Þjóðviljinn - 17.02.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.02.1971, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVIIaJIINíN — Miðviluídagtir F7. febnúafP tSŒU Frederik Hetmann — Ég ætla ekki að svíkja þig. Vertu alveg rólegur. Og við finnum áreiðanlega hana móður þína, við leitum bara í hverjum Mefa, því að einhvers staðar hlýtur hún að vera. Ég verð hjá þér þangað til við erum búin ad finna hana. Þegar lestin stanzaði á næstu stöð, fann hann móður sína. Og á morgni fjórða dags rann lestin inn á aðaijámbrautar- stöðina í Munchen. Þau gengu gegnum borgina allan daginn. Veðrið var gott. Þótt húsin væru hrunin og sundurskotin, fannst honum allt glaðlegira, bjartara og hiýlegra en í Berlín. Móðir hans sagði honum hvað eftir annað að hættan væri ekiki liðin hjé enn. Þá fann hann hvemig maginn dróst saman eins og í brampa og fætumir urðu máttvana og skjálfandi. Hann rejmdi að berjast gegn þessu, hann hafði grun um að hann yrði að hugsa um eitthvað annað, én hann vissi ekki um hvað. Þegar fór að rökkva settust þau á þekk í nánd við ána. Hann hafði hvað eftir annað spurt móður sína, hvers vegna þau færu ekki til þessa kunningja sem þau ætluðu að heimsækja. Móðirin fór undan í flæmir.gi og honum var Ijóst að hún var hrædd við eitthvað. Framundan sá'J þau götu með gömlum, fallegum húsum. Frú sLoób benti á eitt húsið og, sagði að þama ætti kunningi þeirra heima. I ■»— Af hverju förum við- þá* ekki þangað? spurði Ári. — Er enginn heima? Ég er voðalega svangur. — Sérðu mennina tvo á gang- stéttinni þama? sagði móðir hans. — Já. Hvað um þá? — Ég held að þeir séu að 'fylgjast með húsinu. — Mjmdu þeir taka okkur, eif við færum þangað? — Það getur verið. En þeir fara kannski burt þegar komið er myrkur. Mennirnir tveir voru ekkert óvenjulegir að sjá. Þeir líktust einna mest tveim fjölskyldufeðr- um sem unnu á skrifstofu á daginn og voru að bíða eftir einhverjum kunningja. if EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðsla. og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav IX m hæð (lyfta) Simi 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-9-68 Stundarfjórðungur leið, hálf klukkustund — og mennimir tveir hreyfðu sig ekki úr stað. — Við getum ekki setið héma lengur, sagði frá Lœb loks. — Þá fer þá ef til vill að gruna eitthvað. Um leið opnuðust húsdyrnar. Tveir menn með skjalatöskur kom út á götuna, tókust í hend- ur og fóm hvor í sína áttina. Þegar þeir vom komnir svo sem hundrað metra leið, skildust varðmennirnir tveir og eltu þá. Ari og móðir hans gengu að húsinu. Dyrnar opnuðust áður en þau vom búin að hringja dyrabjöllunni, og þeim var lokað á hæla þeim. Roskin kona leiddi þau orðalaust gegnum -lang'. og skuggalegt anddyri inn í stóra stafu sem virtist vera eins kon- ar skrifstofa. Á veggjunum héngu oHumálverk í þéttum röð- um. Baikvið stórt skriflborð sat maður sem Ara leizt vel á við fyrstu sýn. Hann var stór vexti, var með gráblá augu og úfið, óstýrilátt hár. Það var erfitt að dæma um aldur hans. Hann hefði getað verið yfir fimmtuigt, eða innan við fertugt. Ari fann að þetta var dugmákill og bjart- sýnn maður sem lét eklki erlfið- leika standa í vegd fyrir sér. — Velkomin, sagði hann. — Ég er feginn, að ykkur tókst að komast hingað. Hann heilsaði þeim með handabandi. — Þetta verður erfiðara með hverjum degi sem líður. í dag höfðum við tvo áhorfendur héma