Þjóðviljinn - 04.08.1966, Page 3

Þjóðviljinn - 04.08.1966, Page 3
Fimmtudagur 4. ágúst 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍDA J Stríðsglæpadómur Russells undirbúinn MeSal dómara verða Isaac Deutscher, Dolci, Sartre, Basso 09 Peter Weiss LONDON 3/8 — Óopinber stríðsglæpadóm- stóll undir forystu brezka hein^spekingsins Bertrand Russell sezt á rökstóla í París í nóvember næstkomandi tíl að dæma John- son forseta og aðra bandaríska leiðtoga fyr- ir þátt þeirra í Vietnamstríðinu. Ralph Schönmann ritari Russels skýrði frá því í Lon- don í dag að I dóminum mundu sitja um 12 til 15 Evr- ópumcnn og Suður-Ameríku- menn sem hafa unnið sér nafn I alþjóðapólitík, lög- fræði, trúmálum, þjóðfclags- 'málum og listum- Vitnaleiðslur Vitnaleiðslur munu standa í tólf vikur, og því, næst verð- ur dómur kveðinn upp- Schönmann sagði að Banda- ríkjamenn verði ákærðir fyrir að hafa notað eiturefni, gas og napalm S stríðinu- Um 200 fómarlömb stríðs- ins í Norður-Vietnam munu koma fluglciðis til Parísar til að bera vitni. Dómarar Meðal dómaranna verða frönsku rithöfundarnir Jean- Paul Sartre og Simone de Beauvoir, ítalski Iögfræðing- urinn og ritstjórinn Lelio Basso, fyrrverandi forseti Kosygin setur fram stefnu sovézku ríkisstjórnarinnar Nýjar framkvæmdaaðferðir í iðnaði — Meiri neyzluvarningur fram- leiddur, en ekki dregið úr vígbúnaði vegna ástands í alþjóðamálum Mcxico, Lezaro Cardenas, júgóslavneski sagnfræðingur- inn Vladimir Dedijer, sagn- fræðingurinn Isaac Deutscher, Italinn Danilo Dolei og þýzk- sænski rithöfundurinn Peter Weiss. M'OSKVU 3/8 — Sovézka þjóðþingið, Æðsta ráðið, endur- kaus á miðvikudag ríkisstjóm Alexei Kosygins forsæt- isráðherra og forseti landsins, Nikolaj Podgomí, var einn- ig endurkósinn svo og aðrir helztu leiðtogar Sovétrík'janna. Þingið ákvað að stofna tvö ný ráðuneyti, fyrir röð og reglu og fræðslumál. Verksvið þessara ráðuneyta hefur áður heyrt undir ráðuneyti í hverju hinna 15 lýðvelda í Sov- étríkjunum. Forsæti Æðsta ráðsins hefur verið aukið og skipa það nú 37 fulltrúar, en voru 33. Nefndir Æðsta ráðið samþykkti einnig tillögu um það að stofna 12 nýj- ar þingnefndir, sem eiga að fjalla um löggjöf í efnahags- og félagsmálum og setja fram til- lögur. um þessi mál. Búizt er við að nefndírnar veiti þingmönnum meiri hlut- deild í störfum ríkisstjórnarinn- ar. Mikhail Súslof var endurkos- inn formaður í utanríkismála- nefnd. Kosygin f ræðu sem Kosygin hélt í dag gagnrýndi hann Kínverja harð- leg og fullvissaði jafnframt Norð- Bandaríkjamenn vanmeta algerlega afstöiu Kína Segir hið áhrifamikla Parísarblaðið le Monde ur-Vietnama um það, gð þeir geti reitt sig á fullan stuðning Sov- étríkjanna. Hann sagði að áróður Kin- verja hefði að undanförnu eink- um beinzt gegn Sovétrikjunum og mun meir en gegn heims- valdasinnum. En hann bætti við, að Sovétríkin mundu halda á- fram að reyna að bæta samband- ið við Kína á grundvelli Marx- isma-Leninisma. Vietnam Hann sagði að Sovétrikin myndu leggja sig öll