Þjóðviljinn - 02.03.1966, Qupperneq 1
Miðvikudagur
argangur
tölublað.
Snjóbíll helzta samgöngutæki á Héraði
378 félagar I VerkfrœSingafélagi Islands:
Sjöundi hver verk-
fræðingur erlendis
□ Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðinga-
félagi íslands eru 53 af 378 verkfræðingum í fé-
laginu erlendis og mun láta nærri að það sé sjö-
undi hver félagsmaður.
!
K>r Þessa mynd tók fréttarit-
™ ari Þjóðviljans austur á
Héraðj sl. föstudag af
snjóbílnum á Eg'il'sstöðum
og farþegum þeirn, sem
hann hafði innanborðs. —
Bíllinn er þarna staddur
í snjóigöngum skammit frá
bænum Strönd i Skógum
og var á leiðinni frá
HaHormsstað til Egi>ls- ^
staða, Það reyndist gott 1
Aðalfundur VFÍ var haldinn
23. febrúar sl. og gengu þá úr
stjórn þeir Einar B. Pálsson,
sem hefur verið formaður und-
anfarin 2 ár. Egill Skúli Inigi-
bergsson og dr. Gunnar Sig-
urðsson sem hafa verið með-
stjórnendur á sama tíma, og
varamaður Ríkharður Steinbergs-
son.
í þeirra stað voru kosnir í
stjórn til naestu tveggja ára:
Ámi Snævarr, formaður. Bragi
Þorsteinsson og Haraldur Ás-
geirsson meðstjómendur og
Guðmundur Pálmason, varamað-
ur.
Fyrir í stjóminni eiga sæti
til eins árs: Agnar Norland,
Baldur Líndal og Gunnar Óla-
son, varamaður.
í byrjun starfsársins var fé-
laigatalan 342 en er nú 378. Eft-
ir starfsgreinum flokkast fé-
lagsmenn þannig í sviga eru
tölur fyrra árs: Byggingaverkfr.
154 (134) þar af 24 (18) er-
lendis. Efnaverkfr. og efnafr.
60 (55) þar af 9 (8) erlendis.
Rafmagnsverkfr. 64 (62) þar af
6 (7) erlendis. Skipa- og véla-
verkfr. 65 (60) þar af 11 (7) j'
erlendis. Ýmsir verkfr. o.fl. 35 !
(31) þar af 3 (2) erlendis. Sam-
tals eru þetta 378 (342) félags-
menn og eru 53 (42) þeirra
utan lands.
Við síðastliðin . áramót var
skuldabréfaeign Lífeyrjssjóðs
VFÍ kr. 26.355.426,03 Og var 23 j
félagsmönnum veitt lán á árinu.
f félaiginu starfa ýmsar nefnd-
ir. m.a. gjalds'krámefnd, sem
leiðbeinir um notkun gjaldskrár
verkfræðinga tæknivísinda-
nefnd, ritnefnd, sem sér um út-
gáfu Timarits VFÍ og' nefnd til
undirbúnings ráðstefnu VFf um
vinnslu sjávarafurða. sem gert
er ráð fyrir að halda síðar á
þessu ári
f undirbúningi er útgáfa nýs
Verkfræðingatals á vegum fé-
Framhald á 9 síðu.
I
!
færi fyrir hann í slóð,
sem troðin var af jarð-
ýtu. en í ótroðinní slóð
var á'kaflega þungt færi.
I
I
i
k
í
I
★ Snjóbillinn er kanadískur
Bouebardier, sem var
keyptur til Egilsstaða ár-
ið 1952 og hefur verið
gerður út óslitið síðan.
Upphaflega áttu Héraðs-
hrepparnir 10 hann að
hálfu á móti Bergi Óla-
syni á Egi'lsstöðum, en
síðar gáfust þeir upp á
rekstri hans. Er hann nú
í ergu þriggja Héraðsbúa, K
og er Ingimar Þórðarson J
á Egilsstöðum einn þejrra I
og ekur honum venjulega. ■
En í þessari ferð var bíl-
stjóri Bergur Ólafsson,
hinn upphaflegi eigandi.
★ Þessi 14 ára gamli snjó-
bíli hefur leyst úr vand-
ræðum margra Héraðs-
búa á þessum árum, en
hann hefur líka farið í
margar sögulegar öræfa-
ferðir. — Er sú eflaust
merkust. er þeir Ingimar
Þórðarson og Hrafn Svein-
bjamarson á Hallorms-
stað fóru á honum inn að
Brúarjökli í ársbyrjun
1964. — sibl.
