Þjóðviljinn - 20.07.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVIÉJINN — Miðvifcudagar 20. jó« 1066.
OtgeÆandi: Sametningarflofckjur alþýöu — Sósíalistaflofcfc-
nriim.
Ritstjórar: Ivai H. Jónsson (áb). Magnúa Kjartanason,
Sigurður Cuðmundsson.
Fréttaiitstjóri: Sigurður V. Fiiðþjófsson.
Auglýsingastj.t Þorva’dur J/’’annesson.
Sími 17-500 (5 lfnur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 5.00.
MannúB
A ð undanfömu hefur verið á kreiki á vesturlönd-
um mikill söguburður þess efnis að Norður-Ví-
etnamstjórn hafi í hyggju að leiða fyrir rétt
nokkra bandaríska flugmenn, sem teknir hafa ver-
ið til fanga, og gera þá ábyrga fyrir stríðsglæpum
þeim sem Bandaríkjastjóm hefur látið fremja þar
í landi um langt skeið. Hafa bandarískir valda-
menn haft' uppi miklar hótanir af þessu tilefni,
m.a. talað um að gereyða Norður-Víetnam, vænt-
anlega þá með kjarnasprengjum, en aðrir hafa
skírskotað til mannúðar og virðingar fyrir alþjóða-
samþykktum um meðferð stríðsfanga.
¥*að er óneitanlega nýstárlegt að heyra Banda-
ríkjamenn og stuðningsmenn þeirra tala um
mannúð í sambandi við styrjöldina í Víetnam og
væri fagnaðarefni ef hugur fylgdi máli. En því
miður er mannúðin ákaflega takmörkuð. Banda-
ríkjamenn og leppherir þeirra í Suður-Víetnam
hafa tekið fanga árum saman svo tugum þúsunda
skiptir. Meðferðin á þeim föngum er einn ömur-
legasti þáttur þessarar saurugu styrjaldar, við-
urstyggilegar pyndingar og aftökur án dóms og
laga eru daglegir atburðir. Þessi glæpaverk eru
framin í skjóli þess að skæruliðar og óbreyttir
þegnar séu ekki stríðsfangar samkvæmt skilgrein-
ingu alþjóðasamþykktar; verndin er aðeins talin
ná til þeirra sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í
manndrápum eða hafa þau að atvirinu, en óbreytt-
ir þegnar sem rísa upp til vamar frelsi sínu og
fósturjörð eru taldir réttlausir og leiknir sam-
kvæmt því. Sömu viðbrögð þekkja menn frá Evr-
ópu í síðustu heimsstyrjöld.
öaunar nær alþjóðasamþykktin um meðferð
stríðsfanga einnig skammt af öðrum ástæðum.
Hún er frá þeim tíma þegar styrjaldir voru háðar
á vígvöllum, en þeir sem heima sátu fylgdust með
fréttunum án þess að vera í lífsháska. Nú bitna
manndrápin fyrst og fremst á þeim sem heima
sitja. Bandaríkjamenn kveða daglega upp dauða-
dóma yfir varnarlausu fólki í órafjarlægð, morð-
sveitir eru sendar til þess að vgrpa sprengjum,
benzínhlaupi, eiturgasi og nálasprengjum án
manngreinarálits yfir karla, konur og börn; at-
vinnuhermennirnir sjá aldrei fólkið sem þeir eru
að myrða, þeir ýta aðeins á hnappa í háloftunum
og eru óhultari en allir aðrir í þessum ógnarlega
hildarleik. Mannúðarreglur sem aðeins vemda þá
sem hafa manndrápin að atvinnu eru siðferðileg
tvöfeldni af ógeðslegasta tagi.
jTfannúðin er ein og óskipt; hún á ekki að vera
^■* forréttindi fárra heldur réttur allra. Fólkið í
Víetnam á rétt á því að fá að lifa eitt og frjálst
í landi sínu og ráða málum sínum án íhlutunar
annarra; bandarískir æskumenn eiga ré’tt á því að
vera leystir frá viðurstyggilegum múgmorðum og
fá að stunda friðsamleg störf í heimalandi sínu.
