Þjóðviljinn - 25.02.1966, Side 6

Þjóðviljinn - 25.02.1966, Side 6
5 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 25. febníar 1866 - -- ■Trr-rfimnínn—^tff-rnTfM*TfMMIll,M Sýning á verkum Snorra Arinbjarnar • Astæða er tll að mintia listunnendur á yfirlitssýningu þá á verkum Snorra Arinbjamar, sem Listafélag Menntaskólans í Reykja- vík hefur komið upp í kjallara nýbyggingar skólans við Bókhlöðu stíg. Eru þarna sýndar alls 65 olíu- og vatnslitamyndir Snorra, allar í einkaeign, nema ein, svo hér er tækifæri til að kynnast verkum listamannsins, sem ekki gefst á hverjum degi. — Er þetta framtak nemenda lofsvert og til mikillar fyrirmyndar. Listafélagið hefur áður haldið málverkasýningu, það var sl. haust og voru þá sýndar sjávarmyndir eftir Kjarvafl, Iíka verk, sem fengin voru að láni hjá eigendum og liggur að baki beggja þessara sýninga ó- hemju vinna og fyrirhöfn. — Sýningin á myndum Snorra Arinbjarnar verður opin alla næstu viku klukkan 2—10 daglega* Myndin hér að ofan er tekin, á sýningunni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). o Guílna hlsðið frumsýnt í kvöld • Það er í kvöld sem Þjóð- leikhúsið frumsýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og er það í þriðja sinn sem þetta vinsæla leikrit er tek- ið til sýninga. Það var snemma vinsælt í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur síðan var það ’aftur sý'nt 1955 Ekki er að efa að léikritið verður jafn vinsælt og vel sótt og áðun s*w> Leikstjóri nú er Lárus Páls- son og aðalhluitverkin sem áð- ur voru í höndum Brynj- ólfs Jóhannessonar, Arndísar Bjömsdóttur og Lárusar Páls- sonar eru nú leikin af Rúrik Haraldssyni, Guðbjörgu Þor- bjamardóttur og Gunnari Eyj- ólfssyni. ★ Myndin hér að ofan er af Gunnari Eyjólfssyni í hlut- verki Óvinarins. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). • Ítalskir námsstyrkir • ítölsk stjómarvöld bjóða fram nokkra styrki til handa íslendingum til námsdvalar á Ítalíu á háskólaárinu 1966 til 1967 Styrkirnir er,u tiþ eins mánaðar dvalar og nema 80.000 lírum hver. Eru þeir .ætlaðir til að sækja námskeið við ítalskar menntastofnanir, m.a. ítölskunámskeið fyrir út- lendinga. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg, fyrir 5. marz n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. (Frá menntamálaráðuneytinu). Þjóðkórinn • Óskar Halldórsson flytur fom tíðindi af Færeyingum á kvöldvöku og sagt er af póst- ferðum fyrir aldamót — því miður hefur Það komið á dag- inn að það er enn ekki hættu- laust að vera PÓstur á íslandj. Einhvemtím.a skrifaði Hall- dór Laxness. að þau tiðindi hefðu gerzt í menningarmálum þjóðarinnar, að Páll ísólfssoin hefði lagt niður þjóðkórinn. Svipaður kór hefur reyndar fæðzt aftur undir stjórn Jóns Ásgeirssonar eins og menn vita REGN FERÐASAGA FRÁ TÍBET Eftir STUART og ROMA GELDER 27 áður en þeir tóku til starfa hefði þeim öllum verið fyrír- skipað að fara vel að fólkinu. Tíbeta, sem óvanur ,er að sjá þvottavatn og því síður ker- laug, þykir það fullkomin skerðing á virðingu sinni að vera tekinn nanuöugur og sett- ur í bað. Og verður að fara að því með mestu