Þjóðviljinn - 14.04.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.04.1967, Blaðsíða 5
\ Fösfcudagur M. aíanl 1967 — Þ«JÖÐVILJINN — SlÐA 5 HJÁLPARBEIÐNÍ ViÍRgustofa Thorvaldsensfélagtsins að Hlíðarenda. Adda Bára Siqfúsdóttir: BORGARSTJÓRINN OG VÖGGUSTOFAN Fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík á auðvitað aldrei að þurfa að verða undrandi á athöfnum eða viðbrögðum Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Hann á að vita af reynslunni, að þar má alltaf búast við frá- leitri afstöðu. Eigi að síður hefur borgarstjóra tvívegis tek- izt að vekja furðu mína nú fyr- ir skemmstu. Þannig brást hann við af ó- trúlegum ofstopa, þegar borin var fram alvarleg gagnrýni á eitt af barnaheimilum borgar- innar, og nokkru síðar lætur hann fella í borgarstjórn til- lögu um að sérfræðinganefnd rannsaki fyrirkomulag þeirrar stofnunar sem gagnrýnd var, en leggur í þess stað ofurkapp á að fá í hendur sjúkraskýrsl- ur Geðverndardeildar barna. Þó ætti hann að vita, sem lög- fræðingur, að slíkar skýrslur eru jafn íriðhelgar og skrifta- mál hjá presti eða einkaskýrsl- ur lækna um sjúklinga sina (auk þess sem hann skilur ekki það stranga fagmál, sem tiðk- ast á slíkum skýrslum). Fyrstu viðbrögð borgarstjór- ans við gagnrýni Sigurjóns Björnssonar borgaríulltrúa á vöggustpfu Thorvaldsensfélags- ins á Hlíðarenda verða tæpast skýrð með öðru' en því, að hann, einn allra þeirra íorráða- manna borgarinnar sem stofn- un þessi á einhvern hátt heyr- ir undir, hafi ekkj vitað að rékstrarform hennar er íráleitt. Þegar hann kvartar yfir því, að borgarfulltrúinn hafi ekki tilkynnt ýmsum aðilum bréf- lega aðfinnslueíni sin, áður en þau vaeru borin fram opinber- léga, virðist hann ekki vita, að síðastliðin fimm ár, að minnsta kosti, hefur ekki linnt aðfinnsl- um um þessa stofnun, bæði i barnaverndarneínd og barna- heimila- og leikvallanefnd. Fyr- ir einu ári þóttist ég vera bú- in að fylgjast nægilega lengi með þessu máli til þess að vita með vissu, að engin breyt- ing fengist fram nema gripið væri til atmarra aðgerða en rásða málið fyrir luktum dyr- um þessara neínda tveggja. Ég fól því fulltrúa Alþýðubanda- lagsins i barnaheimila- og leik- vallanefnd, í samráði við full- trúa þess í barnaverndarnefnd, Gyðu Sigvaldadóttur íóstru, að tilkynna framkvæmdastjóra néfndarinnar, Jónasi B. Jóns- syni fræðslustjóra, að ég mundi taka málið fyrir á borgarstjórn- arfundi, ef ekki yrðu gerðar ráðstafanir til úrbóta. Árangur þessarar hótunar varð sá, að fenginn var uppeldisfræðingur. ,frú Valborg Sigurðardóttir, til að líta reglulega eftir heimil- inu, tvær fóstrur voru ráðnar og leikföng keypt, en eftir því sem ég bezt veit hefur sjálfu uppeldisfyrirkomulaginu enn í engu verið breytt. En hvað er þá athugavert við heimilið? Fyrstu kynni mín af því voru þau að stúlka, sem ég þekkti, komst í þær aðstæður fyrir um það bil 10 árum að þurfa að biðja stofnunina fyrir barn sitt 1 nokkra mánuði. Barnið var eðlilega þroskað, þegar það fór þangað — en þegar það kom þaðan sjö mán- aða gamalt, hélt það ekki höfði. Sjálf átti ég þá barn á sama reki, og munurinn skar hast- arlega í augu. Sem betur fer beið þetta barn ekki varan- legt tjón aí vistinni, sem var heldur ekki löng. Síðan minn- <5> ist ég fundar í Kvenréttindafé- lagi íslands, þar sem ungar stúlkur skýrðu frá högum sín- um og viðhorfum. Menntaskóla- slúlka hafði unnið á Silunga- polli sumarlangt. Hún sagði eitthvað á þessa leið: Það er ótrúlegt hvað börnin, sem koma frá Hlíðarenda, eru