Þjóðviljinn - 02.11.1969, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 02.11.1969, Qupperneq 3
Suíimudagur 2. nóvember 1969 — ÞJÓÐVlIbJINN — SlÐA J kvikmyndip / „Hrærigrautur" Það er fremur fátítt að þefcktiir kvikmyndahöfundar taki sig til og geri kvikmynd- ir sérstaklega fyrir sjónvarp, þótt fjölmargir þeirra hafi ein- mitt byrjað feril sinn þjá sjón- varpinu. t.d nær aílir hinir bandairísku. >ó gerist þetta annað slagið. Ingmar Bergman gerði þannig sjónvarpskvik- mynd, sem sýnd var í Sví- þjóð fyrri hluta þessa árs og svo utan da-gskrár á Cannes- hátíðinni í vor. f lítilli klausu í pólsk.a kvikmyndatímaritinu Film Polski er sagt frá sjón- varpskvikmynd er Andrzej Wajda gerði 1968, en efni henn- ar má telja all-forvitnilegt og sérstætt. Myndin nefnist Prze- kladaniec, en það þýðir víst einfaldlega „Hrærigrautur“ — (jafnvel „búðingur"). — Hún gerist í náinni framtíð og fjall- ar um vandamál sem upp kem- ur vegna læknisfræðilegra af- reka á sviði liffæraflutninga. En þar sem hinar nýju aðferðir eru enn mjög á tilraunastigi eru höfundar myndarinnar, Wajda og skáldsagnahöfundur- inn Stanislav Lem fremur hóg- værir í lýsingum sinum. Aðalpersónan er fræg kapp- 'aksturshetja, Richard Fox að nafni. Hann og bróðir hans Tómas hafa um langt skeið verið ósigrandi félagar á hin- um erfiðustu kappakstursbrauL um. En þeir lenda í slysi og aðeins annar þeirra kemst lífs af. En hvor? Tómas eða Ric- hard? >að veit enginn í raun og veru. Richard (eða kannski Tóm- as?) lendir nú í miklum deil- um við tryggingafélögin, sem efast um að hann sé sá sem hann er talinn vera. Laekna- skýrslur segja að hann hafi verið „byggður upp“ úr leifum bróður síns, og ákveðin liffæri af látinni hefðarkonu hafi einn- ig verið grædd í líkama hans.1 Slikt er jú bæði mögulegt og leyfilegt á sviði líffæraflutn- inga. En þótt læknisfræðin segi þetta eru tryggingafélög- in full tortryggni og ekki á sama máli og visindin. „Hræri- grauturinn“ (Richai-d + Tóm- as + frúin) verður að fá sér lögfræðing og trúnaðarmann til að reka mál sitt. Lögfræðing- urinn er ekki öfundsverður af þessu óvenjulega verkefni, en auk þess efast hann mjög um andlega heilsu skjólstæðings síns. Myndin er g'erð af mikilli kunnáttusemi og snilldarlega leikin. hún er gamansöm í meira lagi. þótt oftast sé gam- anið svolítið grátt. >að vær; sannarlega fróðlegt og skemmtilegt að fá að sjá „Hrærigrautinn“ hans Wajda hér í sjónvarpinu. >að ætti ekki að vera erfitt að komast yfir myndina, þar sem sjón- varpið hefur nú þegar sambönd við Pólverjana. — Þ.S. Fyrir nokkrum mánuðum var hér á síðunni sagt frá hinni sér- stæðu mynd ítalans Pier Pablo Pasolinis, Teorema, og réttar- höldum sem fóru fram yfir honum að kröfu kaþólsku kirkjunnar, er taldi myndina klúra og siðspillandi. Pasolini gaf í skyn i réttarhöldunum, að hann hefð; ætlað að gera hnéykslanlega kvikmynd, mið- að við ríkjandi hugmyndir, og lýsa því að borgaraþjóðfélagið ætti sér ekki lífs von. En um þetta íjallaði rétturinn ekki þegar hann hafði séð kvik- myndiina, heldur virtist þá vera orðið aðalatriðið hvort menn væru í brókum eða ekki. E.n þrátt fyrir þungar ákærur var Pasolini sýknaður og í dóms- orðúm er Teorema kölluð lista- verk, ekki kiám. Á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum nú í haust var frumsýnd ný mynd eftir Pasolini, Porcile, eða Svínastían. Blaðamaður Information sagði svo frá myndinni: „Svínastíam styrkir enn stöðu Pasolinis sem eins snjall- asta kvikmyndahöfundiar sinn- ar kynslóðar á Ítalíu. Með myndinni verður draumur hans um Ijóðrænt og dulúðugt list- form að veruleika, og þó það sé fjairri því að miaður skilji myndina til fulls eftir að hafia séð han,a aðeins einu sinni, virðist hún samt sem áður vera mjög stkýr og einföld. „Ég leifia að einh-verju, sem