Þjóðviljinn - 30.09.1965, Side 4

Þjóðviljinn - 30.09.1965, Side 4
i| SfÐA — 5>JÖÐVIEJINIÍ — Finrmrtudagui* 30. septentiSer 1885 Ctgefandis Samein I ngarflokkur alþýOu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson« Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. BYiðþjófSson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Blygðunarleysi j^oksins he'fur ríkisstjómin sent frá sér fréttatil- kynningu um kaupin á íbúðarhúsi Guðmundar í. Guðmundssonar, fyrrv. utanríkisráðherra, fyrir 4,7. miljónir króna og staðfest að þau viðskipti voru jafnvel enn óhrjálegri en áður var talið. Ekki stafa skýrslugjafir ríkisstjórnarinnar af einni saman ást á sannleikanum, heldur töldu stjórnarflokkarnir sig geta komið höggi á Her- mann Jónasson í sambandi við þetta furðulega mál, og tekst það óneitanlega. Er augljóst að her- námsflokkarnir þrír bera sameiginlega ábyrgð á þessum viðskiptum, enda hefur Guðmundur í. Guðmundsson löngum verið sérstakur tengiliður þeirra. jjpptökin eru þau að Hermann Jónasson lofar því 1. apríl 1958 að hús Guðmundar skuli keypt; Það loforð hefur verið réttlætt með tilvísun í lög- in um embæt’tisbústaði dómara en brýtur raunar gersamlega í bága við ákvæði þeirra laga. Slík kaup eru því aðeins heimil að héraðsdómarj sé hættur störfum, en Guðmundur hélt embæt’ti sínu í sjö ár eftir þetta. í annan stað eiga slík kaup því aðeins að fara fram að „viðtakandi héraðsdóm- ari“ óski þess, en um enga slíka ósk hefur verið að ræða. Auk þess sem lög hafa þannig verið ská- gen'gin með öllu, mælti Hermann Jónasson fyrir um sjálfa matsaðferðina 1958 á þann hátt sem hag_ kvæmastur var Guðmundi í. Guðmundssyni og dýrasfur ríkissjóði. gn þótt þessi annarlegi samningur Hermanns Jónassonar og Guðmundar í. Guðmundssonar sé staðreynd, felur hann ekki í sér neina réttlæt- ingu fyrir núverandi ríkisstjórn. Því aðeins getur ráðherra skuldbundið arftaka sína að skuldbind- ingar hans séu í samræmi við lög, en fyrirheit Hermanns Jónassonar 1958 höfðu engan bakhjarl í lögum. Samt var ekki skirrzt við að framkvæma fyrirheitin meðan Guðmundur í. Guðmundsson var enn þá starfandi utanríkisráðherra, þannig að segja má að hann hafi samið við sjálfan sig um verðið. Voru matsmennirnir báðir nánir samverka- menn hans í hernámsframkvæmdum, Tómas Vig- fússon formaður íslenzkra aðalverktaka og Helgi Eyjólfsson framkvæmdastjóri Sölunefndar varn- arliðseigna; var Helgi fulltrúi ríkissjóðs í matinu samtímis því sem hann var undirmaður Guð- mundar í. Guðmundssonar. Munu naumast dæmi um öllu algerari óskammfeilni í opinberum við- skiptum á íslandi. ^lþýðublaðið heldur því fram í gær að gagnrýni Þjóðviljans á þessum viðskiptum sé af annar- legum toga spunnin, persónulegt hef.ndarstríð, sví- virða, rógur og lygi — minna má ekki gagn gera. En gagnrýni Þjóðviljans hefur verið flutt af full- uin rökum og landsmenn hafa nú sjálfir vitneskju um málavexti og geta kveðið upp sinn dóm. Slíkt eftirlit með embættisverkum hinna æðstu trún- aðarmanna er snar þáttur lýðræðisins; stjóm- málaflokkur sem þolir ekki þvílíka gagnrýni hef- ur slæman málstað að verja, og leiðtogár hans stefna að annarlegum markmiðum í störfum sín- um. — m. Heimili vangefinna barna í Tjaldanesi í