fyrir utan húsið. Þégar ég á von > á heimsókn, verð ég að senda tvo af mönnum mínum í gönguferð út í bæ, en það bragð dugar trú- lega ekki til lengdar. En í kvöld var ég tilneyddur; það er von á fimm í viðbót. Þið eruð auðvit- að svöng. Bezt er að Ari farl strax inn í næsta herbergi og fái að borða, meðan við ræðumst við um hið allra nauðsynlegasta. Ari leit spyrjandi á móður sína. Það varð vandræðaleg þögn .... — Hann veit ekkert um þetta, Ben, sagði frá Loeb við mann- inn. Hún yppti öxlum vand- ræðalega. — Ég vissi ékki hvað ég átti að segja. ?Iún virtist hrædd um að hann yrði reiður. Hann kinnkaði aðeins kolli en svipur hans var á- hyggjufullur. — >á verður þú að fara fyrst og fá þér að borða, sagði hann við frú Loéb. — Þá getum við Ari spjallað svolítið saman. — Það er víst bezt ég segi þér allt af létta, sagði hann þeg- ar hann og Ari voru orðnir einir. — Ég er ekkert hræddur, sagði Ari. — Það er gott, sagði Ben og talaði við Ara eins og hann væri fullorðinn. — Þú veizt að naz- istamir ofsækja okkur gyðinga. Þeir hafa flutt föður þinn í fangabúðir. Það sama getur vof- að yfir þér og móður þinni hvenær sem er. Bráðum er stríð- inu lokið og hættan liðin hjá, en áður en að því kemur á mikil eymd eftir að ganga yfir Þýzka- land. Þess vegna átt þú og hún móðir þín að fara til Sviss. Þar er ykkur öhætt. Þið eigið áð fara með sendiferðabíl sem flyt- ur méfvehk yBsr landamaerfn. SS- yfirstjómin á þessi mélliveirlk, og þess vegna leita landamæraverð- irnir ekki í bílnum. Málverldn sel óg síðam í Sviss. Þér finnst ef til vill undairlegt að ég skuli gera SS þennan gredða, en þáð er eina leiðin til að koma flótita- fólki yfir landamærin. I nótt fer fyrsta sendingin. Þú og fimm eða sex önnur böm fara með henni. Kftir hálf- an mónuð .fer næsta sending og þá kemur móðir þín. Mér þykir leitt að þurtfa að skilja þig frá móður þinni. En það er eina ledðin, því að við höfum hingað til aöeins fengið dvalarleyfi fyr- ir börn í Sviss. Þér líður vel í Luzern. Ég þekki manninn sem þú átt að búa hjá. Hann er vitur og góður maður. Þú getur spurt hann um hvað sem vera skal. Og þú lof- ar mér því að vera hughraustur og gera ekki móður þinni skiln- aðinn þungbærari en með þarf. Er það ekki? — Ben, sagði Ari biðjandi. — Get ég ekki orðið samferða mömmu? — Það er því miður ekki hægt. Ef það hafði verið hugsanlegt þá . . . >ú verður að athuga að þetta er eins fyrir hin börnin. Og tvö þeirra eru alein í þessum heimi, þau tf!á ef til vill aldrei framar að sjá foreldra sína. Þú þarft aðeins að bíða í hálfan mánuö. — Já, en . . . — Ég skil hvað þú ert að hugsa um, en þú getur verið alveg rólegur. Reyndu að treysta mér. Ari kinkaði kolli. — Það er enn eitt, sagði Ben. — Þú ert elztur af börnunum. Þau verða ef til vill délítið hrædd. Þú verður að reyna að hjálpa. þeim svo að þau gleymi óttanum. Þið megið tala saman meðan á ferðinni stendur, en ekki nema í hálfum hljóðum. En þegar þið komið að landa- mærunum megið þið efcki mæla orð af munni. Qg mundu líka, að það er ekikert hættulegt þótt landamæraverðirniir opni bíl- hurðina; þeir sjá ekki annað en málverkakassa. Ég held að þú þuhfir ekkert að vita meira. Heldurðu að þú getir þetta? — Ég lofa því. Stundirnar fyrir brottförina var Ari altekinn eftirvæntingu; skyldi hann geta valdið verk- efninu? Hann tók varla eftir því hvað þau fengu góðan mat; hann borðaði næstum án þess að