Þjóðviljinn - 02.11.1969, Side 1

Þjóðviljinn - 02.11.1969, Side 1
Sunnudagur 2. nóvember 1969 — 24. árgangur — 241. tölublað. ,A Imenningshluta félaga hugmyndin í framkvæmd Á flótta undan herrétti Flugvélarræningi lenti í Rómaborg FLATEYRI 1/11 — Það hefur vakið mikla athygli manna hér á Flatéyri hvernig staðið hefur verið að hlutafjársöfmun til þess að kaupa frystihús. Við mikið brambolt var ákveðið að safna fé til þess að kaupa frystihús Fiskiðjunnar, sem hafði staðið lokað o:g ónotað um tíma vegna rekstrarfjár- skorts og annarra erfiðleika- Reyndust Flateyingar hafa mikinn áhuga á hlutafjársöfn- uninni Dg enda þótt fáir halfi i reynd verið aflögufærir lögðu menn fram miklar upphæðir þegar saman , kom að lokum- Þegar í ljós kom að veruilegt hlutafé ætlaði að safnast kom einnig í ljós að efnaðir aðilar á staðnuim höfðu nokkurt fé handa á milli- Keyptu þeir að lokum 55% hluitabréfa í fyrir- tæikinu — og almenningur á staðnum sem hafði reytt sig inn að skyrtunni fyrir atvinnufyr- irtækið sá fjársterka aðila setj- ast að öllum völdum í þessu „ almennin gshlu taf éla gi • “ Þótti mér þetta mjög eftirtektarvert dæmi um „almenningshluitafé- lögin“ sem ritstjóri Mongun- blaðsins predikar yfir okkur dögum oftar. — GK. RÓM l/ll — Maðurinn sem rændi farþegaþotu í eigu TWA á flugi yfir Kaliforníu í gær lét vélina lenda í Rómaborg í morg- im og neyddi hann einn af yf- irmönnum flugvallarlögreglunn- ar til að keyra sig út úr borg- inni. Hann var ófundinn er síð- ast fréttiíjt. Maðurinn er um tvítugt, lið- þjálfi ítalskrar ættar. Minichielli að nafni, og hefur hann m.a. barizt í Vietnam. Hann hafði verið settuir í fangelsi í Kali- forníu og átti bráðlega- að koma fyrir herrétt, sakaður um þjófn- að. Minichielli lét flugvélina lenda þrisvar í Bandaríkjunum á austurleið, rak farþega og 3 flugfreyjur af fjórum út og skipaði áhöfninni að fljúga til Evrópu. í nótt lenti vélin á Shannon á írlamdi við alltvísýn- ar aðstæður. Ræninginn reykti og dirakk mikið á leiðinni, og sagt er að hamn hafi verið í sjálfsmorðshuigleiðingum — en ekki viljað fara einn' í dauðann. Þegar flugvélin lenti í Róma- borg gaf Minichielli til kynna að hann væri fús til að yfirgefa hana ef hann fengi að fama til Napoli, en þaðan er hann ætt- aður. Lét hann einn af yfir- mönnuim flugvallarlögreglunnar, Guli, koma um borð með upp- réttar hendur, fór svo með hoh- um út úr vélinni, gengu b«ir svo að bifreið Gulis og óku á brott. Nokkru síðar bárust frétt- ir um að ítalska lögreglan hefði handsamað ræningjann, en bær voru, bornar til baka skömmu síðar. Fyrst var talið að ferð flóttamannsins væri heitið til Egyptalands. EFNI 2. síða: Skák — 3. síða kvikmyndir. — 4. síða Bæj- arpóstur — Afmælisgrein- ar. — 5. síða. Kjör sjó- í^Anna. 6. síða. Breiðdals- vík. 7. síða. Djúpivognr — Ritdómur. Hvers d Idgtekjufólkið að gjalda? 1550 borgarsiarfsmenn fengu enga grunn- kaupshœkkun; 1400 fœrast ekki milli flokka Q Eins og rakið var í Þjóðviljanuim í gær hefur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sam- ið við launamálanefnd borgarráðs, m.a. um grunn- kaupshækkun sem aðeins nær til manna í 19da til 28da launaflokki. Enginn dregur í efa að menn í þessum launaflokkum þurfa á grunnkaupshækk- un að hálda og geta fært fyrir þeim fullgild rök, en hitt hlýtur að vekja mikla furðu að stjórn starfsmannafélagsins skyldi ekki beita sér fyrir verulegri kauphækkun hj.