nútímiam-að- urinn safcnar". segir Pasolini um þessa mynd. „Nútímiaþekk- ing er komin lengira en sú bjiartsýni sem marxisminn var byggður á, og nútímalistaverk verða því að vera í ætt við hetjusaignir og goðsögur. >að er ekki að ástæðulausu að Jan Palach, sem hefur alizt upp í kommúnistísku þjóðfélagi -frem- Teorema. Pasolini 1968 — Térence Stamp og Silvana Mangano. ur íórnarsjálfsmorð. Svínastían fjallar um ákveðna- neikvæða þætti nútímalífs, og sýnir þá hreinræktaða í tveimur grein- um, mannáti og kynlifi". ' í Svínastíunni segir Pasolini tvær hliðstæðar sö-gur. Sú fyrri geist þar sem myndinni Teo- rema lauk, í eyðimörkinni. Ungur maður (Pierre Clementi) reikar um eyðimörkina. ban- hungraður, lifir á fiðrildum og slöngum. Dag nokkurn rekst hann á hermann sem hann drepur og étur. Að lokum tafca hermenn hann til fanga og hann er dæmdur til dauða. Hann er bundinn við staura og villidýr éta hann upp til a-gna. >essi dæmisa'ga, sem er ó- háð tímanum, er sögð án orða.; Einu orð söigunnar eru þessar setningar sem ungi maðurinn endurtekur aftur og aftur rétt fyri-r andlát sitt: „Ég hef drep- ið föður minn, ég hef étið mann'akjöt. — og samt skelf ég aí #601“. Anna-rs er sagan næstum öll sögð í stórúm ljóð- rænum heildarmyndu<m a-f mannin-um, þar sem hann reik- ar glataður í auðninni. eins konar eilífu-r fló-tti og eilíf leit. Síðari sa-ga myndarinnar er h-lutlæga-ri en hin fyrri, og hún er næstu-m eingön-gu sögð í tal- andi næ-rmyndum. Hún fjallar um ríka fjölskyldu vestur- þýzks iðju-hölds. Sonu-rinn í fjölskyldunni (Jean-Pierre Lea- ud) er haldinn syndsamlegri ástríðu; ha-nn elskar svín og getur ekki slitið sig frá svína- stium bændanna. Un-g komm- únistastúlka (Anna Wiazensky) er ástfangin af honum. en þeg- a-r henni er ljóst að það muni ekki takast að venja h-ann a-f svínunum, fer hún burt. Faði-rinn kemst að þvi að stjórnandi annars iðnfyrirtækis og mikill keppinau-tur hans, er striðsglæpamaður sem safnaði gyðingahausum í ötríðinu, og hann er ákveðinn í að brjóta hann á bak aftur með því að ljóstra þessu upp. En þá kemst keppiniau-tu-rinn að heimsókn- um sonar hins í svínaistíurnar, og til þess að bjairga sér gera þessir tveir stór-kapitalistar bandalag um að þegja, I æðis- genginni. svallveizlu í svínastí- unni éta svínin soninn upp til a-gna. Passolini hefur ka-llað mynd- ina „stjórnleysis-ragnarö-k í vonbrigðum vegna allra þjóð- félagsforma sem vitað er um“ Hinn éinfaldi boðskapur henn- ar er. að sérhvert samfélag gleypir sjálfkrafa bæði óþægu bömin sín (Pierre Clementi) ■og þau sem hvorki eru óhlýðin eða hlýðin (Jean-Pierre Le- aud). Pasolini k-allar myndina sjálfsævisögulega í þeirn skiln- ingi, að hann þekki eindregið sjálf-an sig í ungu mönnunum tveim, en s-amt eigi svínin mesta samúð h-ans í myndinni. því þau séu’ að mirmsta kosti saklaus. Hvað stíl og hugsun snertir er Svínastian skýrt framhald af Teorema. Báðar myndirnar eru a-ugljóslega vitfirrtar dóms- dagslýsingar, þær boSa báðar endalok borgaraþjóðfélagsins og hinir ýmsu grundvallarþætt- ir þeirra beggja eru trúardul- speki, kommúnismi og skefja- laus kynferðisleg fýsn.“. Tvæ-r mynda Pasolinis hafa verið sýndar hérlendis. Mamma Roma (1962) í Laugarásbíói, og Mattheusarguðspjallið (1964) sem kvikmyndaklúbbur M.R. sýndi nú fyrir skömmu. Aðra-r myndir hans eru. auk þeirra sem þegar er getið. Accatone (1961) og Oedipus Rex (1967). SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÖR SKÓR SKÓR SKÓR Gerið góð kaup SKÓR O Xfl Kvenirmiskór Vinn-ubotnsur Margir litir VORUSKEMMAN Mikið úrval Grettisgötu 2 Ballerinaskór 1 O £ Karlmannaskór Barnaskór i úrvali 9 litir tó O X Mikið úrval GOTT VERÐ Allar stærðir' Xfl . \ , xn SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR * 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.