Þjóðviljinn - 20.04.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.04.1966, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 20. aprfl 1966 MORO MEÐ Patrick EFTIRMÁLA Wn — Nei, auðvitað ekki. Ég var sjálfur búinn að gleyma þeim. Þau eru kannski ekki merkileg. Orðrétt sagði hann: Ef Wellman gerir vart við sig, segið honum að málið verði afgreitt sam- kvæmt beiðni. Hann varð ringlaður á svipinn. Bað hann fyrir þessi skilaboð, eftir að hann var handtekinn? — Já. já. Vegna þess að hann var handtekinn, held ég. Hvers vegna? Lyon greip fram í mjúkum rómi: — Þama sjáið þér. Enn ein á- Stæðan til að flana ekki að neinu. — En — — Látið þetta bara kyrrt liggja f svipinn. Verið þér sælir og þakka yður fyrir að þér kom- uð. Lyon stuggaði honum út fyrir. Við horfðum á hann stíga upp í bílgarminn gamla Dg aka skröltandi niður vegirin. FJÖRTAND.I kafli Lyon kom aftur innfyrir og sneri sér að mér. — Jæja, það var nú það. Hvað finnst yður nú um frásögn maj- órsins? — Hún virðist vera öldungis írétt, viðurkenndi ég. — Já, er ekki svo? Það er það versta við þetta mál — allt virð- ist falla eins Ojg flís við rass. — Getur þessi vitnisburður hreinsað hann algerlega? — Nei, ónei. Ekki fuUkomlega. En hann sannar að hann hefur sagt okkur sannleikann að vissu marki. Það var sannarlega gott að hafa upp á Wellman. Þér voruð vissulega snjall hvað það snertir. ' Mér fannst óþarfi að minna Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oa Dódó Laugavegi 18 III hæð flyfta) . SlMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. D 0 M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamarg"tu 10 Vonarstrætis- megin — Síml 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæfar IVlaría Guðmundsdóttjr Laugavegi 13. Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. hann á að Wellman hafði raunar komið af sjálfsdáðum. þegar hann hafði séð morgunblaðið. Ef hann vildi gefa mér heiðurinn' á því, þá hafði ég svo sem ekkert á móti því. Og ég hafði fundið manninn. Ef hann hefði ekki komið til okkar, hefði ég getað fylgt þeim til hans. Með- an ég reyndi að setja upp hæfi- lega hógværam þakklætissvip, datt Lyon nokkuð í hug eins og ég hafði búizt við. — En það er eitt, sem ég skil 36 ekki. Hvemig vissi hann að þér höfðuð skilaboðin og hvernig í skollanum fenguð þér þau? — Ég afhenti Clegg bréfið eins og þér báðuð mig um, sagði ég. Hann sýndi mér það og ég ráð- lagði honum að reyna að komast að þvi hver þessi Wellman væri og hvar hann væri niðurkominn. ef hann léti til sín heyra. En — hann vildi það ekki. — Sagði hann hvers vegna? Þegar ég svaraði ekki undir eins, hélt hann áfram uppörvandi: Verið ekki svona aumingjalegur yfir þesju, maður. Eruð þér ekki að vinna með okkur? Eða er Clegg einhver sérstakur perlu- vinur yðar? — Nei, sannarlega ekki, sagði ég. Ég — tja, ég er aleinn héma og á ekki sérlega gott með að verja mig. Ég kæri mig ekki um að vekja andúð hans. Það er áreiðanlega ekkerf notalegt að eiga hann að óvini. — Jæja. Hann sagði þetta eina orð með mikilli áherzlu. Er það þannig, ha? Hefur hann ógnað yður á nokkurrí hátt? — Ekki með berum orðum. — Ég skil. Lyon settist, lagð- ist aftúrábak í stólinn með hend- ur í vösum óg herðamar lotnar. Heyrið mig nú. Ef þér hafið eitthvað að segja okkur um Clegg, ’þá komið með það núna. Þér megið treysta því að ég fer að honum með háttvísi. Þér haldið þó ekki að ég færi að láta hann gruna að þér væruð heimildarmaður minn? — Ne-nei, svaraði ég. Nei auðvitað ékki. — Það er einmitt það. Og munið það. að ef það skyldi vera ejtthvað sem hægt er að hanka hann á þá myndum við koma honum í örugga vörzlu áð- ur en- hann gerir sér ljóst hver kom upp um hann. — Ég vona að þetta sé rétt hjá yður, sagði ég í einlægni, og ég hélt áfram og sagði hon- um frá heimsóknum Cleggs og því sem hann hafði sagt mér, einkum um samband sitt við Bellu Draffen. Og í fsamhaldi af því sagði ég honum frá hug- boðinu sem ég hefði haft um að einhver hefði verið að snuðra fyrjr utan húsjð mitt kvöldið áður og næsta kvöld á undan. Ef ég hefði ekki verið farinn að þekkja Lyon, hefði ég eins get- að haldið að ég væri að tala við sjálfan mig. Augu hans voru