Þjóðviljinn - 01.03.1970, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.03.1970, Síða 7
Sunnudagur i. mairz írrm — t>JÖÐVILJINN — SlÐA f Við fylitum upp í skörðin á tveim mánuðum, það segir sína sögu Afcureyringar fóru ekki var- hluta af brambolti Hannibals- ista, þegar mest á gekk, og svo sem kunmugt er tókist köppun- um, að rjúfa skörð í fylkingar Alþýðubandalagsmanna þar í bænum. Ýmsir Norðlendingar álitu þetta ef til vill hafa verið hetjudáð hina mestu, sumir siem ég talaði við þama fyrir norð- an, töluðu um „frelsun hinna lýðræðislegu afla“ og þar fram eftir götunum, en þess ber þó að gæta, að þeir töldu sig yfirleitt fulltrúa enn lýðræðislegri afla en Frjálslyndra og vinstri manna. Ég átti þess ekki kost að tala við marga úr hópi hinna „frelsuðu", en þeir sem ég hitti gáfu loðin svör, eins og um að bera fram nokkrar ásakamir á hendur okkur. „Þeir stálu því, það er allt og sumt“ — Nú hafa þeir málgagn hér á Akureyri? — Þeir hafa steinþagað í því málgagni. — En komust þeir ekki jrfir þetta málgagn með nokkuð undarlegum hætti? — Þeir stálu því, það er allt og sumt. Frá árinu 1967 var Verkamaðurinn gefinn út af kjördæmisráði Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, en áður hafði Sósíalista- Rósberg G. Snædal. Raett við Rósberg G. Snædal, formann Alþýðubandalagsfélags Akureyrar brumknappa sem bresta og þetta nokkuð. Eftirlegukindum- ar í Alþýðubandalaginu brostu venjulega í kampinm, þegar þetta bar á góma, og svo var um Rósberg G. Snædal formann Alþýðifbandalagsins á Akureyri, þegar ég innti hann eftir þvi, hvort „byltingin" væri um garð gengin. óvandir að meðulum — Jú, þetta tók nú fljótt af og gerðist með þeim gaura- gangi, að það gat ekki staðið yf- ir lengi. Klofningurinn gerðist á hálfum mánuði í fyrravetur. — Hafa erngin eftirköst orðið? — Jú, en þau hafa verið okk- ur í Vil. Þegar HannibaJistarmir fóm að smala út úr félaginu, notuðu þeir ýmis meðul, og sum okki sem heiðarlegust. Við höf- um verið að frétta það svona smám saman, hvaða aðferðum var beitt ,m.a. voru þess dæmi, áð þeir fóru til roskins fólks og sögðu, að það hefði ekkert að gera í félaginu, því að það mætti aldrei á fundum. Þvi fannst það íiggja í loftinu, að það væri verið að ýta því úr félaginu. Þeir sem voru á hæpmum for- senduim vélaðir út úr tfélaginu, hafa margir hverjir komið til dkkar aftur, en hitt er rétt, að þetta var mikil blóðtaka fyrir ókkar tiltölulega fámenna fé- lkg. Þeir tóku þama með sér edtthvað um 60-70 manms, en áftirleikurinn varð nú samt sá, að við fylítúm á næstu mámuð- um í þetta skarð. Það segir sína sögu. — Þannig er traust fólks á félagsskapnum virðist ekki hafa dvinað þrátt fyrir þessa sumdr- ungu — Ned, okkur famnst þvert á móti margir viija votta oktour og Alþýðubandalagimu traust sátt eftir þessar aðfarir. — Voru þetta ekki yfirleitt gamlir stuðningsmenn Björns Jómssomar? — Jú, óg held að það sé ó- hætt að segja, að þetta hafi verið Bjöms tflólk og fylgi. En að öðru leyti er mjög erfitt að draga mokkrar línur þama á milli, ekki sízt þegar þess er gætt, að Hammitoalistarnir hafa aldrei komið fram með neinar forsendur eða orsakir til þessa klofnings, ekki einu sdnni reynt félag Akureyrar séð um útgáf- una. I febrúar sl. kemur í blað- inu sakleysdsleg tilkynning þar sem segir, að „Hlutafélagið Hnikarr'1 hafi keypt Verka- manninn með tiitheyrandi skött- um og skyldum, af kjördæm- isráðinu, og hafi verið gripið til þessa ráðs vegna þess að skuld- ir blaðsins hafi verið svo mdkl- ar orðnar, að kjördæmisráðið hafi ekki ráðið við þær. Raunin var hins vegar sú, að kjördæm-^ isráð samþýkkti aldrei að selja „Hnikari h.f.