Þjóðviljinn - 21.10.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.10.1966, Blaðsíða 5
Fðstudagur 21. oktober 1966 — ÞJÓÐVTLJTMN — SÍÐA J Það er bömniuun ævintýri ad vera við réttir — ckki sízt þeim ungmennum sem alast upp í þctt- býlinu og sjaldan fá tækifæri til að umgangast skcpnur. „ „Bannid sauðfjárhaldið“ segja 304 borgarbúar í áskorun- arskjali til borgaryfirvalda Reykjavíkur“. Þetta er yfir- skrift yfir blaðagrein, sem birt- ist í Vísi fimmtodagrnn 22. sept. síðastliðinn. Blaðagrein þessi er að mestu leyti samtal víð Hafliða Jónsson garðyrkju- stjóra, sem tjáði blaðinu, að sér hefði borizt áskorunarskjal- ið fyrir nokkrum dögum. Mig, fávísan kindakarlinn, langar til að gera ofurlitla alhugasemd við fyrrnefnda blaðagrein og þá skoðun, er þar er haldið fram. í greininni segir: „Undir það skrifa aðallega íbúar Voga, Langholtsbyggðarinnar, Soga- mýrarinnar og fjöldínn allur af sumarbústaðaeigendum og garð- eigendum við Rauðavatn. Enn fremur hefur fólk, sem er ný- flutt í Árbæjarhverfið, skrifað vmdir skjalið.“ Vonandi hefur Hafliði Jónsson íengið ein- hverja áhugamenn til þessarar Fyrirlestraflokkur verður haldirm á vegum fslenzka staerðfraeðafélagsins um þær greinar stærðfræði, sem flokk- asf undir og tengdar eru tölvísi (statistik) og lfkindareikni ngi. Er hér um að ræða hjálparvís- indi, sem snerta svo til öll svið vísinda og tækni og notuð eru við hverskonar gagnaúrvinnslu, tilraunastarfsemi, framkvæmda- ákvarðanir og rekstur. Ætlunin er að kynna grundvallarhug- tþk og notkun þeirra. Kynningarerindi mun K. Guðmundur Guðmundsson, dó- sent, halda, Þórir Bergsson, cand. acl'., og Erlendur Lárus- son cand- act., munu skil- greina grundvallarhugtök og éæða notkun þeirra við gagna- úrvinnslu. Þá mun Bjarni Þórð- arson, cand. act., tala um mannfjöldastitistik og notkun tölvísi f tryggingum. Ottó Björnsson, cand- stat. mun fjalla um gaeðamat (quality smalamenösku nm aöt þetta svæði, svo að hún verði ekki á kostnað borgarinnar. En ekki hefði okkttr kindakörlum þóft það góðar heimtur, ef okkur hefðí vantað jafnmikið af fjalli og Hafliða virðist hafa vantað í sinni fyrstu leit, þótt hún hafi íarið fram með hraði. Þá seg- ir í greininni: „Sækir féð í kartöflugarða og maljurtagarða og þýðir alls ekki að haía siikt íyrir ofan Elliðavatn“. Þessi málsgrein mælir með sér sjálf. Þá segir enníremur: „Má því gera ráð fyrir, að það séu á milli 6—8 þúsund fjár, sem ganga í borgarlandinu á sumr- in, þegar allír hausar eru tald- ir“. Skyldi hann telja þessa 304 með? Seinna í greininni er þessi málsgrein: „Fjáreigend- urnir skella fénu upp á heiði og láta okkur svo eftir að sjá um þessar rollur sinar, þegar þær leita inn í borgina". Skyldi garðyrkjustjórinn hafa heyrt control) og dr. Guðmundur Guðmundsson um tímaraðir. Kjartan Jóh-annsson, M.S., kynnir operations research al- mennt, linear prognamming Og queue kenningar. Að lokum talar Helgi Sigvaldason, lic. techn., um decision kenningar, dynamic progromming og in- ventory conlrol- Fyrirlestrarnir verða haldnir í II. kennslustofu Háskóla Is- lands á mánudögum og mið- vikudögum kl. 17 til 19. Fyrsti fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 2. nóv. kl. 17.15 og sá síðasti sennilega 28- nóv. Þátltaka er ókeypis og öllum heimil. Efnismeðferð miðast að mestu leyti við að áheyrendur hafi þá stærðfræðikunnáttu, sem krafizt er af stúdentum úr stærðfræðideild- Þórir Bergs- son (símar 16374 og 18958) og dr. Oddur Benediktsson (sími 21344) veita nánari upplýsingar. marga fjárskelli á heiðum uppi? í Vísi 27. sept. sl. kemur fjög- urra dálka fyrirsögn, sem hljóð- ar svo: „Sauðfjárhald bannað í Reykjavík. „Féð sækir eftir sem áður inn í borgina“, segir Hafliði Jónsson.