Sovézkt geimfar hæfði Venus
ígæreftir 3ja mánaða ferð
Geimfarið „Venus 3." bar þangað fána Sovétríkjanna en „Venus 2."
fór fram hjá plánetunni í 26.000 km fjarlægð á sunnudagsmorgun
I
MOSKVU 1/3 — Sovézkir vísindamenn hafa enn rutt
brautina í geimrannsóknum. Geimfar, „Venus 3.“, sem
þeir skutu á loft í nóvember s.l. lenti í dag á samnefndri
reikistjörnu og er það í fyrsta sinn sem sending frá jörðu
berst til annarrar plánetu. Lendingin átti sér stað kl. 5.56
að íslenzkum tíma í morgun.
verið send á braut. Það geimfar J geimfars á Venus væri mikið
fór fram hjá plánetunnj á tækniafrek, en hann kvaðst þó
sunnudagsmorgun i um 26.000 ! óttast að sovézkir vísindamenn
Ferðin hafði tekið hálfan fjórða I
mánuð. „Venus 3.“ var skotið á I
loft 16. nóvember í fyrra, fjórum
dögum eftir að „Venus 2.“ hafði
Útsvör á Akranesi
hækka um 14,5%
AKRANESI 1/3 — Á fundi
bæjarstjómar Akraness 25.
febrúar sl. var samþykkt fjár-
hagsáætlun Akranesskaupstað-
ar fyrir árig 1966. Niðurstöðu-
tölur fjárhagsáætlunar bæjarins
eru 32,3 miljónir króna en voru
á sl. ári 28.7 miljónir og hafa
því hækkað um 12,6%.
Framhald á 9. síðu.
HEFST VERKFALL VERZL-
UNARFÓLKS Á M0RGUN?
Samningafundur i kjaradeilu
verzlunarfólks stófl yfir í gær-
kvöld á vegum sáttasemjara, en
ekkert hafði gerzt á fundinum
þegar Þjóðviljinn hafði samband
við Guðmund Garðarsson for-
mann VR laust fyrir miðnætti.
Fundur verður í fulltrúaráði VR
í dag til bess að ræða framhald
r’eilunnar.
Svo sem kunnugt er hefst
verkfall í fyrramálið í kjöt- og
nýlenduvöruverzlunum og stend-
ur fram að helgi takist ekki
samningar áður. Hafa kaupmenn
í þessum verzlunum bmgðizt
svo við að loka algerlega þessa
daga — einnig verzlunum þar
! sem engir launþegar starfa!
I Flestöli verzlunarmannafélög
úti um Iand hafa þegar aflað
sér verkfallsheimildar og má bú-
ast við að harðni í deilunni ef
engin viðunandi tilboð koma frá
atvinnurekendum fyrir morgun-
daginn.
Munu þá vafalaust koma U1
álita víðtækari aðgerðir en þær
scm þegar hafa verið boðaðar
og ekkj aðeins í Reykjavík.
km fjarlægð.
Skömmu áður en „Venus 3.“
hæfði yfirborð plánetunnar var
skotið út litlum sovézkum fána.
Radíósamband
Að sögn Tassfréttastofunnar
var haft radíósamband við „Ven-
us 3.“ allt fram á lokakafla hinn-
ar löngu ferðar hennar um geim-
inn, en geimfarið hafði lagt að
baki 280 miljónir km þegar ferð
þess lauk.
Geimfarið sem splundrazt hef-
irr í lendingu hæfði plánetuna
vegna leiðréttingar sem gerð var
á stefnu þess 26. desember sl.
Nlærrí því lest á þyngd
Bæði þessi sovézku Venusför
voru nærri því ein lest á þyngd.
„Venus 3.“ var 960 kíló, en Ven-
us 2.“, sem nú heldur áfram á
braut úmhverfis sólina var þrem-
ur kflóum þyngri.