“ þlaðið, heldur sölsaði stjóm ráðsins það undb sig, þegjandi og hljóðalaust og Hannibalistar hafa síðan notað það í eigin þágu. Þeir létu held- ur ekki þar við sitja, en munu hafa veðsett húseignina að Brekkugötu 8 fyrir skuldum blaðsins. Þessi húseign hefur aldrei tilbeyrt Hnikari h.f. held- ur átti Sósíalistafélagið hana og síðan Alþýðutoandalagið. — Svo að þið eruð bæði mál- gagns- og húsnæðisiausir? — Ekki er það nú alveg svo slæmt. Við höfum gefið út Mjölni í samivinnu við Alþýðu- bandalagsfélagið á Siglufirði, og það samstarf hefur að mörgu leyti verið gott. En á þessari smáblaðaútgáfu em alltaff van- kantar, og ekkert málgagn gæti verið Okkur beibra en Þjóðvilj- inn, ef útbreiðsla hans væri aukin á Akureyri. Á hæpnum 'nndavöðum — En svo að við höldum á- fram að tala um blessaða Hannibalistana, heldurðu þá ekki, að sá málefnalegi ágrein- ingur við ykfcur, sem þeir hafa fundið upp á, og þá helzt afstað- an til EFTA hafi breytt edn- hverju um afstöðu manna til þeirra? — Já, mér virðist það nú. Fólk, sem maður talar við fyrir norðan, h'tur yfir- lieitt á þetta allt öðrum augum, en Hannibal og Bjöm í þdnginu, og ýmsa hef óg heyrt segja,;að þeim hafi þótt miður, að þeir félaigar skyldu hafa greitt at- kvæði í því rnáli, á þann veg sem þeir gerðu. — Svo að fólk hér nyrðra. er ekki eins bjartsýnt og Hannfcal sýndist vera í sjónvarpsviðræð- unum á döiguniuimi? — Nei, ég held, að miálflutn- ingur Hanndbals í sjónvarpinu haifi lítið bætt um fyrir honum. Flestum fannst hann fara á hæpnustu hundavöðum, sem til voru. — Er efcki Alþýðubándalagið allþróttmikið, þrátt fyrir þessa miklu blóðtöku, sem þið u-rðuð fyrir? — Jú, jú, við höfum duigmikl- um og góðum mönnum á að skipa, en því er ekki að neita, að við misstum þarna marga, menn, sem við eigum ekkert sökótt við og metum mikils. Þrátt fyrir þetta höfum við fulla ástæðu til bjartsýni. Þar sem Alþýðúbandalágið 'ér Iángsterk- asti verklýðsflokfcurinn í land- inu hlýtur þróunin að verða sú, að fólfcið fylki sér enn . frekar um hann. Þetta er aðeins aft- urkippur, bundinn við tvö kjör- dæmi, Reykjavík og Norður- landskjördæmi eystra, við vit- um ekki, hversu langur hann verður, en innan tíðar nær þetta sér á strik aftur og Al- þýðubandalagið verður sterkara er. áður. Þetta fyrirbæri með vinstri menn og frjálslynda er ekki nema hver önnur loftbóla Reynslan hefúr sýnt að það er erfitt að stofna nýja pólitíska flokka á íslandi. Við raunium eftir Bændaflokfc. við munum eftir Lýðveldisflokk, við mun- um eftir Þjóðvamarflokk. Allir þessir flokkar fengu hægt and- lát eftir stutta lífdaga. Hingað koma litlar gróðasveiflur — Nú eru bæjarstjómarkosn- ingar skammt undan. Hvað tel- urðu miest aðkallandi í málefn- um bæjarins? — Fyrst og fremst tel ég það hlutverk bæjarstjómar og bæj- aryfirvalda, að skapa hér at- vinnuaukandi fyrirtæki, treysta þau, sem fyrir em í sessi og f~ önnur ný Það hefur ekkert • gerzt í