Þjóðviljinn - 08.06.1969, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.06.1969, Blaðsíða 10
10 — MÖEWHJMffiN — Surmtrdagur 8. júní 1969. ROTTU- KÓNGURINN EFTIR JAMES CLAVELL: — Viltu siá um dálítið íyrir mig? spurði hann. — Já, já. Kóngurinn dró upp veskið sitt OR tók upp tíudalaseðil. — Farðu og fir*«du Brant ofursta. I.itla náungwvn með skeggið undir hök- tmni. bú veizt. Fáðu honum benn- an hérna, — Veiztu hvar hann er? — í námunda við fangelsið. T>að er hann sem á að gefa Grey gaetur í dag. Tex brosti. — Ég frétti að ykk- ur hefði lent saman. -— Já. br.ióturinn leitaði á mér rétt einu sinni. — Það er hairt. sagði Tex og klóraði sér * i Ijósum hárlubb- anum. — Satt segirðu. sagði kóngur- imn hlæjandi. — Og segðu Brant að hann’ megi ekki koma svona seint næst. En bú hefðir átt að vera þarna viðstaddur, Tex. Þessi Brant er stórkostlegur léikairi. Hann fékk Grey meira að segja ttl að biðja mig afsökunar. Hann brosti og dró fram fimm dali í viðbót. — Segðu honum að þetta sé fyrir afsokunarbeiðnina. — Allt í lagi. Er þetta allt og sumt? — Nei. Hann sagði homim hvatr hann gaeti fundið Barry majór, síðan fór Tex og kónigurinn hag- ræddi sér í stólnum á ,ný. Eigin- lega hafði þetta verið allra hag- stæðasti dagur. Grey flýtti sér eftir stígnum og upp þrepin að bragga númer |extán. Það var næstum kominn matartimi og hann var skelfilega svangur. • ( ^er^pimir voru farnir að raða sér upp. Grey flýtti sér að fíetl sínu og sótti könnurniar sínar, krús, skeið og gaffal og stillti sér í röðina, — Af hverju er maturinn ekki kominn? Spurði hann manninn á undan sér. — Hvemig í fjandanum ætti ég að vita það? sagði Dave Dav- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðsl ustof a Kópavogs Hrauntungu 31 Simi 42240 Hárgreiðsla Snyrtingar SnyTtivörur. Fegrurarsérfræðingui é staðnum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó L.augav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 Perma Hárgreiðsiu- og snyrtistoía Garðsenda 21 SÍM! 33-968 en hranalega. Málfar hans gaf tíl kynna Eton eða Harrow og hann var hár eins og bambusstöng. — Ég spurði bara, sagði Grey gramur. Hann fyrirleit Dajven fyrir málfar hans og frumburð- arrétt. Eftir klukkutím.a bið kom mat- urinn. Maður hélt á tveim dunk- um fram fyrir röðina- í þeim bafði áður verið bensín. Nú var annar hálffullur af hrísgrjónum, hinn fullur af súpu. Mennimir þokuðu sér nær hver af öðrum og aðgættu ná- kvæmt skemmtana. En skaimmt- 4 amir voru alltaf eins. Bolli af súpu og krús af tei á mann. í»eir borðuðu hratt og þegjandi. Maðk- arnir i hrísgrjónunum voru að- éins nærmgarauki og ormar eða skordýr voru fjarlægð reiðilaust úr súpunni, ef eftir þeim var tek- ið. En fíestir ■ li’tu ekki á súpuna eftir fyrsta tillitið til að að- gæta hvort í henni væri fisk- biti. En þótt skammturinn væri að- eins súpa og hrísgrjón, gátu mennimir í búðunum slundum útvegað sér kókóshnetu eða ögn af niðursoðnu nautakjöti, sard- inu, hálfan ba.n,ana eða jafnvel egg til að blanda saman við hrís- grjónin. Egg voru sjaldgæf. Einu sinni í viku fékk hver maður