“ . í þessari grein segir meðal annars: „ „Þótt kostað væri til dýrra girðinga, þá þýðir það ekkert, okkur hefur ekki reynzt það hingað til. Þessar kindur í Reykjavík haía komizt yfir allt, jafnvel rimlahlið. Það er eins og engin hlið hindri þær“, sagði Hafliði." Það er alls ekki ætlazt til, að hlið séu hindran- ir, heldur þvert á móti. Ég get vel skilið, að garðyrkjustjóra okkar sé illa við, að rollur komi að nótu til og éti blóm og ann- an gróður í borginni, sem búið er að rækta og hlúa að á ýms- an hátt, og ég get sett mig í spor þeirra, sem missa á einni nóttu ef til vill margra ára fyr- irhöfn við að hlúa að trjánum sínum. Ég mundi vilja slyðja það, að þessar rollur okkar éti ekki blómin í borginni. En ég er ekki sammála Hafliða Jóns- syni um. að það sé rétta leið- in að ráðast á saklausar skepn- urnar og drepa þær, því að það má Haíliði Jónsson og hans 304 hausar vita, að þótt enginn skallborgari Rvíkur græddi á rollum, þá kæmu rollur bara annars staðar að og bitu blóm- in í borginni. Nei, það þýðir ekkert að banna • og banna. Það verður að líta á þelta mál með fullu viti og virðingu fyrir mönn- um og skepnum. Það eina, sem dugar, er girðing, og hún þannig úr garði gerð, að mein- laus sauðkind gangi ekki í gegnum hana. Það hefur aldrei, svo ég viti, verið girt fyrir borgarlandið. Ef verkíræðingar okkar treysta sér ekki til að segja til um, hvernig girðing ætti að vera, svo að kindur færu ekki í gegnum hana, þá vildi ég vinsamlegast benda þessum háu herrum á, að á Miðnesheiðinni eru menn, sem mundu vera fúsir á að kenna þeim að girða. Ég get vel trúað því, að roll- ur komi og gæði sér á blómum og öðrum gróðri í borginni, ef opið er fyrir þeim, og það hrelli garðyrkjnstjórann. En að þær éti kartöflur okkar Reyk- víkinga er varla hægt að trúa, því að þær eru aðallcga rækt- aðar uppi á íjalli langt uppi í Mosfellssveit, þar sem heitir Skammadalur. Það er ekki nógu íínt að rækta matjurtir í borg- arlandinu. Mig íurðar á því, að fólk, sem telur sig haía orð- ið fyrir ágangi sauðfjár, skuii ckki hafa fyrir löngu farið fram á ]>að við háttvirt borgaryíir- völd, að borgarlandið yrði girt þannig, að hægt væri að hafa blóm í friði íyrir rollum. Ég gæti hugsað mér, hvernig þess- ir háu herrar, sem ekki treysta sér til að girða fyrir saklausa sauðkind, yrðu, ef þeir yrðu allt í einu kallaðir til starfa í því bandalagi, sem þeir hafa gengið í og kallað er Nató. Nei, góðir hálsar, það þýðir ekkert að banna íjárhald í borgarlaindinu, því að þótt allt íjárhald yrði bannað þar, þá kæmi íóð bara lengra að og æti blómin hans Hafliða. Eí á að banna fjárhald til þess að blóm okkar borgarbúa verði óétin, dugar ekkert minna en að banna allt fjárhald í land- námi Ingólfs gamla Arnarson- ar. En áður en það verður íramkvæmt, vorður áreiðan- lega búið að kjósa í borgar- stjórn á ný, og yrði þá óvíst, hvort Geir hefði ráð á nema sjö höndum til að rétta upp í loftið á borgarstjórnarfund- um. Nú vildi ég mælast til þess, að Hafliði Jónsson garðyrkju- stjóri endurskoðaði afstöðu sína í þessu máli og búi út bænarskjal til borgaryfirvalda um, að þau sjái sér fært að girða borgarlandið þannig, að allir gætu orðið ósáttir um, að rétt væri unnið að þessu máli. Færi svo í aðra smalamennsku til að vita, hvort hann fengi ekki fleiri en 304 til að skrifa undir slíkt bænarskjal. Hugs- anlegt væri líka að halda fund um málið, því að þá er ólík- legt, að fólk léti á sér standa að koma. Ég trúi varla. að það þurfi að benda Hafliða Jónssyni á. að girðingar koma víða að gagni, en þó skal aðeins bent á, að Heiðmörk er girt með girðingu og kálgarðarnir í Skammadal eru girtir. Það var girt