Þjóðviljinn - 04.08.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 4. ágúst 1966.
Ódýrt — Ódýrt
Kvenblússur.
Mikil verðlækkun.
R. Ö. buðin
Skaftahlíð 28, sími 34925.
26 daga ferð:
13. ásrúst til
7. september.
Verð kr.
16.500,00.
Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson kennari.
Flogið verður til Osló og dvalizt þar einn sólarhring en
síðan farið með Kong Olav til Kaupmannahafnar og
dvalizt þar l]/2dag en flogið síðan til Soíia og dvalizt
þar í 2 sólarhringa og meðal annars farið til Rilaklaust-
urs. Þaðan verður ílogið til Burgess og ekið til Nesse-
bur og dvalizt þar á „Sunny Beach" sólströndinni þar
til 5. september á nýjum og góðum hótelum. Meðan
þar er dvalizt gefst þátttakendum tœkifœri til þess að
fara í smærri og stærri skoðunarferðir m.a. til Istam-
bul. Odessa, Aþenu svo nokkuð sé nefnt gegn auka-
greiðslu. — Þann 5. september verður flogið aftur til
Kaupmannahafnar írá Burgess og farið daginn eftir kl.
4 með Kong Olav til Osló og komið þangað 7. september
og flogið til Keflavíkur um kvöldið.
Innifalið er allt fæði í ferðalaginu nema aðeins morg-
unmatur þá daga sem dvalizt er í Oslo og Kaupmanna-
höfn. ferðir allar, fararstjórn og tvær skoðunarferðir
í Sofia. auk fararstjórnar og leiðsagnar. Ferðagjald-
eyrir er með 70% álagi í Búlgaríu og vegabréfsáritun
önnumst við og er innifalið í vcrðinu. — Verðið er
kr. 630,00 á dag og dvalizt verður á einni beztu bað-
strönd Evrópu í mildu og þægilegu loftslagij — Dragið
ekki að panta í tíma. — Örfá sæti laus. — Fcrðinni
lokað 6. ágúst.
L A NDSIU N
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465
F.I.L.
F.I.L.
AðaHundur
Félags íslenzkra loftskeytamanna verður haldinn
að Bárugötu 11, föstudaginn 5. ágúst kl. 20.
DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin.
Auglýsing
um skipulag í Hafnarfirði.
Skv lögum nr. 19/1964 er hér með auglýst eftir
athugasemdum við tillögu að skipulagi miðbæjar
H afnarf j arðarkaupst aðar.
Tillagan, er nær yfir svæði sem afmarkast af Aust-
urgötu, Lækjargötu, Fjarðargötu og Reykjavíkur-
vegi, verður ásamt líkani og fylgiskjölum til sýn
is í skrifstofu bæjarstjóra í Ráðhúsinu við Strand-
götu frá og með deginum í dag til 15. septem-
ber n.k.
Hlutaðeigendum ber að skila athugasemdum sín-
um til bæjarstjóra eigi síðar en 29. september
n.k. að öðrum kosti teljast þeir hafa samþykkt
tillöguna.
4. ágúst 1966.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
• Skemmtilegar
grunsemdir í
Stjörnubíói
• Það er engin lygi, semhald-
ið er fram í auglýsingum, að
kvikmyndin - „Grunsamleg hús-
móðir‘‘, sem Stjörnubíó sýnir
um þessar mundir sé skemmti-
leg.
Ungur bandarískur sendiráðs-
starfsmaður (Jack Lemmon)
kemur til starfa í London, og
tekur í mesta sakleysi á leigu í-
búð hjá ungri konu (Kim No-
vak) sem grunuð er um aðhafa
myrt eiginmann sinn. Yfiirmað-
ur hans í sendiráðinu og Scot-
land Yard láta hann síðan vita
hvað klukkan slær, en hann
vill ekki trúa þessum ásökun-
um og einsetur sér að komast
að hinu sanna í málinu.
Þaö er sérstaklega fyrri hluti
myndarinnar sem er skemmti-
lega gerður: það er af talsverðri
bragðvísi og með viðfelldinni
kímni leikið á þá tvíræðu að-
stöðu sem hinn barnalegi ungi
Bandaríkjamaður hefur dottiðí.
Og Jack Lemmon kemur þessu
taugastríði ágætlega til skila.
Myndin versnar heldur þegar
fram í sækir og gerist heldur
en ekki reyfaraleg. Það er sem
stokkið hafi verið úr einni gerð
kvikmynda í aðra af helzt til
lítilli forsjá.
