Þjóðviljinn - 10.02.1966, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.02.1966, Qupperneq 8
g SÍÐÁ — ÞJÖÐVH-nNTÍ — Kmnrtudasor KL fdbrflar 1980. STORM JAMESON: O, BLINDA HJARTA að hún hefði heyrzt gegnum mikinn gný. — Hann lýgur. Dómarinn lagði blaðið frá sér og horfði á hana með forvitni- svip í augumim, fölbláum með þéttum, litlausum bráhárum, sem mæður gjafvaxtei dætra voru vanar að kalla „ekki svip- mikið en ósköp aðlaðandi". — En þér voruð bundnar kyrfilega við rúmið? Lotta mætti augnaráði hans vandræðalaust. Já. En allt ann- að er lygi — eintóm lygi. — Viljið þér þá segja okkur hvað gerðist? — Ef þið viljið, sagði hún þurrlega. Það er ekki annað en það sem ég sagði monsieur Gaude og hann lét skrifa það niður og ég undirritaði það. — Viljið þér gera svo vel að endurtaka það núna. — Ungu mennirnir tveir — sem ég hafði aldrei séð fyrr en þetta kvöld þegar ég bar þeim matinn — komu inn í svefnher- bergið mitt einhvern tíma um nóttina þegar ég svaf, og annar þeirra greip hendinni fyrir munninn á mér, meðan hinn rótaði í öllum skúffum þangað til hann fann lyklana. Og þegar þeir voru búnir að taka pening- ana bundu þeir mig við rúmið á úlnliðum og öklum og tróðu skyrtu sem þeir fundu á gólfinu upp í mig og bundu sokk utan- yfir og svo fóru þeir. Það fór hrollur um hana og hún lokaði augunum. Það var hræðilegt. — Og þetta kom yður alger- lega á óvart, spurði dómarinn mildum rómi. — Auðvitað. — Og þér sáuð aðeins menn- ina tvo. Hann — sonur yðar, Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu off Dóðó Laugavegi 18 III hæð Clyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DðMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10 Vonarstræt- ismegin '— Sími 14-6-62 Hárcireiðslustofa Austurbæiar María Guðmundsdéttir. Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað Philippe, var ekki í herberginu? — Nei — ekki fyrr en hann kom um morguninn. — Það er þá lygi þegar hann segist hafa bundið yður við rúmið? Og að þér hafið vitað að hann ætlaði að nálgast pen- ingana þá um nóttina og sam- þykkt allt saman, þar á meðal hina hranalegu meðferð á yður sjálfri? Hún lækkaði röddina aftur og sagði hægt: — Vissulega er það lygi. — Getið þér — hann þagnaði — getið þér hugsað yður nokkra skýringu á því að hann skuli segja þessa sögu? Lotta virtist hika. Skýringu? Nei. Þegar Gaude dró stólinn sinn til eftir trégólfinu, hrökk hún við. Hún leit um öxl. Hann hafði setið þama og horft upp í loftið, eins og til að undir- strika það, að hann væri þarna aðeins sem áhorfandi. Nú hallaði hann sér fram, glennti sundur hnén og studdi hönd á hvort hné, en í þessar stellingar var hann vanur að setja sig, þegar hann fann þef að blóði eins og undirmenn hans sögðu. — Má ég, herra dómari? sagði hann hárri röddu. Án þess að bíða í kurteisisskyni hélt hann áfram: Skýringin gæti verið sú, að þetta er sannleikurinn, hreinn og klár. Ég er aðeins að tala við yður, madame Michal, ekki við manninn yðar, horfið ekki á hann, horfið á mig. Ég ætla að fara befcur- í þessi smáatriði með yður....... Einmitt núna minntist Michal þess að Leighton hafði varað hann við þeirri fásinnu að koma berskjaldaður í hendur óvin- anna. É#. gæti stöðvað þetta núna, hugsaði hann tvíráður, ég gæti sagt henni að svara ekki, að bíða þangað til Jouassaint er kominn hingað, að bíða .... En ekki neitt, ekkert afl í heimin- um, og sízt af öllu augnaráð sem Lotta sendi honum, biðj- andi, fullt angistar, gæti fengið hann til að bíða. Hann horfði á hana festulega og hugsaði: Ég vil vita það strax, hvað svo sem það er ....... — Þegar mennimir tveirkomu inn í herbergið yðar, þá voruð þér sofandi? — Já. — Og þér urðuð undrandi og skelfdar? — Já. — Kom það ekki heim við áætlun ykkar Philippes? — Það var ekki um neina á- ætlun að ræða, sagði Lotta. — Þér neitið því, að hann hafi komið inn í herbergið á- samt mönnunum tveimur? — Já. — Áður en hann strauk að Jieiman ffyrfr mániaðíj höfðuð þér þá engan grun Km að hann ætti þátt í ráninu — ætlizt þér •BI að við trúum þessu? — Því ekki það? Það er satt. — Hann er búinn að játa á sig ránið. En þér haldið fast við það, ennþá, að hann hafi ekki látið sjá sig, hafi ekki komið inn til að hjálpa þeim eða benda þeim á skápinn. Þér hljótið að sjá að það virðist ekki sennilegt. — Hann kom alls ekki inn í herbergið. — Og þér haldið fast við það, að hann htafi ekki bundið. yður og keflað — svo dyggilega að þér gátuð hvorki hreyft yður né æpt? — Hvemig hefði hann átt að geta það? Hann var þar ekki. Allt í einu fór Gaude að nota röddina, djúpa, hljómsterka og hranalega sem hann beitti þegar kom að úrslitastundu hverrar yfirheyrslu. Ungi dómarinn tók viðbragð og setti undir sig höf- uðið eins og hann væri úti í ofsaroki. 