Þjóðviljinn - 15.12.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1966, Síða 3
Fimmtudagur 15. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Látlausar loftárásir á Hanoi og nágrenni Sprengjum varpað á íbúðarhverfi borgarinnar — Yfir hundrað manns fórust í árásunum í gær og fyrradag Útsendarar Saigonstjárnarinnar afturreka HANOI ogf SAIGON 14/12 — Ekkert lát er á loft- árásum Bandaríkjamanna á Hanoi og nágrenni. í dag voru enn gerðar árásir á íbúðarhverfi borg- arinnar og segir útvarpið í Hanoj að á annað hundr- að manns hafi látið lífið í árásunum á Hanoi í dag og í gær. Aldrei þessu vant virðast Bandaríkja- menn tregir til að skýra frá afrekum sínum í loft- hemaðinum gegn Norður-Vietnam, því að í kvöld hafði það enn ekki verið viðurkennt í Saigon að árásir hefðu verið gerðar í dag á Hanoi. Fréttaritari frönsku íréttastof- unnar AFP í Hanoi skýrði frá því í morgun að í gær hefðu bandarískar sprengjuþotur af gerðinni F-105 gert skyndiárás á skotmörk í norðvesturúthverfum Hanoi. Eftir árásina hefði þykkur reykjarmökkur stigið tils himins. Þegar Hanoi-útvarpið skýrði frá því að óvinaflugvélar nálguðust borgina, fóru npkkrar MIG-þotur á loft, en ekki varð nein viður- eign milli þeirra og árásarflug- vélanna. Hins vegar var skotið af., loftvarriabyssum í hálfa klukkustund. Eldur kom upp á tveimur stöð- um í nágrenni við eina helztu brúna yfir Rauðá við Hanoi, þá sem áður kallaðist Paul Doumér- brúin. Þetta var þriðja árásin á Hanoi og nágrenni á ellefu klukkustundum, sagði fréttarit- ari AFP og kvað það benda til þess að Bandaríkjamenn hefðu hafið kerfisbundnar árásir á skotmörk í og við höfuðborg Norður-Vietnams. „Stælir viljann" Blaðið „Nhandan" í Hanoi seg- ir í dag að loftárásir Bandaríkja- manna á Hanoi og nágrenni muni aðeins verða til að stæla sigur- vilja vietnömsku þjóðarinnar. í grein blaðsins er skýrt frá því að bandarískar flugvéiar hafi hafið árásarlotu sína á Hanoi 2. des. og hafi árásunum verið haldið áfram tveimur dögum síð- ar. Varpað hafi verið sprengjum og skotið hafi verið á hverfi í sjálfri borginni og éinnig í ná- grenni hennar. Með þessum á- Jocqueline Kennedy höfðar mál út af bók um morðið NEW YORK 14/12 — Jacqueline Kennedy, ekkja Kennedys for- seta, hefur skýrt frá því að hún muni leita til dómstólanna vegna bókar sem samin hefur verið um mann hennar- Bók þessi heitir „Death of a President“ (Dauði forseta) og er eftir William Manchester, sem Kennedy-fjölskyldan fól á sín- um' tíma að setja saman bók um hina hörmulegu atburði í Dallas í nóvember 1963, þegar Kennedy forseti var myrtur. _ Bókin er væntánleg á markaðinn í apríl h.k.' hjá forlaginu Harper and Row, én tímaritið ,.Look“ hefur keypt forbirtingarrétt og er aetlunin að fyrsti kaflinn úr bókinni birtist í tímaritinu í januar- Basði forlagið og útgefandi van Lubbe tekið upp BERLÍN 14/12 — Ríkissaksókn- arinn í Vestur-Berlín hefur far- ið þess á leit við dómstól í borg- irini að hann taki upp mál van der Lubbe sem nazistar létu dæma til dauða fyrir að hafa kveikt í ríkisþinghúsinu í Ber- lín 1933, en þinghúsbrunann notuðu þeir sem átyllu til að ógilda