Þjóðviljinn - 02.07.1969, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1969, Síða 8
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Mdðvikudagur 2. júli 1969. / ROTTU- KÓNGURINN EFTIR • JAMES " CLAVELLr ur á og stóð stimdarkorn með úrið í hendinni. — Sjáðu ti'l, Peter, ég skal segja bér eitt. Mað- ur verður að fara varlega. Segj- um svo að ég selji betta sem Omega úr og viti ekki að það er plat, þá gaeti ég hæglega lenit í slæmri klípu. En fyrst ég veit það fyrir, þá bjarga ég mér. >að er aldrei of varlega farið. Hiaimn brosti. — Við skulum fá okkur anman kaffibolla. áður en við förum út að gera viðskipti. Fundur útvarpstækisins hafði komið illa niður á föngunum. Japanski yfirmaðurinn hafði harmað að þurfa að minnka mat- arskammtinn til búðanna vegna „lélegrár uppskeru" svo að jafn- vel hinar vesældarlegu vara- birgðir klíkanna voru gen-gnar til þuirrðar. Aðrar hefndiarráðstaf- anir höfðu þó ekki verið við- hafðpr, þótt undarlegt mætti rrpetti teljast. í klíku Peters Marlowe hafði minnkun matarskammtsins kom- ið verst við Mac. Og eirmig mis- ■tökin í sambandi við vatns- flöskuútvarpið. — Fjandinn hafi það. Mac hafði bölvað hástöfum eftir að hafa vikum saman reynt að finna hvað að var. — Þetta er tilgangslaust. É* get ekki gert neitt nema taka tækið alveg í sundur. Allt virðist vera í lagi. En ég get ekki fundið bilunina nema ég hafi einhver verkfæri og einhvers konar rafhlöðu. Svo hafði La-rkin með ein- hverju móti tekízt að útvega litla rafhlöðu og Mac hafði tek- ið á öllu sem hann átti og farið að prófa útvarpið. I gær hafði hann í miðju kafi fengið malar- íukast og fallið í öngvit. Peter Marlowe og Larkin höfðu borið hann á spítalann og fengið hann lagðan í rúm. Laeknirinn hafði sagt að þetta væri aðeins malaría en ásamt þunglyndinu sem ásótti hann gæti hún orðið býsna hættuleg. — Hvað er að, Peter? spurði kóngurinn sem tók eftir skyndi- legum alvörusvipnum á honum. — Ég er bara að hugsa um Mac. — Hvað um hann? —■' Við urðum að fará með þa$n á spítalann í gær. Hpn- um líður ekki vel. — Er það malaría? — Já. aðallega. — .Hvernig þá? — Hann er með hita, satt. er það. En það er ekki það versta.. Hann fær sikelfileg þunglyndis- köst. Hann hefur áhyggjur af konu sinni og syni. Sjáðu til, rétt áður en Japanimir lentu í Singapore, »kom Mac konu sinni og syni í síðustu skipalestina sem fór þaðan. Svo fór hann með deild sinni til Java á strand- ferðabáti. Þegar háinn kom til Java heyrði hann að allri 4est- inni hefði verið sökkt eða hqn tekin. Engar sanoanir voru fyr- ir því — aðeins sögusagnir. Og hann veit ekki hvort þau hafa komizt af. Hann veit ekki h-vort 19 þau eru dáin eða hvort þau eru á lífi — og ekki heldur hvar þau kynou að vera. Sonur hans var ekki nema fjögurra mánaða. — Tja, þá er strákurinn nú næstum þriggja ára og fjögra mániaða sagði kóngurinn rólega. — Það er tilgangslaust að pína sjálfan sig með því sem ekki verður við bjargað. Hann tók kíninflösku úr svarta kassanum sínum, taldi fram tuttugu töfl- ur og fékk Peter Marloive. — Þetta getur læknað í honum malariuna. 