Sumar smærri persónur
myndarinnar eru ágætlega
heppnaðar, ekki sízt fulltrúi
Scotland Yard, en ekki mun-
um við lengur hvað sá dándi-
maður heitir 1 er hann leikur.
— A. B.
• Seigur er
Sveinki
• Hún hefur bólstrað innrameð
sér þann kulda gagnvart hinu
kyninu, sem er líklega mikil
guðsgjöf atorkusömum vændis-
konum. — 1 frístundum sín-
um yrkir hún ljóð eins og
Maó, en sundkunnáttu hennar
er ekki getið.
(Kvikmyndagagnrýni í Mogga).
• Utvarpssaga
eftir Hans Kirk
Hans Kirk
• Rétt er að vekja athygli á
því, að útvarpið er tekið að
flytja nýja framhaldssögu, eitt
ágætasta verk danska skáld-
sagnahöfumdarins Hans Kirks,
Fiskimenn. Saga þessi kom
fyrst út árið 1928, og vakti þá
strax athygli sem þroskuð og
raunsæ lýsing á lífi sjómanna
í Htlu þorpi á Jótlandi.
Þýðinguna gerir Áslaug
Arnadóttir. Saga þessi hefur
reyndar verið þýdd áður og
birtist hún sem framhaldssaga
í Þjóðviljanum skömmu fyrir
stríð og nefndist „Sjómenn“. Af
öðrum verkum Kirks, sem Is-
lendingar kannast við má nefna
,,Þrælinn“, sem Mál og menn-
ing gaf út og „Klitgaard og
synir“, sem einnig var fram-
haldssaga í Þjóðviljanum —
fjallar hún um hermang íDan-
mörku á stríösárunum.
Hans Kirk fæddist árið 1898
og tók lögfræðipróf 1922. Hann
helgaði sig snemma ritstörfum,
samdi margar skáldsögur og
skrifaði f róttæk blöð og tíma-
rit. Skáldverk hans og grcinar
um menningarmál mótuðust
fyrst og fremst af marxískum
viðhorfum. Að sjálfsögðu ílýttu
þýzkir nazistar sér að handtaka
Hans Kirk er þeir hernámu
Danmörku. Kirk starfaði lengi
við málgagn danskra kommún-
ista ,,Land og Folk‘‘. Hann
lézt fyrir fáum árum.
• títvarp, fimmtudag 4. ágúst.
13,00 Kristín Sveinbjörnsdóttir
stjórnar óskalagaþætti fyrir
sjómenn.
15,00 Miðdegisútvarp: ÓlafurÞ.
Jónsson syngur. A. ^ FiScher
leikur fantasíu í C-dúr op. 17
eftir Schumann. Sinfóníu-
sveit belgíska útvarpsins
leikur dansa frá Polev-
etsfu úr óperunni Igor íursti
eftir Borodin; F. André stj.
A. Grumiaux leikur með La-
meroux-hljómsveitinni Fiðlu-
konsert nr. 3 op. 61 eftir
S. Saens; M. Rosenthal stj.
16,30 Síödegisútvarp. S. Black og
hljómsveit, T Glenn með kór
og hljómsveit, Los Paraguay-
os, New World Theatre Orc-
hestra, Bing Crosby og R.
Clooney, R. Stolz o.fl. leika
og syngja.
18,00 Lög úr kvikmyndum og
söngleikjum.
20,00 Daglegt mál.
20,05 Romanza nr. 1 op. 40
eftir Beethoven. Y. Menuhin
og hljómsveitin Filharmon-
ia leika; J. Prichard stjómar.
20.15 Baldur Guðlaugsson stj.
þætti með blönduðu efni.
21.00 A. Rubinstein leikur þrjár
Pólonesur eftir Chopin.
21,20 Laxveiði við Grænland.
Þór Guðjónsson veiðimálastj.
flytur erindi.
21,45 Hljómsveitartríó op. 1.
nr. 5 eftir J. Stamitz Tékk-
neska Filharmoníusveitin
leikur; M. Munclinger stjórn-
ar.
22.15 Kvöldsagan: Andromeda.
22,35 Djassþáttur. Ólafur Step-
hensen kynnir.
23,05 Dagskrárlok.
Söfnin
• Borgarbókasafn Reykjavik-
ur er lokað vegna sumarleyfa
frá fimmtudeginum 7. júlí ttl
þriðjudagsins 1. ágúst að báð-
um dögum meðtöldum.
