Þjóðviljinn - 04.08.1966, Page 5

Þjóðviljinn - 04.08.1966, Page 5
A'r;. Fimmtaidagur 4. ágúst 1966 — E>JÖÐVILJINN — SÍÐA I í Brú yfir Jökulsá á BreiBamerkursíwdi Jökulsá á BreiðarrnerkiiT- sandi er líklega stytzía en jafnframt eitt yatnsnaesta fljót á landi hér. Áður fyrr beljaði hún sem hvert annað auravatn beint undan sporði', Breiðamerkurjökuls og breyttH þá iðulega um farveg og gafst \ ekki tóm til að grafa sig nið- ur sökum framburðar undan Hér stendur Eiríkur Jónas Gíslason, yfirsmiður við brú- argerðina á Jökulsá. Við hitt- um hann í sólskinsskapi að morgni 14. júlí, enda skcin sól þá óvenjuglatt í heiði og mætti margur öfunda Jónas af þessum vinnustað, þegar þannig viðrar. Hann sagði verkið ganga samkvæmt áætl- un, en jökulruðningurinn væri nokkuð erfiður viðureignar. jöklinum. En frál því nm 1930 hefur Breiðamerkurjökull verið á hröðu tnndanhaldi og landslagsbreytingar á þeim slóðum orðið rr^eiri en ann- ars staðar hériandis: jökull- inn hefur dregið sig mikið til baka og jafnílramt þynnzt verulega. Við jökulröndina hafa myndazt víðáttumikil lón og er hið mesta við upp- tök Jökulsár. Eler það stöð- ugt stækkandi, enda er dýpi mest við jökulröndina og hef- ur mælzt þar yfir 100 metra. Er það álíka mikið neðan sjávarmáls, því að halli er sáralítill á ánni. Vatn þetta eða lón er þakið háum borg- arísjökum, sem brotna frá jöklinum og sitja víða fastir á grynningum. Bráðna þeir seint, því að yfirborðshiti í ■ lóninu er innan við eina gráðu á heitum sumardegi. Þó ‘yhjálpar það til, að sjór geng- wr upp í lónið á flóði eins og .sallbragð af vatninu gefur tíl kynna, svo og strandplönt- un- á bökkum þess. Við þessi skilyrði hefur Jö*:ulsá tekið upp siðaðra flj'&ta háttu og grafið sér all- djúpan farveg við vesturbakk- anm á hinum gamla og breiða farvegi og lætur sér sér nú nægfja 50—70 metra breidd að jtafnaði. Fyrrum var krækt fyrir ána á jökli, „farið á undir- varpi“, eins og það var kall- að, eða þá ferjað yfir og hestar sundreknir. Hefur hið síðasttalda tíðkazt fram á þennan dag og náttúrufræð- ingarnir á Kvískerjum séð um ferjuna. En á þessu verður senn breyting, því að síðan í maí í vor hefur verið unn- ið kappsamlega að því að brúa þennan íarartálma. Vinnur þama að staðaldri 35 manna flokkur undir stjórn Jónasar Gíslasonar yfirsmiðs. Þetta verður hengibrú, 110 metrar á lengd og sú eina sinnar tegundar á landinu, sem hvílir á jökulruðningi en ekki íöstu bcrgi. í sumar verður reynt að Ijúka við und- irstöður og festingar beggja vegna árinnar, en pallurinn lagður næsta sumar og er stefnt að því að Ijúka verkinu að fullu haustið 1967. Komast Öræfingar þar með í vegar- samband í austurátt og auk þeirra fagnar sennilega marg- ur ferðalangurinn, sem til þessa hefur orðið að snúa við farkosti sínum við þröskuld mikilúðlegustu sveitar á fs- landi. Borgarís á Jökulsárlóni. I baksýn er Oræfajökull. Hér sést brúarstæðið á Jökulsá á Breiðamerkursandi og undirstöðurnar, sem verið er að ieggja á árbökkunum. Verður brú- J in 110 metra löng. Myndin er tekin af eystri árbakkanum, Öræfajökull blasir við í baksýn. I i Suðausturland býr yfir einstæðri náttúrufegurð og mörgum furðum, ekki sízt úr steinaríkinu. Hér er mynd af Vesturhorni, tekin úr Lóni, en þar er að finna gnótt af gabbró og íleira forngrýti. — (Ljósm. H.G.). Eftir að Jökulsá hefur ver- kosta nokkra miljónatugi þar fleiri að draga þær fram- langtum styttri leið raillí Suð- ið brúuð vantar ekki nema sem eru brýr yfir stórvötnin kvæmdir úr hömlu. Það getur urlands og Austfjarða heldur herzlumuninn til að hægt sé vestan Öræfa, Skeiðará og því ekki dregizt í mörg ár úr og einstæð hvað snertír nátt- að komast „hina leiðina“ úr Núpsvötn, auk íjölmargra þessu að hin langþráða hring- úrufegurð og fjölbreytileika í kjördæmi Eysteins, en sá smærri áa. En það kostar líka ekja um landið verði opnuð, landslagi. herzlumunur mtm að vísu mikið fyrir Austíirðinga og en við það fæst ekki aðeins H. G. Hagvöxturinn hægari á síð- asta ári en árii á undan Það kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, World Economic Survey, 1965 (2. hluti), að hagvöxturinn árið 1965 var ekki eins ör og áður. Að meðaltali nam aukningin 5 af hundraði og var minni en árið 1964. í háþróuðum Iöndum stafaði þetta af liöftum sem nauðsynlegt þótti að setja vegna óhagstæðs verzlunarjöfn- uðar í því skyni að koma á innra jafnvægi. 