vesöl. Við erum látnar punda í þau lýsi til að láta þau braggast, þau kunna ekki að borða sjálf, og þau eru gersamlega ótalandi. Nokkru seinna komst ég í kynni við þá frábæru fóstru ídu Ing- ólfsdóttur í Steinahlíð, og hún lét ekki hjá líða að lesa r. ér sem borgarfulltrúa pistilinn: Borgarstjúrnin rekur á Hlíðar- enda stofnun, sem er til skomm- ar. Stofnunin er skipulögð og starírækt, eins og um spítala væri að ræða. Starfsstúlkur ganga þar vaktir, og barnið kynnist ekki neinni þeirra ann- arri fremur, það fær engan staðgengil fyrir móður sína. Börnin eru mötuð með skeið allan tímann (fram yíir tveggja ára aldur). og allur matur er í kássuformi. Þau eru óhæfi- lega mikinn hluta sólarhrings- ins í rúminu. Það er farið að undirbúa nóttina klukkan hálf fimm, og frá klukkan sex og til morguns eiga þau að sofa nætursvefni. Börnin læra ekki að umgangast hluti á eðlileg- an hátt, í herbergjum þeirra eru tæpast önnur húsgögn en rúmin ein. Allar aðstæður eru þannig, úti og inni, að börnin hafa engin skilyrði til eðlilegs þroska. Fyrir nokkrum áratugum mun hafa verið talið eðlilegt að hafa vöggustoíur með þessu sniði. Menn tóku að vísu eft- ir þvi að börn, sem dvöldust á slíkum stofnunum, urðu langt á eítir öðrum börnum um þroska, en töldu að við því væri ekkert að gera. Þeir gerðu sér grein fyrir þvi, hve háska- legar afleiðingarnar gátu orð- ið fyrir börnin síðar í lífi þeirra. Fyrirkomulag vöggustofunn- ar á Hlíðarenda er arfur frá þessum tíma. Thorvaldsenskon- ur, sem áratugum saman hafa unnið fórnfúst starf við fjár- söfnun fyrir vöggustofuna, vilja auðvitað vel, en þeir sem þarna stjórna og skipuleggja hafa bara ekki fylgzt með timan- um. En víkjum svo aftur að með- ferð málsins hjá borgarstj.óra. Hann kallar saman fund nokk- urra manna, sem málið var skylt. Auk Sigurjóns Björnsson- ar átti þar að mæta ein per- sóna með fullgilda menntun i uppeldisfræði, Valborg Sigurð- ardóttir. Hún lét undir höfuð leggjast að mæta. hvernig sem ur hvergi komið fram. Hvers vegna? Á fundinum gerði Sig- urjón grein fyrir athugunum sínum og samverkamanna sinna, en þeir sem reksturinn hafa beint með höndum lýstu því yfir að fyrirkomulag vöggu- stofunnar væri einmitt eins og vera ætti og ekkert mark1 tak- andi á Geðverndardeild barna og þeim sérfræðingum sem þar vinna. Þar með var öllum á- hyggjum létt af borgarstjóra vegna reksturs vöggustofunnar. Þeir, sem þar hafa daglega stjórn með höndum, höfðu dæmt í eigin máli. Nú var hægt að sniðganga það sem máli skiptir: að bæta .uppeld- ishætti á Hlíðarenda. En það fólk, sem mætti ekki eða þagði á fundinum veit fullvel að það verður að gera — og það strax, vegna þeirra barna sem þang- að lenda. Síðan var hægt að snúa sér að því að sverta Sig- urjón Björnsson með þeim hár- togunum, útúrsnúningum og skætingi, sem gott dæmi gat að lesa um í Staksteinum Morg- unblaðsins í gær. En þessir herrar skulu vita það, að þeir eru ekki búnir að bíta úr nál- á því stóð, og álit hennar hef- inni með þetta mál. Séra Eggert Olaísson prófast- ur að Kvennabrekku í Dölum hefur beðið Þjóðviljann að birta eftirfarandi hjálpárbeiðni: Á bæ einum við innanverð- an Breiðafjörð búa ung hjón á- samt sex bömum sínum. Á sl. fjórum árum hafa þau veriðað byggjaupp öll hús á jörðsinni. Allir sem þekkja til slíkra framkvæmda, fara nærri um hvemig fjárhag þeirra muni komið. Eitt barna þeirna er 9 ára gömul telpa og hefur hún aldr- ei á þessu stutta æviskeiði gengið heil til leiks né starfa. Itrekuð rannsókn lækna hefur leitt í Íjós að