Þjóðviljinn - 07.02.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.02.1968, Blaðsíða 7
Mtðvi'kudagur 7. febrúar 1968 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA f Sverrir Kristjánsson er sex- tugur í dag og lifi hann í hundrað og tuttugu ár, einS og frændur Karls Marx eru vanir að segja. I dag felur hann sig eins og vinmargra manna er siður á slíkum dög- um — en áður en svo færi, mátti hann þola það að dembt væri yfir hann lítilli spurn- ingaskrá. Eða hvort hefði hann þegar í skóla verið haldinn sögumetn- aði? Jú, ekki gat Sverrir neitað því. Árni Pálsson, sagði hann. var einn af sögukennurum mínum, skemmtilegur og mik- ill persónuleiki, það var heill- andi að sjá þennan endurreisn- armann ljóslifandi fyrir sér. Ég útskrifaðist í sögu hjá Þorleifi H. Bjamasyrai, hann átti það til að mismæla sig Pg var skop- azt að, en hann var vel mennt- áður í sögu og reyndist okk- ur vel. Jóhannes Sigfússon kenndi mér í gagnfræðadeild, þá orðinn aldraður — hann virti enn sið sem þá var horf- inn: að bjóða nemendum i mat ef hann grunaði að hart væri í búi hjá þeim. — Um þessar mundir varst þú að endurfæðast til réttrar kenningar? — Fæðingar ganga oft fljótt og vel, en það tók mig satt að segja nokkurn tíma að komast á rétta Jínu í pólitík- Ég fékk þá bakteríu fyrst þegar ég las Kommúnistaávarpið í þýðingú þeirra Stefáns Péturssonar og Ætli ég reyndi ekki aö hola mér niöur ó einhverju safni SPJALLAÐ VIÐ SVERRI KRISTJÁNSSON SEXTUGAN Einars Olgeirssonar. Það var miikil upplifun, mér fannst sem sagan opnaðist fyrir mér með nýjum hætti. Maður verð- ur ekki samur á eftir — spyrj- um Castro, hann hefur víst svipaða reynslu. ★ Síðari ár mín í skóla gerði ég mÆkið af því að boða hið pólitíska fagnaðarerindi mitt, en ég get ekki sagt að ég hafi fengið góðan hljómgrunn. Menn voru þá ekki stjórnmálalega sinnaðir — straix tveim eða þrem árum síðar höfðu mikii umsk’ípti orðið, skólinn log- aði í pólitík stafna á milli. En ég rakst á það í gömlum fund- argerðum, að mér hefur tekizt að lenda í kappræðu við Bjarna Benediktsson í skóla og hef þá látið svo um mælt, að þessi ungi maður væri 200 ár- um á eftir tímanum. En ekki man ég lengur hverju þessi duglegi kappræðumaður svar- aði til. Mínar sósíalísku hugmyndir voru komnar að mestu frá brezkum krötum, ég hef nánast verið Fabíani í þá daga. Þetta breyttist þegar ég kynntist Brynjólfi Bjarnasyni, Ársæli Sigurðssyni og Hendriki Ottós- syni og gekk í Spörtu gömlu. Þá fór ég að lesa betri bækur. Og það sv~' ekki svo litlu. Steinn St spurði ein- hverju sinni ísienzkan hagfræð- ing af hverju hann væri svona lélegur hagfræðingur. Sá vildi ekki kannast við að svo væri- Jújú, sagði Steinn, þetta er al- talað. Og ég veit skýringuna: þú varst svo blamkur í háskóla að þú hafðir ekki efni á að kaupa nema slæmar bækur! ★ 1929, ári eftir stúdentspróf, sigldi ég til Hafnar. Að vísu voru efni lítil, en Ámi Páls- son gat kríað út einhvern styrk handa mér úr Menningarsjóði. Uti höfðum við Sambandssjóð og það urðu einhver ráð með þaið sem á vantaði. Ég varð semsagt dæmigerður kreppu- kynslóðarstúdent. — Voru ekki íslenzkir Hafn- arstúdentar fáir á S’líkri hall- æristíð? — Nei, við vorum ekki ýkja fáir, það virtust alltaf einhver róð til að senda sæmilegan hóp stúdenta til Hafnar. Sem héldu mikið hópinn, já. Of mikið — það er gömul erfðasynd Hafn- arstúdenta, sem varð svo til að þeir kynntust ekki nógu vel dönsku þjóðinni. Það var ekki laust við að enn eimdi eftir af hatri á dönsku mömmu, eins og það hét hér áður fyrr. — Varst þú ekiki betur sett- ur með alþjóðahyggju í öllum vösum? — Getur verið. Ég gekk í danska kommúnistaflokkinn sem þá var reyndar fámennur og illa haldinn. En hann fer að rífa sig upp um þetta Seyti, einkum á því að