fram um að hjálpa Vietnömum að hrekja Bandaríkjamenn á brott. Kosygin sagði að lausn Viet- nammálsins væri fólgin í tillög- um sem Norður-Vietnam og Þjóðfrelsisfylkingin í Suður-Vi- etnam hefðu sett fram. Þessar tillögur eru í -samræmi við meginreglur Genfarsáttmál- ans^ frá 1954. Samvinna Kosygin sagði að ríkisstjórn Sovétríkjanna væri ákveðin í að bæta pólitískt og efnahagslegt samstarf sósíalískra ríkja. Hann sagði að samband Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna hyrfi gjörsamlega í skugga hinn- ar opinskáu árásarstefnu ssm rekin xer í Washington. Ef það ætti að batna yrðu Bandaríkin að . halda alþjóðalög og hætta að skipta sér af inn- anríkismálum annarra ríkja. 1 Þjóðverjar Forsætisráðherrann sagði að stefna Bandaríkjamanna hefði Ieitt til þess að hættulegar tál- sýnir » hefðu vaknað meðal v- þýzku hefndarsinnanna, sem reyni að leysa Þýzkalandsmálin upp á eigin spýtur. Hann sagði að Sovétríkin mundu halda áfram að reyna að leysa Þýzkalandsmálin eftir þeirri forsendu, að þæði þýzku ríkin verði viðurkennd. Afvopnunarmál Kosygin sagði, að þar til á- stand í alþjóðamálum hefði tek- ið róttækum breytingum til hins betra mundu Sovétríkin halda á- fram að styrkja hernaðarsam- vinnu kommúnískra ríkja. Þá sagði hann að nýir samn- ingar um afvopnunarmál væru lítt mögulegir við núverandi á- stand í alþjóðamálum, þó ætti að vera hægt að ná samkomu- lagi um að hindra frekara víg- búnaðarkapphlaup og dreifingu kj arnorkuvopna. Efnahagsmál Kosygin sagði að drög að fimm ára áætlun fyrir árin 1966 til J970 verði brátt tilbúin og verði þá lögð fyrir Æðsta ráðið. í áætluninni er gert ráð fyrir að þjóðartékjur aukist um 40% á næstu fimm árum. I Umbætur Kosygin taldi þegar augsýni- legt að aukning mundi verða á framleiðslu landbúnaðarafurða á næsta ári. Hann sagði að þær umbætur í efnahagsmálum sem hafnar voru í september í fyrra verði að ná til allra sviða í efnahags- málum þjóðarinnar. Hann varaði alvarlega við gamaldags mönnum. sem vildu heldur halda sig við hið hefð- bundna kerfi, þar sem áætlanir fyrir iðnaðinn eru framkvæmd- ar að ofan. Þungaiðnaður Kosygin 'lýsti því yfir að rík- isstjórnin muni leitast við að auka framleiðslu á neyzluvarn- ingi án þéss áð það komi niður á þungaiðnaði og sagði að rík- isstjórnin ýrði að leggja áætlan- ir sínar með tilliti til ástands í alþjóðamálum og yrði því að styrkja varnir landsins. Öryggismál Kosygin endurtók fyrri tillög- ur um sameiginlega ráðstefnu allra Evrópuríkja til að ræða öryggismál álfunnar. Við erum reiðubúnir til að taka þátt í slikri ráðstefnu hve- nær sem vera skal, sagði hann. PARÍS — SAIGON 3/8 — Hið áhrifamikla Parísarblað le Monde heldur því fram í dag, að Bandaríkin séu ef til vill að gera sig sek um alvarlegt vanmat á „langlundar- geði Kínverja" í sambandi við Vietnam, og staðreyndin að Kínverjar hafi hingað til ekki tekið beinan þátt í stríð- inu í Vietnam, þurfi ekki endilega að tákna að þeir muni einnig halda að sér höndum er fram líða stundir. I