Þjóðviljinn - 31.10.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.10.1967, Blaðsíða 7
Þrfðjudagur 31. október 1S67 — ÞJÓmniJiINN — SÍ0A *[ Athyglisverð kvikmynd: Hver er hræddur við Virginíu Woolf? er samt greínilega uppistaðan í kvikmynduninni, þ.e. aðrir þættir lúta honum. Verkið íjallar um tvo aðstoð- arprófessora við lítinn háskóla í Eandaríkjunum og konur þeirra, ástamál þessa fólks, drauma, vonbrigði og lifslygi. Kunnáttumenn segja að í þessu verki gæti nokkurra sömu hug- leiðinga höfundar og koma fram í leikriti sem hann samdi fyrr og kallaði „The American Dream“l (Bandariska draum- inn). Hjónin George og Martha eru snilldarlega leikin af Ric- hard Burton og Elizabeth Tay- lor og sýna þann undirtón í leik sinum, sem einn getur skýrt samheldni þessa fólks í andrúmslofti brostinna vona, haturs og lifslygi. George Segal og Sandy Dennis heita leikend- urnir sem fara með hlutverk Nick og Honey, en hjónaband þeirra hafði einnig orðið til á fölskum forsendum. ★ Þetta er svo vel gerð mynd, að það verður töluverð reynsla að kynnast þessu fólki. Og það er nánast óhugnanlegt að sjá hvað þetta borgarapakk getur verið innantómt og aumlega statt í tilverunni. Benedikt Gislason frá Hofteigi: Þytur af hafi — í minningu Che Guevara ---------------------------------« ar, í sögunni, að hér gat ekki | verið neinn grundvöllur íyrir j ofsatrú í þeim efnum. Og sag- j an vitnar um nánar firændsem- I isgiftingar á 13. og 14. öld. Samt sem áður er þessi ofsa- ' trú búin að valda skaðlegum ! hrærigraut í mannfræðinni, j svo sem Hannes Þorsteinsstm ' bjóst við að yrði, ef Steini Dofra yrði trúað um getgátur og rengingarættfræði. Ég hef bent á að hinir fyrri fræði- j menn, sem samið hafa góð og : gild fræðiverk, svo sem Jón j Sigurðsson, hafa ekki látið sér j detta í hug að írændsemis- j hjónabönd gætu eyðilagt ætt- j fræði, og ég ætla enn slika vitnisburði að birta, sem þá um leið kasta ljósi á málið. Sæki ég þetta í varnarrit Guð- brandar biskups, Safn II. Giftingarleyfi Þorsteins prests Illugasonar og Sigríðar Jóns- dóttur gefið af kong Friðrik öðrum 15B0. Safn II. bls. 338. Vitið, að eftir því sem þér látið undir vísa oss, að þar sé einar persónur í yðar stigti, með nafn séra Þorsteinn 111- ugason og Sigriður Jónsdóttir, sem gjarnan vilja (til) saman í egtaskap, en eru að þriðja og fjórða iliði að frændsemi sfn í milli. Og af því að það hefur ei verið venja þar í landi, að þeir menn gefist • sainan til egtaskapar sem svo eru skyld- ir, utan það verði með voru Framhald á 9. eíðu. ÆTTFRÆÐI Visun: „t auðn og öræfum". í siðustu ljóðum Davíðs Stefánssonar er kvæði sem heitir Sagan. Þetta kvæði qr aðeins þrjár vísur og alls tólf vísuorð. Samt er þetta efnismesta kvæði bók- arinnar og með vissum hætti logar það bezt. Það er um það „sem aldrei gleymdist, gerðist erfðasögn — var glögg og verk á sagnaspjöldin skráð"‘ Skáldið þarf ekki að ræða meira um það. Það virðist að allir ættu að vita, að það sem aldrei gleymist og gerist erfða- sögn er rót og grundvöMur alls mannlífs og allrar menningar. Skáldið snýr sér að hinu, sem blasir við og kveikir logann. að nú höfum við menn, sem eru að rembast við það „að leit- ast við að rengja sögn og stef“ og hafa það fyrir „lystisemd". En skáldið segir að sannleik- urinn hafi séð „við slíkri fremd“. „og sundurtætti þeirra lygavef“. Ég hef pft talað í þessum tóni og ætla mér bó ekki að hafa kennt Davíð Stef- ánssyni, að hafa uppi anda sinn. Ég tala þetta til þess, að það megi allir skilja glöggt, sem fyrir liggur, að skáldið skuli bera svo skýrt vitni um þessa „fremd“, sem sannleik- ur tæti sundur sem ,lygavef‘. Við höfum komið okkur upp stofn- un, sem hefur þá fremd, að gera sér að „lystisemd" að rengja og afbaka sagnaspjöld- in með erfðasögninni, og þar með kippa rótunum undan til- veru og menningartilfinningu þjóðarinnar. Hér eru ekki menn, sem eru að skýra efni mála, ekkert að leiðrétta. Nei! Þeir segja þjóðinni að sögum- ar sem gerðust á íslandi séu skáldsögur, þ.e. lýgi, þær