skipuleggja hreyfingu atvinnuleysingja. Ég var stundum í kröfugöngum með þeim. En ég lenti ekki í réttlínuhreinsunum, nei: ég var svo heppinn að vera ekki heima þegar íslenzki flokkur- inn lá í sínum barnasjúkdóm- um. Ég kom mikið á fundi hjá Studentersamfundet, sem þá var mjög rauðlitað. Kreppan hafði gífurleg áhrif á unga menntamenn, enda birtist hún í ferlegum myndum. Eins og þegar verið var að tortíma dönskum nautpeningi — á stuttri stund hafði 100 þúsund gripum verið breytt í vagn- áburð og sápu. Andstæöurnar voru mjög skarpar og skýrar: annarsvegar var evrópskt þjóð- félag sem manni virtist haldið banvænum sjúkdómi, hinsvegar Rússland án atvinnuleysis, eina landið í heiminum þar sem þá var talað um hagvöxt. Borg- araleg hagfræði velti þá litt fyrir sér hagvexti, miklu minna en síðar varð; hún hafði helzt áhyggjur af svonefndu jafnvægi Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur er sextugur í dag. Á æviskeiði þessa ðlaðs hafa margir mætir menn orðið til að leggja því lið með skrifum. En að þeim öllum öðrum ólöst- Íuðum má hiklaust telja að Sverri Kristjánsson beri einna hæst í þeim ágæta hópi. Það hefur jafnan verið mikill fögn- uður að ritsmíðum hans, hvort sem hann af ágætri fjölhæfni reiddi vopn í sjálfstæðisbar- áttu, hýddi pólitíska skálka, krufði til mergjar íslenzk skáldrit, góð eða vond, elleg- ar kynnti atvik úr sögu okkar sem hann taldi vanrækt eða of lítið vitað um. Baráttugleði Sverris ásamt með listfengi skörpum húmor og fágætri þekkingu — allt hefur þetta orðið okkur, sem og öðru fólki á vinstra armi í íslenzku þjóð- málastríði, drjúgur styrkur og hressing í misjöfnu pólitísku og menningarlegu veðurfari. Hafi Sverrir heila þökk fyr- ir. — Hann lifi vel og lengi! i þjóðfélaginu. Og í Danmörku höfðu menn destrúeraðan naut- pening og hungraða atvinnu- leysingja betlandi á götum eða seljandi atvinnuleysingjablöð. Danir eru yfirleitt bjartsýnis- menn og það varð dálítil lireyf- ing úr tiltæki kaupmanns eins sem lét gera merki til að bera í hnappagatinu — á því stóð ,,Her g&r det godt“. Þannig reyndu menn að hressa sig við með allskonar sefjunaraðferð- uoi, sem reyndar var ekkert einsdæmi í þá daga: í Banda- ríkjunum sögðu menn Keep smiling — og brostu, þótt bros- ið væri stundum dálítið fros- ið. Þetta voru tímar dramat- ískra atvika. Einhverju sinni þegar ég var á heimleið um kvöld voru götumar þaktar flugritum með síðustu fréttum úr hinni háu fésýslu: Ivan Kreuger hafði skotið sig í Par- ís. Þegar hann fór yfir Höfn hafði hann slegið danskan gróss- era um 60 þúsund krónur. Grósserinn var mjög hreykinn yfir að fá að lána eldspýtna- kóngi heimsins fé, en það var sem sagt stutt gaman skemmti- legt. ★ Otto skáld Gelsted þekkti ég, skrýtinn mann og ljóngáfaðan. Soliade, ástarskáldið mikla. Og J. H. O. Djurhuus sem var ó- venjulega heilllandi persóna og dásamlegt skáld færeyskt. Það var yfirleitt töluverður sam- gangur milli íslenzkra og fær- eyskra stúdenta i Höfn, sam- eiginlegir fundir, gagnkvæmar heimsóknir á dansleiki. Enda voru það vfst einu mennirnir i heiminum sem litu dálítið upp til Islendinga — ég veit að vísu ekki hvort þeir gera það leng- ur. Sá sagnfræðinga sem hafði mest áhrif á mig var prófessor Erik Arup. Hann hafði átt sæti í samninganefndinni dönsku 1918, var mikill Islandsvinur og reyndist íslenzkum stúdentum mjög vel. Hann var heillandi kennari, gáfaður stílisti og ræðuskörungur enda var jafn- an troðfullt út fyrir dyr á fyr- irlestrum hans. Hann hafði mjög örvandi áhrif á stúdenta og þreyttist aldrei að minna þá á að gera sig ekki ánægða með þær niðurstöður sem þeg- ar væru fengnar, heldur kom- ast að nýjum niðurstöðum. Hann var ekki marxisti en skrifaði sögu þannig að það var eins og það bezta úr marx- ískri aðferð væri