Þjóðviljinn - 30.09.1965, Síða 10

Þjóðviljinn - 30.09.1965, Síða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINT7 —- Fímnrfaðagur 30. septembeir 1965 EFTIR MARÍU LANG ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■ kögri og áletruninni ..Kveðja frá markaðnum‘‘. — Hvað . . . til hvers kaupir hún hana? stamaði Magnhildur. — Hún kaupir alltaf svona karamellu á markaðnum, sagði Ellen. Og svo poka með engifer- karamellum hjá Engquist. Það hefur hún gert frá því að hún var smástelpa. Hefúrðu aldrei fyrr komið með okkur á torgið að verzla? — Nei, það er víst ekki. Magnhildur Bengtsson virtist allt í einu hugsi. En Lovísa brá bleiku karamell- unni yfir öxlina og meðan kögrið blakti eins og skringilegur fáni £ fararbroddi þokaðist litli hópur- inn leiðar sinnar yfir steinlögn- ina, gegnum manngrúann, með- fram marglitum markaðsgötunum á torginu. Þegar kirkjuklukkan sió tvö voru þær komnar að lyfjabúðinni sem var beint á móts við kirkjuna. Inni í lyfjabúðinni sást í ljóst hárið á Tuss og hvíta sloppinn bakvið afgreiðsluborðið. Tilhægri á götuhæðinni var íbúð, sem gengið var í beint af gangstétt- inni sem nú var þakin sölugrind- um. Lovísa andaði að sér blönduð- um þef af söltuðum gúrkum. súr- um eplum og reyktri síld. Síðan Iagfærði hún höfuðklútinn, ýtti upp grænmálaðri útihurðinni, strig inn i rúmgóða forstofu með mörgum dyrum, lyfti mögrum vísifingri að einum þeirra. og studdi fingrinum á dyrabjöll- una. Bak við hana tautaði Ellen í senn gröm og eftirvæntingarfull: — Það verður gaman að sjá hvort Clara er komin. ÞRIÐJI KAFLI Clara var eiginlega glataða systirin. Hún hafði orðið oað bæði vegna gigtar í handlegg og auglýsingar í Skóga-póstinum. Gigtin í handleggnum rak hana sextíu og átta ára að aldri !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■• til að hætta vinnu sinni í bakar- íinu í bænum, þar sem hún hafði í meira en fjóra áratugi hnoðað og hrært og skreytt hveitibollur og möndlukringlur og smákökur. Hún fluttist heim á Bengtsnes en eftir nokkur ár var hún búin að fá nóg af ráð- ríki Ellenar og nöldrinu í Lovísu. Hún braut heilann um að leigja sér íbúð í Skógum fyrir sparifé sitt og las því vandlega auglýs- ingasíðuna í sveitablaðinu. ,,Falleg, sólrík íbúð laus til f- búðar í janúarbyrjun. Fimm her- 5 bergi, stúlknaherbergi, öll ný- tizku þægindi. Leigufrí til 1. ap- ríl“. Þessa auglýsingu þekkti hún aftur, hún hafði staðið í blað- inu hvað eftir annað eins og Qeiri auglýsingar um leiguhús- næði. Það var ekki hún sem vakti allt í einu athygli hennar, heldur auglýsing . af allt öðru tagi. Hún las hana hvað eftir annað, og loks kinkaði hún kolli með ánægjusvip. ..Einmana. fátækur ekkju- maður óskar eftir ráðskonu. Má vera roskin. Hver vill koma? Tvær kýr. Svar merkt Aðeins tvö sendist Skógapóstinum.