Þjóðviljinn - 04.08.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — E>JÖÐVII»JINN — Fimmtudagur 4. ágúst 1966.
Utgeíacdi: SamelTtlngarflofckur alþýdu — Sósíalistaflokk-
wrinn.
Ritotjórar: Ivai H. Jónsson (áb). Magnúa Ejartanason,
Sigurður Guömtmdsson.
Fréttaritetjórii Sigurður V. Fiiðþjófsson.
Auglýslngastj.: Þorva’dur Jrí'annesson.
Síml 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. tausa-
söluverð kr. 5.00.
Morgunblaðsvísindi
^róðurs'fullyrðingar Morgunblaðsins að kaup-
máttur tímakaups verkamanna og annarra lág-
launamanna hafi á undanförnum tveimur árum
aukizt um 15—20% og kjör verkamanna batnað að
því skapi fá ekki staðizf og eru byggðar á sjón-
hverfingum. í viðtali við Þjóðviljann sl. sunnudag
tók einn reyndasti maður í samningamálum ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar, Eðvarð Sigurðsson,
formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, full-
yrðingar Morgunblaðsins um þetta efni til með-
’ferðar og sýndi 'fram á að þær eru fjarri lagi. Tók
Eðvarð skýrt fram að í útreikningum þ'eim sem
Morgunblaðið vitnar til, hljóti að vera svo um-
deildar ágizkanir, að fjarstæða sé að telja slíkt
óyggjandi sannleika. Slík meðferð á tölum er ein-
mitt til þess fallin að vekja óvirðingu manna og
vanfrú á „fræðimennsku“ þeirri sem þar um ræð-
'ir, allt of oft virðist svo sem leitað sé með ein-
hverjum ráðum' niðurstöðu, sem líklegri sé til. að
verða brúkleg sem áróðursefni í höndum óvand-
aðra ráðherra en að hlutlægum útkomum sem all-
ir gætu treyst. Og er það mjög miður farið.
Jjað var heiftrúaratriði hjá ráðherrum Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar núver-
andi stjórnarsamsfarf hófst, að ekki mætti greiða
vísitöluuppbætur á kaup, og það var bannað í
„viðreisnar“-lögunum. Það kom í ljós að ríkisstjórn-
in náði ekki neinum tilætluðum árangri með
þeim ráðstöfunum, heldur varð árangurinn allur
annar en ráðherrarnir héldu. Og í samningunum
1964 tókst verkalýðshreyfingunni að .brjóta þessa
heittrúarsfefnu Alþýðuflokksráðherranna og í-
haldsráðherranna niður. Um það mál segir Eðvarð
Sigurðsson m.a. í sunnudagsviðtalinu við Þjóðvilj-
ann, að þá hafi „fekizt að knýja ríkisstjórnina frá
þeirri fráleitu stefnu að ekki mætti greiða vísitölu-
uppbætur á kaup. En undanfari samninganna 1964
var sá að verkalýðshreyfingin setti fram stefnu-
skrá um kaupgjaldsmál, verðlagsmál og atvinnu-
mál... Eitt höfuðinntak þeirrar stefhu, sem verka-
lýðshreyfingin þá markaði og ræddi ýtarlega við
ríkisstjómina, var baráttan gegn verðbólgunni.
Segja má að það -orValýðshreyfingar-
innar hafi fengið góðar undirtektir hjá ríkisstjórn-
inni og mikil fyrixheit voru gefin að nú skyldi
snúið við blaði í baráttunni gegn verðbólgunni.
En allir vita hvernig tekizt hefur að standa við
þau loforð. Hér væri allt annað viðhorf í landi í
dag ef í þessum efnum hefði orðið Stefnubreyting
1964. En því miður er ekki svo ..segir Eðvarð
orðrétt í viðtalinu. Hann tekur fram að enginn
vafi sé á því að kjör verkamanna hafi batnað frá
því að vísifölukerfið var tekið upp að nýju og tel-
ur upp helztu ávinninga samninga síðustu ára. „En
því miður hafa einnig þessir hlutir mikið misst
gildi sitt vegna þess að ríkisstjómin hefur ekki
staðið við fyrirheit sín um að hafa hemil á verð-
bólgunni“ segir Eðvarð að lokum, og telur að örð-
ugt muni reynast að meta kjarabæturnar til ná-
kvæmra prósentutalna. — s.