1 — En hvað um sjálían þig? — Ég hef meira en nóg. Hugs- aðu aldrei um það. — Ég skil ekki af hverju þú ert svona gjafmildur. Þú gef- ur okkur mat og lyf. Og hvað færðu frá okkur í staðinn? Ekki neitt. Ég skil þetta ekki. — Þú ert vinur minn. — Já, en mér er ekki um að þurfa að þiggja svona mikið. — Skítt með það. Hana. Kónguónn fór að skammta. Sjö skeiðar handa honum og sjö skeiðar. handa Peter Marlowe. Þeir borðuðu fyrstu skeiðam- ar hægt til að sefa hungrið, svo nutu þeir með hægð þess sem eftir var. . — Viltu meira? Kóngurinn beið. —_En hvað ég þekki þig, Peter. Ég veit að þú gætir borð- að heilan skammt í viðbót. En þú gerir það ekki. Ekki þótt líf þitt lægi við. — Nej þakk fyrir. Ég er sadd- ur. — Viltu vefja sígarettu handa mér? Peter Marlowe vafði sigarett- una og rétti honum. — Fáðu þér sjálfur, saigði kóngurinn. — Þakk fyriir. — Fjandakornið. bíddu ekki alltaf þangað til þér er boðið. Héma, fylltu tóbakspunginn þinn . Hamn tók pungiinn a-f Peter Marlove og tróð hann fullan af tóbaki. — Hvað eigum við að gera í sambandi við tóbakið? Fyrst Tex er á sjúkrahúsinu? spurði Peter Marlowe. — Ekki neitt. Kóngurinn blés frá sér reyknum. — Það er bú- ið að fullnýta þá hugmynd. Ástr- alíumennimir hafa komizt að öllu saman og þeir undirbuðu okkuir. — Það var leitt. Kóngurinn brosti. — Og, það var bara bráðabirgðafyrirtæki. Dálítil/ fjárfesting og skjótur á- góði. Ég náð; mínu á hálfúm mánuði. Heyrðu, ertu að gera nokkíuð sérstakt í kvöld? — Nei, af hverju spyrðu? — Viltu vera túlkur fyrir mig? — Já, sjálfsagt. Þarftu að tala við Malaja? — Nei, við Kóreumann. Max kom in.n í braggan.n og settist á koju sína. — Svei mér þá, ég var klukkutíma að hafa upp á þessum náunga. Svo sagði ég honum hvað þú hefðir sagt. — Nú? — Hann -— héma — fékk mér dá’lítið hianda þér, sagði Max og leit á Peter Marlowe. — Jæja. komdu þá með það maður. Max beið þolinmóður meðan kóngurinn rannsakaði úrið vand- lega, dró það upp og bar það upp að eyranu. — Eftir hverju ertu að bíða, Max? — Engu. Hm. á ég að þvo upp fyrir þig? — Já, gerðu það. Farðu bara. — Allt í lagi. Max tók auðmjúkur saman ó- hreinu diskana og fór með þá út og með sjálfum sér bölvaði hann sér upp á það. að hann skyldi einn góðan veðurdag ná sér niðri á kónginum. Peter Marlowe sagði ekki' neitt. Kóngurinn skrúfaði varlega bakið úr úrinu. — Aha, sagði kóngurinn. — Þetta datt mér í hug. — Hvað? — Þetta er rusl. Sjáðu hérna. Peter Marlowe rannsakaði úrið vandlega. — Mér sýnisit það vera í lagi. — Já, það er nú það. En það er ekki það sem bað sýnist vera. Omega úr. Kassi.nn er ekt.a en inavolsið er gamalt. Kóngurinn skrúfaði dósina aft- Grey var ekbi almennilega bú- inn að jafna sig enn, síðan dagimn sem Yoshima hafði fundið útvarp- ið. Meðan hann gekk upp stig- ann að birgðaskúrnum ígirundaði hann nýju skyldumiar sem hon- um hatfði verið lagðar á hierðar í viðurvist Yoshimas og Smedly- Taylor ofursti hafði síðan út- skýrt nánar fyrir honum. Grey vissi að þótt hann ætti í orði kveðnu að framkvæma nýju skipanimar. þá ættj hann í raun og veru að loka augunum og gera ekki neitt. Drottinn minn góður, hugsaði hann, hvað svo sem ég