Þjóðviljinn - 19.04.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.04.1966, Blaðsíða 5
w Þriðjudagur 19. apríl 1966 — ÞJÖÐVTLJINN — SÍÐA 5 íþróttastarf í Neskaupstað Handknattleiksstúlkurnar frá Norðfirði ásamt þjálfara sínum. Með flugvél Flugsýnar, Norð- firðingi, kom hingað til borg- arinnar fyrra laugardag glæsi- legur hópur handknattleiks- kvenna úr íþróttafélaginu Þrótti á Norðfirði. Var erindi þeirra að horfa á landsleikinn við Dani og eins að reyna sig í bandknattleik við kynsystur sínar hér. Fararstjóri og þjálfari hóps- ins er gamall Valsmaður, Sig- urður Björnsson, sem er bú- settur á Norðfirði, en var á sínum tíma efnilegur markmað- ur og lék tíðum með meistara- flokki í þá daga. Undirritaður hitti Sigurð að máli og bað hann að segja svolítið frá ferðum sínum og þvi sem er að gerast í íþróttamálum í Norðfirði um þessar mundir, og fer það hér á eftir: Á Norðfirði starfar íþrótta- félagið Þróttur, sem mun stofn- að um 1923, en sem að vísu starfaði ekkert næstu 10 árin eftir stofnunina, en tók síðan upp ýmsar íþróttagreinar, eins og knattspyrnu, skíðaíþróttir, sund, frjálsar íþróttir, og svo handknattleik. Mörg undanfarin ár hefur verið heldur dauft yfir starf- semi félagsins. En þrátt fyrir mikla síld og mikla vinnutóku nokkrar giftar konur, að sjálf- sögðu þær yngri, að æfahand- knattleik á s.l. sumri; var það fyrst og fremst hugsað sem leikur og hreyfing. Þetta varð til þess að þær yngri og ógiftu tóku að dragast að æfingunum og tóku einnig að æfa og leika sér og þótti gaman að. Og ekki lét keppnisáhuginn á sérstanda og það varð úr að þær giftu og ógiftu kepptu saman, og þótti það viðburður á staðnum. Var fullkomið kapp í leiknum sem lauk með sigri þeirra giftu. En þær ógiftu voru 'ekki sérlega ánægðar með úrslitin! Þá varð það úr að farið var að hugsa um reglulegar æfingar fyrir þessar giftu og ógiftu og til að byrja með voru þær beztu tekn- ar. Hófu þær þegar æfingar af miklu kappi. Þetta allt kveikti þann áhugaeld að stofnuð var sérstök handknattleikskvenna- deild innan Þróttar, og varð formaður hennar Elma Guð- mundsdóttir. Æfingarnar fóru fram á mal- arvelli, sem er grýttur ogekki heppilegur, en hvað um það, alltaf fjölgaði þeim sem sóttu æfingamar. Það var fólk á öll- um aldri, og á ég þar sérstak- lega við unglinga og börn. Þegar svo var komið þótti sjálfsagt að Þróttur tæki þátt í Austfjarðamótinu, og það fór svo að þessi sveit vann mótið með meiri yfirburðum en við bjuggumst við. Þegar var kominn kærkom- lnn árangur, ‘ sem hvatti til meiri verkefna, og nú var far- ið að ræða um að fara til Húsavíkur. Áður hafði oft verið samvinna á milli staðanna f handknattleik, en aldrei hafði norðfirzkum stúlkum tekizt að sigra þær norðlenzki^ Það þótti því ekki líklegt til sigurs að reyna við valkyrjur Völs- unga. En áhuginn kynti undir og ákveðið var að reyna að safna fé til fararinnar. Voru valdar „sætar“ ungar konur til að tala Við fyrirtæki á staðnum og vita hversu þau tækju bón- um þeirra. AUðvitað settu þær upp sitt blíðasta bros, sem hin- ir harðsnúnu atvinnurekendur stóðust ekki, og fengu þær slík- ar móttökur að auðvelt reyndist að safna fyrir ferðinni sem fara átti með flugvél Flugsýnar til Húsavíkur, og bíða þarmeð- an leikið var. Allt þetta gekk eins og í sögu, flogið norður, keppt og það sem aldrei hafði áður skeð, skeði nú: Norðfjörð- ur vann Völsunga með 8:7. Og ég er helzt á því að fyrirtækin á Norðfirði hafi talið okkur þar með hafa greitt styrkinn! Þv£ má skjóta hér inn að okkur vantaði mörk á æfinga- völlinn og þá fóru stúlkurnar til Dráttarbrautarinnar, og var ekkert sjálfsagðara en að láta þær fá mörkin, en þau munu ekki minna en 6000 kr. virði. Þessar góðu undirtektir fyr- irtækjanna við viðleitni okkar og starfsemi varð okkur eggj- un til að halda áfram. Við litum þó með nokkurri svart- sýni til vetrarins, því að stórt íþróttahús var ekki til á staðn- um, aðeins grunnur kominn. Þá er það að farið er fram á það að fá afnot