Ekki samband við
Jodrell Bank
Sir Bernard Lovell, forstöðu-
maður athuganastöðvarinnar í
Jodrell Bank, sagði í dag að
starfsmenn hans hefðu síðast haft
samband við „Venus 3.“ 22. nóv-
ember. Síðustu fjóra dagana
þegar ætla mátti að geimfarið
væri að komast í grennd við
plánetuna hefðu þeir reynt að
ná radíósambandi við það, en
bað hefði ekki tekizt. Þeir hefðu
hví engar sannanir fyrir því að
Venusfarið hefði lent á plánet-
unni, en vonandi myndu sovézk-
ir vísindamenn birta óyggjandi
sannanir fyrir því að svo hefði
farið.
Sir Bemard sagði að lending
kynnu að hafa spillt fyrir frek-
ari lífeðlisrannsóknum á plánet-
unni, með því að senda þangað
geimfar áður en tekizt hefur að
afla nægilegrar vitneskju um að-
stæður þar, og því harmaði hann
að tilraunin skyldi vera gerð á
núverandi þekkingarstigi.
Framhald á 3. síðu.
i
Asqrims-
sýning í
Bogasal
Nk. föstudag, 4. marz, eru
liðin 90 ár frá fæðingu Ás-
figríms Jónssonar listmálara.
■ Af því tilefni hefur stjómar-
Jnefnd Ásgrímssafns ákveðið
Rað efna til sýningar í Bogasal
kÞjóðminjasafnsins á nokkr,
^um verkum listamannsins, .
ksem fundust í kjallaranum í ■
Rhúsi hans við Bergstaðastræti J
Hað honum látnum. Hafa fæstfi
>þessara listaverka komið fyr-í
íir almenningssjónir áður, enl
Jmyndimar hafa verið í við-k
Igerð í Ríkislistasafninu
v Kaupmannahöfn undanfarin 5k
■ ár. _
|> Syningin í Bogasalnum B
^verður aðeins opin 5 daga ogj
bá afmælisdegi Ásgríms aðeinsfi
Nfyrir boðsgesti, nánustu skyld-J;
Hmenni, vini hans, listamennB
^og nokkra aðra velunnarai
Bsafnsins. fe
menm, vim hans, hstamenn
og nokkra aðra velunnara
safnsins.
^ Nú eru rúm fjmm ár síð-
lan Ásgrímssafn var opnað
' almenningi og verður sýn-k
ingin í Bogasalnum lokasýn-®
ing á hinni miklu listaverka-
gjöf Ásgríms Jónssonar.
f
SÓSÍALISTAFLOKKURINN
saga hans og meginstefna
□ Út er komið ritið Sósíalistaflokkurinn, saga hans og
meginstefna, og hefur það að geyma erindi sem Einar Ól-
geirsson, formaður Sósíalistaflokksins flutti á vegum Fé-
lagsmálastofnunarinnar 11. apríl í fyrra Útgefandi er
Sósíalistaflokkurinn, en ritið er sérprentun úr bókinni
Kjósandinn, stjórnmálin og valdið, sem Félagsmálastofn-
unin gaf út á sl. ári.
I erindi sínu rekur Einar sögu
Sósíalistaflokksins frá stofnun
hans 24. október 1938 til þess
tíma er erindið var flutt og ger-
ir grein fyrir höfuðstefnumiðum
hans og baráttu fyrir framkvæmd
þeirra á umliðnum 27 árum.
1 meginkafla erindisins er
fjallað um þau 'þrjú svið þjóð-
lífsins þar sem Sósíalistaflokk-
urinn hefur einkum haslað sér
baráttuvöll. Er þar fyrst að
nefna baráttuna fyrir bættum
kjörum verkalýðsins og auknum
áhrifum verklýðsstéttanna i
þjóðmálum. Drepur Einar í er-
indi sím á helztu atriði þeirrar
baráttusögu, sigra og ósigra, og
gerir grein fyrir nokkrum við-
fangsefnum sem vinna þarf að
á þessum vettvangi á næstu ár-
um.
Þar næst lýsir Einar þætti
Sósíalistaflokksins í sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar síðasta ald-
arfjórðung, hlutdeild hans f
stofnun iýðveldis á íslandi 1944.
baráttu flokksins gegn hemámi
Islands aðild íslands að Atlanz-
hafsbandalaginu og nú síðast
gegn innrás erlends auðvalds f
íslenzkt efnahagslíf svo nokkur
dæmi séu nefnd Og einnig lýsir
hann baráttu flokksins fyrir
stækkun fiskveiðilandhelginnar i
12 mílur 1958.
Þriðja meginverkefnið sem
Framhald á 9 síðu.