Þjóðviljinn - 04.02.1969, Page 2
2 SlDA — í>JÖÐVrL~JINN — Þriðjuda.giur 4. íebrúar 1969.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíð Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldin laugar-
daginn 8. febrúar kl. 19.30 í Félagsheimili Kópavogs.
SKEMMTIATRIÐI:
1. Stutt ávarp. Helgi Guðmundsson.
2. Borðhald.
3. Hristingur (gamalt grín) Halldór Pétursson.
4. Spurningakeppni. Karlmenn og konur keppa.
5. Ríótríó skemmtir.
6. ?
7. Dans.
Miðapantanir í símum: 40096 og 40021 og við innganginn.
Félagar fjölmennið! Skemmtinefndin.
Helga í Bræðratungu (Svava Kjartansdóttir) og Ragnheiður
Brynjólfsdóttir (Þóra Grétarsdóttir).
ágæta sýningu hafi ekki áður
verið að ræðaáþessum slóðum,
og er áhugasömum mönnum
það mikið fagnaðarefni, að sá.
ekyldi verða árangur, þegar
leikfélög þorpanna tóku fyrst
höndum saman. Það er ekki
ætlun min með línum þessum
að skrifa leikdóm, þar sem
lögð væri áherzla á að tiunda
hvað eina, sem vel er gert og
hvar helzt hefði á skort. 20
manns sýna sig á sviðinu. en
fjórir koma þar mest við sögu:
Brynjólfur biskup og Ragn-
heiður dóttir hans, séra Daði
og matróna Helga í Bræðra-
tungu, en biskup og dóttir hans,
eru meginburaðrásarnir, þau
eru hinir sterku pólar, þar sem
aðrir leikiendur eru lítið annað
en svarfagnirnar, sem þess er
fyrst og fremst krafizt af að
vera af þeim rnálmi, að þeir
sikipi sér rétt í kraftlínusveip-
inn umhverfis þau. Allir leysa
leikendur hlu.tverk sín sórna-
samlega af hendi, sumir vei og
biskup og dóttir hans eru
ágætlega leikinn. Valgarð Run-
ótfsson skólastjóri í Hveragerði
leikur Brynjólf biskup. Hann
hefur komið við sögu leik-
mennta hér undanfarin ár og
hefbr aldrei látið bregðast að
standa full skil á sínu hlut-
verki. Þetta er stórbrotnasta
hlutverkíð, sem hann hefur
tekizt á hendur, og sýnir nú
meira en nokkru sinni fyrr.
Hann er gjarvulegur og jwek-
legur á velli og ber með eér
skaphörkuna i hverri hreyfingu
og hverju orði, sem hann mæl-
ir, en fatast þó aldrei að sýna,
hve örlögin hafa beygt hann
djúpt og bugað. Rödd hans er
SKALHOLT
f ' ;
Sjónleikur Guðmundar Kambans sýndur austanfjalls
Að kvöldi sunnudagsins 26.
jan. sl. var sjónleikurinn Skál-
holt eftir Guðmund Kamban
frumsýndur í Selfossbíói fýrir
ftullu húsi. Að sýningunni
standa í sameiningu leikfélög-
in á Selfossi og Hveragerði, og
var leikurinn síðan ffluttur öðru
sinni í Hótel Hveragerði mið-
vikudaginn 29., og sa'ðan tveim
dögum síðar og enn að kvöldi
sunnudagsins og var hvert sæti
■ skipað í öll skiptin.
Leikstjóri er Gislli Halldórs-
san. Hann hcfur verið önnur
hönd nefndra leikfélaga nokk-
ur undanfarin ár og hefur átt
sinn mikla þátt í því, að félög-
unum heflur tekizt að sýna
veigamikla leiki á þann hátt, að
þeim og hénaðinu var sómi að.
Sú er fyrst nýjumig í sam-
bandi við þessa sýningu, að
leikfélög þessara nágranna-
þorpa lögðu samai) krafta sina.
Á síðari árum hafa leikfélög
beggja staða lagt metnað sinn
í að velja sér til flutnings
eins viðamikil skáldverk og
geta þeirra leyfði og lögðu þau
á hilluna margt verkið, sem
hugur stóð til, en töldu kröft-
um myndi ofviða. Vel mætti
vera, að félögunum hér austan
fjalls hafi fyrir nokkru dottið
í hug leikrit Kambans út af
einni mestu persónuharmsögu
í íslenzku þjóðlifi, þar sem
vettvangur þeirra atburða er
á nasstu slóðum. Hugmyndin
um fflutning þessa stórbrotna
verks gerði kröffiu um samein-
ingu krafta, ef til framkvæmda
ætti að körna, og með því móti
er fflutningur leiksins nú orð-
inn að veruJeika.
