Þjóðviljinn - 10.01.1968, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.01.1968, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. janúar 1968. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120,00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. _____________________________/___________________________ LÍÚ stöðvar fískiflotann J^esendur íhaldsblaðanna, Morgunblaðsins og Vís- is, kannast við stóra letrið og stóru fyrirsagn- imar sem prýða forsíður blaðanna ef verkalýðs- hreyfingin beitir verkfallsvopni og stöðvar ein- hvem rekstur. Lesendur’ þeirra hefðu því vel getað búizt við stóra letrinu þegar hagsmuna- samtök stöðva útgerð fiskibáta um mes'tallt landið, með samþykktum í þröngum hring. En lít- ið hefur farið fyrir stóru letri og stækkandi fyrir- sögnum íhaldsblaðanna af þessu tilefni, stöðvunar samtakanna sem nefna sig Landssamband ís- 'lenzkra útvegsmanna á fiskibátaflotanum er helzt getið í viðtölum við fisksala sem kvarta yfir því að þeir fái ekki nýjan fisk í soðið handa Reykvíking- um! Og lítið heyrist þjóta í íhaldsblöðum um „þjóðhættulega starfsemi“ forystumapna samtak- anna sem stöðvunina ákveða, og er kannski vork- unnarmál, því þar em allir stjórnarmenn innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins, með íhalds- þingmanninn Sverri Júlíusson að toppfígúru. Stöðvun LÍÚ á fiskibátaflotanum verður eftirtekt- arverðari vegna þess að sjómannasamtökin hafa staðið í samningaþófi við útgerðarmenn og mætt þar eintómri ósvífni og kjaraskerðingarkröfum án þess að hafa fyrir sitt leyti boðað nokkra stöðvun fiskiflotans af sinni hálfu, og er ekki vitað að þau hafi mótmælt því enn sem komið er að gert væri út imeð gildandi samningum meðan enn væri leit- að samninga á samningafundum. ^ður hefur verið á það minnt að kröfur sjómanna hafa verið svo hógværar að nánast má kalla þær leiðrettingar á samningum. Engu að síður er þeim mætt af hálfu útgerðarmanna með ósvífn- um kjaraskerðingarkröfum. Jafnframt óttast sjó- menn að íhaldsklíkan í LÍÚ sé að makka við rík- isstjórnina um að láta sér lynda óverulegar hækk- anir á fiskverðinu gegn því að fá ríkisstyrk til út- gerðarinnar eftir leiðum sem ekki bættu jafn- framt kjör sjómannanna. Hér er enn ástæða til að minna á hina fáránlegu ráðsmennsku Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins á „gengishagnaði sjávarútvegsins“, sem rokið var til að ráðstafa til fjárfestingarsjóða og annars en að stuðla að lausn hins raunverulega rekstursvanda sjávarútvegsins. Báðir þessir flokkar felldu sem einn maður tillögu Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins að 40 miljónir af 400 miljóna gengishagnaði rynnu til sjómanna á fiskiflotanum og langmestur ^engis- hagnaðurinn til að tryggja rekstur sjávarútvegs- ins. Formaður LÍÚ var samþykkur ráðsmennsku ríkisstjórnarinnar með þetta fé og raunar einnig ritari Sjómannafélags Reykjavíkur, báðir íhalds- þingmenn. Má telja það furðulega afstöðu meðan allt var enn í óvissu um rekstursmál sjávarút- vegsins og sjómannasamninga, nema ríkisstjórnin hafi þá þegar verið búin að lofa að leysa málin með þeim hætti að LÍÚ fengi sitt, en sjómerín yrðu að dúsa með óverulega fiskverðshækkun. Þau mál skýrast væntanlega þegar fiskverðið verður birt; hvort LÍÚ-klíkan og ríkisstjórnin ætla að ,,leysa“ málin með því að svína á sjómönnum. — s. ■ Kommúnistar á sænska þinginu hafa lagrt til, að tollur á framleiðsluvörum frá vanþróuðum þjóðum í hitabeltinu verði felldur niður. Einnig er lagt til að tollar á iðnvarningi frá vanþróuðum þjóðum verði felldur niður og at- hugaðir verðj möguleikar á því að landbúnaðarvör- ur og ávextir sem nú eru fluttir til Svíþjóðar frá iðnvæddum þjóðum verði heldur keypt af vanþró- uðum þjóðum. Frá kaffiræktarsvæði í vanþróuðu ríki. Raunhæf aðstoð við vanþróuð ríki Sænskir kommúnistar leggja til að tollar verði felldir niður af útflutningsvörum v-ríkja og meiri viðskiptum Svía verði.beint til þeirra .1 í greinargerð með tillögunni er skýrt frá aðstöðu fátækra landa í heimsverzluninni. Þar segir m.a.: Hlutur v-ríkja minnkar Á sama tíma og heimsverzl- un hefur tvöfaldazt síðan 1950 hefur hlutur v-landa