Þjóðviljinn - 15.12.1966, Page 9

Þjóðviljinn - 15.12.1966, Page 9
Fimmtudagur 15. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 0 Breytingartillögur Alþýðubandalagsins við fiárhagsóœtlun Reykjavíkur: skólahúsa, barnaheimila og sundlaug Notuð sé í fyllra mæli heimild til inn- heimtu aðstöðugjalda og sparnaðar gætt í rekstri borgarsjóðs — Fram- kyæmdasjóður fái 12 milj. vegna BÚR Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1967 kemur til 2. umraeðu á fundi borgarstjómar, sem hefst kl. 5 í dag og má •gera ráð fyrir að áætlunin verði endanlega afgreidd í borgar- stjóm seint í nótt eða fyrramálið. Meginefni breytihgartillagha Alþýðubandalagsins við frum- varpið er að aukinna tekna sé aflað með fyllri notkun heim- ildar gildandi laga til álagningar og innheimtu aðstöðugjalda, nokkurri lækkun á skrifstofukostnaði og öðrum óþörfum út- gjöldum. Þá er og lagt til að framlag til ráðhússjóðs verði lækk- að úr 15 í 5 milj. Fulltrúar Alþýðubandalagsins leggja til að því fé sem þannig yrði til ráðstöfunar verði fyrst og fremst varið til aukinna íbúðabygginga, skólabygginga, barnaheimila, sundlaugarinnar í Laugardal og til Framkvæmdasjóðs vegna skuldbindinga Bæjarútgerðarinnar. Sundlaugin í Laugardal hefur verið í smíðum í áratug. Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins lcggja til að stefnt verði að þvi að Ijuka laugarsmíðinni á næsta ári, en verklð ekki látið dragast fram á árið 1968 eins og ætlunin er. Breytingartillögur Alþýðu- bandalagsins vi<5 tekjuáætlun frumvarpsins gerir ráð fyrir að hún hækki um 53 miljónir kr. Nær öll sú hækkun kemur frá hærri aðstöðugjöldum eða 50 milj. kr. Er gert ráð fyrir að aðstöðugjöldin verði 210 milj. í stað 160 milj. í frumvarpinu. Lækkanir á rekstrargjöldum Hér fara é eftir breytingar- tillögur Alþýðubandalagsins við rekstraráætlun frumvarpsins: Verða fyrst raktar till. til lækk- unar: V Niðurjöfnun útsvara lækki úr 1490 þús. í 1390 þús. Lækkun 100 þús. Borgarreikningur og fjár- hagsáætlun lækki úr 390 þús. í 340 þús. Lækkun 50 þús. Skrifstofa borgarstjóra lækKi úr 6 milj. 22 þús. í 5 mili. 922 þús. Lækkun 100 þús. Skrifstofa húsameistara lækki úr 1994 þús. í 1944 þús. Lækkun 50 þúsund. Endurskoðunardeild lækki úr 1230 þús. í 1180 þús. Lækkun 50 þús. Launadeild lækki úr 580 þús. í 480 þús. Lækkun 100 þús. Manntalsskrifstofa verði lögð niður, en hagfræðideild taki við störfum hennar. 500 þús. kr. eru í frumv. ætlaðar bil mann- talsskrifstofu. Hagsýsluskrifstofa lækki úr 670 þús. 1 570 þús. Lækkun 100 þús. Gjaldheimtan (hluti borgar- sjóðs) lækki úr 4 milj. 953 þús. í 4 milj. 653 þús. Lækkun 300 þúsund. Pappír og ritföng og prentun lækki úr 1760 þúsund i 1560 þúsund. Lækkun 200 þúsund. Bifreiðakostnaður borgar- stjóraskrifstofunnar lækki úr 1270 þús. í 1170 þús. Lækkun 100 þúsund. Bifreiðir og bifhjól lögreglu lækki úr 2750 þús. í 2500 þús. Lækkun 250 þús. Varzla borgarlandsins verði falin lögreglunni en ætkið til ráðstafana gegn ágangi búfjár 250 þús. kr. Lækkun 350 þús. Annað í lögreglukostnaði lækki úr 735 þús. í 585 þús. Lækkun 150 þúsund. Skrifstofa fræðslustjóra lækki úr 2 miJj. 189 þús. í 2 milj. 89 þúsund Lækkun 100 þúsund. Hátíðahöld lækki úr 1 milj. og 100 þús. í 1 milj. Lækkun 100 þús. Vinnumiðlun (Ráðningarstofa) lækki úr 771 þús. í 671 þús. Lækkun 100 þús. Kirkjubyggingasjóður. Liður- inn falli niður. Sparnaður 1 milj. 800 þúsund. Almannavarnir. Liðurinn falli niður. Spamaður 1 milj. Framkvæmd framfærslumála (skrifstofukostnaður) lækki úr 3 milj. 784 þús. í 3 milj. 584 þús. Lækkun 200 þúsund. Meðlög lækki úr 13 milj. í 12 milj. Lækkun l miljón. Gert er ráð fyrir að innheimtan ver.