Rögnvaldur Hannesson:
J
Spámaðtir er upprisinn á
meðal vor. Eins og vera ber,
er hann þrunginn giðíeröilegri
alvöru og gerir skilmerkilega
grein fyrir sjálfum sér. Bráö-
þroska virðist hann hafa verið
eins og Egill Skallagrímsson;
sást fyrst drukkinn á almanna-
færi fimm ára gamall. Farið
hefur hann víða um lönd, en
engan mann fellt nema á skák-
borði. Spámaður þessi er einn
þeirra, sem útmálar ógnir
helvítis og vonzku hins illa og
reynir að hræða áheyrendur til
að leita hins góða, því ef til
er hið illa, þá hlýtur hið góða
einnig að vera til. Þó fór einn
undan, sem meiri var, og upp
lauk munni spámannsins, það
var Valery Tarsis.
. Erfitt er fyrir okkur, sem
ekki höfum skyggnzt austur
fyrir Tjaldið, að rengja orð
manns eins og Freysteins Þor-
bergssonar. Þó er svo, að ekki
er hann einn um að hafadval-
izt í Sovét. Þeir eru ýmsir til,
sem hafa tollt þar lengur og
sagzt á annan veg frá. Dettur
mér í hug danskur kvikmynda-
maður, sem um hríð hafði
dvalizt í Sovét og mikið um-
gengizt sovétmenn. Flutti hann
fjögur erindi í sænska útvarpið
sl. vor og virtist vera mjög a
öndverðum meiði við Freystein.
Gekk hann jafnvel svo langt
að segja, að hinn brúnaþungi
Malínovskí mundi vera maður
hógvær og lítillátur og ljúfur
heimilisfaðir.
En jafnvel þótt við höfum
fyrir satt að í Sovét
ríði fasístísk svín hverju húsi
og andlega heilbrigt fólk fyrir-
finnisthelzt á geðveikrahælumi
eins og Tarsis komst einusinni
að orði, þá finnst mér Frey-
steinn renna sér heldur glað-
klakkalega fótskriðu á álykt-
anabrautinni, þegar hann fer
umsvifalaust að tala um bar-
áttu Bandaríkjamánna fyrir
frelsi ,okkar‘ í Vietnam og gleðst
yfir fjöldamorðum herforingja-
klíkunnar í Indónesíu, þegar
hann hefur lokið sér af með
Sovétríkin. Er hér raunar horft
út um svo skakkan skjá, að
ástæðulaust væri að stinga
niður penna, ef þetta hyldjúpa
skilningsleysi á málefnum hins
svokallaða þriðja heims væri
ekki mun útbreiddara hér en
annars staðar á Norðurlöndum.
Stór hópur manna, allt upp í
ritstjórnarskrifstofur sumra
dagblaða, virðist ganga með
þær hugmyndir, að átök eins
og stríðið í Víetnam stafi af
bellibrögðum bragðvísra manna
í Kína eða Sovét. Það væri
reyndar ekkert smáræðis afrek,
A. Toynbee
ef þarlendir menn gætu þann-
ig sigað heilum þjóðum út í
grimmilegar og tvísýnar styrj-
aldir. Meðan annað ekki sann-
ast ætla ég að hafa fyrir satt,
að Freysteinn skrifi þetta af
einni saman vanþekkingu sam-
fara fjörugu ímyndunarafli.
Byggi ég þetta á tveim um-
mælum hans. 1 fyrsta lagi
þeirri fullyrðingu, að stjómir
Bandaríkjanna og Suður-Víet-
nam hafi haldið Genfarsátt-
málann um Indókína í heiðri,
og í öðru lagi þeirri ráðlegg-
ingu að lesa Morgunblaðið al-
veg sérstaklega vegna erlendra
frétta og greina um erlend
málefni.
Nú vildi ég spyrja Freystein,
hvort frelsi íslendinga stafi
meiri hætta af valdatöku Þjóð-
frelsisfylkingarinnar x Suður-
Víetnam en af skiptingu jarð-
næðis i Norður-Vietnam, af
aukinni framleiðslu og útrým-
irigu spillingar í Kína, eða af
aukinni lestrarkunnáttu og þjóð-
nýtingu á Kúbu. Gegn öilu
þessu börðust Bandaríkin á
sínum tíma í nafni frelsisins.
Þannig vill nefnilega til, að
Bandaríkin hafa sér að banda-
mönnum óbilgjörnustu kúgun-
arstéttir og alræmdustu blóð-
hunda, sem fyriríinnast í hverju
landi og einhver slægur er í.
