Þjóðviljinn - 28.01.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.01.1966, Blaðsíða 1
I Hítaveitan bregzt: Of mikii álag vegna hitun■ ar olli rafmagnstruflunum ★ 1 kuldakastinu á dögunum birtist í útvarpinu auglýsing frá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur þar sem fólk var beðift að hafa ekki rafmagnsofna í sam- bandi á þcim tímum dags sem mest væri eldað og álagið því mest hjá rafveitunni. ★ Þjóðviljinn átti í gær tal við rafmagnsstjóra og innti hann eftir .því, hvort mikil brögð hefðu verið að því að rafofnakynding ylli rafmagns truflunum. Sagði rafmagns- stjóri, að talsvert hefði borið á því að stofnöryggi í húsum brynnu yfir og eins að álagið í einstökum hverfum hefði orðið það mikið að þilanir urðu í spennistöðvunum af þeim sökum. ★ Annaxs sagði rafmagns- stjóri að það væri eðlilegt að fólk gripi til þess að hita upp með rafmagnsofnum þegar í hitaveitan brygði'st og væri það rafveitunni að meinalausu, ef fólk gætti þess að hafa ekki |j ofnana í sambandi á þeim * tíma dags þegar mest eldun færi fram, einkanlega á tím- anum fyrix kvöldmatinn. ★ Þá sagði rafmagnsstjóri að mest hefði borið á auknu álagi í hverfunum í gamia bænum, enda væri það þar sem hitaveitan brygðist mest í kuldum. ElliSieimiii, verðlaunasjóður, góðar gjafir HÁTÍBÁISAFIRBI □ í fyrrakvöld var haldið 60 ára afmælishóf Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar að Hótel Borg og sátu þetta hóf hálft þriðja hundrað manns. □ Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar flutti í upphafi stutt ávarp og við það tækifæri var afhjúpaö- ur nýr félagsfáni, — gerði það hinn aldni forystumað- ur félagsins Sigurður Guöna son og reyndist þetta stutt og virðuleg athöfn. Eðvarð komst svo að orði við þessa athöfn, að það væri von sín um þennan nýja fána, að hann mætti verða baráttu- og einingartákn til hagsældar fyrir félagsmenn í framtíðinni og ekki mætti falla blettur á þennan fána og mætti hann rísa yfir flekklausri baráttu í stéttabar- áttunni í framtíðinni. Fáninn hefur rauðan grunnlit og sýnir hin gamalkunnu tákn félagsins — sólarupprásina, hak- ann og skófluna. Alla gerð fán- ans og mynztur annaðist hin góðkunna listakona og hannyrða- meistari Unnur Ólafsdóttir hér í borg. Við viljum vísa á myndasíðu úr hófinu á bls. 5 í dag. Við afhjúpun nýja félagsfánans frá vinstri, Eðvarð Sigurðsson og Sigurður Guðnasou. Verkamannaflokkurinn sigraii í aukakosningum í Hull í gær LONDON 27/1 — Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í aukakosningunum sem fram fóru í Hull í gær. Hlaut frambjóöandi flokksins 5351 atkvæði umfram frambjóöanda íhaldsflokksins, en þingsætið hafði verið talið í hættu. Úrslit kosninganna geta orðiö afdrifarík fyrir stjórnmálaþróun í Bretlandi, og er efcki ólíklegt að bráölega dragi til nýrra kosninga í landinu. ÍSAFIRÐI 27/1 — Isfirðingar voru kátir og hressir í skapi í gær og óskuðu hver öðrum til hamingju með afmælið. Bærinn var fánum skreyttur og skreyt- ingar í flestum búðargluggum og stafirnir „100 ár“ loguðu uppi í fallshlíð er rökkva tók, voru þar skátar á ferð með blys sín. Kaupstaðnum barst margt gjafa og árnaðaróska og bæjarstjórn ákvað að hefja byggingu elli- heimilis og stofna sjóð til að verðlauna væntanlega mennta- skólanemendur. Hátíðahöld hófust kl. 14 með því að Lúðrasveit skóla lék og Sunnukórinn söng undir stjórn Ragnars H. Ragnars. Var þá settur fundur í bæjarstjórn. For- seti bæjarstjórnar setti fundinn og rakti breytingar á skipun bæjarstjórnar í 100 ár. Voru síðan bornar upp tvær tillögur frá bæjarráði. Sú fyrri um að bæjarstjórn samþykki að byggt verði nýtt elliheimili á sjúkra- húslóðinni fyrir 40 vistmenn og /erði þegar á þessu ári efnt til verðlaunasamkeppni um útlits- og fyrirkomulagsteikningar. Svo g að bæjarsjóður leggi fram egar á þessu ári hálfa miljón r. til elliheimilisbyggingar. Hin ðari var á þá leið, að bæjar- :jórn verji 100 þús. kr. á fjár- agsáætlun þessa árs til stofn- unar sjóðs til að verðlauna námsafrek nemenda væntanlegs menntaskóla á ísafirði og beri sjóðurinn nafn aldarafmælis kaupstaðarins. Verði verðlaun- um fyrst úthluað við brottskrif- un fyrstu stúdenta skólans en sjóðurinn fram að því vaxtaður í vörzlu bæjarsjóðs. Fyrir fyrri tillögunni mæltu Björgvin Sig- hvatsson og Högni Þórðarson, en Halldór Ólafsson fyrir þeirri síðari og voru þær báðar sam- þykktar í einu hljóði. Var þá fundi slitið og Sunnukórinn söng þjóðsöng ísfirðinga „í faðmi blárra fjalla“ eftir Jónas Tóm- asson og Ó guð vors lands. Seinna