Mannúð uppskera menn aðeins með því að á-
stunda hana sjálfir. — m.
Gísli G. Auðunsson lœknir Fyrri hluti
Læknaskortur dreifbýlisins
FRÁ SJÓNARHÓU UNGS LÆKNIS
Nýlega mátti lesa í fréttum
dagblaðanna, að enginn læknir
hafði sótt um héraðslæknisstöd-
ur í fjórum, fyrrum mjög svo
gimilegum, læknishéruðum
(m.a. Vestmannaeyjum, Isafirði
og Húsavík). Þá var þess einn-
ig getið, að önnur 4 héruð
væru að losnaoglítil von væri
til þess, að þangað fengjust
læknar. Líklegt má telja, að
frétt þessi hafi orðið öllu hugs-
andi fólki nokkurt áhyggju-
efni, og vonandi dylst nú fá-
um lengur, hvílíkt vandamál
læknaskortur dreifbýlisins er.
Málið hlýtur því að vera ofar-
lega á baugi og því ekki úr
vegi, að einhver úr hópi ungra
lækna ræði það af hreinskilni
á opinberum vettvangi, því
lausn þess hlýtur að vera und-
ir okkur komin öðrum fremur.
Þó er það vissulega svo, að
þetta vandamál hefur blasað
við undanfarin ár, þar eð telja
má á fingrum annarrar handar
þá nýbakaða lækna, sem setzt
hafa að úti í héruðum til
frambúðar. Það hefur því
löngu orðið Ijóst þeim, er hugs-
uðu um þessi mál af alvöru,
að til auðnar myndi horfa í
héraðslæknastétt landsins, þeg-
ar gömlu mennirnir hyrfu frá
starfi, ef ekkert væri að gert.
Og nú — sumarið 1966 — er
svo komið, að ekki eru skipað-
ir héraðslæknar í % hluta
læknishéraða landsins. Þau
eru ýmist setin af læknakandi-
dötum eða stúdentum eða
standa hreinlega auð.
—O—
Það er nú réttaðathuga að-
gerðir heilbrigðisstjórnarinnar
.og alþingis til lausnar þessu
vandamáli. Ég verð að játa, að
ég hef ekki kynnt mér niður
í kjölinn, hver þrekvirki al-
þingi hefur unnið á þessu
sviði, en eftir lauslega athug-
un er mér nær að hálda, að
þau séu næsta lítil. Alþingi
hefur með öðrum orðum skort
allan skilning á þessu vanda-
máli og jafnan spyrnt fast við
fótum gegn breytingartillögum
lækna á héraðaskipaninni. Nær
eingöngu virðast hafa ráðið
hin þrengstu sjónarmið hreppa-
pólitíkurinnar, að öllum lík-
indum af hræðslu þingmanna
við atkvæðatap. Það hefur því
verið stefna alþingis að hafa
læknishéruðin sem allra flest.
Þegar læknar hafa svo ekki
fengizt til að setjast að á
mestu útkjálkunum, hefurver-
ið gripið til þess bráðsnjalla
ráðs að neita þeim um lækn-
ingaleyfi hér á landi, fyrr en
þeir hefðu afplánað svo og svo
langa skylduvinnu úti í hér-
uðum landsins.
Rétt er að vekja á því at-
hygli, að slíkrar þegnskyldu-
vinnu er ekki krafizt af nokk-
urri annarri stétt landsins.
Þessi „héraðaskylda" er nú 3
mánuðir, og er það ákvörðun
alþingis, eftir að landlæknir
hafði lagt til, að hún yrði felld
niður (var áður 6 mánuðir).
Héraðaskyldan hefur valdið
því, að sums staðar er skipt
um lækni á 3ja mán. fresti.
Ekki hefur þingmönnum okk-
ar brugðizt bogalistin á þessu
sviði frekar en öðrum til
bjargar dreifbýlinu. Hvernig
skyldi þeim falla að skipta um
lækni á 3ja mán. fresti eða
hafa engan ella?