litla telpan hefur þjáðst og þjáist af meðfæddum hjartaga.lla. Æðaþrengsli eru að og frá hjartanu. Einnig ætla læknar, að aukaop sé milli hólfa vinstra megin í hjartanu. Sérfræðingar, sem litlu telp- 4 una hafa rannsakað, telja að eina leiðin til að lækna hana sé sú, að hún gangi undir lækn- isaðgerð vestur í Bandaríkjun- um. Kostnaður við þessa för og skurðaðgerð hefur verið áæt.1- aður um 300 þúsund krónur. I-Ijartaverndarsjóður og aðrir að- ilar leggja fram kr. 80.000,00. Um það, sem á vantar, er nú leitað til allra Islendinga um að leggja sinn lilut fram td hjálpar litlu telpunni. I Dalasýslu hefur Lionsklúbb- ur Búðardals ákveðið að sjá um fjársöfnun, Félagar hans fara tveir og tveir saman á hvern bæ í sýslunni með söfnunarlista. Ónefndur bóndi á Skógarströnd hefur hafið söfnun og leitað hefur verið til stjórnar Breið- firðingafélagsins í sama skym. Við, sem höfum verið að kynna okkur, hvaða fyrirgreiðsl- ur væru látnar i té og hvaða leiðir lægju til hjálpar einstak- lingum, sem þjást af alvarleg- um hjartasjúkdómum, höfum orðið sammála um það, að ef meira safnaðist nú en þessi litla telpa þarf á að halda, þá skuli það fé, sem umfram verður, renna í sjóð, er varið verði til hjálpar öðrum bömum og ung- lingum hvar sem þau eiga heima á landinu og haldin eru svo alvarlegum hjartasjúkdóm- um, að þau verða að leita sér lækninga erlendis. íslendingar hafa margsýnt að hjartalag þeirra er gott og þeir eru fljótir til að rétta fram hjálpfúsar hendur, þegar þess er beðið og þörfin er augljós. Þessvegna er ennþá knúð með öryggi og bjartsýni á dyr hjart- ans sem finnur til með og vill hjálpa sjúku bami til að öðl- ast heilbrigða æsku og bjarta framtíð. Eggert Ólafsson. Afgreiðsla, Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19, mun veita gjöfum og framlögum viðtöku. Sovétþegn hand- tekinn í Haag IIAAG 12/4 — Forstjóri útibús sovézka flugfélagsins Aeroflots í Hollandi, Glúkof að nafni, var í dag handtekinn, sakaður um að hafa gert misheppnaðar tilraunir til að komast yfir ríkisleyndar- mál. Námskeið fyrir starfsfólk verk- smiðjuiðnaðarins Menntamálaráðherra sagði á þingfundi i gær, að stefnt yrði að því að námskeið fyrir starfs- fólk verksmiðjuiðnaðarins gætu hafizt við upphaf næsta skólaárs, haustið 1967. Sagði ráðherra þetta, er hann svaraði fyrir- spum um málið frá einum Framsóknarþingmannanna. Rafvæiing byggða í Vestur-Barða strandarsýslu er brýnt umbótamál ■ Hannibai Valdimarsson flytur í sameinuðu þingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um rafvæð- ingu þyggða í Vestur Barða- strandarsýslu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta, svo fljótt sem unnt er, ljúka undirbúnings- rannsóknum og áætlunargerð um virkjun Suðurfossár í Rauða- sand.shrcppi með það fyrir aug- um að fullnægja orkuþörf byggðanna í Barðastrandar- hreppi og Rauðasandshreppi til Ijósa og cldunar, svo og til luisahilunar og vélanotkunar. .Tafnframt verði til saman- liurðar könnuð önnur vatnsföll á læssu svæði með tilliti tii virkjunar. Þá sé i þriðja lagi gerð kostnaðaráætlun um fullnægj- andi lausn þessara mála með samveitu frá Mjólkárvirkjun. Loks felur Alþingi ríkis- stjórninni að liefjast lianda um rafvæðingu Barðastrandar- lirepps og Rauðasandshrcpps, þcgar er úr því hefur fengizt skorið, hvernig þessi lífsnauð- synjamál Vestur-Barðastrand- arsýslu verði bezt leyst og með hagkvæmustum hætti“. í greinnrgerð segir flutnings- maður m.a.: Engin umbótamál eru brýnni byggðunum vestan Patreks- fjarðar, svo og