stjórnarskrána og hefja ofsókhir gegn kommúnistum. Saksóknarinn fer þess á leit að dauðadómurinn yfir van der Lubbe sem hálshöggvinn var í janúar 1934 verði ómerktur. Kiesinger ræðir við de Gaulle BONN 14/12;^ — Hinn nýi for- sætisráðherra’ Vestur-Þýzkalands. Kurt Georg Kiesinger, mun ræða við de Gaulle Frakklands- forseta í Parí® 13. og 14. janúar. tímaritsins hafa fengið aðvörun um að málshöfðun sé í undir- búningi, en segjast ekki vita hvert sé tilefni hennar. Ritstjóri ,,Look“ sagði í dag að tímaritið myndi birta bókarkaflana eins og ekkert hefði í sicorizt. Prent- un þeirra væri þegar hafin. Robert Kennedy hefur gefið í skyn að bókin kunni að koma við kaunin á mörfnum í háum embættum — og hefur þess ver- ið getið til að hann ,hafi þar átt við Johnson forseta. rásum hafi Bandaríkjamenn enn magnað striðið í Vietnam. Stjórn Norður-Vietnams hefur kært árásir Bandaríkjamanna á ibúðarhverfi í Hanoi fyrir al- þjóðlegu eftirlitsnefndinni í Indókína. Skotnar liiður Hanoiútvarpið sagði í dag að átta flugvélar Bandarikjamanna hefðu verið skotnar niður yfir Hanoi og nágrenni í dag og í gær. Bandaríkjamenn hafa ekki lgtið neitt uppi um flugvélatjón sitt í dag, en segja að þeir hafi misst eina flugvél yfir Norður-Viet- nam í gær. Ekki var þó tekið fram að það hefði verið í nám- unda við Hanoi. i Fáorðir í Saigon Svo hefur brugðið við - þessa siðustu daga, eftir að loftárás- irnar á Hanoi hófust að nýju, að talsménn bandarísku herstjórn- arinnar í Saigon hafa verið næsta fáorðir um afrek flug- manna sinna í Norður-Vietnam. Þeir skýrðu þannig í dag ekki frá neinum loftárásum á skot- mörk í eða við Hanoi. Einn þeirra kvaðst ei:ki vilja þvertaka fyrir það að árásir hefðu verið gerðar á íbúðarhverfi í Hanoi. en sagðist telja það „ósennilegt". Talsmaður utanríkisráðunéytis- ins í Washington sagði að engin staðfesting hefði fengizt á frétt- um um að árásir hefðu verið gerðar á íbúðarhverfj í Hanoi. Bandaríkjamenn gerðu yfirleitt ekki árásir á önnur skotmörk en þau sem hefðu hernaðarlegt gildi, sagði blaðafulltrúi ráðuneytisins, McCloskey. Sovézka TASS-fréttastofan skýrði í dag frá árásunum á Hanoi og bætti því við að úr borginni hefði verið flutt allt það fólk sem ekki þyrfti nauðsynlega að vera þar. Árás í S-Vielnam Skæruliðar Þjóðfrelsisfylking- arinpar í Suður-Vietnam réðust í dag á mikla olíubirgðastöð Bapdaríkjamanna f bænum Tam Ky, skammt fyrir sunnan Dan- ang, og sprengdu þar geyma með 247.500 lítrum af olíu og benzíni. I Kaupmannahöfn hafa vcriö á ferð þrír útsendarar Saigonstjórnarinnar. Félagsskapur sem nefn- ist „Demokratisk AIliance“ og er eins konar danskt Varðberg bauð til fundar með þeim í húsa- kynnum danska stúdentafélagsins. Ætiunin var að ýmsir mætir menn, m.a. Frode Jakobsen, fyrr- verandi ráðherra og talsmaður sósíaldemókrata á þingi í utanríkismálum, ræddu þar við þá. en flestir þeirra höfnuðu því boði. Salurinn var troðfullur þégar fundur hófst, en varla höfðu að- komumenn lokið upp munni, að mikill skarkali hófst í salnum, sem lyktaði með því að þeir lögðu á flótta, en lögregla var kvödd til að ryðja salinn. Varð þvi ekkert úr