lokuð meðan á frásögn minni stóð. Þau voru enn lokuð þeg- ar ég lauk máli mínu og hann umlaði: Þetta er mjög athyglis- vert. — Athyglisvert! hreytti ég út úr mér. Hvað mig snertir þá er þetta talsvert meira en það! Ég er ekki sérlega ímyndunarveik- ur, en það er ekkert gaman að vera hér aleinn og hafa það á tilfinningunni að náunginn sé að sveima hér fyrir utan á hverri nóttu. — Nei, ég er yður alveg sam- mála. Við skulum gera eitthvað £ þessu, því megið þér trúa. Hann hugsaði sig um andartak, ieit síðan loks á mig og hallaði und- ir flatt: ■ Það er eitt í sambandi við Clegg vin okkar. sem ekki er víst að þér hafið gert yður ljóst. Ég skildi ekki fyllilega hvað hann var að fara. Ég held að Barrows hafi ekki gert það heldur. Hann leit spyrjandi upp frá vasabók sinni, ep það var ég sem sagði: Hvað er það? — Einfaldlega það, að hann er eini maðurinn í þessu máli, sem getur ekki gert grein fyrir sjálfum sér þetta kvöld, eða hefur að minnsta kosti ekki gert tilraun til þess. Hann fór til herbergja sinna snemma kvölds, eftir því sem majórinn segir. Það er það eina sem við vitum um hann þar til næsta morgun. Er það ekki skrýtið? — Að vísu, jú. — en gæti það ekki verið vegna þess að hann gerði eikki neitt og fór ekld neitt? •— Jú, jú. Þafi gætj svo sem verið. Það er bara dálítið ein- kennilegt, þegar allt annað viirð- ist vera á hreinu. Ég hugsaði mig um andartak. — Þér eruð auðvitað að hugsa um morðið á Bellu Draffen? — Ekki endilega. Hvers vegna ekki Massey líka? — En hvaða hugsanlega á- stæðu — — Kannski vegna peninganna? — Það er ekki trúlegt. Hvern- ig hefði hann átt að vita að peningarnir væru þar? — Majórinn hefur ef til vill haft orð á því. Mér fannst Lyon vera að rökræða að gamni sínu. — Ég efast um það. Ég held ekki að sambandi þeirra hafi verið þannig háttað. Bros færðist yfir syfjulegt andlitið og hann settist upp. — Satt er það. Þetta ber vott um góða athyglisgáfu. Ef til vill er það þá aðeins morðið á Bellu Draffen. Hann otaði að mér holdugum fingri. En farið varlega í þessar kenn' r yðar, j ef þér viljið gera svo vel. Eins 1 og ég sagði, þá byggðuð þér í gær upp hina trúlegustu kenn- ingu um Houston, og svo sneruð þér við blaðinu og göldruðuð Wellman fram til að kollsteypa henni! — Ég er ekki að bera fram neina kgnningu um Clegg. sagði ég stirðlega. Ég sagði yður aðeins hvað gerðist í þessum heimsókn- um hans til mín • og að hann hefði sjálfur viðurkennt að hafa átt von á henni þarna um kvöld- ið. — Auðvitað. Ég var bara að gera að gamni mínu. Hann var dálítið afsakandi. Ég vil ekki að þér móðgizt og snúið vjfl okkur bakinu eftir allt sem þér hafið fyrir okkur gert. Hann gaut aug- unum til Barrows og var víst hræddur við að falla í áliti því að hann sagði eins og í vöm: Ekki svo að skilja? að við hefð- um ekki með tíð og tíma kom- izt að þessu sjálfir. Við kom- umst alltaf á leiðarenda að lok- um. Það fóru viprur um andlitið á Barrows um leið og hann mætti augnaráði mínu, og hann laut í flýtj yfir vasabók sína. — Hvað sem því líður, hélt Lyon áfram og brölti uppúr stólnum, þá er bezt að við töl- LEÐURJAKKAR á stúlkur og drengi. — Loðfóðraðir rú- skinnsjakkar — Ódýrar lopapeysur. Leðurverkstæðið Bröttugötu 3 A. — Sími 24678. Danskir sjóiiSajakkar Leðurjakkar — buxur og peysur Góðar, ódýrar vörur. jr~ Verzlunin O.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)’. 4733 — Ibn Sakkras þekkir fáuann. Bandamaður ...........? Eða stríðsbrella....? Bezt að fljúga lágt yfir til að geta séð eitt- hvað .... — Þórður hefur breitt klút yfir höfuðið svo langt frá séð virðist hann vera Arabi. — Flugvélin flýgur hvað eftir ann- að yfir bátinn. „Ágætt‘‘, segir Eddy. „Látum hana bara koma- enn nær, því öruggara er að hún fái fulla hleðslu!“ — Þau bíða þess spennt hvað þeir þarna uppi gera. Eddy fylgist með og bíður rétts augnabliks. Það er óhætt að treysta hæfni hans. SKOTTA — Skotta er svo þreytt að hún getur ekki komið í símann — og það þýðir að hún sé útkeyrð! TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260 FRÁ , , SOVETRIK7UNUM REYNSLAN HEFUR SANNAÐ GÆÐIN HJOLBARÐAR Auglýsið í Þjóðviljanum /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.