honum í blóð borið. Danmerkursaga hans er sérstakt öndvegisrit og það var sorglegt, að honum auðnaðist ekki að ljúka því. Hann sagði einhverntíma við kennara sinn, Fredericia. að hugsjón sín væri að skrifa Danmerkursögu þar sem rauði þráðurinn væri danski bóndinn. Þetta og ýmis- legt annað hefur sjáifsagt þótt hæpin kenning — próf. Arup var t.a.m. aiþjóðlega hugsandi maður og mjög mótfallinn danskri þjóðernishyggju eins og hún kom fram í meðferð Slés- víkurmála svo dæmi sé nefnt. Það stóð því jafnan mikill styr um Arup og einkum varíhalds- sömum sagnfræðingum uppsig- að við hann. Ég man að ein- hver maður, sem var við sagn- fræði riðinn, skrifaði ritdóm í Berlinginn um annað bindi Danmerkursögu Arups og sagði að fullur leigubílstjóri hefði vel getað sett saman svona bók! Þetta litla dæmi minnir á það að menn voru ekkert smeykir við að taka upp í sig í þá daga — það var ekki fyrr en eftir seinna stríð, að menn tóku að rækta með sér under- statement í skrifum, að van- segja heldur en ofsegja. Sú mynd, sem menn gerðu sér af þróun hlutanna, var miklu ein- faldari í sniðum en hún reynd- ist í raun og veru. En þá kem- ur til skjalanna önnur villa hinni verri: að gefast upp fyr- ir margbreytileika hlutanna, sjá ekki skóginn fyrir trjám. ★ — Þú fórst til Þýzkalands? — Ég var þar í fimm mán- uði 1937 að safna heimildum í ritgerð um Bismarck, félags- málapólitík hans, samskipti. við sósíaldemókrata. Það var ein- kennilegt að vinna í þýzkum söfnum — mjög mikið af því sem ég þurfti á að halda var f spjaldskrá merkt með rauðu — gelicim —, sem þýddi að bækurnar fengust ekki lánaðar nema með sérstöku leyfi. Ég gat veifað vottorði frá próf. Arup og fékk það sem ég bað um, en með töfum þó. Nazistar höfðu af lúsiðni hreinsað til í þýzkum bókasöfnum og þaðvar ótrúlegt hvað vantaði. En eitt bókasafnið virtist hafa orðið út- undan af slysni, ríkisbókasafn- ið sem geymt var í ólmu þing- hússins í Berlín sem ekki brann. Þangað fór ég einusinni í skoðunarferð; hraömælskur leiðsögumaður benti sakleysis- legu bændafólki á rústir þing- salarins þar sem allt var brunn- ið inn að steini og sagði: Þann- ig mundi Þýzkaland lita út i dag ef kommúnisminn hefði komizt tiil valda. En Foringinn tók í taumana og fékk því af- stýrt. Og ég heyrði fjálgleg andvörp í þessum bústnu bændakonum. Ég lenti í klandri þar á knæpu fyrir að standa fyrir hópsöng á Lorelei — Heine var vitanlega í banni sem Gyðing- ur. Ungur flugliðsforingi úr heimahögum Heine vék sér að mér og spurði með þjósti hvort ég vissi ekki í hvaða landi ég lifði. Ég tók þann kcst að leika fávita eftir beztu getu, mýkti manninn með koníaki og var hann orðinn sæmilega viðmæl- andi um miðnæturskeið. Tugt- húsandrúmsloft grúfði yfir, og skipulagið virtist svo sterkt hjá nazistum að það orkaði alveg lamandi á mann. En höfundum á þýzka tungu á ég margt að þakka. Marx, Heine og Thomas Mann hef ég haft meira dálæti á en öðrum höfundum. Ég hef reyndar allt- af verið fullt eins hrifinn af verkum Heine í óbundnu máli og kvæðunum. Og mér þótti vænt um það að þegar ég kynntist danska skáldinu og gagnrýnandanum Tom Kristen- sen á Heineráðstefnu í Weimar og við fórum að bera saman bækumar, þá var það prósa- Heine sem hann var hrifnastur af. ★ — Þú vilt ekki segja Islend- ingasögur frá Höfn. — Nei, ætli það. Þótt ég kunni margar, sannar og logn- ar. Þær eru margar tengdar þeim rómantíska draumi sem við Islendingar lifum í, draum- inum um séníið. Aladínshug- sjóninni, að hafa ekki fyrir hlutunum, treysta á innblástur- inn, viðurkenna ekki blóð, svita og tár. Þetta er því miður allt- of sterkt í hugsunarhætti fs- lendinga. Og svo þessi óskap- lega dýrkun á gáfumönnum. Ég kom svo heim árið 1939 í Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.