Þjóðviljinn - 26.11.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.11.1968, Blaðsíða 8
0 SÍÐA — ÞJÓÐVTiLJINN — ÞriðjudagRjr 26. nóvember 1968. SÉBASTIEN JAPRISOT: — Agn fyrir öskubusku 2 sprautu. Hún var hávaxin og með stórar, hvítar hendur. Mér varð ljóst að andlitið á mér var ekki bert og nakið eins og and- litið á henni. Ég reyndi að finna umbúðimar ag smyrslin við hör- undið. I huganum reyndi ég að þræða gasbindið sem vafið var um hálsinn á mér, um hnakk- ann, um hvirfilinn, umhverfis ennið, framhjá auigunum, aftur umhverfis andlitið, hvem hring- inn af öðrum. Ég sotfnaði. Naestu dagana var ég svona fyrirbrigði sem flutt er til og matað, ekið eftir göngum, sem svarar já með því að loka aug- unum einu sinni, nei, með því að loka þeim tvisvar, sem vill ekki kveina og kvarta en aepir þó, þegar skipt er um umbúðir; sem með augunum reynir að láta í ljós spumingarnar sem saekja á hugann; sem getur hvorki talað né hreyft sig; dýr sem fær líkamiega aðhlynningu með smyrslum, andlega aðhlynn- ingu með spraurtum; vera sem er án andlits og handa: ekki neitt. — Eftir hálfan mánuð verða umbúðimar teknar af, sagði læknirinn með magra andiitið. — Satt að segja ligeur við að ég harmi það; þér eruð svo falleg múmía. Hann hafði sagt mér hvað hann hét — Doulin. Hann var glaður yfir því að ég skyldi muna það enn fimm mínútum seinna og enn fegnari bví að, heyra mig segja það án bess að misþyrma því. FVrst í stað beg- ar hann laut yfir mig, sagði hann ekki annað en ungfrú, vina-mín,' skynsöm. Ég endurtók: háskóli, þurrklari, ínonda, orð sem skyn- semi mín vissi að voru inni- haldslaus, en harðar, skorpnar varir mínar mynduðu gegn vilja mínum. Hann sagði seinna að þetta væri „fjarkönnun“; hann sagði að það skipti ekki miklu HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogrs Hrauntungu 31 • Simi 42240 Hárgreiðsla - Snyrtingar Snyrtivörur. Fegrunarsérfræðingur á staðnum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18, III. hæð (lyfta) Sírui 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. máli og það tæki bráðum enda. Það tók reyndar ekki meira en svo sem tíu daga áður en ég fór að þekkja sagnir og lýsingar- orð þegar ég heyrði þau. Nafn- orð tóku mig nokkra daga í við- bót. En sérnöfn þekkti ég aldrei aftur. Ég gat endurtekið þau jafnlýtalaust og hin, en ég hafði enga hugmynd um hvað þau táknuðu; það voru aðeins orð, sem Doulin læknir halfði sagt. Að undanskildum fáeinum orðum, svo sem París, Frakklandi, Place Massena og Napóleon, voru þau grafin og gleymd í fortíð sem ég vissi ekkert um. Ég lærði þau einfaldlega utanað upp á nýtt, Það var allt og sumt .Hins veg- ar var alger óþarfi að útskýna fyrir mér merkingu orða eins og að borða, ganga, sporvagn, hauskúpa, sjúkrahús eða hvað sem var, svo framarlega sem orðin táknuðu ekki persónu, stað eða ákveðinn atburð. Doulin læknir sagði, að þetta væri ofur eðlilegt og ég skyldi ekki hafa áhyggjur af því. — Munið þér hvað ég heiti? — Ég man allt sem þér hafið sagt. Hvenær fæ ég að sjá sjálfa mig? Hann færði sig til og verkjaði í höfúðið þegar ég ætlaði að renna til augunum og horfa á eftir honurn. Hann kom til baka með spegil í hendinni. Ég leit í hann, sá sjálfa mig, tvö augu og muinn innan í löngum, hörð-1 um stranga úr hvítum gasbind- um. — Það tefcur meira en klukkutíma að taka allt