þessurn efnum í nokk- ur ár, og þess vegna er nú at- vinnuleysið Ég held, að það séu um 300 manns á atvinnuleysis- skrá, og því miður er atvinnu- leysið orðið allan ársins hring. Töluvert atviranuleysi var hér allt sl. sumar, og það var ekki fyrr en í september, — október að úr rættist, og var nokkurn veginn nóg að gera, en síðan fór aftur að síga á ógæfuhliðina, og hætt er við, að svo verði næstu mánuðina. Ég tel eina helztu skyldu bæj- arstjórnar, að sjá svo til, að æskan hafi eitthvað að gera yf- ir sumarmánuðina. Tekjur skólafólks voru sl. sumar mjög mildu rýrari en undanfarin ár. Þetta kemur náttúrlega mjög illa niður á heimilunum, sem hafa úr litlu að spila og getur hæglega orðið til þess líka, að fjöldi æskufólks sér sér ekki fært að leggja í háskólanám. Aðstaða okkar f þessum efnum er sKiljanlegá miklu verri en hjá Reykvíkingum. — Hvemig er hagur vinnandi > manna á Akureyri? — Hann er slæmur eins og alls staðar. Hér he/fur verið lít- ið um yfirvinnu og himgað hafa litlar gróðasveiflur komið. Þær koma nú yfirleitt aldrei til okk- ar, þetta er svona jafnt og stíg- andi hér á Akureyri Annars er sagt, að sígandi lukka sé bezt, - og begar um nóga atvinnu er að ræða, er það eflaust rétt. Senmi- lega stöndum við Akureyringar noifckm betur að vígi en margir aðrir í atvinnumálum því að mikið af verkafólki hefur vinnu í iðnfyrirtækjum SÍS. Kaupfé- lagsins og viðar, en annars stað- ar hér í kjördæminu er ástandið . mjög slæmt, til dæmis á Rauf- j arhöfn. Að sigrast á örðugleikunum eða fólkinu — Það er mikið talað um húsnæðisskort hér í bænum? — Fólksfjölgunin á Akureyri hefur verið ákaflega hæg und- antfarin ár, og sennilega á hús- næðisskorturinn sinn þátt í þvf. Byggingarframkvæmdir hafa . dregizt miög saman og bærinn hefur lítið gert tii bess að hlaupa undir baeea með fólki 1 í húsnæðisvandræðum Það var byggt eitt fjölbýlishús fvrír , nokkrum árum en síðan ekki söguna meir. — Eru Akureyrin.gar nokkuð íhaldssamir í stiómmálum? — Já, beir hafa nú fengið orð fyrir það. og þykia litlir sveiflu- menn. Fylgi flokkanna hefur verið að mestu óbreytt í nokkra áratugi, svo að ég geri ekki ráð fyrir neinni býltingu við bæjar- stiómarkosningarnar í vor, en hins vegar vil ég segja hað sem mína persónulegu skoðun, að ég álft að Alþýðubandalagið hafi góðar lfkur á því að koma vel út úr þessum kosningum, og muni koma betur út en margur heldur núna. Ég tel, að hióðin sé alltaf betur og betur a.ð siá það, að stuðningur við Alþýðubandalggið. vöxtur þess og viðgangur er eina leiðin til að fá nýja ríkisstióm, sem vinnur með fóikinu til að sigr- azt á örðugleikunum í stað þess- arar rfkisstjómar, sem notar örðugleikana til að sigrast á fólkinu. gþe. Einu situvi AKRA og svo aftur og aftur... . AKRA smjörlíki er ódýrt og bragðgott á brauðið, laust við þetta vanalega smjörlíkjsbragð; allt- af auðvelt að smyrja það; harðnar ekki í ísskáp, bráðnar ekki við stofuhita. Ekkert er betra á pönnuna, það spraut- ast ekki. — Úrvais smjörlíki í allan bakstur. AKRA SMJÖRLÍKI ER VÍTAMÍNBÆTT, MEÐ A- OG D-VÍTAMÍNUM. AKRA smjörlíki er íslenzk framleiðsia, frá SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF. UMBOÐSMENN: JOHN LINDSAY. Sími 26400 KARL OG BIRGIR. Sími 40620

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.