Þjóðviljinn - 10.02.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.02.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 10. febrúar 1966. Firmakeppni Skíða- ráðs Reykjavíkur Firmakeppní Skíðaráðs Rvik- ur var ha'.din s.l. sunnudag við Skíðaskálann í Hveradölum. Keppnin hófst kl. 12 á há- degi. Um eitt hundrað fyrlr- tæki tóku þátt í keppninni, Tólf fyrirtækj fengu verð- laun: 1. Davíð S Jónsson & Co. h.f. umboðs- og heildverzl- un. Þingholtsstræt; 18; — keppandi Sigurður R Guð- jón-sson, Ármanni. 2 Sport verzlun, Laugavegi 18; keppandi Bjarni Ein- arsson, Ármanni. 3. Leðurvöruverzlun J. Brynj- ólfssonar Austurstræti 3; keppandi Tómas Jónsson, Ármanni. 4. Oiíufélagið Skeljungur h. f.; keppandj Guðnj Sigfús- son f-R 5. Kr Kristjánsson, h.f bif- reiða- og varahiutaverzlun, Suðurlandsbraut 2; kepp- andj Guðni Sigfússon ÍR. 6. Fálkinn h.f. Laugavegi 24; keppandi Gunnlaugur Sig- urðsson, KR. 7. Harpa h.f, lakk- & máln- ingarverksmiðja Einholti 8 og Skúlagötu 42; keppandi Leifur Gislason. KR. 8. Tryggingafél. Eagle Star; keppandj Guðmundur Ing- ólfsson, Ármanni. 9. Tryggingamiðstöðin h.f., . Aðalstræti 6; keppandi Ein- ar Þorkelsson KR. 10. Kristján Ó Skagfjörð h.f. umboðs- & heildverzlun. Tryggvagötu 4; keppandi Haraldur Pálsson, ÍR. 11. Gullsmiðir Bjami & Þór- arinn Bergstaðastræti 3; keppandj Eyþór Haralds- son ÍR. 12. Ottó A. Michelsen h.f. Klapparstíg 25-27; kepp- andi Þórir Láruisson ÍR, Mótsstjórinn, Lárus G. Jóns- son Skiðafélagi Reykjavikur, afhenti verðlaun að keppni lokinn; og þakkaði forráða- mönnum fyrirtækjanna fyrir að gera skiðaráði Reykjavíkur kleift að halda keppni þessa. Veður var hið bezta, glamp- andi sól og 1 stigs frost og skíðafæri mjög gott. Brautin var um 300 metra löng með 36 hliðum. Flest.allir skíðamenn Reykjavíkurfélaganna mætfu til keppnj (forgjafakeppni). — Undanfarar voru Árdis Þórð- ardóttir og Björn Olsen bæði frá Siglufirði. Margt var um manninn i skíðaskálanum all- an daginn frá því fyrir há- degi &s fram undir kvöldmat var hvert sæti skipað i veit- ingasal Skíðaskálans. Þegar mest var voru yfir 150 einka- bíiar utan við Skiðaskálan. Mót betta fór hið bezta fram og biður Skíðaráð Reykjavik- ur Þjóðviljann ' að flytja for- ráðamönnum fyrirtækjanna sínar beztu þakkir fyrir vejtta aðstoð Ennfremur vill Skiðaráð benda á eftirfarandi: Þar sem skíðafæri er mjög gott við Skí'ðaskálann i Hveradölum hefur veri ð ákveðið að hafa ferðir á fimmtudagskvöld kl. 7 frá Umferðarmiðstöðinni — Ljós og lyfta verða í gangi. Minnzt aldarafmælis fyrsta skíðamótsins □ Á sunnudag var þess minnzt á Hoylandsmo á Þelamörk í Noregi, að liðin voru rétt hundrað ár frá því að þar var haldið fyrsta skíðamót í heimi. Þá var keppt í stökki og stökk sigurveg- arinn eina fimmtán metía. Samdægurs stökk nú- verandi Noregsmeistari í stökki, Björn Wirkula, 97,5 metra í Austurdal. Þessa afmælis var minnzt á Hoylandsmo með því að efna til móts, sem í alla staði minnti á það sem fram íór þar fyrir hundrað á'rum Skíðaíþróttin breiddist út um heim frá Þelamörk og ekki aðeins stökkið heldur Og svig — hið alþjóðlega orð yfir svig. slalom á rætur sínar að rekja til mállýzkna Þelamerkur Á mótinu á sunnudag höfðu menn sama bústað og fyrir öld, stigu á furuskíði og binding- amar voru ge-rðar úr viðitág- um — reyndust þær ágætiega vel. Er allmikill mannfjöldi hafði safnazt saman við stökkbraut- ina Ostebakken, tók mótsstjóri S A L T CEREBOS I HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA. Messrs, Kristján Ó Skagfjörð Limit Post Box 41L Reykjavík, Iceland. til máls og var heldur kump- ánlegur. spurði hverjir vildu vera með og hvatti menn til dáða. Menn brugðust vel við; gerðu sig sögulega og þjóð- lega j skapi og konur voru margar í þjóðbúningum. Sigurvegarinn í stökkkeppnj