‘‘ Já, Clara vildi koma. Þegar hún var búin að virða fyrir sér bæði ekkjumanninn og kýmar tvær, tilkynnti hún agndofa systrunum ákvörðun sína, og nú hafði hún verið í meira en miss- iri ráðskona hjá Vincent Flod í litla bænum hans í Finntjöm- um. Þennan markaðsdag stóð hann fyrir utan húsið og virti hana fyrir sér með aðdáun í svipnum. — Sem ég er lifandi, Clara, þú ert bara ljómandi snotur, þeg- ar þú býrð þig upp. Þótt mér finnist kirnan sem þú hefur á höfðinu vel mega verða eftir heima. Dökkt hárið á Clöru var lítið farið að grána. Þrátt fyrir háan aldur hafði hún látið klippa það stutt. Hún var sterkleg og stæði- leg kona með dökkan litarhátt, glaðlegt bros og fjörleg augu. Vincent hafði rétt fyrir sér, guli nýstrokni kjóllinn fór henni vel, en kubbslegur, tóbaksbrúnn hatt- urinn sem náði niðurundir augnabrúnir. gerði það ekki. Hún mætti augnaráði hans og lagði hattinn varlega niður í stóru eggjakörfuna. — Jæja, jæja, hlæðu bara. Ég set hann að minnsta kosti upp áður en ég stíg inn til blessaðra ættingjanna. Nóg verður af stríðninni samt. — Það er bezt að hlæja að slíku. Eigum við að koma? Þau þurftu að ganga nokkra kílómetra niður að vatninu. Himinninn, sem hafði fyrr am morguninn verið blýgrár og þungbúinn, hafði nú sett upp hýrlegri svip — var svarblár yf- ir Hamrharby, skærblár yfir hjá Kilsbergen. — Hann er að hvessa, sagði Clara,: þegar hún var búln >ið hagræða sér á afturþóffcunni í ó- máluðu flatbytnunni. Vincent Flod hafði farið úr jakkanum og brett upp skyrfcu- ermamar, áður en hann fór að róa með löngum. sterklegum ára- togum. — Ertu hrasdd? — Ég er hrædd um að þétta verði of erfitt fyrir þig. — Þvættingur! Hann sýndi sterklegar, ójafn- ar tennurnar í snöggu brosi. Hann virtist ekki vera mikið yf- ir sextugt, en hún vissi að hann var það. Clöru þótti hann ásjá- legur karl með þykkt, dökkt hár og drengjaleg, blá augu, trúlega var hann full holdgrannur, en hún ætti að vera manneskja til að bæta úr því. Eins og hann hefði Iesið hugs- anir hennar, spurði hann snögg- lega: — Sérðu eftir því að þú fórst eftir þessari auglýsingu? Gamall kofi uppi í skógi, engir nágrann- ar til að drekka kaffi hjá, bara karlskröggur að þjóna og stjana við; þetta er ekki það sem þú hefur vanizt. — Það er betra en tvær geð- vondar kerlingar, sagði Clara með áherzlu. Hann hló enn á ný. — Já, óneitanlega geðvondar. Sérstaklega var önnur þeirra slæm. Ég skil ekki hvers vegna þú ert að hendast til borgarinn- ar til að hitta þær; ef ég væri f þínum sporum myndi ég láta þær lönd og leið. Clara kipraði saman andlitið eins og hryggur bolabífcur. — Við höfum farið saman á markaðinn síðan við vorum böm. Þær myndu aldrei fyrirgefa mér ef ég skrópaði. Svo birti yfir henni og hún bætti við: — Ég verð líka að fara þang- að til að frétta hvort við höfum erft ókjör af peningum frá Ameríku. — Þú ert nú meiri kerlingin, svaraði Vincent og herti róður- inn. Mér þykir hann hvessa. Það var heppilegt að þú skyldir stinga hattinum niður í körfuna. annars hefðirðu ekki haft neitt að skreyta þig með þegar þú sýn- ir þig. Flatbytnan lá djúpt, og væri horft á hana gegnum kíki af svölum í landi, sýndist hún vera í mesta háska. Christer var í sjöunda himni. — En þær öldur! hrópaði hann. Og bráðum