Þjóðviljinn - 12.08.1971, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.08.1971, Síða 1
Iðnaðarráðherra hefur tilkynnt stjórn ISAL B'laðið sneri sér í gær til ‘jðnaðarráðhera Magn- úsar Kjartanssonar og spurðist fyrir um, hvað liði ákvörðun um að skipa ísal að koma upp hreinsitækj- um í álverinu í Straumsvík, eins og núverandi stjórn- arflokkar börðust fyrir á síðasta alþingi. I málefna- samningi ríikisstjómarinnar segir að gera skuli „þær ráðstafanir, sem þörf krefur til að girða fyrir mengun uTnhverfis af völdum iðnvera og annars atyinnurekst- urs.“ Iðnaðarráðherra tjáði blaðinu, að til að taka slíka ákvörðun, er skyldaði álverið til að koma upp hreinsi- tækjum, þyrfti lagagrein og reglugerð. Lagagrein væri fyrir hendi og hann hefði falið mönnum að semja reglu- gerð um þetta efni. Sa'mkvæmt samningnum við Sviss Aluminium hefðj fyrirtækið skuldbundið sig til að hlýta lögum og reglum, sem sett verði á íslandi. Hann hefði nú þegar tilkynnt fyrirtækinu að reglugerð verði sett. Það hefði hann gert svo að fyrirtækið gæt'i á eins skömmum tí'ma og hægt er komið upp hreinsitækjum eins og væntanleg reglugerð skyldaði það 'til. 7 héraðslæknisembætti losna í haust, engar umsóknir enn Ennfremur skortur á læknum í Reykjavík S 25—30% íslenzkra lækna eru starfandi erlendis, og læknaskortur hérlendis er ekkj einungis úti á landi, heldur hefur reynzt ókleift að ráða nógu marga lækna til sumar- afleysinga á sjúkrahúsum hér í Reykjavík. Ennfremur er skortur á heimilislæknum í Reykjavík, og þörf er á sér- fræðingum í ýmsum greinum læknisfræðinnar. undainförnu, en þar hefur verið læknislaust um skeið, en enginn læknir settur til að sinna um- dæminu. Þessar upplýsingar félík blaðið hjá Páli Sigurðssyni ráðuneytis- stjóra í henbrigðisráðuneytinu í Framhald á 7. síðu. Vitaskuld ,er það landsbyggð-^ in, sem verst er sett í hei'lbrigð- ismálum, og ekki er fyrirsjáan- legt, að ástandið batni með haustinu, því að 5 héraðslæknis- embætti haía nýlega verið aug- lýst til umsáknar, en engar um- sáknir hafa enn borizt. Hér er um að ræða læknisembættin á Hvammstanga Ólafsvik, Búðar- dal. Djúpavogi og Raufarhöfn. Umsóknarfrestur er að vísu ekki útrunninn, en búast má við, að erfiðlega gangi að fá menn í allar þessar stöður. Þá munu nú á næstunni losna stöður héraðs- lækna í Dalvík og Hveragerði. Læknislaust hefur verið á Kópaskeri, Þórshöfn og Raufar- höfn um langa hríð og hafa hér- aðslæknarnir á Húsavík og Vopnafirðj skipt umdæminu á milli sín. Læknarnir á Höfn í Homafírði og á Egilsstöðum hafa gengt köllum frá Djúpavogi að Skiptimynt og tóbaki stolið I fyrrinótt var brotizt inn í verzlunina Þróttur, sem er |il húsa í verzlunarsam- stæðu við Kleppsveg 150. Farið var inn í gegnum brotna rúðu á bakhlið húss- ins, og sprengd upp hurð að verzluninni. Stolið var nokkur þúsund krónum í skiptimynt og einhverju af 'óbaki. Stúdentar um skipan í stjórn LÍN Skora ú fulltrúa Gylfa að segja af sér störfum strax Q Blaðinu hefur borizt samþykkt frá stúdenta- ráði og SÍNE þar sem ítrekuð er fyrri áskorun námsmannasamtakanna um að þeir menn sem fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði í stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna segi formlega af sér. Er samþykkt námsmanna birf hér á eftir, en þetta er ályktun stjóma SHÍ og SÍNE, gerð í fyrradag, 10. ágúst. „I fyrri ályktun okkar frá 1. ágúst 1971 skoruðum við á þá menn sem fyrrverandi mennta- málaráðherra skipaði í stjóm Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, að segja af sér því starfi. í yfirlýsingu sinni frá 4. ág- úst segist Gylfi Þ. Gíslason hatfa farið þess á leit við umrædda menn „að þeir vciti eftirmanni mínum kost á að skipa nðra menn í þeirra stað, ef hann óskar þess“. (leturbreyting okk- ar). Við viljum vekja athygli á því, hversu óljóst og loðið þetta orðalag er, og teljum það ekki fullnægja upprunalegri kröfu okkar um skýlausa, fo'rmlega af- sögn sem gæfi nýjum ráðherra algerlega frjáisar hendur um skipun þessara tveggja sæta í stjóminni. Með þessum viðbrögð- um dregur Gylfi athyglina frá kjarna málsins, sem eru vinnu- brögð hans sjálfs en ekki per- sónur þeirra manna sem skipað- ir voru. Með hliðsjón af framansögðu ítrekum við fyrri áskorun okk- ar til Gunnars Vagnssonar, Páls Sæmundssonar og varamanna þeirra, um að þeir segi form- lega af sér störfum. Að öðrum kosti munu fulltrúar S.H.