þetta þurtu. Það sem er fyrir innan er talið vera sérdeilis fallegt. Hann hélt speglinum fyrir framan mig. Ég var með púða við bakið, sat næstum uppi með handleggina niður með síðunum, þeir voru bundnir við rúmið. — Verða hendumar þá losað- ar líka? — Já, bráðum. Og þá er um að gera að sýna ró og skynsemi og hreyfa sig ekki of mikið. Þær verða aðeins bundnar niður með- an þér sofið. — Ég get séð í má’r augun. Þau eru blá. — Já. Þau eru blá. Og nú skuluö þér vera dugjleg stúlka. Ekki hreyfa yður, ekki brjóta heilann. Bara sotfa. Ég kem aft- ur síðdegis. Spegillinn hvartf og um leið þess vera með blá aiugu og munn. Langleitt og magurt and- lit birtist aftur fyrir framan mig. — Sofið vel, múmfa litla. Ég fann að ég seig niður i rúmið þar til ég lá út af. Ég hefði gjaman viljað sjá hend- umar á lækninum. Andlit, hend- ur, aogu, það skipti mig mestu máli þetta tímabil. En hann fór og ég sofnaði án þess að fá sprautu, þreytt um allan likam- ann, meðan ég hélt áfram að endurtaka nafn sem var mér eins framandi og öll hin, mitt eigið nafn. — O — — Michele Isola. Ég er lika kölluð Mi eða Micky. Ég er tví- tug. Verð tuttuigu og eins í nóv- ember. Ég fæddist í Nice. Faðir minn býr enn í Nice. — Svona nú, róleg litla múmía. Þér gleypið helminginn af orð- unum og þreytizt alltof mikið. — Ég man ailt, sem þér hatfið sagt. Ég hef átt heima á ítalíu í mörg áir, hjá frænku minni, sem dó í júní. Ég meiddist í efldsvoða fyrir þrern mánuðum. — Ég hef líka saigt yður fleira. — Ég átti bíl. MG. Skrásetn- imgamúmerið var TTX 66.43.13. Hánn var hvítur. — Ágætt, múmía litla. Mig langaði til að halda í hann og nístandi sársauki lagði upp allan handlegginn á mér og upp í hnakka. Hann stanzaði aldrei nema fáeinar mínútur í senn. Á etftir fékk ég svo eitlhvað að drekka, sem svæfði mig. — Bíllinn minn var hvítur. MG. Númerið var TTX 66.43.13. — Gg húsið? — Það stendur á tanga sem heitir Cap Cadet. Milli La Ciot- at og Bandol. Það var á tveim hæðum, brjú herbergi og eldhús niðri þrjú herbergi og tvö bað- herbetvd á annarri hæð. — Ekki svo hratt. Og herberg- ið yðar? — Það vissi að hafinu og litlu borpi, sem hét Les Lecques. Veggimir voru hvítir og bláir. Þetta er alveg út í hött, ég segi það satt. Ég man allt sem þér hafið sagt mér. — Já, en þetta er mikilvægt, múmía litla. — Ég endurtek þetta bara eins og lexfu sem ég hef lært utam- bókar. Þetta segir mér ekkert og vekur engar minningar hjá mér. Það e”u ekki anmað en orð. — Gætuð þér endurtekið þau á ítölsku? — Nei. Ég man camera, casa, maahina, bianca. Ég er búin að segja það. — Nú er nóg komið í dag. Þeg- ar þér eruð búnar að ná yður ögn betur, skal ég sýna yður nokkrar myndir. Ég hef fengið þrjá fulla kassa. Það liggur við að ég þekki yður betur en þér bekkið yður sjálf, múmía litla. Það var læknir að nafni Cha- veres sem hafði skorið mig upp brem dögum eftir eldsvoðann á. sjúkrahúsi í Nice. Doulin læknir sagði að aðgerðir hans, eftir að mér hafði verið að blæða út í annað skipti á sama degl, hefðu verið stórkostlegar á að hoitfa, beinlínis ævintýralegar, en upp- skurði af bví tagi myndi enginn skurðlæknir kæra sig um að end- uirtaka. Éig lá á sjúknahúsi í nánd við Bois de Boulogne, sjúkradeild dr. Dinnes, og þangað hafði ég ver- ið flutt mánuði etftir fyrsta upp- skurðinn. 