um þvert og endilangt ís- land vegna mæðiveiki, og bandalagsmenn okkar hafa girt þau svæði, sem við megum ekki stíga á. Við, þessir kindakarl- ar, sem eigum nokkrar kindur og lönd til að láta þær bíta, verðum nokkuð þéttir íyrir, þegar við eigum að beygja okk- ur skilyrðislaust fvrir sam- þykktum þeirra heildsala og lögfræðinga, sem nú mynda meirihluta borgarstjórnar. Svo þegar búið er að girða fyrir ofan Reykjavík, Kópavog og Hafnarfjörð í sameiningu, þannig að fé fari þar ekki nið- ur íyrir, þá á að leyfa eins mörgum og vilja að hafa kínd- ur, jafnvel þótt menn vildu hafa þær í íbúðarhúsum sínum, aðeins með því skilyrði, að þær yrðu ekki blómbítar ann- arra. Því að sauðkindin er sak- laus og falleg skepna, sem er öllum rótt gerðum mönnum til yndisauka. Gildir það jafnt um menn, sem skipa æðstu stöður í þjóðfólaginu og hina, sem lægra eru settir, og mætti þá benda á, að sjálfur íorsetinn á um tuttugu kindur sér til gamans. Og mætti þó ætla, að hann heíði úr einhverju að vclja sér til skemmlunar. Ekki var guði almáttugum illa við kindur, þar sem hann valdi fjárhús sem fæðingarstað fyrir sinn eina son, sem fæðzt hefur á þessari jörð. Vitnis- burður um „ísiendu" Bókin íslenda, sem ég sfcrif- aði árið 1963, hefur farið víða um lönd í hendur háskóla og menntamanna og mest að frum- kvæði gáfaðra Íslendinga, sem þó ekki eru kenndir við ha- skólalærdóm. Einróma hafa þessir menn við erlenda háskóla talið þetta einstæða bók og um sögulega merkilegasta mál veraldar. Engir hafa lagt í það að hrekja efni hennar og há- skólafræðimenn hér heima, hafa ekki látizt sjá bókina. Og einróma hafa þeir pienn hér heima, sem lesið hafa bókina, sem því miður eru of fáir af vissum ástæðum — lokið á hana lofsorði, jafnt að efni og stíl. Þetta hefur mest farið íram í tveggja manna tali, en frá því greini ég aldrei per- sónulega, en blaðamenn hafa haft nóg að gera í pólitíkihni fögru og ritskýrendur við skrafskáldskapinn í ,.ljóði“ ljóta. En hin erlendu dæmin gerast nú æ skýrari um áhrif bókarinnar, og alla leið frá Kalifomíu hefur bókmennta- fræðingur skrifað mér bréf um bókina, sem ég bið yður, hr. ritstjóri, að birta lítinn út- drátt úr, með leyfi þess ágæta manns, sem við höfum kallað Bessa, og í íslenzkri þýðingu eins hins færasta manns. „Kæri herra Benedikt Gislasan: Ég ætti nú víst að biðjast af- sökunar á því að skrifa þessar lípur á ensku en ekki íslenzku, en ég hef svo Iítið skrifað á íslenzku upp á síðkastið, að ég er íljótari að orða hugsanir mínar nákvæmlega á ensktu En ef enskan skyldi etanda eitt- hvað íyrir þér, skal ég grípa til ísienzkunnar í næsta bréfi. Ég get varla komið orðum að því, hve mikla ánægju ég hafði af að lesa bók þína ís- Iendu. Herra VTlhjálmur Þór gaf mér eintak af henni í sum- ar. Ég las hana strax, melti hana með mér um skeið, og las siðan aftur. Og þótt mér virð- ist mega draga sumt í efa, sem þar segir — og mér væri ánægja að tíunda það í öðru bréfi, ef þú vilt — þá fellst ég á rök þín í meginatriðum. Bókin er hin mesta hugvekja, og gaman hefði ég af að skrifa um hana í Scandinavian Stu- dies, ef þér væri það ekki á móti skapi. Ég óska þér svo aftur til hamingju með þessa bráð- skemmtilegu og eggjandi bók. Loftur Bjarnason Prófessor of Literature U. S. Naval Postgraduate Schoól“. Stofnuð samtök sveitar- félaga ó Austurlandi B.G. Unnu mikið þrekvirki meö frumstæðustu verkfærum Fyrirlestrahald um tölvísi eg iíkindareikning í nóv. Á stofnfundi Samtaka sveitar- félaga í Austfjarðakjördæmi, sem haldinn var í Neskaupstað 8. og 9. október s.l., var rætt um sameiningu sveitarfélaga. Var einkum fjallað um mögu- leika á breytingum hreppamarka og sýslumarka á Austurlandi og