í heims- verzluninni minnkað úr einum þriðja í einn fimmta hluta. Hellztu orsakir fyrir minnkandi hluta þeirra í verzluninni eru hinir háu tollmúrar auðugri ríkja, skattar sem þau leggja á verzlun, hvers konar gjöld og skilyrði. Þetta gerir hinum fátæku ríkjum erfiðara fyrir um inn- flutning á þungavörum, sem eru óhjákvæmilega nauðsynlegar til að hraáa iðnvæðingu þeirra og einnig gerir þetta þeim erfið- ara að bjóða vörur sínar á heimsmarkaði. Þetta hefur leitt til þess áð v-ríkin hafa á árunum eftir stríð tapað álíka miklu í sölu- tekjum vegna falllandi verðs ó hráefnurp og þau hafa fengið sem gjafafé og tæknilega að- stoð frá iðnríkjum. Aukið djúp Þessi þróun eykur djúpið milli iðnríkja og v-þjóða. Hir. opinbera aðstoð iðnríkja / við vanþróaðar þjóðir var árið 1961 0.8 prósent af þjóðartekjum en hafði úrið 1965 hrapað niður í 0.6 prósent. Skuldir fátækra þjóða vaxa og helmingur af nýjum lánum þeirra verður að fara í vexti og afborganir af fyrri lánum. Aðalútflutnings- vörur þessara landa eru hráefni og verð á þeim fellur oft á sama tíma og verð á iðnvarn- ingi sem þau flytja inn frá iðnríkjum hækkar. Afleiðing af skuldagreiðslum og hinni óhagkvæmu viðskipta- þróun er sú, að fé skortir til fjárfestingar og mörg v-ríki búa við neyðarástand í efnahags- málum. Það verður að slíta núver- andi þróunarþráð í heimsverzl- uninni. Vaxandi óþolinmæði Vaxandj óþolinmæði fátækra þjóða varð til þess að haldin var alþjóðaráðstefna um verzl- unarmál á vegum Sameinuðu ^ þjóðanna árið 1964 og var hún kölluð UNCTAD (United Nati- ons Conference for Trade and Development). UNCTAD ætti að geta verið þýðingarmikið tæki til að breyta óstandi í verzlunarmálum í veröldinni. 1 skýrsflu aðalritara stofnun- arinnar haustið 1966 eru þó settar fram eftirfarandi svart- sýnar athugahir. Lifandi krabbaneinsfrnma sem teygir anga sína f allar áttir sést á þessarl Ijósmynd sem er fyrsta myndin af sínu tagi, tekin gcgnum rafcindasmásjá af brezkum vísindamönnum. Myndin kann að veita vitneskju um hvernig krabbameinsfrumurnar hreyfa sig, hvcrnig þær ráðast á heilbrigðar frumur. „Ráðstefnan (1964) .lagði til að þróaðar þjóðir skyldu ekki grípa til neinna ráðstafana tii að örva innlenda framleiðslu, ef hún yrði til þess að ræna v- ríki möguleikum á því að ná sómasamlegum hluta í heims- verzluninni. Það er ekkert sem bendir til þess að hin þróuðu markaðsbagkprfi gefi þessum tfllögum nokkurn gaum.“ 1 febrúarbyrjun næstkomandi kemur UNCTAD aftur saman í Nýju Delhi. Það hllýtur að vera hagsmunamál Svía og alls heimsins að þessum samtökum verði veitt framkvæmdavald túl að geta knúið fram stefnu sem sé tillitssamari gagnvart v-rikj- unum. Efst á óskalista fátækraþjóða er að hráefnaverð verði sett fast og ákveðið. Iðnríkin verðá að fella niður tolla og innflutn- ingshöft á vörum frá fátækum ríkjum. Og slíka ákvörðun verður að taka án nokkurrar kröfu á samsvarandi aðgerðum v-ríkja. Fyrst og fremst verður að fella niður tólla af landbúnaðarvör- um og það verður einnig að stefna að því að fella niður tolla af iðnvörum v-ríkja. Svíþjóð ætti að fara fyrir Svíþjóð ætti að vera eitt þeirra landa sem fyrst skipta um stefnu í verzlunarmálum gagnvart v-ríkjum. Afstaðaokk- ar á þessu sviði hefur mikla þýðingu. Ákvörðunin um að fella niður kaffiskatt, rétt eins og ákvörðunin 1. júli 1966 að fella niður rúmlega helming af tollum á kaffi eru jákvæðar að- gerðir. En það er brýn nauðsyn að lengra verði haldið fram á þessari braut. Þar sem Svíþjóð flytur inn töluvert magn af landbúnaðar- vörum og ávöxtum frá öðrum iðnríkjum ætti að taka það til athugunar að þessi innflutning- ur verðd framvégis frá v-ríkj- um. Plaslmo ÞAKRENNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU OG SOT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA MarsTraðingCompany lif tAUGAVEG 103 — SlMI 17373 0RDSCNDIH6 til hafnfirzkra verkamanna. Þeir verkamenn, sem eru atvinnulausir í Hafn- arfirði eru vinsamlegast beðnir að koma til við- tals í skrifstofu V.m.f. Hlífar, Vesturgötu 10 næst- kontandi fimmtudag og föstudag kl. 4—7 e.h. Stjóm Verkamannafélagsins Hlífar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.