Þetta er þáttur alþingis.
—O—
Þá er komið að hinni virku
yfirstjórn heilbrigðismálanna í
landinu. Til er ráðuneyti, sem
nefnist dóms- og kirkjumála-
ráöuneytið. Ráðuneyti þetta J
fæst við það í hjáverkum að
stjóma heilbrigðismálum
landsins. Mega menn af þessu
glöggt merkja, hvílíkur mið-
aldablær er yfir þjóðfélagi
okkar á ýmsum sviðum enn
þá, þar sem ríkið heldur uppi
ráðuneyti fyrir kirkju og
klerkdóm, en heilbrigðismálá-
ráðuneyti finnst ekkert.
Líklegt þykir mér, að ráðu-
neyti þetta hafi ærin. verkefni
á sviði dóms- og kirkjumála og
líti því aukagetuna, heilbrigð-
ismálin, fremur óhýru auga.
Enda mun raunin sú að hinn
daglegi rekstur heilbrigðsmál-
anna hvílir ekki með neinum
ofurþunga á dóms- og kirkju-
Gísli G. Auðunsson
málaráðuneytinu, heldur á
herðum landlæknis. Hins veg-
ar skilst mér, að hann sé næsta
valdalítill, fyrst og fremst ráð-
gefandi, en vald allt í höndum
ráðherra.
Þá er rétt að athuga aðgerð-
ir þessara aðila til lausnar
læknaskorti dreifbýlisins.
Landlæknir hefur góðfúslega
lánað mér sérprentað plagg,
sem ber yfirskriftina „Frum-
varp til læknaskipunarlaga
(lagt fyrir alþingi á 85 lög-
gjafarþingi, 1964—65)“. í at-
hugasemdum við lagafrum-
varpið segir m.a.: „Með bréfi,
dags. 15. apríl 1964, lagði land-
læknir til við dóms- og kirkju-
málaráðuneytið, að það gerði
„nú þegar ráðstafanir til þess,
að í samráði við læknasamtök-
in í landinu og nokkra aðra
aðila verði rækileg endurskoð-
un látin fara fram á lækna-
þjónustu dreifbýlisins“.
Með bréfi, dags. 22. maí 1964,
skipaði ráðherra 6 manna
nefnd, sem var falið það verk-
efni „að framkvæma endur-
skoðun á læknaskipunarlögun-
um nr. 16 9. apríl 1955 og
læknisþjónustu dreifbýlisins
almennt, í því skyni að finna
lausn á hinu aðkallandi vanda-
máli, sem stafar af skorti á
læknum til héraðslæknisstarfa,
einkum £ hinum fámennari og
afskekktari héruðum lands-
ins“.“
1 nefndinni voru landlæknir,
skólayfirlæknir, einn yfirlækn-
ir á sjúkrahúsi hér í Rvík,
prófessor við læknadeild H.Í.,
ráðuneytisstjóri og ráðuneytis-
fulltrúi.
Enginn héraðslæknir?
Enginn ungur læknir?
En þó að enginn nefndar-
manna hafi sézt utan bæjar-
marka Reykjavíkur s.l. 30 ár
eða svo (nema á skemmtireis-
um um landsbyggðina) þaðan
af síður við héraðslæknisstörf,
grunaði víst engan aðstand-
anda nefndarinnar annað en
hér væru réttu mennirnir til
að leysa úr læknaskorti dreif-
býlisins. Ekki vil ég þó kasta
rýrð á störf nefndarinnar fyr-
ir fram, hún virðist hafa tekið
verkefni sitt alvarlega, að
minnsta kosti í fyrstu, íeitað
álits héraðslækna og ýmissa
annarra og skilaði tillögum ,,í
frumvarpsformi ásamt athuga-
semdum, og voru þær sendar
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu með bréfi, dags. 7. nóv-
ember 1964.“
—O—
Við skulum fyrst líta á
greinargerð nefndarinnar, sem
fylgir frumvarpinu, því þar
hlýtur að vera að finna for-
sendur allar. Ég leyfi mér því
að taka upp kaflann „XJm or-
sakir læknaskorts í dreifbýli1*,
en hann hljóðar svo: „Tregða
lækna að gerast héraðslæknar
í dreifbýli á sér margvíslegar
og flóknar orsakir, bæði fag-
legar, sálrænar og félagslegar.