vita af því. Um miðnætti söfnuðust þau saman í þortinu þar sem hús- gagnabíllinn stóð. Ari hélt ekki í höndina á móður sinni eins og hin börnin gerðu. Hann fann á sér að það myndi . -bara gera skilnaðinn enn sárari. — Ég kem bréðum, saigðí hún, — Ég ætla að hjálpa hiniuim bömunum, sggði hann. Ben sagði það. Ben gaf þeim mertki. Fullorðna fóikið fylgdi bömunum að bffln- um. — Við sjáumst aftur, sagði hann. — Við sjáumst, sagði hún. Þau horfðu hivort á annað. — Við megum ekki g'ráta, sagði hún. — Nei, stundi hann upp t>g fór á eftir hinum börnunum. Bakdymar voru opnar og planki lá af jörðinni og upp í bílinn. Lengst inni í farang- ursrýminu var aflþiljað skot sem. börnin vom leidd inn í. Þau fengu hvert sína súkkulaðiköku og appelsínu, en þau tóku varla eftÍT því, þótt þetta væri naest- um ævintýralegt góðgæti fyrir þau. Þau sátu hræðsluleg og í hnipri. Lítil stúlfca flór að gráta, þegar mennimir lakuðu skotinu og fóm að bera inn málverka- kassana og koma þeim fyrir. Ari lyfti telpunni á hné sér. Innan skamms heyrðu þau eins og úr fjarska að dyrunum var lókað. Vélin var ræst. Og Ari fór að segja sögur. Fyrst hikandi og lágróma, svb að rödd hans heyrðist varla fyr- ir gráti telpunnar. Síðan var hann rórri, talaði festulega og ákveðið svo að hin börnin heyrðu til hans. — Það var einu sinnd maður sem átti mörg skip, sagði hann. — Og hann sigldi til framandi landa að selja varning sinn. Hann lenti í mörgum ótrúlegum ævintýmm. Þið getið ekki gert ykkur í hugarlund allt það sem hann sá og reyndi. En ég skal segja ykkur frá því. Maðurinn hét Sindbað . . Þau skildu ekki öll hvað Ari var að segja. Tvö börnin vom hollenzk. Eitt kom frá Elsass og talaði aðeins frönsku. En öll heyrðu þaú rödd í myrkrinu og þótt þau skildu ekki hvað orðin þýddu, þá var róandi að vita af einhverjum í nánd við sig. W*W*W*W4»í4*þW»!'. Prentmyndastofa Laugavegi 24 Sími 25775 Gerum allar tegundir myndamóta fyrir * yður. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR LJÖSASTILLINGAR LátiS stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 GLERTÆKNI H.F. Ingólfsstrætí 4 Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum ura ísetningu á öllu gleri. Höfum einnig allar þykktir af gleri. — LEITIÐ TILBOÐA. Símar: 26395 ogr 38569 h. HAZE AIROSOL hreinsar andrúmsloftíð á svipstundu FÉLAG ÍSLEMZKRA HlJÉllSIAIIMAiA útvegar yður hljóðfaraleikara 'éýfr og hljómsveilir við hverskonar tœkifari Vinsamlegast hringið í Z0255 milli kl. 14-17 Volkswageneigendur Höfum fyrirliíjgjandi BRETTl — HURÐIR — VÉ3LALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen 1 allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvatra fyrix ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundss*»nar, Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988. íslenzk frímerki tíl söla Upplýsingar í sima 19394 á kvöldin kl. 6-10, laug- ardaga kl. 2-10 og sunnudaga kk 2-10. LÆKKIÐ ÚTSVÖRIN! M w r ' . ■■-.... ! PLASTSEKKIR i grindom ryðja sorptunnum og pappírspokum hvarvetna úr vegi, vegna þess aö < PLASTSEKKIR gera sama gagn og eru ÓDÝRARI. Sorphreinsun kostar sveitarfélög |F, ,.1'j og útsvarsgreiSendur ' & stórfé. Hvers vegna ekki aS lækka þá upphæð? PLASTPRENTh.f. GRENSÁSVEGI 7 Utsa/a! — Útsala! Gerlð kjarakaup á útsölunni hjá okkur! r O.L. Laugavegi 71. Sími 20141. Tökum að okkur breytingrar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.