hafi aldrei gerzt, þótt þær hafi gerzt og heimildir og alda- gömul vitneskja þjóðarinnar segi að þær hafi gerzt. Þetta skal barið fram með hálaun- uðum og „frægum“ prófessor- um, en skáldið tekur sig tll og hrópar: „lygavefur". Þessi vitnisburður skéldsins er dýr- mætur og kemur niður á sín- um stað, því nú veit þjóðin það, að höfuðpaur þessarar rengingar og afbökunar hefur í líkingum talað rekizt i gegn á sinu eigin spjóti. • Ég læt þetta duga, en kalla á loga skáldsins til að brenna upp alla þessa „lygavefs“-sveit, og treysta má því, sem skáldið segir. „f dögun rísa fjöll úr þoku og þögn“. En ég vildi hafa annað er- indi, sem er þessu skylt, því rengingarfræðin taka víða til sögunnar og rengingarmeistar- arnir eru allir af líkri gráðu, að þykjast einir allt vita, og búa sér til ofsatrú til að berja fram speki sína í þeirri írekju sem þeirri irú fylgir. Þarnig hafði Steinn Dofri það fyrir ofsatrú, að hjón á fslandi hefðu aldrei verið skyld að fjórmenningsfrændsemi, hvað þá nær i ættliðun og mest öll ættfræðiiðkun í landinu er ýmist byggð á ofsatrú hans eða þá sprottin af sömu rót, kirkjulagabanni í skyldleika- giftingum. Ég hef haldið því fram, að slíkt bann hefði ekki getað staðizt í bjóðfélaginu og vissi að ég hafði gamlar heimiHir fyrir því, og gifting- arleyfin svo mörg, fyrr og sið- Sigurður Jón Ólafsson: Ég finn hvernig svalur vindur berst yfir borg og bý, trén blakta og laufin falla; það er haust. Hjörtu fólksins hafa opnazt, hvískur verður að samstilltu ópi, máttlausir fingur að hvítum hnúum; ljós kviknar á ný. Kaldur morgunn og ég sit við ströndina, þytur af hafi; í fjarska bergmálar þrótt- mikil rödd, sem kaliar á vitund o-kkar: Dauði Guevara er upphaf byltmgarinnar! Margir leikhúsgestir muna leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu ekki alls fyr- ir löngu. Það er forvitnilegt að sjá myndina sem nú er sýnd í Austurbæjarbíói, ekki sízt af því að þar má sjá dæmi um það óvenjulega fyrirbrigði að inntak verksins og andrúms- loft halda sér þó það hafi ver- ið' kvikmyndað. Ernest Leh- man heitir höfundur handrits- ins og Mike Nichols leikstjór- inn, sem hafa skilað þessu ó- venjulega verki. ítursnjall leiktexti Albees er að vísu aðeins styttur en hann Atriði úr kvikmyndinni í Austurbæjarbíói. Mælt meo getn- aiarvarnartöflum 1 niðurstöðum víðtækra rann- sókna, sem birtar voru á mánu- daginn var, kemur í ljós, að 7000 bandariskir sérfræðingar gefa getnaðarvarnatöflunni ó- tvíræð meðmæli sín. Það kem- ur og fram að stór hluti kaþ- ólskra kvenna notar þessar töflur. Minna en 2% læknanna, sem allir eru meðlimir sambands bandarískra kven- og fæðing- arlækna, gáfu til kynna að þeir teldu pilluna það varasama að þeir vildu ekki mæla með henni við sjúklinga sína. 90% þeirra lýstu því yfir, að óttinn við krabbamein af völdum pillunnar sé ástæðu-i laus. Hins vegar kom það fram, að þau aukaáhrif sem oftast fá konur til að hætta að taka þessar töflur eru þau, að þær fitna. Læknarnir voru einnig spurðir að því hvort þeir teldu að getnaðarvarnartaflan (P- pillan) hefði aukið lauslæti í för með sér. Helmingur þeirra svaraði neitandi, en þriðjung- ur áleit að svo væri. Samt lýstu 86% því yfir að þeir mæltu einnig með töflunni við ógiftar konur, sumir þeirra þó aðeins, ef þær voru orðnar 21 árs að aldri. 21—29% þeirra kvenna sem tekið hafa þessar töflur og spurðar voru, eru kaþólskar. Kaþólskur fæðingalæknir sagði að trúsystur sínar bæðu jafn- oft um .töflur og aðrar konur — og að prestarnir sendu þær stundum sjálfir. /.ð vísu gætir sektartilfinn- ingar hjá sumum þeirra. En æ fleiri segja að „þær kæri sig kollóttar um það sem páfinn segir. Þær vilji ekki eignast fleiri börn“. Ný Ijóðabók eftir Jóhann Hjálmarss, Út er komin hjá A-B- ný fijóða- bók eftir Jóhann Hjáhnaréson, sem nefnist ,.Ný lauf, nýtt myrk- ur“. Fyrsta bók Jóhanns kom út árið 1956 og er þessi hin sjö- unda — ein þeirra geymir Ijóða- þýðingar, hitt eru frumsamin Ijóði i J i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.