Þjóðviljinn - 30.09.1965, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 30.09.1965, Qupperneq 8
2 SlÐA — ÞJÓÐVXLJTNN — Fimmtudagur 30. september 1905 • Grunsamleg húsimóðir í Stjörnubíó • Stjörnubíó het'ur nú sýnt í réttar þrjár vikur bandarísku gaman- myndina ..Grunsamleg húsmóðir'* (Noborious Landlady), en nú eru síðustu forvöð að sjá hana. Þettaíer íjörug og lctt mynd, sem fallið hefur áhorfendum vel í geð — og ekki er það Iakara að íslenrkur texti er settur inn í mymdina. Þrír heimskunnir leikarar fára með aðalhlutvcrkin: Kim Novak, Jack Lemmon og Fred Astaire — og sjást þau öll á meðfylgjandi mynd ásamt cin- um aukalcikara. m Vonzka heimsins • ... . Borð og gólf eru útötuð blóði. að vísu er það kíndablóð sem rennur um gólf sláturhúsanna á þessum árs- tíma. en það er ekki svo ólíkt okkar blóði. Ós.iálfrátt verður manni hugsað til þess, hvemig mannskepnan liti út,, ef hún væri meðhöndluð á sama hátt og kindurnar . . . .... Fólkið bíður aftur á móti eftir nýju kjöti og slátri. en fæstum verður hugsað ti! kindanna. sem hafa hlaxipið um mýrar og móa, grösuga dali og grænar heiðar í allt sumar. ét- ið það, sem þeim þykir bezt, og stækkað dag frá degi. Svo. þegar tími ver kominn, var þeim smalað saman, sfðan rek- ið til rétta og eftir það til slá+- urhússins. Lömbin, sem fædd- ust í vor eru nú kölluð vænir dilkar.‘‘ (Ólafur Ragnarsson í Al- þýðublaðinu 28/9) © Ný nótnahefti Menningarsjóðs Enn eru Þjóðviljanum að berast ný nótnahefti frá Menningar.-ióði, nú síðast áttunda. níunda og tíunda heftið í útgáfu rikisforlagsins á tónverkum íslenzkra höf- unda, flokknum „Musica Is- landica". Hvert hefti hefur að geyma eitt tónverk, hið áttunda Són- ötu fyrir píanó op 3 eftir Árna Björnsson, níunda Pr:i- ludium und Doppelfuge uber den Namen B-A-C-H fyrir einleiksfiðlu eftir Þórarin Jónsson og Mósaik fyrir fiðlu og píanó eftir Leif Þór- arinsson. Síðastnefnda verkið hefur höfundur tileinkað Birni Ólafssyni fiðluleikara. m Frá Krabba- meinsfélagi íslands • Krabbameinsfélagi íslands hafa borizt margar góðar gjaf- ir nýlega. Sú stærsta þeirra, rúml. 118 þús. kr. frá ,,þrem systkinum‘‘, sem ekki vilja láta nafns síns getið. Um 35 þús. kr. frá manni hér í borg, sem ekki vill heldur láta nafns síns getið,. sem. hann óskaði eft- ir að yrði varið til sjóðstofnun- ar. Ekki hefur ennþá verið á- kveðið hvaða hlutverki sá sjóð- ur eigi að gegna. Einnig hlaut félagið í arf eftir Idu Guð- björnsdóttur 19 þús. kr. ,.Gömul kotna‘‘ 10 þús. kr. Hildur 2 þúsund krónur, Sigríður 1000 kr. „Frá móður“ 1000 kr. Rut 500 kr„ H.iörtur 400 kr. „Frá . vinkonu‘‘ til minningar um Sigríði Hildi- brandsdóttur frá Vetleifsholti 300 kr. öryrki 100 kr. Hannes 40 kr. Félagið færir ölTum þessum aðilum innilegar þakkir. E5S IFAVELUNNI - þar sem ólíft er Dagbók Carolinu Mariu de Jesus mætti konu sem kvartaði við mig undan hjónabandi sínu. og ég svaraði henni engu. Ég batt saman pokana, setti pjáturdós- imar- sem ég fann, í annan pokann. og fór heim. Þegar heim kom opnaði ég útvarnið svo ég gæti séð hvað framorðið væri Klukkan var 11.55. Fs vélgdi matarbita, las dáiítið, af- klæddi mig, og lagðist út af. Ég sofnaði. fljótt. 19. júlí. Ég vaknaði tdð bs.