framtíðarskipan sveitarstjórnar- amdæma í fjórðungunum. Erindi héldu um málið Bjarni Þórðar- son, bæjarstjóri, Neskaupstað og Enngr Stefánsson, viðskiptafræð- ingur, sem báðir eiga sæti í Sameiningarnefnd sveitarfélaga. Kosnir voru fimm menn í nefnd til að ræða málið milli funda, og varð nefndin sammála uip að gera tillögu að svofelldri ályktun, sem hl?ut einróma sam- þykki fundarins: „Stofnfundur Samtaka sveitar- félaga á Austurlandi, haldinn í Neskaupstað 8. og 9. október 1966, lýsir stuðningi við hug- myndina um stækkun sveitarfé- laga og telur tímabæra þá at- hugun, sem nú fer fram í „Sam- einingarnefnd sveitarfólaga“, stjórnskipaðri. Fundurinn telur þó fráleitt að sameina núver- andi sveitaríélög með valdboði, heldur verði það að gerast með íullu samþykki viðkomandi að- ila. Fundurinn telur eðlilegt, vegna gerbreyttra samgangna og þjóðíélagshátta, að taka til end- urskoðunar núgildandi lagaá- kvæði um héraðsstjórn, með það íyrir augum, að núverandi kjör- dæmi verði gerð að héraðsstjórn- arumdæmum með meira sjálfs- forræði og fjárráðum en sýslu- félögin hafa nú“. (Frá Samtökum sveitarfélaga í Austfjarðakjördæmi). Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Samcinuðu þjóðanna (FAO) skýrir frá því, að 2000 blásnauðar kóreanskar fiótta- mannafjölskyldur hafi í kyrrð ug ró unnið sannkallaða hetju- dáð. Mcð allra frumstæðustu verkfærum hcfur þcim tekizt að reisa tveggja kílómetra langa stíflu eða ficiðgarð fyrir utan þorpið Daeduk á suður- strönd skagans og hafa þann- ig breytt 770 hcktara hafsbotni í ræktarland, scm allar fjöl- skyldurnar geta Iifað af. Hve einstætt þrekvirki er hér um að ræða, má sjá af því, að hollenzkir og japanskir verk- fræðingar álitu, að verkið mundi taka 8-10 ár — með ný- tízku tækni og tækniþjálfuðum verkamönnum. Flóttamannafjölskyldumar 2000 luku því á 4 árum og 7 mánuðum — með eigin höndum og heimatilbúnum verkfærum. Leiðtogar þeirra gera ráð íyr- ir, að vinnudagarnir hafi sam- tals verið 1.495.095. Þrisvar sinnum ruddist vatnið gegnum flóðgarðinn, og varð þá að byrja aftur frá byrjun. Að þessum Iramkvæmdum stendur kóreanskur flótta- mannafélagsskapur, sem nú leggur á ráðin um nýja sókn til að endurheimta 7000 hekt- ara í viðbót, af hafsbotninum. „Endurheimta“ er einmitt rétta orðið, því að hér er um að ræða jarðveg sem skolazt hef- ur til hafs ofan úr fjöllunum. Jafnskjótt og það fréttist, hvað flóttamennirnir hefðu fyrir stafni í Daeduk, barst þeim hjólp, bæði matvæli cg efni til litlu vinnustofunnar þar sem þeir bjuggu til verk- færi sín. Mannúðarstofnanir í Suður-Kóreu og Nýja Sjálandi lögðu fram hjálp, m.a. fyrir milligöngu Herferðar gegn hungri. Stjórnarvöldin létu byggja íbúðarhús, gáfu þorpinu skóla og sendu 500 atvinnuleys- ingja af götum Soul til að hjálpa til. Lokaáíanganum var náð 30. maí í ár, þegar forseti Suður- kóreu kom á vettvang í þyrlu til að vígja hið nýja landsvæði. Lét hann í ljós vonir ríkis- stjórnarinnar um, að fordæmi flóttamannanna í Daeduk kæmi til leiðar keðjuverkun eftir endilangri ströndinni, sem leiddi til þess að landinu bætt- ust enn stór flæmi nýrra rækt- arlanda. (Frá S.Þ.). ★ Maðurinn er mér aHs ókunn- ur, og við þetta er engu að bæta nema því, hvort ekki væri rétt að við hér á íslandi, sem skiljum þetta mál, stofn- uðum til félagsskapar til að reyna að forða þjóðinni frá yfirvofandi hneisu. Er þó rétt að taka það fram. sem betra er, að mjög virðist nú háskólinn vilja taka sig á í þeim fræðum, sem ég hef einkum skrafað við hann um, og mjög tekur þar á sögu Islands hvort þess synir vilja vera hér í fararbroddi eða eftirbátar. Benedikt Gíslason frá Hofteigi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.