Veigamikil ástæða, sem á jafnt
við um lækna sem aðra, er
hin almenna tilhneiging lands-
manna til að búa í þéttbýli, en
auk hennar koma til sérstakar
ástæður, sem leggjast á sömu
sveif og eiga að mestu eða öllu
leyti við um lækna eina, og
eru þessar helztar:
1. Starfsleg einangrun og
starfsábyrgð. Víðast á landinu
hagar svo til, að héraðslæknir
verður að starfa einn. Að jafn-
aði verður slíkur héraðslæknir
að taka ákvarðanir og vinna
læknisverk án þess að geta
leitað álits eða aðstoðar ann-
arra lækna, og líf sjúklingsins
getur oltið á réttum úrskurði
og viðeigandi aðgerðum. Á
héraðslæknum hvílir því mjög
þung starfsábyrgð. Hin
flókna, marggreinda nútíma-
læknisfræði krefst hópstarfs
í æ ríkara mæli, og þótt
sumir þættir starfsins híjóti
eðli sínu samkvæmt að verða
unnir af einum lækni, vilja
nútimalæknar eiga þess kost
að | taka þátt í þvílíku hóp-
starfi sjálfir eða geta komið
sjúklingum sínum í hendur
slíks starfshóps, þegar þess'
gerist þörf. Hið fyrrnefnda er
einangruðum héraðslæknum
fyrjxmunað, og hið síðarnefnda
krefst' þess, að sjúklingur sé
fluttur burtu, oft með ærnum
kostnaði, mikilli fyrirhöfn og
jafnvel áhættu.
2. Fagleg einangrun og af-
leiðingar hennar. Hin öra þró-
un í læknisfræði leggur lækn-
um á herðar þá skyldu að
fylgjast vel með í fræðigrein
sinni, en til þess er þeim jafn-
nauðsynlegt persónulegt sam-
band og samstarf við stéttar-
bræður sem lestur læknifræði-
rita. Einangraður læknir hlýt-
ur að dragast aftur úr, þegar
til lengdar lætur, hversu vel
sem hann leggur sig fram, og
þá er hætt við, að starfsáhugi
hans og starfsánægja dvíni
smám saman. Þetta er engum
Ijósara en læknunum sjálfum,
og sú tilhugsun er ungum
læknum mjög ógeðfelld.
3. Vaktskylda, vinutími og
vinnuskilyrði. Héraðslækni er
skylt að sinna kalli jafnt að
nóttu sem degi. Fyrir fram á
hann sér aldrei vísa hvíldar-
stund, og hann tekur ekki á
sig náðir án þess að mega eiga
von á, að ró hans verði rask-
að. Starfið er erilsamt og
krefst oft mikils líkamlegs og
andlegs þreks, og ósjaldan
verður læknirinn að tefla á
tæpasta vað í ferðalögum.
Vinnutími hans er óreglulegur
og fer ekki aðeins eftir heilsu-
fari í héraði, heldur einnig
iðulega eftir geðþótta héraðs-
búa. Svo látlausrar vaktskyldu
mun ekki krafizt af öðrum
þegnum þjóðfélagsins. Vinnu-
skilyrði héraðslækna eru að
vísu ekki að litlu leyti háð
framtaki þeirra sjálfra, en
augljóslega skortir einangrað-
an héraðslækni með nútíma-
læknisþjálfun ýmis skiljrrði til
að hagnýta 'sér til fullnustu
kunnáttu sína og leikni, og
setja ungir læknar þetta mjög
fyrir sig.