af ' stórri mjöl- skemmu sem Síldarbræðslan á þar rétt við .bæinn. Þessari málaleitan tók stjóm Síldar- bræðslunnar af sama skilningi og hin fyrirtækin, og hafizt er handa um að hreinsa til í skemmunni, og laga þar til svo að hægt sé að æfa þar og leika sér. Þar áttum við líka hauk í horni sem var verkstjórinn Guðjón Marteins- son, sem á alla lund hefur reynt að gera þetta svo vel úr garði sem kostur er. Fá- um við þarna svæði í skemm- unni sem er 50x15 metrar og notum við þetta svæði allt. Breiðara var ekki hægt að hafa svæðið því að það þurfti að geyma mjöl öðru megin í skemmunni. Gólfið er nú ekki eftir nýjustu teikningum iþrótta- húsa að gerð: Steingólf, og er skemman ekki upphituð, og hefur frostið stundum komizt niður undir 8 stig, þégar við höfum æft þar, en þá klæðum við okkur í samræmi viðkuld- ann. Skemman er járngrindarhús með einföldu bárujámsþaki, en verst er þegar dropar niður og það frýs svo á gólfinu. En það er ekkert sett fyrir sig, æft fyrir því. Það er ekkert bað .£ skemmunni, en þeir sem að- stöðu hafa fara í bað heima hjá sér. Þess má líka geta að skemm- an er tvo km frá bænum og yfirleitt er alltaf gengið á milli, báðar leiðir, sem er nær 30 mín. gangur. í þeirri færð sem verið hefur í vetur. Þrátt fyrir þetta er alltaf yfirfullt á æf- ingum, og nú er svo kcmið j að ég er einnig tekinn til við að æfa karlaflokka og\virðist á- huginn þar mjög mikill og efni- viður fyrir hendi. Við vonum að halda skemm- unni þangað til að síldarvertíð byrjar aftur og vonum að þá verði allur snjór horfinn og við getum byrjað úti þegar vorar. • Rcykjavíkurför. Eins og ég gat um, hofum við æft vel í vetur, og það má segja að áframhaldið af því hafi orðið umræður um það að gaman væri að fara til Reykja- víkur og keppa við kvenna- flokka þar. Enn var farið til fyrirtækjanna í Neskaupstað, og enn v?ar sami skilningurinn og í sumar og enn gerðu þa~’ okk- ur fært að takast á hendur ferð til höfuðborgarinnar til keppni, og hér erum við. Ég vil engu spá um frammi- stöðu liðsins hér, stúlkurnar eru flestar óvanar í stórum leikjum og vantar því keppnis- reynslu, en það er nauðsynlegt fyrir okkur að vita hvar við stöndum, og af slíkum leikjum getum við lært mikið. Það er ætlunin að keppa við FH og Val. Dvölin hér verður stutt að þessu sinni og ef til vill of margir leikir á stuttum tíma, en á þriðjudag verðum við að halda heim aftur. Ein miljón kr. í íþróttahúsið. Það virðist sem á ýmsan hátt hafi lifnað yfir íþróttalífinu í Neskaupstað. Skíðamót verður haldið á vegum Þróttar og skíðamót Austurlands fer fram á Norðfirði um páskana. Skíða- kennari hefur Verið starfandiá vegum UIA og var hann með námskeið í Neskaupstað. Norð- maður þessi ber hið íslenzka nafn Gísli, en hann er af ís- lenzku bergi brotinn. Frúarleikfimi hefur verið stunduð í vetur; hefur Þórir Sigurbjörnsson annazt kennsl- una og er mikill áhugi fyrir henni. Þá má geta þess að Þróttur hefur sótt um að fá að halda landsmót kvenna í útihand- knattleik næsta sumar, og þyk- ir mér ekki ósennilegt að við fáum að sjá um mótið. Bæjarstjórn Neskaupstaðar lagði í húsbyggingarsjóð íþrótta- hússins eina miljón á síðustu fjárhagsáætlun bæjarins, og er það okkur mikið gleðiefni ef á það hús væri lögð áherzla. Það opnar mikla möguleika, því skemman er að sjálfsögðu ekki nema til bráðabirgða, þótt hún hafi komið að góðum not- um. Við í Neskaupstað hyggjum á gott samstarf við önnur hand- knattleiksfélög og værum þakk- látir að fá £ heimsókn lið til keppni á komandi sumri og sumrum. Við búum hér £ félagsheimili Vals að Hlfðarenda og þökkum Val fyrfr þá fyrirgreiðslu, sagði þessi ungi og áhugasami þjálf- ari handknattleiksflokkanna £ Neskaupstað að lokum. — Frímann. Spjall þetta var hripað niður fyrir bænadagana, áður en úr- slit voru kunn £ leikjum norð- firzku stúlknanna og þeirra reykyjsku. Til viðbótar má geta þess, að Þróttarstúlkurnar frá Norðfirði unnu einn lrikj- anna hér (siðasta leikinn gegn KR). Þá töpuðu þær með