á lægri launaflokkum. □ í því sambandi skal bent á nokkrar stað- reyndir um aðstöðu starfsmanna hjá Reykja- víkurborg: Hjá borginni vinna nú 1100 fastráðnir starfsmenn og 580 lausráðnir samkvæmt starfs- mannakjörum, eða samtals 1680 manns. Af þeim fá að- eins 280 tilfærslu milli launa- flokka, samkvæmt hinum nýja samningi, en 1400 fær- ast ekki milli flokka og þorri þeirra fær enga grunnkaups- hækkun. • Af 1680 starfsmönnum fá að- eins 130, úr 19da ' til 28da launaflokki 5% lanahækkun, en 1550 borgarstarfsmenn fá enga slíka hækkun. • Sem dæmi um kaup það sem ekki má hækka skal nefnt að lágmarkslaun í lsta flokki eru nú 9.057 kr. á mánuði! í 4ða launaflokki, sem all- margir taka kaup eftir og ekki má heldur hækka, er byrjunarkaup kr. 10.244 á mánuði og kemst upp í kr. 12.482 á mánuði eftir 12 ára starf. í lsta til 18da flokki, sem ekki máttu fá grunn- kaupshækkun, eru lægstu Iaun eins og áður er sagt kr. 9.057 á mánuði en hámarks- laun kr. 18.775. Ástæða er til að kibefija'Sit þess að stjórn Starfsmannafélaigs Reykjavikurborgar geri grein fyrir því hvers vegna hún beitti sér ekki fytrir því að lágtekju- fólkið fengi grunnkiaupshækk- anir, a.m.k. til jafns við hærri launaflokkana. Er þetta ef til vill stefna Sjálfstæðisflokksins í launamálum, jafnt launþegafull- trúa siem ráðamanna? Árbók Landsbókasafns 1968: 272.374 bindi eru í Landsbókasafninu HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1969 • Happdrætti Þjóðviljans 1969 er hiafið og hafa miðar ver- ið sendir situðningsmönnum blaðsins í pósti. Munu flesitir þeirra þegar hafa fengið þá í hendur. Aðalvinningurinn 'i happ- drættinu að þessu sinni er Skoda 10K)0 MB Standard fólksbifreið að verðmæti kr. 225.600 en auk þess eru fjórir aukavinningar, bækur frá HelgafeRi og Máli og menn- ingú fyrir kr. 45 þúsund sam- tals, Er verðmæti allra vinn- inganna kr. 270.600. Miðinn kostar kr. 100 og dráttur íer fram á Þorláksmessu. 23. des. Afgreiðsla happdraettisdns er að Skólavörðustíg 19 og eru menn beðnir að snúa sér þangað með sikil fyrir heim- sendum miðum. Væri kær- komið að þeiir sem ástæður heíðu til gerðu sikil sem fyrst. Símar happdrættisins eru 17500 og 17512. Aðalvinningurinn í HÞ 69 er Skoda 1000 MB Standard Árbók Landsbókasafns íslands 1968 er nýkomin úf os hefst hún á skýrslu landsbókavarðar, Finnboga Guðmundssonar, um starfsemi safnsins á árinu. Þar kemur m.a. fram að í árslok 1968 átti safnið 272.374 bindi prentaðra bóka og höfðu því bætzt 6.174 bindi á árinu. I»á mun safnið eiga rösklega 12 þús- und handrit. í skýrsiu landsbókavarðar kemur friam að á árinu 1968 hef- ur safnið lániað til lestrar á lestr.arscil samtals 19.553 bdndi prent.aðra bóka og 4464 bandrit og voru lesendur alls 13013 að tölu. Útlán eru hins vegar að- eins 838 og lántakendur 201. Af bókum þeim sem lánaðar voru til lestrar á lestr'arsal flokkast 8037 bindi undir rit um almenn efni, en til þess flokks teljast m.a. blöð og tímarit. Er þetta langstærsti flokkuirinn. Af öðrum flokkum bóka voru lánuð til lestrair sem hér segir: Heimspeki 202 bindi, trúrbrögð 652 bindi, félagsmál, en þax undir flokkast m.a. bækur um uppeldismál og bamaibækur 1853 bindi. málfræði. 2293 bindi,. stærðfræði og náttúrufræði 501 bindi, nytsamiar listir, þ.e. bæk- ur um læknisfiræði, verkfræði, landbúnað, fiskveiðar o.fi. 297 bindi, fagnar listir, þ.e. mynd- list, tónlist, leiklist, íþróttir o.fl. 227 bindi, fagirar bókmenntir, þar undir ljóð. leikrit. skáld- söigur, 2744 bindi. Saignfræði, þar undir m.a. landaifræði, ferðasög- ur, ævisöguir o.fl. 2747 bindi. Annað efni Árbókarinnar er íslenzk rit 1967j fslenzk rit 1944—1966, viðbætur og leið- réttingar og Rit á erlendum tungum eftir islenzka menn eð>a um íslenzk efni. Hefur Ásgeir Hjartarson bókavörður samið allar þessar sikrár. Þá eru í Árbókinni nokkrar greinar að venju. Gamli bófaa- skápurinn eftir Valdimair J. Ey- land's, Bréfasafn