ði aukin um 1 milj. kr. og halli lækki sem því nemur. Kaup á fasteignum og erfða- festulöndum lælíki úr 3 milj. í 2 milj. og 500 þú§. Lækkun 500 þúsund. Vextir og kostnaður við lán lækki úr 1800 þús. í 1500 þús. Lækkun 300 þús. Úviss útgjöld lækki úr 1700 þús. í 1600 þús. Lækkun 100 þús. Alþingiskosningar lækki úr 1450 þús. í 1350 þús. Lækkun 100 þús. AUs nema þessar tillögurtil lækkunar á rekstraráætlun 7 milj. og 700 þús. kr. Aukin framiög tii menningar- og mannúðarstarfsemi. Hér fara á eftir tjll. Alþýðu- bandalagsmanna um haekkun á nokkrum liðum rekstrargjalda og um nokkra nýja liði: Hagfræðideild. Lagt er til að hækka framiagið úr 1 milj. í FramhaJd á 10. síðu- VWWWWWWWWWWVVWVWAAVWVWVWVW'VWAWVWWWVWAWWVWAAAAAAAAAAAAW* WVAAAAAAAAAAAWWVWVWWAAAWAAAAAAWVAAAAAAAAAAAWAAAAAAAAAAAAWWAWWAAWW VAVWAWAAAAAAAAAAAWAAAAAWAWAAAAVVWAAAWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAWWAAWAV Tillögur Alþýðubandalagsins um hækkað framlög \ til byggingaframkvæmda og Framkvæmdasjóðsins j Alþýðubandalagið leggur til að framlag til byggingar- sjóðs Reykjavíkurborgar verði hækkað úr 25 milj. króna i 50 miljónir- Ekki mun af veita. —- Myndin: Borgarbygging, háhýsi viö Austurbrún. . Eins og fram kemur hér á síðunni í aðalfrétt um breyting- artillögur Alþýðubandalagsins við frumvarp að fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar myndu þær, ef sámþykktar yrðu, auka framlag borgarsjóðs til eignabreytinga (byggingarfram- kvæmda o. fl.) um 58 milj. kr. og þannig gjörbreyta því afturhaldssama frumvarpi sem íhaldið hefur lagt fram og boðar mikinn og hættulegan samdrátt í byggingarfram- kvæmdum borgarinnar á næsta árL En auk þessara 58 milj. kr. leggja borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins tibað framlagið til ráðhúsbyggingar verði lækk- að um 10 milj. kr. eða úr 15 milj. í 5 milj. kr. og þeim 10 milj. verði einnig varið til íbúðabygginga og annarra félags- legra og menníngarlegra framkvæmda á vegum þorgarsjóðs. Af þeim 68 milj. sem þannig yrðu til ráðstöfunar til um- bóta á fjárhagsáætluninni leggja Alþýðubandalagsmenn til að 12 milj. verði ráðstafað til Framkvæmdasjóðs vegna skuld- bindinga Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Er hér um að ræða þá upphæð, sem BÚR verður að standa skil á nú um áramót, en hefur ekki fjármagn til vegna erfiðleika á rekstrinum. Þeim 56 milj. sem þá eru eftir vilja borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins verja með þessum hætti og hafa lagt fram um það breytingartillögur við frumvarpið: Skólabyggingar, hluti borgarsjóðs hækki úr 32 milj. í 40 milj. Hækkunin gangi til byggingar 2. áfanga Hvassaleitis- skóla vegna hinnar nýju byggðar í Fossvogi og til byrjunar- framkvæmda við skóla í Breiðholtshverfi. Borgarbókasafn hækki úr 500 þús. í 2 milj. og 500 þús. Hækkunin gangi til undirbúnings og byrjunarframkvæmda við nýtt aðalíbókasafnshús. íþróttasvæði, sundiaug í Laugardal og íþrótta- og sýnlng- arhús hækki úr 14 milj. í 18 milj. Hækkunin gangi til að fullgera sundlaugina í Laugardal, sem veriS hefur í bygg- ingu í áratug! Nýir leikvellir hækki úr 4 milj. og 500 þús. í 5 milj. kr. Almenningsnáðhús hækki úr 500 þús. í 1 milj. kr. Þessar framkvæmdir eru lækkaðar um 50% í frumvarpi íhaldsins! Barnaheimili úr 21 milj. og 500 þús. í 30 milj. Tillaga Al- þýðubandalagsins er að byrjað sé á dagheimili í Árbæjar- hverfi og stofnuð verði tvö ný fjölskylduheimili, af svipaðri gerð og Skáli við Kaplaskjólsveg. Dvalarheimili fyrir aldrað fólk haakki úr 250 þús. 1 7 milj. 250 þús. kr. Vilja Alþýðubandalagsmenn gera ráð fyrir, að framkvæmdir víð þetta nauðsynjamál verði hafnar í sam- ræmi við samþykktir borgarstjómar. Framlag til Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar verði hækk- að úr 25 milj. í 50 milj. kr. Tillaga Alþýðubandalagsmanna er að undirbúnar verði og hafnar framkvæmdir við þyggingu 2ja sambýlishúsa í Breiðholtshverfi með ca. 150 íbúðum, er einkum verði ætlaðar öldruðu fólki, einstæðum maeðrum og fólki með skerta starfsorku og þar af leiðandi lág laun. Skulu þetta verða leiguíbúðir og leigan miðuð við greiðslugetu notenda. Kennslutæki úr 2 roilj. í 2 milj. og 500 þús. Hér hafa þá verið raktar breytingartillögur fulltrúa Al- þýðubandalagsins og ættu borgarbúar að fylgjast vel með því hver afdrif þessara merku tillagna verða í borgarstjóm- inni í nótt þegar þær koma til afgreiðslu. WAAVVWAAVWVWVWVVWWWVVWVW VWWWVWWWWVWWWWWWWWWAAAAAAAAAAAW AAAAWAAAAAWWVVWWAAAAAAAWWAAAAVAWWAAAAAAAAAAAAVVVWWAAAAAAAAAAAWAAAAWWWAAAAWAWWAAAAAAVWVVVVWVWAAWAVWVWAAVWAWAVWAWWA\VWAAVVWWVWWV

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.