33 — Flestir myndu ógjaman viðurkenna það að þeir hefðu beitt móður sína líkamlegu of- beldi. Og myndu jafnvel neita því, ef það væri borið á þá. En hér höfum við ungan pilt sem játar slíkt á sig jafnvel áður en hann er sakaður um það. Hvað finnst yður um það, madame Michal? Lotta starði á hann og sagði rólega: — Ég segi, að hann er að ljúga. — Leyfist mér að minna yður á, að þér luguð þvi að okkur í upphafi, að hann hefði fengið vitneskjuna um peningana á öðrum degi vikunnar en satt var. — Nei. Ég fór dagavillt. Er það glæpur? — Þér luguð meðan hugsan- legt var að ljúga um lífemi Philippes og að þér hefðuð látið honum í té peninga til þess. Gerið svo vel að svara. — Ef það er spuming — já. — En þér ljúgið ekki þegar bér segið okkur að hann hafi ekki látið sjá sig í svefnher- bergi yðar? Og hafi ekki beitt yður ofbeldi? — Það er engin lygi. — Svona nú, frú Michal, getið bér gert yður í hugarlund hvers vegna hann ætti að vilja halda því fram að hann hafi hagað sér verr en hann gerði — ef þér eruð ekki að Ijúga enn? Hún þagðt Gaude færði 131 stóliim sinnj færði hann svo nærri henni, að hún hlaut að finna andardrátt hans á andliti sér og ógnandi nálaígð hins stóra andlits, litlu augnanna sem glóðu. — Þér neitið því ekki — að af öllu því sem stangast á í framburði ykkar, þá er þetta fráleitast, heimskulegast. Nei, ég þoli þetta ekki, hugs- aði Michal. Hann reis upp, hann opnaði munninn til að segja: Hættið þessu, en áður en hann kom upp hljóði, var Lotta búin að gefast upp. Hann hélt hún ætlaði að grípa höndunum fyrir eyrun, en þess í stað hélt hún krepptum hnefunum upp að andlitinu. — Jú, hann var þar. Og hann batt mig við rúmið — já, já, já. Michal heyrði fyrir sér rödd hennar — Þeir hefðu ekki þurft að vera svona harðhentir. Orð- unum var beint til Philippes, sem hafði gert þetta. Milli þjófa. Nei! — Jæja, sagði Gaude og stundi. Hann hallaði sér aftur á bak, horfði á hana svipbrigðalaust. Það vottaði ekki einu sinni fyr- ir ánægju í svip hans. — Þá er allt hitt lygi líka, sagði hann með hversdagslegri rödd sinni, þungri en ekki ó- þægilegri. Þér vissuð hvað til stóð þessa nótt. Þér tókuð þátt í undirbúningnum og léðuð sjálfa yður sem tæki — Lotta greip fram í fyrir hon- um. Nei. Hún var föl og svita- perlur stóðu á enni hennar og höku, en hún hafði aftur stjórn á rödd sinni. Ég undirbjó ekki neitt. Ég var — hún þagnaði og leit niður á hendur sínar sem nú lágu í kjöltu hennar — ég var skelkuð. Gaude brosti næstum. Og ætl- izt þér til að nokkur, ég, dóm- arinn, maðurinn yðar eða nokk- ur yfirleitt trúi því, að þetta sé ekki ein lygin enn? — Ég jæja, jæja, kona góð. Það er eitt sem þér getið ekki neitað. Ekki einu sinni þér. Frá þessari nóttu vissuð þér að pilt- urinn hafði gert sig sekan um þjófnað. Hvort sem þér hafið nú vitað annað og meira eða ekki, þá vissuð þér það. Ha? Hún kinkaði kolli. — En þér þögðuð. Hvers vegna? — Ég — hún hikaði — Ég var hrædd. — Um sjálfa yður? — Ég var hrædd við það sem maðurinn minn kynni að gera við Philippe. Gaude lyfti brúnum yfir ógn- andi augum. Svo að þér létuð yður lynda að maðurinn yðar þórður sjóari 4678 — Þórður vill senda bát á land og þrátt fyrir aðvaranir Gamiers ákveður hann að fara með Eddy og tveim hásetum. Kannski þekkja arabísku hásetamir mennina, sem virðast svo ákveðnir í að reyna að vekja athygli skipsmanna á sér. ,,Hafi þeir eitthvað illt í hyggju, vörumst við að lenda, en séu þetta vinir, fáum við þó loks að vita, hvað þeir vilja okkur“. Gamier horfir áhyggjufullur á eftir bátnum, sem heldur í átt til lands. Hann veit alltof vel í hvaða hætfcu áhöfn hans getur komizt. Kópavogsbúar Úti- og inniskór fyrir börn og unglinga. Kvenskór, kventöflur. Karlmannaskór, gúmmístígvél, gúmmískór. Sparið fé og fyrirhöfn og verzlið í næstu búð. Skóverzlun Kópavogs Álfhólsvegi 11. Skrifstofustúlkur óskast Landsvirkjun, Suðurlandsbraut 14. óskar eftir að ráða eina símastúlku og 1—2 vélritunarstúlkur með enskukunnáttu. Upplýsingar gefur Halldór Jónatansson, skrifstofu- stjóri, sími 38610. PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sóf* þarf aldrei að móla MARS TRADING COHF KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 Plasf* þakrennur og niðurfalfspipur fyrirliggjandi Plaslmo * B9LL8NN Rent an Icecar • Auglýsið í ÞIÓÐVIUANUM SÍMINN ER 17500 (5 línur)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.