koma þrumur og eld- ingar eins og á sunnudaginn. Þetta komast þau aldrei. Þau drukkna, þau drukkna! — Eg held, sagði Helena Wijk, að þú látir ímyndunarafl- íð hlaupa með þig i gönur. Inn með þig. Maturinn er kominn á borðið. Sonur hennar, sem átti mark- aðsfrí eins og önnur skólaböm í Skógum, og var staðráðinn í að njóta dagsins til hins ýtrasta, lagði ólundarlega frá sér kik- inn og kom inn af svölunum. — En eldingum getur slegið niður, sagði hann vongóður. Það kom fyrir í Glanshammar í vik- unni sem leið og stór tarfur brann til agna og hestur og margir kálfar. Heyrðu, er það al- veg víst að við eigum að fara f sirkus í kvöld? Upp á æru og trú? Hvað sem fyrir kemur? — Hvað ætti svo sem að koma fyrir? sagði Helena grunlaus. Upp á æru og trú. Fyrst þú varst heima og fórst svo snemma að hátta í gærkvöld. Bláu drengjaaugun litu 1 skyndi niður á diskinn en eftir nokkrar mínútur leit hann aft- ur á hana og það var eftirvænt- ing í svipnum. — Þú, mamma. Ég er svo hræðilega blankur. — En vikupeningarnir sem þú fékkst í fyrradag? — Þeir hljóta að hafa gufað upp. Er það ekki skrýtið? — Þú hefur verið með ein- hver prakkarastrik, það er auð- séð. Jæ.ia, þú skalt fá' þrjár krónur hjá mér, ef þú ferð í nokkrar sendiferðir. — Þrjár krónur! Glæsilegt. Fyrir þessa gífurlegu upphæð stóð hann nokkru síðar í röð í ofsaheitu bakaríinu. Það var reyndar alls ekki leiðinlegt. Bakaríið var rétt við torgið, þar sem Litlagata hallaðist mest nið- ur að vatninu. Stéttin fyrir utan búðina var einn hrærigrautur af hjólum, hestvögnum, T-Fordum og innan um allt saman stóð gljáandi Buick, sem var í eigu einhvers öfundsverðs eiganda ferðatívólís. Christer hélt. sig frammi við dymar og þaðan sá hann bæði inn í búðina, bakaríið sjálft og út á stéttina. Alls stað- ar var eitthvað skemmtilegt að gerast. I bakaríinu höfðu starfsstúlk- urnar fengið heimsókn. Það var glaðlegur kvenmaður með sfcutt- klippt hár og í gulum kjól. 1 hvert sinn sem opnað var fram í búðina barst þangað ilmur af nýbökuðum kanelsnúðum og há- vært samtal og hlátrasköll. — Og það var svo hvasst að ég hélt að mín síðasta stund væri komin — — en það hefði verið sorglegt, nú þegar — BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhölcðum, efni og lagerum o.fl. n © Heimístrygging hentar yður Heimilisðryggíngar Innbús Vatnstföns Innbrots Glertryggingar I TRYGGÍNGAFELAGIÐ HEiMIR” UNDARCATA 9. REYKJAVÍK slMI 21 260 SÍMNEFNI ,SURETY skórnir Þar sem CHERRY kemur viö gljá SKOTTA U -,,Ég ætla að biðja þig að vera skvísan mín, auðvitað með þvi skilyrði að þú fáir nógu góðar einkunnir á miðsvetrarprófinu/. HJOLBARÐAR FRÁ , , SOVETRIK3UNUM Heimilisfólk yðar og gestir njóta gceðanna Nýkomið mikið og fjölbreytt úrval af flugvéla-. skipa- og bílamódelum frá Lindberg. Komið og skoðið meðan úrvalið er mest. FRISTUND ABOÐIN Fíverfiscrötu 59 Frá Kársnesskó/a Kópavogi 10 ára böm (fædd 1955T eiga að mæta M skólan- um föstudaginn 1. okt. kl. 3 e.h. Skólastjóri. A P

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.