geri, þá er það rangt. Hann fékk skyndilegar kval- ir í magann. Hann. staðnæmdist meðan þær komu og liðu síðan hjá." Þetta var ekki blóðkreppu- sótt, aðeins niðurgangur og hita votturinn sem hann hafði var ekki malaríia. Hann var mjög svangur. Hann átti emgar vara- birgðir og enga peninga að kaupa fyrir. Hamn varð að bj arga sér við skammtimn án nokkurrar við- bótar og skammturinn var ekki næguir, ekki nægur. Þegar ég kemst héðan út. hugs- aði hann strengi ég þess heit að verða aldrei svangur framar'. Ég ætla að éta þúsund egg og tonn af kjöti og §ykur og kaffi og te og fisk. Við eldum mat allan dag- inn, við Trina. og þegar við er- um ekki að elda mat eða borða, þá elskumst við. Elskumst? Trína. bessi gála með sitt ei- lífa ..Ég er þreytt" eða „Ég er með höfuðverk", eða „Almáttug- ur, núna?“ eða „Jæja, ég má víst til“. eða ..Við getum það svo sem ef þú vilt“, eða „Geturðu aldrei séð mig í friði“, og samt var það alls ekki svo oft og hann hafði iðulega haldið aítur af sér og þjáðsit, eða þá að hún sagði ó- lundarlega „Jæja þá“ og svo kveikti hún Ijósið og baut fram úr rúminu og út í baðherbergið til að „laiga sig til“ og hann sá að- eins í svip fegurð' hennar gegn- um þunnan náttkjólinn áður en dyrunum var lokað, og svo varð hann að bíða'og bíða bar til ljós- ið í baðherberginu var slökkt og hún kom til baka. Hún var alltaf heila eilífð að koma sér Tökum að okkur vicjgerðir, breytingar, viðbyggingar, gler- ísetningu og mótauppslátt. Útvegum einn- ig menn til flísalagnínga og veggfóðrunar. Athugið: Tökum einnig að okkur verk upp til sveita. — Vönduð vinn með fullri ábyrgð. — Sími 18892. FóitS þér fslenzk gólfíeppi frá: VEPWtf ZHdma mm, 'öSvæ V TEPPAHUSIÐ Ennfremur ódýr EVLAN teppt. Spaiið tíma og fyrirfiöfn, og verrftð ó eínum sfað. SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAVíK PBOX1311 Látið ekki skenmidar kartöflnr k^rnia yður I vont skap. IVotfid COLMANS-kartöfliidiiftf 1 ■■■■■ . t ........ 1 lM, 1 .."""" .. ............ Trésmiðaþjónustan veitir húseigendum fullkomna viðgerða- og við- haldsþjónustu á öllu tréverki húseigna þeirra ásamt breytingum og annarri smíðavinnu úti sem inni. — SÍMI 41055. Jarðýtur —Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur, traktors- grqfur og bílkrana. til allra framkvæmda, innan sem utan borgarinnar. • J arðvinnslan sf Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. ís|enzk frímerki ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD ílYEL Háaleitisbcaut 37 (áður Kópavogi). Sími: 84424. — (Bezt á kvöldin). HUSAÞJONUSTAN s.f. MÁLNINGARVINNA ÚTI-INNI Hreingemingar, lagfærum' ým- islegt s.s. gólfdúka, flísalögn, mósaik, brotnar rúður o- fl. Þéttum steinsteypt þök. — Bindandi tilboð ef óskað er. SÍMAR: 40258-83327 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum .stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar, fyrir sveitabæi. sumarbústaði os báta. V arahlutaþ jónusta. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa elda- véla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími 33069.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.