Hversvegna svo er, ættu Frey-
steinn og skoðanaþræður hans
að hugleiða. En ef einhver
skyldi nú orðinn hræddur um
að ég sé kommúnisti og því
léleg heimild, ætla ég að til-
færa hér nokkur orð eftirsagn-
fræðinginn Arnold Tonebee, en
hann ætti að vera hafinn yfir
slíkan grun:
,,Ameríka hefur í dag for-
ustu fyrir gagnbyltingarhreyf-
ingu, sem nær um heim allan,
til varnar venjuhelguðum hags-
munum.' Hún er í dag það sem
Bóm var áður. Róm studdi æ-
tíð hina auðugu gegn hinum
fátæku í öllum erlendum þjóð-
félögum, sem hún náði tang-
arhaldi á, og þar sem þeir
fátæku hafa alltaf og allsstaðar
verið mun fleiri en þeir auð-
ugu, leiddi stefna Rómar til
mikils mannamunar, til órétt-
lætis og til lítillar gæfu fyrir
flesta. Ákvörðun Ameríku að
leika hlutverk Rómar hefur
verið tekin að yfirlögðu ráði,
hafi mér ekki skjátlazt.“ (Am-
erica and the World Revolution,
1961).
Toynbee kom hér á sínum ■
tíma og var gert næstum eins
hátt undir höfði í Morgunblað-
inu eins og Freysteini nú.
Þyrfti Moggi að láta þýðagrein
Freysteins og senda Tonybee og
e.t.v. fleinim og freista þessað
rétta af honum vinstri slagsíð-
una. Eftir er að sjá heimsfrægð
Freysteins og leiðarana, sem
heimsblöðin mundu skrifa um
hann
Spyrja mætti, hvað valdi þvi,
að svártagallsrausurum eins
og Freysteini er tekið eins og
guðspjallamönnum af vissumfs-
lenzkum blöðum. Heilir stjórn-
málaflokkar hérlendis virðast
byggja gengi sitt á hatri og
ótta gagnvart Sovétríkjunurri og
virðist líkt farið og Ijóta kall-
inum sem vex og fitnar afróg-
burði og illmælgi. Er þetta
þeim mun furðulegra sem ís-
lendingar hafa ekkert nema
gott af Sovétrikjunum aðsegja,
hvað sem líður atferli þeirra
gagnvart fylgiríkjum sínum.
Skýringarinnar mun að leita í
utanríkisstefnu þessara flokka,
sem er í stuttu máli sú að
þóknast Bandaríkjunum í einu
og öllu. Til að hressa' upp á
lítilmennskuna er hún auðvitað
klædd í spariföt. Övinurinn
verður að vera alvondur, lævis,
útsmoginn, grimmur, en vinur-
inri algóður með sígild verð-
mæti á stefnuskrá, frelsi, lýð-
ræði o.s.frv. Þegar svona er i
pottinn búið er valið ekki erf-
itt, hver vill ekki styðja (og
styðjast við) slíkan vin. Öþarfi
er að hafa mörg orð um áhrif
þessarar sjálfsblekkingar á
virðingu og sjálfsvirðingu þjóð-
arinnar, þau opinbérast þessa
dagana á gráthlægilegan hátt.
Leiðtogum okkar hefur tekizt
að gera okkur að viðundrum í
augum heimsins. Það er ekki
opinbert umræðuefni hvað at-
kvæði Islands hjá Sameinuðu
þjóðunum kostar eða þá her-
stöðvamar, en hægt er að
borga þótt greiðsla sé óbein og
ekki komi kvittun' fyrir. Og
er ekki eitthvað orðið bogið við
hugsunarháttinn, þegar það heita
mannréttindi að sníkja ogjafn-
rétti að fá að snuðra á sorp-
haugnum eins og hinir?
Höfn í Homafirði 31, júlí.
Rögnvaldur Hannesson.
>' -■ ....—...............;--
Lögregla á verði
við háskéla í
Argentínu
BUENOS AIRES 2/8 — Lögregl-
an hélt vörð um fjölmarga há-
skóla í Argentínu á mánud. eftir
að til mikilla átaka hafði koiriið
um helgina milli stúdenta og
lögreglu.
Ríkisstjóm Juan Garfes Ong-
ania ákvað á föstudag í fyrri
viku að loka skyldi öllum há-
skólum í landinu í 14 daga í sam-
bandi við það, að endurskipu-
leggja átti háskóla, sem hafa
verið í einkaeign og eiga þeir
fnamvegis að lúta menntamála-
ráðuneytinu.