egg ef hænsnin í búðunum verptu samkvæmt áætlun. Það vair háí tíðisdagur. — Hlusiið á mig, piltar! Spence höfuðsmaður stóð í bragganum miðjum en rödd hans heyrðist út fyrir. Hann beið þar til allir voru komnir inn. — Við þurfum að leggja fram tíu merni í skóg- arhögg á morgun. Hann kross- aði á listann sinn og kallaði upp nöfnin. — Marlowe? Ekkert svar. — Veit riökkur hvar Marlowe er? — Ég held hann sé með deild- inni sinni, sagði Ewart. — Viljið þér segja honum að hann eigi að koma í skógarhögg á morgun. — Já. Spence fór að hósta. Aslhminn var með versta móti í dag og.þeg- ar kastið var um garð gengið hélt hann .áfram: — Fangabúða- stjórinn talaði aftur við jap- amskia hershöfðingjann í morg- un. Hanm fór fram á stærri mat- arskammta og bað um lyf en fékk synjun eins og vanalega. Hrísskammturinn verður óbreytt- ur. Spence leit út um dyrnar og gekk úr skugga um að báðir verðimir væru á sínum stað. Svo lækkaði han.n róminn og menn- imir hlustuðu í ofvæni. — Bandamenn eru um það bil hundrað kílómetra frá Mandialay og þeim mdðar stöðugt áfram en Japamimir hörfa. Bandamenn sækja fram í Belgíu, en veðrið er slæmt. stórhríð. Á austuirvíg- stöðvunum er sömu sögu að segja, Rúsisarmir sækja fram eins og fjamdinm sjálfur og búizt er við að þeir taki Krakow næstu daga. Bandaríkjamenn sækja fram við Mamila. Þeir eiru í nánd við — hamn hikaði og reyndí að rifja upp nafnið — ég held það sé Agnofljót á Luzon. Þetta er allt og sumt. En það er gott. Spence var feginm því að þetta va.r afstaðið. Hann lærði frétt- iroar utanað daglega á fundi braggastjóranna, og í hvert skipti sem bamm þurftí að endurtaka þær, bogaði angisdarsvitinn af honum. Einn góðan veðurdag gæli slefberi komið upp um hanm og sagt óvinimum að bann væri einn þcirra sem léti fréttimar ganga og Spence vissi að hann væri ekki nógu sterkur tíl áð þegja. Eða þá að Japami heyrði hann leysa frá skjóðunnd og þá ... — Þetta er allt og sumt, fé- lagar. Spence gekk að koju sinni og honum var óglatt. Sólin var steikjandi heit. Enn voru tvær stundir þar til regnið kæmi. — Er þetta í lagi, lag®i? spurði Tinker. — Stórfínit, sagði kón,guirinn þegair hann borgaði. — Þakka þér fyrir, Tink. Hann reis upp úr stólnum. settí upp hattinm og kinkaði kolli til Tinkers og of- ursfans. sem beðið hafði þolin- móður eftir klippingu. Báðir mennimir störðu á eftir honum. Kóiigtirifin gekk rösklega heim- leiðis eftir sitígnum. Hann var hæfilega soltinn og var að hugsa um demantinn. Það yrði ekki auðvelt að koma þeim viðskipt- um í kring. en hann yrði að reyn.a. Þegar hamn nálgaðist, sá hann ungan mann sem sat á hækjum fyrir utan stíginn og tal- aði við innfæddan mann á malay- ískti. Hörund mannsins var mjög útitekið og það mótaði fyrir vöðvunum undir húðinni. Hann vair herðabreiður og lendagrann- ur og var aðeins klæddtw mittis- skýlu. Malajinn Mustaði með athygli á manninn, síðam hló hann, sýndi í sér tenn.umar sem voru litað- ar af beteþ og svaraði á móður- máli símu og lagði áherzlu á orð sín með handahreyfingum. Kóngurinn skildi aðeins orð og orð á stangli, því að