þeirri sem til var stofnað fyrir öld stökk um 15 metra enda var stökkstíllinn mjög ólíkur því sem nú gerist og stóðu menn nokkurnveginn lóðréttir í loftinu Sigurvegarinn í Hoy- landsmo á sunnud. var reynd- ar ekki sérlega glæsilegt dæmi um framfarir í íþróttinni: stökk aðeins tíu metra. Hins- vegar fór fram meistara'keppni Noregs í stökkj þennon sama dag í Austurdal og náði Bjöm Wirkula þar þeim ágæta ár- angr; að stökkva 97,5 metra ow talar Það sínu rnáli um hraða þróun í þessari erein. sibl — léfi Þ. sigursæSI Fyrir skömmu var haldið ínnanfélagsmót í ÍR-húsinu við : Túngötu. Keppt var í hástökki i án atrennu og þrístökki án at- ; rennu. Árangur varð ágætur, | einkum hjá Jóni Þ. Ólafssyni, sem sigraði með yfirburðum í báðum greinum. í hástökkinu stökk hann 1,70 m. sem er að vísu ágætt, en hann hefði getað betur, ef að- stæður hefðu verið heppilegri en þama voru, þar sem hita- veitan brást alveg og hiti inni í salnum var ekki nema nokkr- ar gráður; reyndist keppendum þess vegna erfitt að hita sig upp eins og með þurfti. Árangur varð sem hér segir: ó- frelsi! Ósjaldan fjalla forustugrein- ar Morgunblaðsins um frelsi. Til að mynda segir blaðið í gær að það sé til marks um síaukið frelsi, að kaupmenn skuli að eigin geðþótta geta flutt inn allt heimsins kex fyrir gjaldeýri þann sem sjó- menn og verkafólk aflar. Samt telur blaðið frelsið ekki full- komið ennþá: ,.Á tímum vöruskorts var einnig talið nauðsynlegt að halda uppi víð- tækum verðlagshömlum, og skrifstofumenn og umboðs- menn flokka ákváðu verðlagið, en ekki markaðurinn og at- orka kaupsýslumanna. Enn eru að vísu við lýði algjör- lega óraunhæf verðlagsákvæði á sumum sviðum, en einnig í því efni hefur mikið breytzt til batnaðar, en þó þarf von bráðar að uppræta einnig þessar leifar haftaskipulagsins. sem engum er til hagsbóta til frambúðar“. Þannig eru það óhæfar hömlur á frelsinu að kaupsýslumenn skuli þurfa að semja um laun sfn við stjómarvöldin; þeir eiga að fá að ákveða kaup sitt að eig- in geðþótta í samræmi við „atorku“ sfna — en reynslan sýnir að henni eru lítil tak- mörk sett á þeim vettvangi. En á annarri síðu Morgun- blaðsins er frásögn af því að slitnað hafi upp úr samning- um um kaup og kjör verzl- unarfólks, eftir að samninga- umleitanir hafa staðið yfir um tveggja mánaða skeið. Og nú bregður svo við að Morgun- blaðið minnist ekki á það einu orði að þvílíkir samningar séu „óraunhæf verðlagsákvæði“. Ritstjórarnir boða engan veg- inn þá stefnu að verzlunar- menn eigi sjálfir að fá að taka ákvarðanir um kaup og kjör í samræmi við vinnu- markaðinn og atorku sína. Ekki er heldur boðað að von bráðar verði upprættar þær leifar haftaskipulagsins að annarlegir aðilar séu að skipta sér af ákvörðunum verzlunar- fólks. Hins vegar birtir Morg- unblaðið með velþóknun þau ummæli formanns kaup- mannasamtakanna að almenn- ar kauphækkanir komi ekki til mála; núgildandi verðlags- ákvæði skuli standa óhögguð. Frelsi það sem Morgunblað- ið boðar er ævinlega stéttar- frelsi. einvörðungu bundið við kaupsýslumenn og atvinnurek- endur. Má þó blaðið vita að öllu minna framboð er á frelsi í þjóðfélaginu en á kexi; ó- skert frelsi kaupsýslumanna til að ákveða álagningu sína merkir skert frelsi viðskipta- vinanna til þess að hagnýta kaupgjald sitt. — Austrl. Hástökk án atrennu; 1. Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,70 2. Guðm. Vigfússon ÍR 1.41 3. Erl. Valdimarsson ÍR 1.36 Þrístökk án atrennu; 1. Jón Þ. Ólafsson ÍR 9,81 (sería 9,67 — 9,72 — 9,7o — 9,81 — 9.57 — 9,75) — 2. Þórarinn Arnórsson ÍR 8.75 Kristinn til Noregs Skíðasambandi íslands hef- ur verið boðið að senda einn keppanda til Rjukan í Nor- egi, til að keppa þar á al- þjóðlegu skíðamóti í alpa- greinum 12. og 13. febrúar n.k. — Mótið er ha’dið í til- efni þess, að nú eru liðin 100 ár frá þvi fyrsta skíðamótið var haldið á Þelamörk. Stjórn Skíðasambandsins hefur valíð lslandsmcistar- ann Kristin Bcnediktsson til fararinnar. Firmakeppni T.B.R. háð um næstu helgi Firmakeppni Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur verður háð í íþróttahúsi Vals næsta laugardag, hinn 12. febrúar, og hefst kl. 3 e.h. Firmakeppn; þessi er fastur liður -í starfsemi félagsins og haldin árlega í febrúarmánuði. Hefur fyrirtækjum, sem tekið hafa þátf ; keppnjnni fjölgað ár frá ári og aldrei Verið fleiri en núna. eða 180 talsins. Undanúrslit hafa farið fram að undanfömu og eru 16 fyr- irtæki eftir, sem keppa munu til úrslita á laugardaginn kem- ur. Þessi fyrirtæki eru; Al- mennar tryggingar h.f, Belgja- gerðin Dagblaðið Vísir. Ferða- skrifstofan Landsýn. Ferða- skrifstofan Lönd og leiðir. ,T. C. Klein. kjötverzlanir. Jón Jó- hannesson & Co, Kassagerð Reykjavíkur h.f. Kexverk- smiðjan Frón Kolsýruhleðslan s.f. Pétur Nikulásson, heild- verzlun. Skósalan, Laugavegi 1. Timburverzlunin Völundur. Vátryggingarfélagið h.f, Verzl- unin Þingholt. Keppt er um mörg verð- la-un en aðalverðlaunagripur keppninnar er mi'kiU og fagur bikar, farandgripur, sem Magn- ús Ví'glundsson gaf til firma- keppninnar 1956. Handhafi þess bikars s.l. ár var Efna- gerðin Sjöfn á Akureyri. Tennis- og badmintonfélagið hefur undanfarin ár varið tekjum af firmakeppnunum tjl unglingastarfsins og látift ung- lingum í té ókeypis æfinga- tíma og kennslu. Mun svo einnig gert nú. Verðlaun í firmakeppninni verða afhent á samkomu, sem félagið efnir til að lokinni keppni á laugardagskvöldið. Þar mun einnig nokkrum fé- lagsmönnum verða afhent gull. merki félagsins. Fvð skíðamót hald■ in um næstu heigi Á laugardaiginn kl. 1 hefst .,Kolviðarhólsmót“ sem er svig- mót í karla- kvenna-' og drengjaflokkum og ér opið mót sem svo er kallað, þ.e. ut- anbæjarmenn mega taka þátt í. — Kl. 12 er nafnakall við iR-skálann; er það sérstaklega te'kig fram. að allir keppend- ur þurfa að vera mættir fyrir þann tíma. Mótsstjóri er Sig- urjón Þórðarson, form. skíða- deildar ÍR. Skíðafæri er mjög gott um þessar mundir í Hamragiij os þeir sem leggja leið sína í Hamragil síðdeg- is á laugardag munu sjá snjöllustu svigmenn landsins í braut Bílferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 f.h. Verðlaunaafhending verður að mótinu loknu ; ÍR-skálanum. Skíðadeild Ármanns (móts- stjóri lÁmj Kjartansson)' ann- ast framkvæmd á Stórsvigs- móti Ármanns sem alltaf hef- ur verig mjög- glæsiiegt mót og verður haldið að þessu sinnj n.k. sunnudag kl. 2 í Jósefsdal. Nafnakall fer fram i Ár- mannsskálanum kl. 12 f.h og verða allir keppendur að mæta fyrir þann tíma. Utanbæjar- menn frá Akureyri. fsafirði, Ólafsfirði oe Siglufirði mæta einnig á móti þessu og þar sem bílfærf er alla leið að Ármannsskálanum eru alli-r velkomnir í Jósefsdal á sunnu- daginn Ferðir verða frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 10 f.h. og kl. 1 e.h. Verðlaunaa<Hiending fer fram ag mótinu loknu í Ármannsskálanum. Lækningastofa Ég er hættur að hafa opna lækningastofu. Sjúk- lingar sem þurfa að ná tali af mér, verða því að hafa náð samkomulagi um tíma fyrirfram. FRIÐRIK EINARSSON, dr. med. ASaifundur Byggingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana — (síðari fundur) verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna við Vnn- arstræti, mánudaginn 14. febr. n.k. kl. 8.30. - Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. g Félagsstjórnín. Faðir okkar, tengdáfaðir og afi ÁGÚST ÞORGRÍMUR GUÐMUNDSSON, Vesturvegi 20, Vestmannaeyjum verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 2 s.d. Börn, tengdabörn og barnabörn hins látna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.