lempnj og gætni, að þvo nýkomnum sjúk- lingi. Sé hann lúsugur lætur lækn- irinn eins og hann sjái það ekki. En ef brýn þörf þótti á að taka lús af sjúklingi, varð ar gera það svo ekki sæist, og ekki mátti drepa lúsina, held- ur var hún þá sett í skál. Ef lúsin var drepin, var sjúkling- urinn vís til að halda að hann hefði tekið þátt í ófyrirgefan- legum glæp, og allar líkur til að hann mundi fara og koma aldrei aftur. Þó lúsin hefði skriðið á hjúkrunarkonu eða lækni urðu þau að láta sem ekki yæri, þangað til þau kom- ust í hvarf þar sem þau gátu ótrufluð tínt þetta af sér. Yfirlæknirinn sagði að þetta kæmi upp í vana eftir nokkra mánuði, og það svo, að lækn- ar og hjúkrunarkonur færu eins að þó að sjúklingurinn væri meðvitundarlaus. „Ég var að aðstoða við uppskurð við eitt af fyrstu skiptunum, sem við gerðum uppskurð“, sagði hann, ,,þegar ég sá lús, sem skriðið hafði yfir á framhand- legg hans. Hann sveiflaði hend- inni til að hrista af sér lúsinua, en þá beit hún. Þá tók ég hana af honum og fór að svipast um eftir skál til að láta hana í, en um leið sá ég hvað þetta var hlægilegt. Á skurðarborðinu lá sjúklingurinn steinsofandi, og þarna stóð ég með lúsina hans milli fingranna, og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Nú, svo drap ég hana. En svo stóð á, að engin tíbezk hjúkrunarkona var viðstödd, ef svo hefði ver- ið, hefði ég ekki þorað þetta. Eftir þetta fórum við að af- lúsa sjúklingana í undirbún- ingsstofunni, þegar enginn tíb- ezkur aðstoðarmaður var við- staddur. Fyrstu eitt til tvö árin voru þarna engar hjúkrunarkonur nema. kínverskar. En þá komu fyrstu aðstoðarmennirnir hér- lendir útskrifaðir frá skóla þar sem þeim höfðu verið kennd nokkur undirstöðuatriði lækna- vísinda. Svo leið langur tími áður en þeim væri hleypt aö skurðstofunni. Seinna sagði þetta aðstoðarfólk svo frá, að það hefði farið í musterið í hvert sinn sem þau hefðu að- stoðað við uppskurð, til þess að æskja fyrirgefningar guð- anna fyrir það. En svo sáu þau að alls ólíklegt mundi vera að guðirnir reiddust þeim fyr- ir það að taka þátt í að bjarga mannslífi eða lina þjáningar. Ekki megnaði þessi þægilega lykt af sótthreinsandi efnum og stöðugum þvottum með vatni og sápu að eyða ólykt- inni af fúlum svita og óhrein- um fatnaði í spítalanum. Þetta hefði því aðeins mátt takast, að hver sjúklingur hefði verið vandlega laugaður við komu sína til spítalans, og hverri spjör brennt sem hann hefði verið í. Og hefði það þó ekki dugað til, lyktin hefði komið eftir sem áður meg ættingjum og vinum sem oft komu með sjúklingnum og sátu í spítal- anum unz honum fór að skána. Þarna voru gamlar konur. sem fylgt höfðu mönnum sín- um á spítalann, þvi án þess hefðu þeir neitað að vera þar. Aldrei sá ég svo barn að móð- irin væri ekki með því. Lækn- irinn sagði að hann vildi að sir James Spencer væri kom- inn. Það gerðist sem sé fyrir alllöngu á enskum sjúkrahús- um að börn fóru að deyja þar að því er virtist að ástæðu- lausu. Þetta gerðist þegar bakteríuhræðslan var í al- gleymingi, og börnin voru sett í glerkúpur líkt og MíaUhvít til þess að forða þeim frá háska. En