litl- um mun (einu marki) fyrir Ár- manni, en hinsvegar unnu FH og Valur þær með yfirburðum. — F. Körfuknattleikur: Reykjavíkurúrvai- ið sigraði herinn • SI. föstudagskvöld fór fram fimmti og siðasti lcikurinn í bikarkeppni þeirri, sem er nú háð 3ja árið í röð, milli úr- valsliðs Rvikurfclaganna og Iiðs Bandarikjamanna á Kvíkurflug- velli. Þar sem hvort liðið um sig hafði unnið 2 lciki var þessi leikur hreinn úrslitaleikur. Lauk leiknum mcð réttlátum og öruggum sigri Rcykjavíkur, sem átti fremur slæman lcik í fyrri hálfleik, cn sýndi gctu, sína í síðari hálflcik og gerði út um leikinn með nokkrum mjög fallcgum körfum. Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Reykjavíkurliðið (sem er landsliðið sem sigraði bæði Dani og Norðmenn á Polar Cup um páskana); það skoraði fyrstu 6 stigin mjög fallega og náði öruggu fórskoti í byrjun, en Bandaríkjamenn sigu á, komust yfir og náðu góðu forskoti 10— 16. Reykjavíkurliðið nær að minnka forskot Bandaríkja- manna niður í 1 stig 18—19, en hermennirnir eru sterkari á endasprettinum og hafa yfir í hálfleik 23—26. í siðari hálfleik gekk íslenzka liðinu aftur á móti mjög vel, komst fljótlega í 10 stiga for- skot 47—37 og gerði það gæfu- muninn, að leikfléttur liðsins voru vel útfærðar og hittni liðs- ins afbragðsgóð. Aftur á móti gekk' Bandaríkjamönnum ekki eins vel og í fyrri hálfleik og bezta langskytta liðsins, Stirl- ing, hitti ekki vel. Er um 3 mín. voru til leiksloka var Reykjavíkurliðið búið að ná 19 stiga forskoti 71—52, en á þeim mfnútum sem eftir voru sóttu Bandaríkjamenn í sig veðrið og minnkuðu forskot Reykjavíkurúrvalsins niður í 11 stig, en leikurinn endaði 75—64 Reykjavík í hag. Liðin Lið Reykjavíkur átti nu góð- an dag, sérstaklega í síðari hálfleik, er liðið sýndi oft mjög skemmtilegt spil. Hittni liðsins var og mjög góð í þeim hálf- leik og liðið náði og mörgum fráköstum. Stig liðsins skoruðu: Kolbeinn Pálsson 19 stig, Birg- ir .örn Birgis 12, Agnar Frið- riksson 11 stig, Gunnar Gunn- arsson 10, Einar Matthíasson 9, Kristinn- Stefánsson, Einar Bollason og Ólafur Thorlacíus 4 stig hver og Hólmsteinn Sig- urðsson 2 stig. Um lið Bandaríkjamanna er það að segja, að það er mjög létt og vel leikandi, en einhvern veginn finnst manni það ekki fá eins mikið útúr leik sínum og ástæða er til. Flestir liðs- manna hafa góða boltameðferð, margir eru góðir skotmenn, en það er eins og neistann vanti í liðið. Að leik loknum afhenti Gunn- ar Torfason, formaður körfu- knattleiksráðs Reykjavíkur Reykjavíkurliðinu hina glæsi- legu verðlaunastyttu; og er ó- hætt að fullyrða að þessi stytta, sem Reykjavíkurliðið nú vann til eignar, er glæsilegasta stytta, sem nokkum tíma hefur verið keppt um á íslandl. af. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Bogi Þorslcinsson. Bogi formaður I körfuknattleiks- ] sambands ■ Norðurlanda ■ ■ ■ ■ Um leið og Norðurlanda- « meistaramót í körfuknattleik E Polar Cup var háð í Kaup- j mannahöfn um sl. páskahelgi ! var haldin ráðstefna formanna • körfuknattleikssambanda Norð- 5 urlanda, en þessi ráðstefna : er haldin apnaðhvert ár og ! jafnan í sambandi við Polar • Cup keppnina. Fyrir Islands hönd sátu ráð- ! stefnuna þeir Bogi Þorsteins- ! son form. Körfuknattleikssam. ■ bands Islands og Jón Ey- ■ steinsson, formaður landsliðs- i nefndar körfuknattleikssam- ! bandsins. Á ráðstefnuni voru ■ rædd mörg sameiginleg vanda- • mál sambandanna á Norður- 5 löndum og má segja að ráð- ! stefna þessi hafi orðið til mik- ! ils gagns körfuknattleiksí- ■ þróttinni. Á ráðstefnunni bauð Bogi j Þorsteinsson til næstu Polar ! Cup keppni, sem haldin verður ■ í Reykjavík um páskana 1968. : I lok ráðstefnunnar vor Bogi j Þorsteinsson kjörinn formaður ! samtaka þessara til næstu ■ tveggja ára og tók við því : embætti af formanni finnska j körfuknattleikssambandsins. RYMINGARSALA Verzlunin á aS hœtta 14 mai Allt á oð seljast HERRAFATABÚÐIN* laugavcai 87 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.