ð klukkan 7 fyrir hádegi að börn- in mín voni að tala. F.g fór á fætur og sótti vatn. Þá vom konumar farnar að. safnast saman við póstinn. Vatnsföt- umar þeirra stóðu f röðum. Þegar ég kom sagði Florentina við mia: — Hvaða stiómmálaflokkur lét setia þennan vatnspóst? Éa las stafina P.S.B. og ?agði að bað væri SósíalistafloKkur Bvasilíu. Senhor Germano gekk hiá og hún spurði hann. — Senhor Germano. hvaða stiérnm^laflokkur á þessa upp- hafsstafi ? — Janios •) *) Janio Ouadros: stjómmála- máðrjr frá Sao Paulo sem fyrst var lögfræðingur en hófst fliött til valda og varð forseti Výð- veldisins. Við sjálft lá að borg- arastyrjöld brvtist út í Brasilíu f ágúst 1961 begar hann lét fvr- irvaraláust af starfi sem hávf- irdómari. Hún var himinlifandi og flýtti sér að segja að Adhemar de Barros !) væri svikari. Og að enginn mæti dr. Adhemar neins nema flón. Ég og Dona Maria Puerta, sem er ágæt kona spænsk. tókum svari Ad- hemars. Dona Maria sagði? — Ég fylgi alltaf Adhemar. Mér geðjast ákaflega vel að honum og Leonor konu hans. Florentina spurði: — Gerði hann þá nokkum tíma nokkuð fyrir okkur? — Já. Hann lét reisa spital- ann. Röðin kom að mér og ég setti fötuna undir bununa. Flor- entina hélt áfram að hrósa Janio. Vatnsbunan var farin að mjókka. Rósu var kennt um. Vegna þess að hún hafði verið að sækja vatn síðan klukkan 4 um nóttina og þvegið ailan þvottinn heima. Hún verður að borga 20 cruzeiros á mánuði. Fatan mín fylltist. og ég sneri heim. Þessa dagana hef ég oft ver'ð að hugsa mér leið út úr vand- anum. Ég hef skrifað höppinr, í dálk. óhöppinn í annan. Ef mér tekst ekki að herða opp 1) Adhemar de Barros: ríkur stjórnmálamaður sem varð landstjóri í Sao Paulo-borg og fylki. og tókst að ná stuðningi lægri stéttanna með loforðum um bætur á kjörum þeirra. Hann beið lægra hlut fyrir Janio Quadros árið 1960. hugann til að brjótast út skal mér þó takast að herða hann til að taka því sem að höndum ber. Ég hef aldrei ' gert neinum mein. Ég hef séð að það borgár sig ekki. Ég kæri mig ekki um að lenda í málaferlum. Nafn- númer mitt er 845 936. Ég fór til skransalans til að selja pappír. 55 cruzeiros. Ég flýtti mér heim, keypti mjólk og brauð. Ég sauð súkkulaði handa börnunum, bjó um rúm- in, setti baunir yfir eldinn, og sópaði gólfið. Ég bað Senhor Ireno Venancio da Silva að út- búa rólur handa drengjunum. Ég fékk honum 16 cruzeiros í kaupið. Meðan hann var að þessu var ég að þvo þvottinr.. Þegar ég kom frá því var Sen- hor Ireno að ljúka við verkið. og svo lauk hann við hað. Börnunum þótti gaman að þessu leikfangi og allir vildu róla sér í einu. Ég læsti dyrunum og fór út til að selja pjáturdósir. Ég tók börnin með mér. Þetta var heitur dagur og ég vil að sólir, skíni á þau. Hvílfkt erfiði. Ég bar Veru í fanginu og pokann á höfðinu. Ég seldi dósirnar og hitt ruslið. Ég fékk 31 cruzeiros, og ég var himinlifandi. Ég spurði: / '— Senhor Manuel, var hetta rétt reiknað? — Hvað áttu við? — Það sem ég seldi þér /ar ekki 31 cruzeiros virði. F.n þetta næ'gir mér til að borga rafmagnsreikninginn. minn. Ég kvaddi hann og fór heim. Ég eldaði morgunverð. Meðan maturinn var að soðna. fór ég að skrifa. Ég lét bömin borða og fór svo til Klabin-pappírs- mvilu til að safna pappír. Ég náðí í feiknin 611. Ég hraðaði þessu verki eins og mcst mátti. því það mátti búast við því af þessum skepnum f mannslíki- að þær væru komnar inn f kofann og famar að misbjóða bömunum mínum. Ég hélt samt útvarpið • Snorri Hjartar og Beethoven • 1 kvöld fáum við að heyra fágaða Ijóðlist og glæsilega: i þættinum Raddir skálda er góðu heilli minnt á tih'eru Snorra Hjartarsonar. Bodhan Wodiczko stjómar Sinfóníuhljómsveitinni. Þessum ágæta .pólska tónlistarfrömuði verður sjálfsagt fagnað ágæt- lega enda býr hann yfir verð- leikum mörgum: landar hans hafa f-arið um hann svofelldum orðum: ,,Hann breytti vinnuað- ferðum hljómsveitanna, mennt- aði áheyrendur og víkkaði