• Bókasafn Kópavogs er lokað
fyrst um sinn.
• Árbæjarsafn er opið daglega
kl. 2.30—6.30. Lokað á mánu-
dögum.
• Listasafn ríkisins er opið dag-
lega frá kl. 1.30—4 e.h.
• Þjóðminjasafn íslands er op-
ið daglega frá kl. 1.30—4 e.h.
• Listasafn Einars Jónssonar
er opið á sunnudögum og mið-
vikudögum frá 1.30 til kl. 4.
• Bókasafn Seltjarnarncss er
opið mánudaga kl. 17.15 til 19
og 20-22 miðvikudaga. kl. 17
15-19.
• Bókasafn Sálarrannsóknarfé-
Iagsins Garðarstræti 8 er opið
miðvikudaga kl. 17.30-19.00.
• Ásgrímssafn Bergstaðastræti
74 er opið alla daga nema laug-
ardaga frá kl. 1.30-4.
Allt-í-eitt ferðotrygging
3>
$8 j
Hafið þér kynn't yður
hina hagkvæmu
ferðatryggingu
ÁBYRGÐAR, sem er
ferðaábyrgðartrygging,
ferðaslysatrygging,
farangurstrygging,
sameinaðar í eitt
skírteini?
Allt-í-eitt ferðatrygging í 30 daga, sem
áþyrgðartryggir yður fyrir kr. 1.500.000,00,
slysatryggir yður fyrir kr. 500.000,00 og
tryggir farangurinn fyrir kr. 20.000,00 —
kostar aðeins kr. 650,00 og kr. 1.050,00 gildi
tryggingin fyrir fjölskyldu (tryggingar-
taka, maka og börn yngri en 21 ára).
... ..•*-.—
ÁBYRGB?
Tryggingarfélag fyrir bindindisfólk.
Skúlagötu 63, símar 17455 - 17947.
Umboðsmenn
HÖFN í HORNAFHIÐI
Umboðsmaður Þjóðviljans á Höfp í Homafirðí er
Þorsteinn Þorsteinsson.
DJÚPIVOGUR
UmboðsmaðuT Þjóðviljans á Djúpavogi er Ásgeir
Björgvinsson.
FÁSKRtlÐSFJÖRÐUR
Blaðið er selt i lausasölu i Bókaverzlun Marteins
Þorsteinssonar.
REYÐARFJÖRÐUR
Umboðsmaður Þjóðviljans á Reyðarfirði er Bjöm
Jónsson. Blaðið er einnig selt í lausasölu hjá Kaup-
félaginu Reyðarfirði
ESKIFJÖRÐUR
Umboðsmaður Þjóðviljans á Eskifirði er Alfreð
Guðnasop Einnig er blaðið selt f lausasölu hjá
Pönbunarfélagi verkamanna.
NESKAUPSTAÐUR
Umboðsmaður Þjóðviljans i Neskaupstað eT Skúii
Þórðarson. Einnig er Þjóðviljinn seldur i lausasölu
hjá: Bergþóru Ásgeirsdóttur, Egilsbraut 7. Tóbak og
sælgæti Hafnarbraut 1, Verzluninni Vik, Hafnar-
braut.
SEYÐISFJÖRÐUR
Umbog fyrir Þjóðviljann á Seyðisfirði hefur verzl-
unin Dvergasteinn. Þar er blaðið einnig selt i lausa-
sölu og einnig i Sjómannastofunni.
EGILSSTAÐIR
Umboðsmaður Þjóðviljans á Egilsstöðum er Sveinn
Ámason — Einnig er blaðið selt f lausasölu hjá
Ásbíó og Söluskála kaupfélagsins.
VOPNAFJÖRÐUR
Umboðsmaður Þjóðviljans á Vopnafirði er Sigurður
Jónsson
BAKKAFJORÐUR
Umboðsmaður Þjóðviijans á Bakkafirði er Hilmar
Einarsson.
ÞORSHOFN
Umboðsmaður Þjóðviljans á Þórshöfn er Angantýr
Einarsson.
RAUFARIIÖFN
Qmboðsmaður Þjóðviljans á Raufarhöfn er Guð-
mundur Lúðviksson. — Blaðig er einnig selt J
lausasölu i Sidubúð og Súlunni.
ÞJÓÐVILJINN.
Móðir okkar og tengdamóðir
UNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Drápuhlíð 21,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 5.
ágúst kl. 2 e.h.
F.h. aðstandenda
Guðrún Einarsdóttir
Guðni Sigurðsson.
1