Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 4
i ( 4 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Sunnudagur 24. desember 1967. Ritstjórar: Ivax' H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla auglýsingar. prentsmidja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Að jólum ^etrarsólhvörf eru norræhum þjóðum hátíðarefni, myrkur og skammdegi þjakar fólk á norður- slóðuim enn þó reynt sé að bregða upp rafljósaskini og menn hafi flutzt saman í þéttbýli 1 þeirri vissu að, maður er manns gaman. Enda eru hátíðahöld norrænna þjóða um þetta leyti vetrar miklu eldri en kristin jól. Ólíklegt er það ekki að íslendingar haldi áfram að gera sér dagamun um vetrarsól- hvörf'eftir að hin innantóma skurn sem eftir er af jólahaldi krisins dóms er horfin til fulls í hina trylltu gróðavertíð kaupmannajólanna, og myndi þá mega vænta þess að nýjar kynslóðir norrænna manna með heiðan hug og hreinsaðan vilja af vana fomum, heimsku og hindurvitnum, sópi burt prjál- inu og kaupmannaglingrinu, helgislepjunni og yfir- drepsskapnum, hræsninni sem teygir steinsteypta turna þeim mun hærra sem minna fer fyrir ein- lægni og góðvild og hugsjóninni um bræðralag allra manna. skyldi ekki kjörorð hinnar opinberu góðgerð- arfsemi að allir þurfi að fá glaðningu á jólum benda. t.U þess að þjóðfélagið íslenzka sem farið er að kalla „velferðarþjóðfélag“ sé ekki notalegur samastaður öllum þegnum sínum? Hvernig er búið að gömlu fólki á íslandi? Lifir það í allsnægtum? Eru húsnæðismál þess auðleyst? Vilja alþingis- mennimir sem ákveðið hafa ellilaun íslendinga reyna að lifa af þeim og gera sér dagamun um jól- in í hinu íslenzka velferðarþjóðfélagi? Og skyldi það vera stór hluti íslenzkra unglinga sem veltir sér í ofgnægð peninga eins og mönnum er gjarnt að tyggja hver eftir öðmm? Skyldu ekki hin vera miklu fleiri, íslenzk ungmenni, sem reyna að vinna sér á fáum sumarmánuðum fyrir þörfum sínum á langri vetrarskólagöngu, vegna þess að íslenzka „velferðarþjóðfélagið14 gefir sívaxandi kröfur til menntunar og sérhæfni en hefur láðst að tryggja námsfólki lífsskilyrði meðan á náminu stendur. Og svo tekur við þrældómur unga fólksins fyrir jafnsjálfsögðum lífsþörfum og sómasamlegu hús- næði. Þeir eru fleiri, og allf jölmennir, hóparnir sem gætu þegið að þjóðfélagið byggi betur að þeim gæfi þeim notalegri lífsskilyrði, hefðinæmari sam- vizku en þá sem vaknar árlega að jólum. Jafnvel fólkið á bezta starfsaldri, það sem helzt stenzt kröfumar um þrotlausa vinnu til að lifa sæmilegu lífi, horfir með meiri ugg til næstu fram- tíðar en oft áður. Ráðherrar keppast um að boða kjaraskerðingu og ríkisstjómin er önnum kafin að úthluta kjaraskerðingu. Víða um lan,dið er at- vinnuleysið farið að segja til síii, atvinnuleysi sem ekki verður bætt með ávísunum valdhafa á Straumsvík eða Keflavíkurflugvöll, heldur ein- ungis með eflingu íslenzkra atvinnuvega. Sannast mun enn sem fyrr að í lífsbaráttu sinni hlýtur al- þýðan að treysta á samtök sín, treysta á eigin mátt sinn. Og minnast þess að orð Stephans G. Stephans- sonar em í fullu gildi: Lýður bíð ei lausnarans. Leys þig sjálfur! •— s. GLEÐILEG JDL! Farsælt komandi ár, Þökku.m viðskiptin. Vatnsvirkinn h.f., Skipholti 1 JGL! Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin. Skipaútgerð ríkisins, GLEÐILEG JDL! Farsælt komandi ár, Þökkum viðskiptin. Blómaskálinn v/Nýbýlavég. Blóma- og grænmetisverzl, Laugavegi 63 JGL! Þökkum viðskiptin. Farsælt komandi ár. S. Ámason & Co., Hafnarstræti 5 GLEÐILEG JGL! Farsæit komandi ár. Þökkum viðskiptin. Vinnufatagerð íslands, Þverholti 17 JDL! Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin. Eldavélaverkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar, Kleppsvegi 62. JGL! Farsælt komandi ár, Þökkum viðskiptin. Jöklar h.f. Matborg h.f, Verkamannafélagið DAGSBRÚK fyrir böm félagsmanna verður í Lindarbæ fimmtu- daginn 4. janúar og föstudaginn 5. janúar og hefst klukkan 14.30 báða dagana, en lýkur kl. 18 Sala aðgöngumiða hefst miðvikudaginn 27. des. í skrifstofu Dagsbrúnar. Tekið á móti pöntunum i símum 13724 og 18392. Verð aðgöngumiða er kr. 70.00. Stjómin. Spellvirki var handtekinn eftir 8 ára leit að honum i Markaðurinn Hafnarstræti 11 Fjórða heftiþessa árs af lceland Review er komið út Hamborg 22/12 — Afbrotamaður sem vesturþýzka lögreglan hefur leitað í átta ár var 3oks hand- tekinn í dag. Maður þessi, Alex- ander Hambluck, er miðaldra vörubílstjóri sem allan þennan tíma hefur hvað eftir annað unnið mikil spellvirki á járn- brautum landsins, og þá oft stofnað í haettu lífi fjölmargra manna. Hann hefur mörgum sinnum á þessum tíma sent bréf til blað- anna og þar hælzt yfir verkum byrja kl. 10 miðvikudaginn 3. í jólum Ullarefni: Verð frá kr. 149 * Kjólafóður: Verð frá kr. 49 * Síðdegiskjólaefni: Verð frá kr. 99 * * Enskar ullarpeysur: Verð frá kr. 395 ATH. UNDIRFATNAÐUR — SOKKAR 20% TIL 50 % VERÐLÆKKUN • Komið er út 4. hefti þessa árs af tímaritinu Iceland Rev- iew. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjöm Einarsson, skrifar grein um kirkjuna á íslandi og birtar eru fjölmargar mynd- ir af kirkjum, gömlum og nýj- um. Þá er fróðleg grein um Fiske bókasafnið í Iþöku, við- tal við bókavörðinn þar Vil- hjálm Bjarman, sem banda- rískur blaðamaður tók fyrir rit- ið. Pétur Karlsson skrifar ferða- lýsingu frá Borgarfirði og Snæ- fellsnesi og birtar eru fjöl- margar myndir, bæði svart- hvítar og í ■ litum, úr þessum landshluta. Bandarískur blaðamaður, Tom Bross, skrifar grein um heim- sókn til Islands að vetrarlagi og nefnir hana — Undir norð- urljósunum. Fjölmargar mynd- ir fylgja greininni, bæði svart- hvítar og í litum — og sýna Island í vetrarham. . Myndir eru af fyrstu íslenzku þoturuii og myndskreytt frá- sögn er einnig í ritinu af kwnu bandarísku geimfaraefnanna hingað sl- sumar. Erlendur blaðamaður í heim- sókn skrifar grein um bóka- flóðið á Islandi, eins og það kemur útlendingi fyrir sjón- ir. Hann kom hingað í desem- bermánuði og ræddi við bóka- útgefendur og bóksala og nið- urstöður hans eru athyglisverð- ar. Eiður Guðnason skrifar í þetta hefti Iceland Review um Tryggingastofnun ríkisins og hlutverk almannatrygginga í íslenzku þjóðfélagi. Magnús Finnsson skrifar um Innkaupa- stofnun ríkiisins og hið fjöl- þætta starfssvið hennar. Þá er sagt frá nokkrum iðnaðarfyrir- tækjum á Akureyri. Af mörgu öðru efni i blaðinu má nefna ahnennar fréttir og fréttir frá sjávarútvegi í sam- þjöppuðu formi, bókaþátt, fróð- leiksmola fyrir ferðamenn og fleira. sínum. Hvað eftir annað hafa orðið sprengingar á jámbrautar- stöðvun og jámbrautarteinum og þótti augljóst að þær væru verk sama mannsin.s „Fantomas“ eins og hann kallaði sig. Aðeins á undanförnu ári kom hann fyrir sex sprengjum í Norð- ur-Þýzkalandi, en áður hafði hann krafið stjóm járnbrautanna um stórfé, síðast 10 miljónir xr., fyrir að láta það ógert. Honum hefur aldrei vérið greiddur grænn eyrir. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.