Brynjólís Pét- uirsisonar eftir Aðalgeir Kristj- ánsson, Kristján Jónsson Fj'alla- skáld og Matthías Jochumsson eftir Gunnar Sveinsson, Minnis- verð tíðindi og Eftirmæli átj- ándu aldar. eftir Ól'atf Pálmason og loks Bókaeign Austur-Hún- vetninga 1800-1830 eftir Sólrúnu B. Jensdóttur. Vandað rít um 25 ára INSÍ Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu á Iðnnemasam- band í'slands 25 ára afmæli um þetta leyti og í tilefni þess hef- ur INSÍ gefið út vandað hefti af Iðnnemanum, en ritstjóri blaðs- ins er Sigurður Magnússon. Fjölþætt efni er í heftinu. Má þar nefna árnaðarkveðjur á af- mælinu tfrá forseta ASf, for- manni BSRB og fyreta formanni INSÍ Óskari Hallgrímssyni. Þá eru í blaðinu viðtöl við fjöl- marga fyrri forustumenn iðn- nema þá Tryggva Gislason, Þór- ólf Daníelsson. Þórð Gísiason, Pál Magnússon. Þar eru giréin- ar eftir forustumenn Iðnnema- sambandsins, brot úr sö'gu INSÍ í 25 ár og greint er frá starfi iðnnemafélaganna. í blaðinu er ennfremur tækniþáttur, birt er yfirlit 'yfir námssamninga í gildi 31. des 1968 og margt fleira er í heftinu. FRÉTTIR FRA BORGARRÁÐI: Tannlæknar eru samþykkir Á síðasta borgarstjómar- fundi fluttu borgarfulltrúar Allþýðubandalagsin® tillögu þess efnis að Sjúkrasamlag Reykjavíkur skuli taika þátt í tannviðgerðum og kostmaði við tannlækningar og var tillögunni vísað til urnsagn- ar stjórnar Sjúkrasamlags Reykjavíkur cg ennfremur samþykkt að leita álits stjórnar Tannlæknafélags 'lslands. Á fundi borgarráðs sl- föstudag var lögð fram um- sögn stjómar Tannlæknafé- lagsins um málið, þar sem því er lýst yfir, að Tann- læknafélagið telji efakert því til fyriretöðu að taka þetta upp, éf stjórn Sjúkrasam- lags Reykjavíkur telji það fært- Borgarráð vísaði umsögn stjórnar Tannlæknaifélagsins til stjórnar Sjúkrasamlags Reykjavíkur en hún hefur ekki ennþá fjallað um mál- ið. Borgin styrk- ir SÚM-málara I Borgarráð samþykifati sl. | föstudag að veita námsstyrk 4 til eins mynidlistanmanns, að upphæð kr. 25 þúsund, i formi kaupa á mynd eftir hann- Listamaður sá sem hér er um að ræða er Þórð- ur Ben Sveinsson, einn SÚM-manna, og er verkið sem borgarráð kaupir altar- istöflumynd- Aðalbraut Á fundi borgarráðs sl- föstudag var samþyfakt sú tillaga umferðarnefndar að Féllsimúli verði gerður að aðalbraut en umlferð þar víki þó fyrir umferð um Grensésveg og Háaleitis- braut. Breyting þessi er gerð vegna hins nýja leiðakerfis SVR en strætisvagnaleið verður um Féllsmúla sam- kvæmt því. Þá er einnig samiþykkt til- laga umferðarnefndar um bann við bifreiðasitöðu á sunnaiiWerðum Hólsvegi milli Langholtsvegaír og Sunnúvegar. Borgarábyrgð Borgarráð samiþykkti á fundi sínum sl- föstudag að verða við beiðni stjórnar Sjómannadagsráðs um að veita borgarábyrgð vegna láns að upphæð 10 miljónir faróna, sem Sjómannadags- ráö á kost á að fá hjá Líf- eyrissjóði togarasjómanna og undirmanna á fareifaipum, til nýrra byggingafram- kvæmda á lóð Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Leiðrétting Þjóðviljinn birti í gær bófa- un Guðmundar Vigfússonar, fuil- trúa Alþýðuban daiiagsins í borc- arráði, þar sem hann mótmælti því að lægri launaflofak'ar fengiju efafai gnunntoaupshiæfak- un. Prentvilla varð í náðuriagi bófaunarinnar, og átti sáðasta setningin að hljóða á þessa leið: „Þótt þar hafi orðið um nofakra lilfærslu starfsheita að ræða milli launaflofaka, sem raunar urðu einnig í efri flokifaunum. er það mín skoðun, að rétrtmætt hefði verið að hækka nú sér- sfcaklega laun í læigri flokkum stigians og mæta þannig óum- deilanlegri þöirf láglaunafólks hjá borginni á nokkurri kaup- hækkun“.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.