Í. og S.I.N.E, leggja niður störf í stjórn Lánasjóðs hinn 15. ágúst n.k.'’* Verð á Norður- sjávarsíld Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað í dag eftirfarandi lágmarksverð á síld, sem veidd er í Norð- ursjó og landað hér á landi, til söltunar og beituifryist- ingar. Gildir lágmarksverð- ið frá og með 11. ágúst 1970 til 31. desember 1971. Heimilt er fulltrúum í Verðlagsráði að segja lág- marksverðinu upp fyrir 15. október og skal þá nýtt lág- marksverð taka gildi frá 1. nóvemher 1971. Síld tiíl beitufrystingar, hvert kg. kr. 10.75. Síld til söltunar, hvert kg. kr. 8.60. Verðið er miðað við að síldin sé ísuð í kassa. Eteki skal setja med'ra en 40 kg. af síld í hvem kassa. Við síldinni sé tekið samkvæmt mati fulltrúa kaupenda við löndun að fuilltrúum selj- enda viðstöddum. Er heim- ilt að vega allt að 10. hvem kassa. Meðalvigt þeirra kassa. sem vegnir eru, skal lögð til grundvallar við út- reikning heildarmagns. '(Frá Verðlaigsráði). Silungur veiddur á línu á Hvítárvatni Tveir menn hafa í sumar og I fyrrasumar kannao veiðimögu- ieika í Hvítárvatni. Hafa þcir veitt silung á línu, sem ínun vcra fremur sjaldgæft. Nú eru þeir að koma upp vísi að hryggju og fiskifræðingur fer þangað einhvem næstu daga til að að- stoða þá við athuganir þcirra. Menn þessir eru Ásmundur Hallgrímsson og Gunnar Högna- son. Hafði Þjóðviljinn tal af Gunnari, sem sagði, að þeir helfðu í fyrrasumaæ athugað stofnastærðina;' reynt að finna út hversu mikið fiskmagn væri í vatninu og hvar í vatninu fisikurinn væri, með það fyrir augum að rækta silung í vatn- inu ef hægt er. Voru þeir með bát á vatninu í fyrrasumar og ætla að halda veiðum áfram á næstunni. Voru þeir með 100 metra línu í einu, bedttu á 4 til 5 metra millibili og lögðu á ákveðna staði en færðu síðan til. Netin voru þeir með á grynningum. — Ekki er hægt að tala um Framhald á 7. síðu. Hendur standi fram úr ermum Fegrunamefnd Reykjavíkur hef- ur valið Sporðagrunn fegurstu götuna í ár. Nefndin hefur bent á það, að Selvogsgrunnur sé einnig góðra gjalda verð gata, svo og Hvassaleiti og Brekku- gerði. Safamýri mun halda merki Fegrunarnefndar frá sl. ári, en þá var hún valin feg- ursta gatan. Að lokinni fegrun- arviku um næstu helgi, mun Fegrunarnefndin veita einstak- lingum, fyrirtækjum og stofnun- um viðurkenningu, svo betra er að láta hedur standa fram úr ermum, það sem eftir er vik- unnar Iferð é þorskflökum hefur tvö- fuldozt ú héffu þríðjo érí Rækjuframleiðendur liggja með tugi tonna A tveimur og hálfu ári íief- ur verð á þorskblokkum á Bandaríkjamarkaði tvöfaldazt. — Nú er þorskblckkin komin upp í 44 oent. Hins vcgar cru mikl- ir söluerfiðleikar á rækju á Ev- rópumarkað. I gær skýrði blaðið frá því að verð á þ&rskblokkuim hefði ný- lega hækkað um 10% á Banda- ríkjamarkað. Undanfarin tvö og hálft ár heifur stöðugt fengizt meira verð fyrir þorskblokkir í Bandaríkjunum. Þar virðist hafa verið vaxandi eftirspurn á þorski, en veiðar hins vegar ekki náð að anna eftirspurninni. Þá hefur hinn mildi fjöldi fish and chips veitingastaða átt sinn þátt í að auka eftirspurn eftir þess ari mikilvægu útfiutningsvör okkar. Verðið frá því í ársbyrjun 196 hefur verið, sem hér segir: jan. 1969 um 2114 cent jan. 1970 um 26 cent júní 1970 um 30 cent Fimmtudagur Í2. ágúst 1971’ — 36. árgangur — 179. tölublað. Þessi yngismær var held- ur feimin og undirleit í bikini-baðfötunum sínum, þegar við hittum hana mcðal margra annarra sól- dýrkenda í Sundlaugunum í Laugardal. Hún heitir Snæfríð Jóhanna Þorsteins, og er þriggja ára. Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.