. En í Borgarfirði þekkti ég besi og kennileiti, því hafi ekki faðir minn búið á bæ, þá hafa afar mínir gert það, og svo annað frændlið. Þar rennur Hvítá tmdir brúnni, hin mjög glóandi, og svo sem í Dölum var Koman í Dalnum, er þar komin Kcman við Ána. Fjarlægðir eru ekki lengur farartálmi, og fara menn nú miljónir kilómetra á fáeinum dögum. En við förum 222 km á fjórum tfmum rösklega. frá Laugum til Reýkjavfkur. ef frá er talin viðkoma í Hvalfirði. Þetta yrði alllöng ganga á tveim jafnfljótum. Aldrei verður Borgarfjörður frægur af frændsemi við mig né ég af frændsemi við hann. Samt er þetta mikil uppðlslu- staður skálda. og eru sum all- fræg. bæði að fomu og nýju,: Og kann vera að betur glampi á f jörðinn og enni jðklanná sýnist uppréttari og skærari fyrir þá sök. En hvað er það möts við Hvalfjörð, ,,f þann fjörð hefúr himinninn sti/tó niður." Það helgast af því að þar sat stórskáld á steini með- an landaldan gutlaði við fjör- una, en hvort morgunn var þá eða kvöld, það veit ég ekki. Hitt veit ég að hann var svo nærfærinn um mig. að hann orti vísu sem ég (þessi marg- hrjáði vesalingur!) hef sannað átakanlega hverja hendlngu í; Neyð er nauðheygja, níðlðt húsfreyja, heimskum satt segja, sannleik um þegja, táli í tryggð smeygja, trúan vin þreyja, þræl í þörf streigja, þiggja last greyja. Hallgrímur orti að boð síns yfirmanns hið frægasta af kvæðum sínum í 50 köflum, um efni sem dulið skyldi vera vitringum, en augljóst ein- feldningum, og hlýt ég að telj- ast til hinna fyrmefndti, þvi ég skildi aldrei neitt. Ekki mega vitrir menn láta Hallgrím gjalda þess hve á- fátt þeim kann að vera um skilning á þvi sem hann orti um óræða hluti, og því síður sem framsetningin er slík, að hún er t.ilvalin til að læra af að tala íslenzku, svo ekki fari fyrir okkur eins og ónefndu blaði, sem áðan segir svo um atvik- sem fyrir kom: Kveikt var í (nafn skipsins) af ráðnum hug en áður hafði Ijósavél og ann- að nýtilegt værðmseti verið fjarlægt úr henni. — Fyrtr: Kveikt var í viljandi, en ljóea- vél skipsins og annað fémaett tekið (eða flutt burt úr ekrp- inu) áður. — Svoleiðis mtmdi Snorró (og Hallgrimur) hafa haft það. Og lýkur hér þessari fetða- sögu. SamvinnuskóHnn Bifrc Inntökupróf í skólann fer fram í Reykjavík dag- ana 18., 20., 21. og 22. sept. 1965. Væntanlegir þátttakendur komi til innritunar í skrifstofu Samvinnuskólans. Sambandshúsinu, Reykjavík, hinn 17. sama mán. Skólastjóri. ÚTBOÐ Tilboð óskast 1 að byggja 4. áfanga Gagnfraaða- skólans við Réttarholtsveg- Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 3.000,00 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.