4. Vanmat á almennum
læknisstörfum. Almenn lækn-
isstörf njóta minni virðingar
en sérfræðistörf bæði í aug-
um sjúklinga og lækna. Fólk
treystir séríræðingum jafnvel
betur til almennra heimilis-
læknisstarfa en almennum
læknum og virðist lítinn grein-
armun gera á einstökum sér-
greinum. Að þessu leyti hefur
skapazt óraunsætt ofmat á
sérfræðingum. Héraðslæknum
finnst, að hinir sérfróðu lækn-
ar í þéttbýlinu líti héraðs-
læknisstörf smáum augum, og
í greinargerð eins af fremstu
héraðslæknum landsins, segir
m.a.: „Þar við bætist, að lækn-
ar í Reykjavík líta yfirleitt
heldur niður á almenna lækna
úti á landi.“
5. Nám og námsuppeldi
læknastúdenta. Skipulegt klín-
iskt nám læknastúdenta fer
nær eingöngu fram á sjúkra-
húsum og rannsóknarstofnun-
um, og öll kennsla er í hönd-
um sérfræðinga í misvíðum
sérgreinum. Þessir sérfræðing-
ar vinna hópstarf, þeirri starfs-
tilhögun kynnast stúdentarnir
og þykir hún sjálfsögð þaðan
af. Sjúklingahópurinn er val-
inn og tiltölulega takmarkað-
ur, þ.e. fyrst og fremst sjúk-
lingar með. meiri háttar sjúk-
dóma, og af þeim sjúklinga-
efniviði markast sjónhringur-
inn og áhugamálin. Hins vegar
kynnast stúdentarnir ekki eða
þá aðeins af tilviljun starfs-
háttum og starfsskilyrðum
lækna við störf á lækninga-
stofum eða í heimahúsum og
þá ekki heldur hinum fjöl-
menna hópi, er leitar lækna
með smærri kvilla eða kvart-
anir, sem líka verður að sinna,
þar sem þeir geta engu að
síður haft ósmá áhrif á líðan
og starfsgetu. Námsuppeldi
læknastúdenta hlýtur með
öðrum orðum að vekja áhuga
þeirra fyrst og fremst á sér-
fræðigreinum og sjúkrahús-
störfum.
Rétt er að benda á, að það,
sem hér hefur verið sagt, á
ekki fremur við um laekna-
kennslu hér á landi en í öðr-
um löndum.
6. Ásókn ungra lækna í sér-
fræðinám. Þróun læknisfræð-
innar, ljómi sá, sem leikur um
sérfræðinga, og tilsvarandi
vanmat á almennum læknum
og námsuppeldi læknastúdenta
leggst allt á eitt um að beina
ungum læknum að sérfræði-
störfum. Undantekningarlítið
leggja ungir læknar nú stund
á sémám, og nær engar líkur
eru til, að læknar, sem komnir
eru inn á þá braut, snúi sér
síðar að héraðslæknisstörfum.
En þetta veldur ekki aðeins
skorti á héraðslæknum, heldur
einnig á hæfum heimilislæknum
hvar sem er á landinu, og
gætir þessa nú tilfinnanlega í
Reykjavík.
7. Atvinnumöguleikar erlend-
is. Islenzkir læknar hafamikla
atvinnumöguleika erlendis, og
ekki eru horfur á, að á því
verði breyting á næstunni.
Þetta bitnar vitaskuld fyrst á
þeim læknisstörfum heima fyr-
ir, sem hafa minnst aðdráttar-
afl, en til þeirra verður aðtelja
héraðslæknisstörf."
Síðan ræðir nefndin f grein-
argerð sinni um læknishéraðs-
skipanina og segir m.a., að fyrst
af öllu hafi verið haft í huga
,,á hvern hátt mætti takast að
sníða af héraðslæknisembætt-
unum þá annmarka, sem bein-
línis virðast fæla iækna frá
að setjast í þau, cn meginá-
stæöan er tvímælalausf ein-
Framhald á 7. síðu.