1 vanþróuðum löndum og löndum með áætl- unarbúskap stafaði hinn hægi vöxtur af rýrari uppskeru í landbúnaði árið 1965. Framleiðsluaukningin var hægari á mörgum sviðum. Heimsframleiðslan á stáli jókst t.d. ekki einu sinni um 5 af hundraði, en árið 1964 nam aukningin 13 af hundraði. Sömuleiðis var aukningin tals- vert hærri í framleiðslu kola, steinolíu, raforku og sements. Framleiðsla á ílutningavörum jókst einungis um 1 af hundr- aði, en 1964 nam aukningin 9 af hundraði. Hins vegar jókst framleiðsla á fólksbílum um 13 af hundraði, en árið 1964 nam aukningin aðeins 4 af hundr- aði Misjöfn aukning Samanlagður innflutningur og útflutningur háþróuðu land- anna jókst um 9 til 10 af hundraði. Hjá ríkjum með á- ætlunarbúskap (að frátöldu Kína, sem ekki veitir neinar upplýsingar) nam aukningin 7 til 8 af hundraði. Vanþróuðu löndin komu langt á eftir. Samanlagðar útflutningstekjur þeirra jukust um 6 af hundr- aði, en innflutningurinn jókst um 5 af hundraði. Framtiðarhorfur f álitsgerð um framtíðarhorf- urnar segir, að í vissum skiln- ingi séu vanþróuðu löndin bet- ur á vegi stödd en fyrir einu ári. Búizt er við að útflutn- ingstekjur þeirra aukist á ár- inu 1966. Þriggja ára stöðug- leiki í verðlagi hefur gert flestum vanþróuðu Iandanna fært að auka gjaldeyrisíorða sinn. Vandinn er íólginn í hinni hægu aukningu matvæla- framleiðslunnar, hinni vaxandi skuldabyrði og þeirri stað- reynd, að önnur lönd hafa ekki sem skyldi flutt fjármagn til vanþróuðu landanna. Skipulagsbreytingar f háþróuðu löndunum mun hagvöxturinn halda áfram með nokkum veginn sama hraða og árið 1965, í Vestur-Evrópu dá- lítið örar (nema í Bretlandi). f Bandaríkjunum er búizt við vexti sem nemur 5 af hundraði, og sennilegt er að Jnpan rétti við eftir slakt ár 1965. Að því er varðar lönd með áætlunarbúskap, er talað um „skipulagsbreytingar" sem hafa átt sér stað að undanförnu. Þær eiga það sameiginlegt, að dregið hefur verið úr áhrifum ríkisvaldsins á einkarekstur, en hins vegar hefur farið i vöxt að beita óbeinum aðferðum við að samhæfa einkareksturinn hinum opinberu áætlunum. (Frá S.Þ.) t Póiitískum föngum í Nigeríu sleppt LAGOS 278 — í gær skýrði Go- wan herforingi frá þvl að hann hefði tekið öll völd í Nigeríu í sínar hcndur- Hann er kristinn maður af litlum þjóðflokki í norðurhluta landsins, en yfirleitt búa þar Múhameðstrúarmenn af svo nefndum Har.sa kynflokki og voru það herforingjar af þeim kynflökki sem gerðu byltinguna fyrir helgi. Orsakir byltingarinnar eru sagðar þær, að Ironsi hershöfð- ingi sem er ættaður af kynkvísl Ibo manna, sem búa í austur- og suðurhluta Nigeríu, ætlaði að sameina landið í eitt ríki og hefðu þá Múhameðstrúarmenn- imir í norðri misst valdaaðstöðu sína- I dag lét Gowan leysa tvo ætt- flokkahöfðingja úr haldi, en þeir voru dæmdir í tíu ára fangelsi árið 1962 fyrir samsæri gegn rík- inu. Fleiri pólitískir fangar hafa verið látnir lausir og telja frétta- menn að það sé einkum gert til að reyna að draga úr óánægju íbúanna í austur- og austurhlut- um Nigeríu vegna byltingarinnar- > ......-- Varsjáruppreisn- arinnar minnzt VARSJÁ 2/8 — Á mánudag minntust Pólverjar þess að 22 ár eru liðin síðan uppreisnin í Var- sjá brauzt úr- Þá féllu 200-000 Pölverjar í 63 daga umsátri og var borgin síðan allt að því jöfnuð við jörðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.