grein sem birt er á forsíðu segir hinn kunni fréttamaður Ro- bert Gullin, að í Saigon hefði honum fundizt sem Bandaríkja- menn teldu möguleikana á íhlut- un Kínverja í Vietnam vera mjög litla, meðan ekki væri ráð- izt á kínverskt land. Þetta telur hann hættulegt sjónarmið og segir að Kínverjar muni' láta til sín taka í sömu andrá og þeir telji að hernaðar- máttur Norður-Vietnam sé að splundrast- Eftiríitsnefnd Fréttamaður Tass í Kambodja sagði í dag, að bandarískar flug- vélar hefðú sjö sinnum gert á- rásir á meðlimi úr alþjóðlegu eftirlitsnefndinni um Vietnam. Nefndarmenn voru á landa- mærunum milli Norður- <jg Suð- ur-Vietnam í eftirlitsferð þegar loftárásir voru gerðar þar og HnitdRr beit 1? ára dreng Það óhapp vildi til í Kópa- vogi í gær um kl. 14, að hundur beit framan af fingri á tólf ára dreng. Var hundurinn tekinn og drep- -m — enda er hundahald nð 'fsögðu bannað á staðnum. höfðu sömu flugvélar verið að koma frá loftárásum á þorp innan landamæra, Kambodja. Olíustöðvar Talsmaður bandarísku her- stjórnarinnar í Saigon sagði í dag, að flugvélar bandaríska sjóhersins Hefðu í gær gert loft- árásir í þriðja sinn á olíugeyma í útborg hafnarhorgarinnar Haip- hong. Þar er talið, að 40% af olíu- birgðum í Norður-Vietnam séu geymdar- Talsmaðurinn sagði að árásim- ar hefðu tekizt vel, þrátt fyrir mikla sknthríð úr loftvamar- byssum. Aðrar olíugejrmslur vora sprengdar upp við Tanh Hoa, sem er um 144 km suður af höfuðborg Norður-Vietnam, Han- oi- Annars gerðu Bandaríkjamenn einkum loftárásir á samgönguæð- ar og birgðageymslur við hafnar- borgina Dong Hoi um 60 km norður af hlutlausa beltinu sem skilur milli ríkjanna, i Vietnam. LEIPZIG Upplýsingar Sambönd Viðskipti Stúdenta- skákmót í fyrstu umferð á heims- meistaramóti etúdenta í öre- bro í Sviþjóð á laugardaginn 30- júlí tefldi íslenzka sveitin við Tékka og fóru leikar þann- ig að Trausti tapaði fyrir V- Horp, en Jón Þ. Þór gerði jafntefli við V. Jansa, sömu- leiðis gerðu þeir jafntefli Guð- mundur Lárusson og J. Smej- kal og Jón Friðjónsson og E. Nowak. NEYZLUVÖRUR 4.-11. 9. 1966 LEIPZIG býður yður að sjá • 800.000 sýningarmuni, hver um sig hið nýjasta og bezta — óviðjafnanlegt framboð neyzluvamings sýnt í 30 vöru- flokkum í /17 sýningarskálum — auk fjölda upplýsinga- skrifstofa fyrir innflutning og útflutning iðnaðarvammgs. • Sérstakt tækifæri til samanburðar á framboði 6500 framleiðenda frá 60 löndum og til að hitta að máli máls- metandi fulltrúa á sviði viðskipta, iðnaðar, vísinda og tækni frá AUSTRI og VESTRI. Notið tækifærið og heimsækið LEIPZIG. Allar upplýs- ingar og kaupstefnuskírteini fást hjá Kaupstefnunni — Reykjavík, Lækjargötu 6, símar 11576 og 24397 eða við landamæri Þýzba alþýðulýðveldisins. KAUPSTEFNAN LEIPZIG ÞYZKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ VÖRUHAPPDRÆTTI SÍ3S Á morgun verður dregið um 1400 vinninga að fjárhæð samtals kr: 2.238.000,00 ENDURNÝJUN LÝKUR Á HÁDEGI Á MORGUN SIBS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.