sión- hring þeirra‘‘. Og einleikari með hljómsveitinni er einnig þekktur maður á íslandi og au- Snorri Hjartarson. áfram, óróleg og áhyggjufull. Ég fékk höfuðverk. Þau bíða eftir því að ég fari, og svo koma þau eingöngu í þeim til- gangi að meiða börnin mín. Aldrei nema þegar ég er að heiman. Því þegar ég er fjar- verandi, get ég ekki varið þau í favelunni em fimmtán ára unglingar úti hvenær sólar- hringsins sem þeim sýnist. Þau eru i slagtogi með skækjum og þær segja þeim sögur af sér. Sumir af þeim em í vinnu, en aðrir gera ekki annað en slæp- ast. Fullorðna fólkið vinnur fyr- ir þeim. Það em unglingamir sem afsegja að vinna. Þeir láta mæðurnar tína upp ávéxti og grænmeti sem dettur út úr söluvögnunum 1). Kirkjan gef- ur þeim að éta. San Francisco- kirk.ian gefur í hverjum mánuði fátækum nauðsynjar svo sem kaffi og sápu. Þetta fólk gengur í úrkastið í fiskmarkaðinum, tínir fisk- hausa sem búið er að kasta, ét- ur allt sem tönn á festir, Mag- inn í þeim hlýtur að vera úr járnbentri steinsteypu. Stundum opna ég fyrir útvarpið og danss við bömin mín, eða við þykj- umst vera að fara í hnefaleik. I dag keypti ég handa •þeim sætindi. Ég gaf hverju þeirra sinn skammt og sá að þau íitu svolítið skrýtilega á mig: Joao minn sagði: — Þú ert væn, mamma. Þegar þessar kerlingarskepn- ur ráðast inn í kofann minn. kasta bömin í þær steinum. Þá æpa þær: — Skárra er það nú uppeld- ið á bömunum! Ég svara: f) Markaður: sölupallar undir beru lofti, ætlaðir fyrir græn- meti og kjöt, og er beim “kið götu úr götu til hagræðis fyrir kaupendur. Kaupmenn þessir cru. oftast portúgalskir innfiyti- endur. og er þama selt ^lest sem nöfnum tjáir að nefna, skór, nærfatnaður kvenna, o.s. frv. fúsugestur hér: Vladimír Asjke- nazí. Alltaf er gott að vita af djass- þætti — skemmtilegur og læ- víslegur áróður fyrir djassi er mikið nauðsynjamál og holl lýsisgjöf í fábreytilegu blóðleysi bítlaskruðningsins. V V V 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stjóm- ar óskalagaþætti fyrir sjó- menn. 15.00 Miðdegisútvarp: Þuríður Pálsdóttir syngur. Sinfóníu- sveitin í Minneapolis leikur Hary Janos, svítu eftir Kod- ály; Dcrati stj. D. Waren- skjold syngur þrjú lög. Boro- din kvartettinn leikur kvart- ett nr. 5 yfir slavnesk stef op. 33 -eftir Sjebalín. Drengja- kórinn í Vín syngur lög eftir Schubert og Brahms. Casals leikur lög eftir Granados, Saint-Saens, Chopin og Wagn- er. 16.30 Síðdegisútvarp: Ferrante og Teicher leika, P. Page syngur. R. Owen stjómar hljómsveit, R. Nelson syngur, L. Dee leikur, J. Christy s.yngja. Jo Basile stjómar harmonikuhljómsveit sinni, D. Eddy leikur, P. Faith og hljómsveit hans leika og The Shadows leika og syngja. 18.30 Danshljómsveitir leika. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Zorghayda, tónaljóð eftir Johan Svendsen. Fílharmoníu- sveitin í Ósló leikur; Grúner- Hegge stj. 20.20 Raddir skálda: Snorri Hjartarson — Flytjendur eru: Hörður Ágústsson, Þorsteinn ö. Stephensen og Baldvin Halldórsson. Einar Bragi sér um efnisval og kynningar. 21.00 Sinfóníuhljómsveit Ts- lands leikur í Háskólabíói. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Píanóleikari: Vladimir Asjke- nazí. Beethoven: Egmont-for- leikurinn op. 84. Pi'anókon- sert nr. 5 op. 73. — Börnin mín eru að verja mig. Þið eruð mikil flón að sjá það ekki. Nú fer ég að skrifa bók um faveluna, og ég skal ekki draga fjöður yfir neitt. Ég skal segja frá öllu sem þið haf- ið'gert mér. Þið sjáið um að af nægu sé að taka. Silvia bað mig að nefna sig eklci. Hún sagði. — Þú ert flökkukind sjálf. Þú hefur sofið í gistihúsum fyr- ir flakkara. Þú verður vitlaus á endanum. Ég svaraði: — Það er líkast til. Þeir sem sofa í gistihúsum flakkara hljóta að vera flakkarar. En ‘pú sem aldrei gerðir þetta, hvað ertu að gera héma í kofanum mínum? Þú ert fædd til að búa í fínu húsi. Hvemig stóð þá á því að þú lentir hérna? Hún svaraði: — Þú kannt ekkert nema að safna pappírsrusli. — Ég safna pappír. Ef ég gerði það ekki, væri ég ekki á lífi núna. Ég á heima í favelu. En svo framarlega sem guð verður mér lfknsamur, þá kemst ég héðan. Sumt fólk reynir að hefja sjálf-t sig upp á því að traðka aðra niður. Hér er heim- tli með fimm bömum og göm- ul kona gengur betlandi handa þeim allan daginn frá morgni til kvölds. Sumar konur fara út af heim- ilinu að vinna fyrir þvf þegar f.yrirvinnan veikist. Og svo finnst þessum eiginmönnum það svo þægilegt, að þeir láta sem sér ætli aldrei að batna. T dag fer ég ekki út til að safna pappír. Ég ætla að leggja mig. Ég er hvorki breytt né syfjuð. I gær drakk ég hiór og I dag langar mig til að fá vnér annan. En ég ætla ekki að venja mig á áfenga drykki. És vil ekki bregðast heirri ábvreð sem mér er falin. Börnin mín> Þau mega ekki missa mig. Og bað sem ég gef fyrir bjórinn- hað tek ég frá hrýnum nauð- synjum. Mér h'kar ekki þegar feðurnir senda bömin sfn út til 21.50 Sjónarhólar. Sigurður Eg- illsson á Húsavík gengur með hlustendum á Geitafellshnjúk. Tryggvi Gíslason flytur þátt- inn. 22.10 Kvöldsagan: Grímur eft- ir Guðlaugu Benediktsdóttur. Sigurlaug Árnadóttir les. 22.30 Djassþáttur. Ólafur Step- hensen hefur umsjón með höndum. 23.00 Dagskrárlok. o Gletta „Yður er óhætt að losa sætis- beltið núna, herra minn“. heyrt © Starfsheiti í Handrita- stofnuninni • 1 Handritastofnun Islands eru menn að vonum þjóðlegir mjög og á það líka við um starfsheiti. Heitir forstöðumað- ur stofnunarinnar því á þeirra máli ekki minna en jöfur, að- stoðarmenn jarlar og þeir lægst settu örinungar. að kaupa pinga J) og gefa þoim svo að súpa á. Þeir segja hlæjandi: — Hann er með innyflaorma. Þetta á hann að drekka. Það læknar hann. Börnin mín mega ekki ejá áfengi. Joao sonur minn sagði: — Mamma, þegar ég verð stór, ætla ég ekki að dreftka. Sá sem drekkur getur ekki keypt sér föt, ekki útvarp, og aldrei reisfr hann sér múr- steinahús. I dag var heilladagur. Ófrið- arseggimir í favelunni vita að ég er að skrifa og að það er am þá. Þessvegna láta þeir mig nú í friði. Karlmennimir héma í favelunni eru langtum skárrii nærgætnari. Konurnar eru skepnur. Þær eru Iævísar- eins og Carios Lacerda ') Þetta fer í taugamar á mér. Ég þoli það illa. Samt hef ég góðar taugar. Ég læt ekkert buga mig. Ég rétt.i alltaf við. 20. júlí. Ég fór á fætur klukk- an 4 að nóttu til að skrifa. Ég opnaði dymar og leit upp á stimdan himininn. Þegar sólin fór að hækka á lofti fór ég að 1) Pinga: mjög áfengur drykft- ur bruggaður úr reyrsyftri. Þetta er vinsæil drykkur með- al fátæka fólksins í Brasilíu, og svo ódýr að flaskan kostar ekki tíu cent. “) Carlos Lacerda: ungur og dug- legur stiórnmálamaður (var landstjóri í fylkinu Guanbara, en í því fylki er Rio de Jan- eiro) þekktur fyrir að flytja eldlegar ræöur um umbætur á þióðfélagsháttum. Hann er einnig blaðamaður, og skrifaði han-n blaðagreinar, sem stuðl- uðu að falli Getulio Vargas forseta Brasilíu, árið 1954. Varg- as var einræðisherra hangáð til árið 1945, og vinsæll með lægri stéttum þjóðfélagsios. Vinir hans ætluðu oð myrðf Lacerda, en drápu höfuðsmanr nokkurn f staðinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.