NEW YORK 2/8 — Mikið verð-
fall varð á kauphöllinni í New
York á mánudag og hefur verð
hlutabréfa ekki staðið jafn lágt
í tvö ár-
«5
Bandaríkjamenn eiga sér
orðið „triggerhappy“, sem
ef til vill mætti þýða á ís-
lenzku „gikkbróiður“, og
nœst þó ekki nógu vel með
því það sem í orðinu felst,
en það er sérkennandi eig-
inleiki bandarískrar hetju,
allt frá frumstœðum kú-
rekum að ofurmennum
myndasagna og kvikmynda
og sjónvarps, snarrœðið að
sveifla einhverjum þyssu-
hólk á loft og freta á allt
lifandi og dautt í kringum
sig i tíma og ótíma, og
drepa menn eins og flugur.
☆ ☆ ☆
Bandarískar kvikmyndir,
sjónvarp, skáldsögur og
myndasögur hljóta að vera
mikilvirkar að móta í huga
barna og unglinga hug-
myndina um morð sem eðli-
legan og sjálfsagðan hlut,
virðingarleysið fyrir manns-
lífum er ofboðslegt. Morð-
áróður má heita að dynji
á Bandarikjamönnum frá
því i æsku meir en nokk-
urri annarri þjóð % heimin-
um. Alstaðar blasa við
morðlýsingar sem reynt er
að gera eins spennandi og
mögulegt er, morð til að
hlœja að, morð með bros á
vör, og morðinginn lagar
bindið sitt að loknu verki,
morð ískyggilegra újtlend-
inga, morð á Asíumönnum,
morð á „kommúnistum“.
Alltaf er byssan tiltæk eða
enn útsmognara morðverk-
færi. Getur nokkur undr-
azt þó maður sem bundið
hefur frá œsku í huga sér
slíkan morðáróður skuli
grípa til morðsins og það
fjöldamorða ef hann rugl-
ast?
V V V
Mikið af þessháttar
bandarískum morðáróðri er
rekið í hermannasjónvarp-
inu bandaríska frá Kefla-
víkurflugvelli og þannig
smeygt inn í hugi þúsunda
íslenzkra bama og ung-
linga, mótar hugsun þeirra
í mynd, hinnar bandarísku
gikkbráðu hetju. Einum
dagskrárlið sjónvarpsins nú
í vikunni er þannig lýst í
málgagni sjónvarpsáhuga-
manna: „Ferð í undirdjúp-
in. Nelson aðmíráll lendir
enn í návígi við gamlan og
djöfullegan óvin, sem býr
yfir svo hryllilegum áhrifa-
mætti að Nelson leiðist til
þess að drepa góðan vin
sinn“. Annað atriði er kynnt
svo: „Peng tekur að sér
að fá lögreglubjón svknað-
an af beirri ákœru að hafa
myrt kvalara systur hans".
Enn eitt atriði: ,.Gomes fer
að þjást af minnisleysi eftir
að hafa veitt sér högg á
höfuðið“. Enn eitt: „Byssu-
reykur. Stúlka sem ferðast
með útlagahóp særist. Hún
reynir að komast . { burtu
frá bófunum, en þeir Ijúga
þá því að henni að Dillon
hafi drepið bróður hennarí'.
Takið eftir íslenzkunni:
„Fjárhœttuspilari, sonur
vansœmds hershöfðingja,
kemur til borgarinnar til að
hreinsa nafn föður síns“.
Og hvað hugsa ungir fs-
lendingar 1966 þegar þeir
sjá orðið sjó? í þessu mál-
gagni „sjónvarpsáhuga-
manna“ eru þessi a.triði
kynnt (þannig stafsett):
„Sjó Dean Martins“,
„Kvöldsjóið“, „Phil Silv-
ers-sjóið“.
& V V
Bandarísk menning he'fur
margt gott að bjóða. sem ís-
lendingar kunna að meta,
í bókmenntum og vísind-
um. En soranum úr morðá-
róðri og afsiðunardrafi
bandarísks auðvaldsþjóðfé-
lags má ekki velta yfir ts-
lenzk börn og unglinga, fá-
ir íslenzkir foreldrar myndu
kjósa' sér að synir þeirra
yrðu gikkbráðar morðhetj-
ur. Ekki heldur svovefndir
„sjónvarpsáhugamenn“.