fundarhaldinu, en nokkrir Varð- bergsfulltrúar ræddn þó síðar við Saigonmennina undir lögregluvernd. Nokkur átök urðu þegar lögreglan skarst í leikinn og er myndin þá tekin. Manimð sovézkt geimfar sent tíi tungisins á næsta árí? Fréttaritari Reuters í Moskvu hefur eftir ,góðum heimildum" að það verði reynt fyrir 7. nóvember MOSKVU 14/12 — Fréttaritari Reuters í Moskvu hefur það eftir „góðum heimildum“, að sovézkir vísindamenn leggi sig nú alla fram til að koma mönnuðu geimfari til tunglsins og keppi að því að verða á undan Bandaríkja- mönnum. Líkur séu á að tunglferðin verði farin fyrir 50 ára afmæli byltingarinnar 7. nóvember næsta ár. Bandamenn Frakka hvattir til að viðurkenna Peking PARÍS 14/12 — Fulltrúar Frakk- lands á fundi Vestur-Evrópu- bandalagsips (WEU) sem nú er haldinn í Paris hafa lagt til að aðildarríki bandalagsins sam- ræmi afstöðu sína til kínverska alþýðulýðveldisins og vinni að þvi í sameiningu að afla því við- urkenningar á alþjóðavettvangi. í bandalaginu eru Bretar ög 6 aðildarríki Efnahagsbandalags Evróþu. í tillögunni er koniizt svo að orði að ríkisstjórnir WEU ættu að „samræma afstöðu sína gagnvart Kína í öllum alþjóða- stofnunum“. Aðeins þrjú ríkjanna í WEU hafa tekið upp stjórnmálasam- band við Kína, Frakkland, Bret- land og Holland og þetta er i fyrsta sinn sem Kína er til u'm- ræðu á fundum bandalagsins síð- an það var stofnað fyrir ellefu árum. Sagt er að ekki hafi verið tek- ið illa í frönsku tillöguna, en fulltrúum frá öðrum löndurri )iali þótt Frakkar ganga of langt í meðmælum sínum með Pekipg- stjórninni. Þannig sagði breiki fulltrúinn, Gordon Walker, sem gegndi skamma hríð embætti ut- anríkisráðherra í brezku stjórn- inni, að sumir kaflar £ greinar- gerðinni með tillögunni væru .kínverskari en kínverjar sjálfir“. Greinargerðin er samin af ein- um þingmanni gaullista, Pierre Bourgoin, sem segir m.a. í henni að þótt Kinverjar haíi yfir mikl- um herafla að ráða sé íráleitt að þeir óski eftir stríði. Það komi ekki til greina að Kínverj- ar ætli sér að taka Formósu með hervaldi eða telji sig hafa nokkra þörf fyrir að færa út landamerki sín á kostnað nágrannanna. x Fréttaritarinn sem getur ekki um heimildir sínar og viðurkenn- ir að frásögn hans styðjist ekki við neina opinbera aðila hefur eftir sovézkum geimvísindamönn- um að allar geimrannsóknir Sov- étríkjanna miði nú að funglferð manna. S;imir þeirra hafi sagt að slík ferð kunni að verða farin fyrir 15. júní næsta ár. Fréttaritarinn segir að búast megi við að á næstunni muni sovézkir vísindamenn leggja mik- ið kapp á að senda ómönnuð geimför til tunglsins og næsta nágrennis þess. Búast megi við að nýtt Lúnafar verði sent af stað í þessum mántiði og sé ekki ósennilegt að reynt verði að ná því aflur til jarðar. Tækist það myndu Sjovétríkin enn haía sann- að að þau slanda Bandaríkjun- um jafnfætls í geirrifcrðum, enda þótt nú scu liðin tæp tvö ár síð- an mönnuðu geimíari var skotið á loft írá Sovétríkjunum. Það var í marz í fyrra, þegar Leonof varð fyrstur manna til að svífa á braut umhverfis jörðu. Þess er jafnvel getið til, segir fréttaritarinn, að ekki verði skotið mönnuðu geimfari frá Sovétríkjunum fyrr en lagt verð- ur af stað í tunglferðina. 