um daginn tók bæjar- stjórn á móti- gestum í Sjálf- stæðishúsinu og kom þar margt manna. Um kvöldið var svo efnt til samsætis í Alþýðuhúsinu og þangað boðið forystumönnum Þetta er fjórði Norðurlanda- ráðsfundurinn, sem haldinn er í Höfn, en hann mun standa yfir næstu 6 daga — lýkur á mið- vikudag í næstu viku, 2. febrú- ar. Tveir íslenzkir ráðherrar sitja fundinn að þessu sinni, þeir Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra og Emil Jónsson utanrík- isráðherra. félagssamtaka á ísafirði, bæjar- stjórn og fyrrverandi bæjarfull- trúum. Meðal gesta voru og for- seti íslands, Eggert Þorsteinsson félagsmálaráðherra, Sturla Jóns- son, formaður f jórðungssam- bands Vestfjarða og Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, en aðrir þingmcnn Vestfjarða gátu ekki komið því við að vera við- staddir. Aðalræðuna flutti Birg- ir Finnsson og rakti hann sögu kaupstaðarins. Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson flutti ræðu, rakti gömul kynni og árnaði bæjarbúum allra heilla. Eggert Þorsteinsson flutti árnaðaróskir ríkisstjórnarinnar og gat um ís- Framhald á 7. síðu. Fulltrúar Alþingis á Norður- landaráðsfundinum eru auk Sig- urðar Bjarnasonar sem fyrr var nefndur, Helgi Bergs, en hapn er varamaður Ásgeirs Bjarna- sönar, Matthías Á. Matthiesen, Ólafur Jóhannesson og Sigurður Ingimundarson. Auk þingmann- anna situr íundinn Friðjón Sig- urðsson skrifstofustjóri Alþingis. Beðið var með mikilli eftir- væntingu eftir úrslitum auka- kosninga í þessu kjördæmi, en hefdi Verkamannaflokkurinn misst það, hefði hann haldið að- eins eins atkvæðis meirihluta í neöri deild þingsins. í síðustu kosningum sigraði frambjóðandi flokksins með aðeins 1181 at- kvæðis yfirburðum og óháð fram- boð af hálfu „Róttæka banda- lagsins“ nú var talið geta lcom- ið flokknum illa. En svo fór að frambjóðandi flokksins, Macnamara, hlaut 24479 atkvæöi og Jessel, fram- bjóðandi Ihaldsmanna 19128. Frambjóðandi Frjálslynda flokks- ins hlaut 2945 atkv. en um 7000 við síðustu kosningar og er því auðséð hvert Verkamannaflokk- urinn hefur sótt fylgisaukriing- una. Róttæki frambjóðandinn hlaut aðeins 253 atkv. enda snér- ust kosningar fyrst og fremst um innanlandsmál — Róttæka bandalagið hefúr hinsvegar einkum beitt sér fyrir breyttri stefnu í utanríkismálum og þá sérstaklega gegn styrjöldinni í Vietnam. Því hafði verið spáð fyrir kosningarnar, að ef Verkamanna- ! flokkurin sigraði með sæmileg- um yfirburðum myndi Wilson álykta, að aðstaða sín væri svo sterk nú, að það væri rétt að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, sem þá myndu vænt- anlega tryggja Verkamanna- flokknum öruggari meirihluta á þin-gi. Hefði hann hinsvegar tap- að þingsætinu mátti gera ráð fyrir því, að forsætisráðherrann reyndi að sitja sem lengst án þess að til kosninga kæmi. í dag lézt ein þingkvenna 1- haldsflokksins, Edith Pitt frá Birmingham. Ekki er búizt við neinum breytingum í aukakosn- um sem fram munu fara í henn- ar kjördæmi því, þar er íhalds- flokkurinn mjög fastur í sessi — hlaut ellefu þúsund atkvæða meirihluta við síðustu kosningar. Þrjú börn nrðu fyrir bifreiðum Þrjú börn hafa orðið fyrir bíl síöustu tvo daga, telpa og tveir drengir. Telpan varð fyrir bíl um sexleytið í gær á Snorrabraut, en meiðsli hennar reyndust ekki alvariegs eðlis. Hún heitir Anna Fálsdóttir, þriggja ára og á heima á Snorrabraut 73. Þriggja ára drengur, Isleifur Ólafsson, Laugarásvegi 3, slasað- ist hins vegar talsvert mikið er hann hljóp fyrir bíl á Sund- laugarvegi um hádegið í fyrra- dag, fótbrotnaði og skarst á höfði. Liggur hann nú á sjúkra- húsi. Þá varð annar drengur, Krist- inn Guðmundsson, tólf ára, einnig fyrir bíl í fyrradag á j Hringbraut, rétt við Nýju sendi- j bílastöðina. Var hann fluttur á j Slysavarðstofuna. Kópavogur ★ Félag óháðra kjósenda heldúr árshátíð í félagsheimili Kópavogs laugardaginn 29. jan- úar. Á borðum verður ljúffeng- ur þorramatur. Fjölbreytt og góð skemmtiatriði. Félagar fjölmenn- Pi-á hátíðafundi bæjarstjórr ir ísafjarðar. Á myndinni sjást talið frá vinstri: Björgvin Sighvatsson, Birgir Fitmsson, Sigurður Jóhannesson, Halldór Ólafsson, ið og takið með ykkur gesti. — ‘afni Guðbjörnsson sem setur fundinn, Jón Guðjóns son bæjarstjóri, Matthías Bjamason, Marsellíus Bernha rðsson, Högni Þórðarson og Kristján Jónsson. (Ljósm. Miðapantanir í síma 41219 eftir Jón A. Bjarnason, ísafirði). ! kl. 5. — Stjcrnin. Fundur Norðurlanda- ráðsins hefst í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.