samt dóu þau, og nú miklu fleiri. Þá datt Spencer lækni það í hug, að líklega dæju þau úr leiðindum. Og af- sagði hann öll slík glerhylki á sínum spítala. Þegar við fór- um að finna hann, hafði hon- um tekizt að telja yfirvöldin á að kaupa nokkur hús sem hann breytti svo í bamaspítala með lækninga- og skurðstofum, þar sem litlu sjúklingunum var leyft að hafa mæður sínar. hjá sér og máttu þær elda handa þeim, og haga öllu líkt og gert var heima hjá þeim, þang- að til þeim batnaði. Þegar ung- börn voru skorin upp, var var mamma þeirra látin sitja við rúmin, svo þau sæju hana á undan öðrum þegar þau vöknuðu, en ekki þessa blá- ókunnugu lækna og hjúkrunar- konur. Ekki dóu þessi börn úr óskilgreinilegri veiki né heldur smituðust þau af neinni veiki, svo þau sakaði, af foreldrum sínum. Læknamir í Lhasa leyfðu og hvöttu jafnvel mæður bam- anna og nána ættingja til að koma til sjúklinganna og vera hjá þeim. Samkvæmt skólabók- um lækna hefði spítalinn átt að verða að pestarbæli — við sáum eina móðurina taka á umbúðum um uppskurðarsár á kviði barns síns með grútskít- ugum fingrum, til þess að hugga það — en yfirlæknirinn sagði að þetta hefði ekkert sakað. Ef til vill eru Tíbetar, vegna — skaði að Jón, allxa manna hressilegastur kann ekki þá liist Páls að fjörga sönginn með líflegu talj. Þættimir um íslenzkt mál eru reyndar ágætt fyrirbæri Og um þessar mundix i góðra höndum. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. 14.40 Si'griður Thorlacius les skáldsöguna „Þei, hann hlust- ar“ 15.00 Miðdiegisiútvarp. María Markan syngur. Hantak og Tékkneskia Fílharmoníusveit- in leika Konsert fyrir óbó og hljómsveit í C-dúr eftir Moz- art; Muncliniger stj. Merrill syngur aríur úr ,,Andreu Chenier", ,,Hamlet“, ..Rígó- lettó“ og „Falstaff1'. 16.00 Síðdegisútvarp. Klitgárd, Hljómsveit Edelhagens. Fran- chi, Stan Getz og Freddy and The Dreamers syngja og leika. 17.05 Stund fyrir stofutónlist. Guðmundur W. Vilhjálms- son kynnir tónverkin. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum. Sverrir Hólmarsson les söguna um orustuna við Maldon. 18.30 Tónleikar. 20.00 Kvöldvaka: a. Lestur fomrita: Færeyinga saga Ólafur Halldórsson cand. mag. les (2). b. Eyjapóstur fyrir aldamót. Haraldur Guð- mundsson bókavörður í Vest- mannaeyjum fjytur frásögu- þátt. c. Tökum lagið! d. Tryggvj Emilsson flytur þrjú frumort kvæði. e Gesti bar ag garði. Hallgrímur Jónas- son segir frá minnissfæðum mönnum. 21.30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nótitin“. 22.00 Lestur Passíusálma (16). 22.20 íslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 22.40 Siníóníuhljómsveit ís- langvarandi sambúðar við ýmsa sýkla, sem myndu steindrepa okkur, orðnir með öllu ónæm- ir fyrir þeim. Vissulega gat vel verið um þetta að ræða, en auðvitað dóu ýmsir þar sem annarsstaðar vegna skorts á læknishjálp þegar þess þurfti við. Ótalmargir höfðu dáið úr bólusótt á liðnum tíma. Eng- inn gat vitað hve margir höfðu dáið úr lungnabólgu og líf- himnubólgu, né opnu kviðsliti, eða þá allir kynsjúkdómarnir, sem allssiaðar voru nálægir. Sú hugmynd að Tíbetar vær-u líkt og