1 síðata hefti bandariska viku- blaðsins „U. S. News and World Report“ sagði þýzk-bandaríski geimvísindamaðurinn, Wemhar; von Braun, að ekki væri ósenoi- íegt að mönnuðu geímfari yrðí áður en langt liði skotið frá Sov- étríkjunum á braut umhverSa tunglið, þótt tilraun til lending- ar þar yrði ekki gerð. Sovétrfkin ættu nú þegar svo aflmiklar eld- flaugar að þær ættu pð geta komið mönnuðu geimfari 131 tunglsins og heim aftur. Hann kvað Sovétríkin aldrei hafa ver- ið athafnasamari í geimrann- sóknum en upp á síðkastið, ercda þótt þau hefðu ekki skotið á loft mönnuðum geimförum. Tyrkir höfnuðu beiðni USA uð senda her til Vietnams ANKARA 14/12 — Tyrkneska stjórnin hefur neitað að verða við tilmælum Bandarikjastjómar um að Tyrkir sendu herlið til að berjast við hlið Bandarikjamanna í Vietnam. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins i Ankara skýrði frá þessu í gær. — Það kemur ekki til mála að við sendum herlið til Vietnams, sagði hann. — Við vilj- um stefna að því að finna friðsamlega lausn á deilumálum þar. Hann bætti því við að Bandaríkin færu þess nú á Ieit við banda- menn sina í Atlanzbandalaginu að þeir sendu herlið til Vietnams og hefðu tyrknesku stjórninni borizt slík tilmæli fyrir nokkru. Sýrland hafnar gerðardómi / deilu við olíuhringinn DAMASKUS 14/12 — Stjórn Sýrlands hefur hafnað þeirri til- lögu olíufélagsins, Iraq Petrole- um Company, að deilumál henn- ar og félagsins verði lagt fyrir gerðardóm.' í síðustu viku lagði sýrlenzka stjórnin eignarhald á blíuleiðsl- ur IPC sem liggja um Sýrland Enn einn yfir- gefur Johnson WASHINGTON 14/12 — Enn einn af nánustu samstarfsmönn- um Johnsons forseta hefur farið úr þjónustu hans. Bill Moyers, blaðafulltrúi hans, sem talinn hefur verið standa honum einna næst af öllum starfsmönnum Hvíta hússins, skýrði frá því í dag að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Hann kvaðst gera það vegna skyldu sinnar gagn- vart fjölskyldu sinni og er það lagt út á þá leið að hann sætti sig ekki við þau launakjör sem Hvíta húsið getur boðið honum. Hann hefur haft 30.000 dollara árstekjur — 1,3 miljón kr. frá olíulindum í írak. Stjóm fé- lagsins hafði neitað kröfu heærn- ar um tvöföldun þess gjalds sera það greiðir fyrir afnoþ af leiðsl- unum. Það gjald hefur numið 7 miljónum dollara á ári. Olíuleiðslunum var síðan lok- að í fyrradag, en um þær hafa árlega runnið 40 miljónir lesta af olíu, 25 miljónir lesta til hafn- arinnar Banias í Sýrlandi og 15 til hafnarinnar Tripoli í Libanon. Lokun olíuleiðslnanna getur orðið mikið áfall fyrir fjárhag íraks, en 70 prósent af tekjum iraska rikisins eru gjöld sem IPC greið- ir fyrir olíuvinnslu þar og megn- ið af þeirri olíu sem félagið vinn- ur úr jörðu í Irak hefur farið um leiðslurnar yfir Sýrland. SÞ: Herstöðvar séu laglar niður NEWYOR 14/12 — Allsherjar- þing SÞ samþykkti £ gærkvöld tillögu þess efnis að allar her- stöðvar £ nýlendum verði lagð- ar niður. 76 greiddu atkvæði með þessu, 7 á móti, en 20 sátu hjá- /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.