1 flugvélinni hafði mér næstum blætt út í þriðja skipti, vegna þess að flugmaðurinn hafði neyðzt til að hækka flugið kortéri fyrir lendinigu. — Dr. Dinne tók yður til meðflerðar strax og ágræðslan var að byrja að jafna siig. Hann gaf yður allra fallegasta nef. Ég helf séð gipsmótin, og ég fullvissa yður um aö það er alveg ljóm- andi. — Og þér? — Ég er mágur Ohaveres lækn- is. Ég er með praiksís í Parfs. Ég hef fylgzt með yður síðan daig- imn sem þér voruð fluttar hing- að. — Hvað er búið að gera við mig? — Hema? Það er búið að setja á yður fallept nef, múmía litla. — En fyrir þann tíma? — Kemur það ekki út á eitt núna, þegar allt er um garð gengið. Þér vomð heppnar að vera ekki nema tvítuig. — Atf hverju má ég ekki' fá neinar heimsóknir? Ef ég fengi að hitta pabba eða einhverja aðra manneskju sem ég bekkti áður, er ég viss uim, að aillt myndi. renna upp fyrir mér í einum rykk. — Þér kunnið svo sem að koma fyrir yður orði, múmtfa litla. En í sambandi við rykik, þá hafið þér svo sannarlega t>rð- ið fyrír rykk og höfuðhög'd, og því færri rykkjutn sem þér verð1- ið fyrir í framtíð.inni, því betra. Hann brosti, færði höndina að öxl mér að snart hana andartak án þess að þrýsta á hana. — Þér þurfið ekkert að óttast, múmía litla. Þetta gengur allt vel, já, alveg ágætlega. Von bráð1- um kemur minni yðar til baka, hægt og rólega. Minnistap eetur lýst sér á svo margan hátt, að afbrigðin eru næstum eins mörg og sjúklingamir. Hvað yður snertir er tilfefllið mjög góðkynj- að. Þér stamið ekki einu sinni, og það er svo víðtækt að héðan af hlýtur gatið smám saman að rninnka. Þangað til það verður aðeihs örlítið. Hann lyfti hendinni svo að ég gat séð hann og færði saman bumal- og vísifingur. Hann brosti t>g reis hægt á fætur, til þess að ég færði augun ekki til of snögg- lega. — Verið nú róleg og skynsöm, múmía litla. Þar kom að ég varð nógu ró- leg og skynsöm til þess aö hægt var að taka mig úr sambandi RAZNOIMPORT, MOSKVA RUSSNESKI HJOLBARÐINN ENDIST Hafa enzt 70.000 km akslur samkvi votfopðl atvínnubllstjóra Faest hfá flesfum tijólbaröasölum A Hvergl lægra verO emt Ian«tinu f SÍMI 1-7373 TRADINC CO. HF. I BRAND'S A-1 sósa: Með kjöli. með tiski- með hverjn sem er SKOTTA — Nei, nei, mér finnst eilflkert asnailegt af mömmu þinni að prjóna sivona peysu úr því að þú fékkst tíu á skyndiprófimiu. Terylenebuxur á drengi frá kr. 480.00. Terylene-flauelsbuxur drengja — Telpuúlpur — Gallabuxur — Peysur. Siggabúð Skólavörðustíg 20. VÉLALEIGA Símonar Símonarsonar. — Sími 33544. Önnumst múrbrot og flesta loftpressuvinnu. •— Einnig skurðgröft. Geri gamlar hurðir sem nýjar. Kem á staðinn og gef upp kostnaðaráætlun án endurgjalds. Ber einnig á nýjar hurðir og nýlegar. Sími 3-68-57. LEIKFANGALAND VELTUSUNDI 1 kynnir nýja verzlun — LEIKF AN G AK J ÖRBÚÐ. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. LEIKFANGALAND VeltusundJ 1 — Sími 18722. Ódýrast i FÍFU Ulpur * Peysur * Terylenebuxur * Molskinns- buxur * Stretchbuxur. Regnkápur og regngallar. — Póstsendum hvert á land sem er Verzlunin FÍFA Laugavegi 99 (inngangur frá Snorrabraut). Skolphreinsun og viðgerðir Losum stíflur úr niðurfallsrörum voskum og böð- um með loft- og vatnsskotum — Niðursetnine á brunnum og fleira. SÓTTHREINSUM að verki loknu með lyktarlausu hreinsunarefni. Vanir menn. — SÍMI: 83946.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.