hann kunni eteki mikið í malajísku og hanin varð að bjarga sér á samblandi aí malajískiu, japömsku og pidgin ensku. Kángurinn gekk hugsi imn í skálaon. Dino lá í fletí sínu og mókti. Hann var lítill, þeldökkur mað- ur með hæruskotið hár og fljót- andi auigu. Kón.gurinn fann aug- un hvíla á sér og sá bros Dinos. En augun brostu ekki. í innsta homi braggans leit Kurt ttpp frá buxumum sem hann var að reyna að bæta og spýtti á gólfið. Hann var með gulbrún- air, robtulegar tennur og hann spýtti alltaf á gólfið. Engum var um hann gefið, vegna þess að hann vildi aldrei fara í bað. I miðjum skálanum sátu Byron Jones og Miller og tefldu skák eins og ævinlega. Báðir voru naktir. Þegar vöruflutningaskip- ið sem Miller var á, varð fyrir tun durskeyti fyrir tveim árum. hafði hann vegið tvö hundruð áttatiu og átta pund. Hamm var sex fet og sjö þumlungar á hæð. Nú var hamn hundrað þrjátíu og þrjú pund að þyngd og felling- armar í maga.skinninu héngu niður fyrir kynfæri hans. Það kom blik í blá augu hans þegar hann teygði sig eftir riddara. Byron Jones færði riddarann í skyndi og nú sá Miller að hrók- urinn hans var í hættu. — Þú liggur í þvi. Miller, saigði Jones og klóraði í frumskógasár- in á fótleggjunum. — Farðu til fjandans. Jones hló. — Sjóherinn sdgr- ar ævinlega kaupskipaflotann. Max sat enn hjá rúmi kóngs- ins og stóra. svarta kassanum sem vair hlekkjaður við það. — Fínt er. Max, sagði kóngur- inn. — Nú máttu draga þig í hlé. — Gott, sagði Max og leit á hann brúnum, eirðarlausum aug- um. Kóngurinn tók ósjálfrátt upp tóbaikspunginn sinn og gaf Max dálítið af tóbaki. — Þa.kk fyrir, sagði Max. — Já, reyndar, Lee bað mig að skila að hann væri búinn að gamga frá þvottinum þínum. — Þakk fyrir. Kóngurimn tók upp sígarettupakka og amdartak varð dauðaþögn í skálanum. Áð- ur en kóngurinm var búinn að ná í eldspýtur var Max til reiðu með kveikjaranm sinn. Tökum að okkur viðgerðir. breytingar, viðbyggingar, gler- ísetningu og mótauppslátt. Útvegum einn- ig menn til flísalagninga og veggfóðrunar Athugið: Tökum einnig að okkur verk upp til sveita. — Vönduð vinna með fullri ábyrgð. — Sími 23347. A EMAÍU3Í STAÐ fáOS þér íslenzk gólfteppi fró: TEPPAHUSIfl TEPPIif ZUtirna. Mm Ennfremur ódýr EVLAN feppf. Sparlð fíma og fyrirfiofn, og verzfið á einum sfað. SUÐURLAIMDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX13111 LáliA «kkki .*k«mimdar karlöTlur koma yðiir i vonl skap. IVoiið COLMANS-kartöfludufí SKOTTA — Er þér ekki sama þótt þú fleygir símareikiningunum í nsestu öskutunnu? HÚSAÞJÓNUSTAN s.f. íí&r MÁLNINGARVINNA ÚTI — INNI Hreingerningar. lagfærum ým- islegt s.s. gólfdúka, flísalögn, mósaik. brotnar rúður o fl. Þéttum steinsteypt þök. — Bindandi tilboð ef óskað er. SÍMAR: 40258-83327 HÚSEIGENBUR Tek að mér að skafa upp og olíubera úti- hurðir og hverskonar utanhúss viðar- klæðningu. — Upplýsingar í síma: 20738. Gallabuxur, molskinnsbuxur skyrtur — blússur — peysur — sokkar — regn- fatnaður o.m.fl. Góð vara á lágu verði. — PÓSTSENDUM. O.L. Laugavegi 71 Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.