Barðastrandar- hreppi, en rafvæðing þessara byggðarlaga. Það má því sízt úr hömlu dragast, að lokarannsókn fari fram á því, með hváða hætti orkumál þeirra byggðarlaga Hannibal Valdimarsson verði bezt leyst. Kemur þá sérstaklega til greina virkjun Suðurfossár á Rauðasandi. En einnig telja kunnugir, að fleiri vatnsföll á þessum slóðum gætu komið til álita um hagstæða virkjunar- aðstöðu. Þess vegna telur flutnings- maður tillögunnar sjálfsagt, að sérfræðileg könnun fari einnig fram á öðrum vatnsföllum, svo að samanburður fáist og unnt verði að velja þann virkjunar- stað, er bezt leysti orkuþörfina og a hagkvæmastan hátt. Ef næg orka er enn fáanleg frá Mjólkárvirkjun til rafvæð- ingar Rauðasandshreppi og Barðastrandarhreppi, ber einn- ig að gera kostnaðaráætlun um lagningu sæstrengs vestur yfir Patreksfjörð og orkuveitukerfi um Rauðasandshrepp og suður um Barðaströnd, svo að úr því fáist skorið, hvort sú lausn standist samanburð við sér- virkjunarleiðina. I þessu sambandi skiptir það eitt máli. að allar líklegustu leiðir séu kannaðar án óþarfa tafa og sú þeirra valin, sem að öllu alhuguðu reynist hag- kvæmust. Full hætta er a eyðingu þess- ara byggða, ef langur dráttur verður enn á því, að þær fái raforkuna í þjónustu heimil- anna og atvinnulífsins. Vakir fyrir flutningsmanni, að raforkan á þessu takmark- aða svæði væri ekki aðeins tekin til lýsingar og suðu, held- ur einnig til húsahitunar og vélanotkunar. svo sem súg- þurrkunar. Þá þarf hið opinbera einnig á raforku að halda á þessu svæði til ýmissa nota, svo sem vitanna, drengjaheimilisins í Breiðuvik, skólanna í Örlygs- höfn og á Barðaströnd, félags- heimila á svæðinu og síðast en ekki sízt til hins mikla flugvallar á Sandodda, sem ekki hefur nema hálft nota- gildi, fyrr en hann hefur feng- ið íullnægjandi lýsingu. Þarf ekki um það að fjölyrða, að af öryggisáslæðum er óverjandi að láta flugvöllinn vera ólýst- an lengur en orðið er. Þannig hníga að því margvís- leg rök. að framkvæmd þess- ara mála verði hraðað enda leggja flutningsmenn til, að rík- isstjórninni sé falið að hefjast þegar handa, er ljóst er orðið. hvernig orkuþörfin verði full- komlega leyst og á hagkvæm- astan hátt. Er það von flutningsmanns, að tillaga þessi fáist afgréidd, áður en þessu þingi lýkur. Svohljóðandi fylgiskjal er birt með gréinargerðinni frá raf- væðingarnefnd V-Barðastrand- arsýslu: Á, aðalfundi sýslunefndar Vestur-Barðastrandarsýslu, sem haldinn var á Patreksfirði dag- ana 1.—3. júní sl„ var sýslu- manni falið í samráði við Haf- stein Davíðsson að skipa þrjá menn í nefnd til að kanna alla tiltæka möguleika tii raforku- vinnslu í héraðinu með það fyrir augum, að öll býli í hér- aðinu fái rafmagn sem allra fyrst með aðstoð hins opin- bera. Nefnd þessi er þannig skip- uð: Hafsteinn Davíðsson, raf- veitustjóri. Patréksfirði, for- maður, Bragi Thoroddsen, bú- fræðingur og vegaverkstjóri, Patreksfirði, Snæbjöm Thor- oddsen, oddviti, Kvígindisdal, og Ásberg Sigurðsson, sýslu- maður. sem er ritari nefndar- innar. Þar sem nefndin telur, að golt samstarf við þingmenn kjördæmisins sé skilyrðj fyrir því. að einhver árangur náist við lausn þessara mála hér, leyfir hún sér að senda þing- mönnunum þetta bréf og skýra sjónarmið sitt og starf, jafn- framt því sem nefndin óskar eftir góðu samstarfi við þing- mennina. Rafvæðingarnefndin hefur haldið tvo fundi, en ráðgert er að geta gefið sýslunefnd góða greinargerð um störf nefndar- Framhald á 7. síðu. i-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.