Mosfellssveit. — (Ljósm. Þjóðv. svg.). Heimili fyrir vangefin börn tekii i notkun í Tjaldanesi ■ Fréttamönnum var á þriðjudag boðið að skoða barnaheimili fyrir vangefin böm að Tjaldanesi í Mosfells- sveit. Nokkrir áhugamenn stofnuðu 1963 félag sem skyldi hafa byggingu þessa heimilis að markmiði og síðan rekst- ur þess. Barnaheimilið er nú fullbúið og tekið til starfa. Eru sex drengir komnir þangað, en alls hefur það rúm fyrir 10 böm. Friðfinnur Ólafsson er fram- kvæmdastjóri þessa félags og hafði hann orð fyrir félags- stjóm á blaðamannafnudi í Tjaldanesi. Hann sagði að þetta heimili væri eiginlega framhald heimiJdsins að Efra- Seli við Stokkseyri. Hefði fé- lagið ákveðið að festa kaup á 3 ha lands í landi Mosfells- kirkju. Landskikanum hefðu fylgt hitaréttindi og ætlunin að byggja þama í framtíðirini gróðurhús og sundlaug. — Sex drengir eru nú komn- ir á heimilið, en það getur tek- ið við 10 bömum. Yfirlæknir- inn við Kópavogshælið hefur yfirumsjón með heimilinu og úrskurðar vistfólk þangað, en auk þess er það undir eftir- liti heilbrigðisyfirvalda annara. Mun ’landlæ-iiir hafa eftirlit með því og Sigurjón Björns- son sálfræðingur vera for- stöðufólki til aðstoðar. For- stöðumaður barnaheimilisins er Alan Stenning, sérmenntað- ur maður í meðferð vangef- inna barna. Ætlunin er enn- fremur að ráða sérstakan kenn- ara til að kenna bömunum. Heildarkostnaður við barna- heimilið er orðinn um þrjár miljónir króna, en félagmu hafa áskotn.azt gjafir og er þar stundum um verulegar fjárhæðir að ræða. Styrktar- sjóður vangefinna, sem er í vörzlu félagsmálaráðuneytisins, hefur lagt fram 1,5 milj. kr. til heimilisins, Reykjavíkur- borg 100.000 kr., og sagðist Friðfinnur vona að þaðan væri auto'ns fjár að vænta in.nan skamms. Þá hafa Lions-klúbb- ar lagt fram fé og kvenfélag Styrkarfélags vangefinna hef- ur lagt fram fjárhæðir tQ húsakaupa Friðfinnur bað blaðamenn fyrir þakkir til allra þeirra aðila, sem stutt hefðu heimil- ið og ennfremur lét hann þess getið að framlög til þess væru frádráttarbær tQ skatts. Bamaheimilinu að Tjalda- nesi er einkum ætlað að vera heimili fyrir bömin, en ekki stofnun. Hefði slfkt yerið reynt erlendis og gefizt allvel. Húsið er um 300 fermetrar og eru í því fimm herbergi fyrir bömin, fbúð forstöðu- manns, vaktherbergi, setustofa, matsalur, og íveruherbergi starfsfólks. 1 litlu afhýsi er þvottahús og kennslustofa. En eftir er að reisa sitt hvað eins og sundlaug og gróðurhús, sem áður voru nefnd, en auk þess geymslur o.fl. — Hörður Bjömsson teiknaði húsið. Bamaheimilið er sjálfse’gr- arstofnun og er stjóm hennar skipuð þeim sömu og stóðu að byggingarframkvæmdum. For- maður hennar er Friðfinnur Ólafss'an, en aðrir í stjóm: Hafsteinn Sigurðsson, ritari Sigurður Magnússon gjaldkeri, Oddgeir Bárðarson og Kristinn Ólsen. 1 ræðn sinni lagði Friðfinn- ur mikla áherzlu á að enn betur þyrftl að vinna að þess- um þætti heilbrigðismálanna en Framhald á 9. síðu, Reynið nýju Tefnpo er með nýrri iegund af filter, sem veitir yður meiri ánœgju, mildara og betra bragð.. Tempo eru framleiddar úr úrvals tóbaki. Tempo eru framleiddcr a? stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna* nýju filter-sígaretturnar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.