aðrar þjóðir sem lifðu við frumstæð skilyrði, hraustari eri þær þjóðir sem betur væru settar, væri ímyndun tóm, og hafa menn villzt á þolgæði og hreysti. Við sögðum yfirlækninum söguna af sir Charles Bell, þessum brezka stjórnarerind- reka í Tíbet, sem þótti svo Ijótt að sjá þær villimannlegu refs- ingar sem Tíbetar voru látnir sæta að lögum, en komst -samt að þeirri niðurstöðu, að þetta væri ekki nærri eins voðalegt og ætla mætti, því þetta fólk væri ekki jafn viðkvæmt fyrir sársauka sem Evrópumenn. ,.Ef þú vilt vita hvað Tíbeti ætlar þér í staðinn, skaltu stinga hann með prjóni“. Það má dæma um það hvern- ig lækningar við spítalann í Lhasa hafa gefizt með því að athuga, ekki hvort sjúklinga- fjöldinn hafi aukizt, heldur hvort fækkað hafi. Eftir að hinn fyrsti lama kom til að láta lækna sig, og setti með því bláan stimpil á spítalann, kom mikill fjöldi manna að láta lækna sig ng sjúkdómarnir voru margir. Flestum batnað' eftir stutta meðferð. Þegar við lands lei'kur. Stjómandi: Wo- diczko. a. Sinfónía nr. 39 (K543) e. Mozart. b. ,,Silki- stiginn11, forleikur eftir Ross- ini. • Þankarúnir • Það er miiklu auðveldara að vera hetja en heiðarlegur maður Hver sem er getur ver- ið hetja einu sinnj á ævinni, og það nægir — en heiðarlegur verður maður að vera alla ævi. (Luigi Pirandello). Hjúskapur • 19. febrúaj. sl. voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkj- unni af séra Óskari J. Þor- lákssyni ungfrú Rósa Jóhanns- dóttir og Skúli Grétar Óskars- son. Heimili þeirra er að Unn- arstíg 2. Hafnarfirði. — Ljósm. Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8. komum til borgarinnar komu að jafnaði 330 á dag, og þ.á.m. margar konur, ýmist fyrir eða eftir barnsburð, og böm til eftirlits á bamadeildunum. Tíundi hver karlmaður varð að lifa einlífi fyrrum í klaustr- unum,. (nema einstaka varð sér vist úti um hitt og þetta), og var þetta ein af ástæðunum til þess hve fæðingartalan var lág. Hitt var svo sá siður að ein kona hefði fleiri en einn mann, og voru þá oftast bræð- ur saman um konuna, en ef fjölkvæni var, átti maður systrahóp. En kynsjúkdómar ollu oft því að hjónabönd urðu barnlaus, og barnadauði og dauði af barnsförum var afar- mikill, þó enginn viti nu hve miklu þetta nam. Er nú þess að vænta að þjóðinni fjölgi, fyrst flestir munkar em giftir og horfnir að nytsömum störf- um. enda fækkar nú líka þess- um fjölskyldum, þar sem einn áttj margar eða margar ejnn, auk þess sem vænta má betri afkomu almennings. Heilsuverndin hvílir að mestu leyti á spítölunum, en auk þess eru 170 starfsmannahópar að verki hingað og þangað um landið, og lögð er aðaláherzla á sóttvarnir. Vinsælasta deildin við spítal- ann í Lhasa mun vera augn- lækningadeildin, þar sem nær- sýnt fólk fær þau gleraugu sem því hasfa, fólk sem varla sá steinsnar frá sér í þessu altæra lofti, þar sem fjöll í 15 kílómetra fjarlægg virðast svo nærri, að ekki sýnist nema að rétta þurfi út hönd til þess að snerta þau, — sér nú fjöll- in. Dg gaman er að sjá það horfa á allt umhverfis með gleði og undrun í svipnum, 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.