Ég hygg það hór sameiginOegt
álit þeirra, sem notið hafa sýn-
ingar á þessum leik, að um svo
. \u :isy in<--v
hljómhrein, tolæbrigðairík og
þjál og sveifflast úr brjálaðri
reiði í nístandi harm á til-
þrifamikiinn hátt. Þóra Grétars-
dóttir á Selfossi leikur Ragn-
heiði, og hygg ég hana hafa
komið mest á óvart með leik
sínum, enda ekki fyrr komið
fram í dramatísku hlutverki.
Ég hygg segja megi, að hún
átti allan hug leikhússgesta í
hvert sinn er hún birtist á
sviðinu, Hún bar með sér æsku-
þrunginn glæsileika, finleika,
hispursleysi og óbugandi vilja-
styrk. Þóra heffiur leiksviðsrödd
af guðs náð ,og firamsögn henn-
ar og tungutak svo skýrt, að
vart verður á betra kosið. Það
er, samlkvæmt eðli leiksins,
hJutverk biskups og dótturinnar
að bera leikinn uppi, og það
gerðu þau Valgarð og Þóra með
þeirri prýði, að áhorfendur
Framhald á 9. síðu.
Hver er viðmiðun i hlutfalls
tölunam um atvinnu/eysi?
Þ jóðviljanum hefur borizt
eftirffiarandi ifirá Bfnahagsstofn-
unimni:
Hr. ritstjóri:
1 tolaði yðar í dag er spurzt
fyrir um það, hver sé viðniiðun
í þeim hlutfallstölum um at-
vinnuleysi, sem nokfeuð hafa
verið til umræðu f dagblöðun-
um tmdanfarið. Sjálfsagt er að
veita svar við þessari spum-
ingu.
Hlutfalistölur um fjölda at-
vinmiulawsra manna eru ýmdst
miðaðar við heildarmannafla i
landinu, þ.eaas. fjölda þess
fólks, sem starfandi er eða ósk-
ar eftir starfi utan heimilis,
eða við fjölda þeirra manna,
sem atvinnuleysistryggingar ná
til. 1 sumum löndum er fyrri
viðmiðunin höfð. í öðrum hin
síðari, og verður að gæta vel
að því, hvort heldur er, þeg-
ar samanburður er gerður á
milii Larnda. Mannafflirm hér á
landi er nú um 80.000 manins,
og fjölgar um 1.600 manns á
ári um það bil. Um síðastliðin
áramót voru skráðir 1.340 at-
vinnulausir menn, karlar og
konur, í öLLum kaupstöðum
landisins og kauptúnium með
yfir 1000 íbúa. Samanburður á
atvinnuástandi kauptúna með
minna en 1000 fbúa við at-
vinnuástand stærri staðanna
beniti til, að samsvarandi fjöldi
í kauptúnum með innan við
1000 íbúa væri um 900, en um
þetta lágu ekki fyrir saman-
teknar tölur, þegar athugun um
þessi efni var gerð fyrr í þess-
um rriánuði. Heildartala skráðra
atvinnulausra manna hefði
samkvæmt þessu átt að vera
rúmlega 2.200 um áramótin,
eða tæplega 3% af mannaflan-
um. Eins' og kunnugt er hefur
atvinnuleysi síðan aukizt mik-
ið, eins og m.a. kom fram af
greinargerðum atvinnumála-
nefndanma í byrjun þessarar
viku. Að sjálfsögðu koma áhrif
sjómannaverkfaHsins mjög við
sögu f þessu sambandi.
Á síðastliðnum vetri, 1967—
1968, var atvihnuleysi yfirleitt
meira f V-Evrópu en það hatfði
verið í áratug. 1 því nágranna-
landi okkar, þar sem atvihnu-
ástand hefur ætíð verið einna
bezt og sveiflur í atvinnu
minnstar, þ. e. í Svfþjóð, er
talið, að fjöldi atvinnulausra
marma hafi í febrúar verið
tæplega 3% af mannafla. !
sumum öðrum nágrannalöndun-
um var atvinnjuleysi mun
meira. Þannig var það tæp 6%
af mannafla í Finnlandi í jan-
úar 1968 og í Danmörku í sama
mánuði tæplega 9% af tölu
tryggðra. 1 öðru norðlægu
landi, Kanada, var atvinnuleysi
rúmlega 6% atf mannafla á (
fyrsta ánsfjórðungi 1968. . Yfir
sumarmánuðina hetfur atvinnu-
leysi í öllum þessum löndum
að sjálfsögðu verið mun minna
en þetta. Þó hefur það verið
3—i% af mannafla í Finnlandi
og álíka mikið í Kanada.
Virðingarfýllst,
Jónas H. Hafalz.
4