Þjóðviljinn - 12.08.1971, Side 3
Fimmtu dagur 12. ágúst 1971 — ÞJÓÐV-ILJIN'N — SlÐA |J
Vona að stjórnin verði langlíf
Þ.ióðviljinn náði tali af
Bergsveini Þorkelssyni á tog-
aranum Narfa, sem kom i
gærmorgun úr 16 daga veiði-
túr undan Vesturlandi með
um 190 - 200 tonn af karfa.
..Þetta er fyrsti túrinn okk-
ar síðan skiptakjörunum var
breytt og fiskverðið hækkað.
Séu þetta 200 tonn sem við
erum mcð núna hefðum víð
þurft að vcra með rúmlega
240 tonn til þess að fá sama
aflahlut eftir gömlu skipta-
reglunni”, sagði Bergsveinn.
„Hér eru allir m/jög ánægð-
ir með breytinguna á s'kipta-
kjörunum og flestir liafa
mikinn áhuga fyrir nýju
stjóminni og bera góðan hug
til hennar. Þeir eixi aftur
færri sem kveðja þá gömlu
með nokkrum trega. Þó eru
hér um borð nokkrir sjálf-
stæðismenn, en þeir segja
fátt. Ég vona þara að stjórn-
in verði langlíf og að hún
haldi áfram á þeirri braut
sem hún hefur markað sér“.
Bergsveinn Þorleifsson
Hvemig koma nýju skipta-
kjörin út hjá ykkur?
„Við vorum að reikna það
út á landleiðinni og koimumst
að þeirri niðurstöðu að hlut-
ur úr 165 tonnum núna gerir
sama í krónutolu og hlutur
ur 200 tonnum fyrir breyting-
una. Ég er ekki í nokkrum
vafa um að margir þeirra á-
gætu togarasjómanna sem nú
starfa í landi við hin ýmsu
störf hyggjast nú aftur leggja
á sjóinn. Það hefur verið
slæmt aö geta ekki notið
starfskrafta þeirra, en þetta
laigast vonandi".
Hvernig hugsa sjómenn til
landhelgisútfæ-rslunn ar ?
„Ég held að flestir séu sam-
m-ála um nauðsyn þess að
færa út lamdihelgina, en marg-
ir em efins um að Landihelg-
isigæzian geti varið þá land-
helgi sem fyrirhuiguð er. Ég
held að þetta stefni allt í
rétta átt því við þetta fækk-
ar fiskiskipunum, þar af leið-
andi minnkar aflamagnið, eft-
irsp-Uirnin eftir fiski vex og
verðið hækkar“.
Ei-uð þið búnir að vera
lengi á ísfiskiríi?
„Neá. Þetta er þriðji túrinn
okkiar núna. Áður fylltum vid,
heilfrystum, en þannig fæst
1. flokks vara, og sdglduin
með atflann, ■ sem ailur var
fyrirfram s-eldur. Það var
minna upp úr því að hafa. En
Mogginn lét sig nú hafa það,
að segja frá því, þegar við
vorum að byrja þær veiðar,
að þetta samsvaraði til 40%
kauphækkunar. Reyindin varð
nú aldeilis önnur, en þeir'
kippa sér sjálfsaigt ekki upp
við það á honum Mo-gga þótt
þeir ljúgi um nokkra tugi
prósenta. Þ-eir fóru þrjá túra
á hinum togurunu-m mieðan
við frystum í einn. Okkur
þótti það heldur klén kiaup-
hækkun“.
„Annars er ég aligjö-rlega á
móti því að togarar sigii með
óunninn fisk. Það hlýtur að
vera þjóðhagslega hagk-væm-
ara að fiskurinn sé unninn
héma heima“, sagð-i Berg-
svednn aö lotoum.
Hrífínn af íslenzku landslagi
Um helgina opnaði þýzkur
myndlistarmaðnr, Alfred
Schmidt, sýningu í Mokka-
kaffi á prentmyndum og gou-
ache-myndum, sem hann hefur
gert af íslenzku landslagi, og
verður sýningin væntanlega op-
in til 29. ágúst.
I tilefni þessarar sýningar
hítti blaðamaður Þjóðviljans
Alfred Schmidt að máli og
rabbaði við hann um áhuga
hans á íslandi.
„Ég byrjaði að læra mynd-
list,,-í-'þeg%f¥»-ég -var 19 ára, og
hafði þá einíkuim áhuga á kynja-
landstt-agi. . Ég gerði alls konar
teikningar af ímynduðu lands-
lagi. eftir því sem mér datt f
hu-g. Svo vildi þannig til árið
1954 að ég vann sigur í sam-
keppni og fékik að launum ferð
á togara. Við vorum þegar
komnir út á sjó, þegar okk-ur
var sagt aö fara á ve-iðar í
Grænlandshafi, svo að það var
alger tilviljun að ég fó-r í þær
sllóðir. Á leiðinni sig'ldum við
frarrahjá Vestmannaeyjum,
Reykjanesd, Snæfellsnesi og
Látraþjargi, og ég skoðaði land-
ið úr skip-inu í gegnum kíki.
Þá fékk ég strax mikinn áhu-ga
á íslenzku landslaigi og gerði
margar vatnslitamyndir í tog-
aranum af því, sem ég sá
gegnum kítoinn.
Þessi ferð varð til þess, að
ég kom hingað aftur tveimur
árum síðar og dvaldist þá á Is-
lan-di í sex mónuði. Þá koms-t
é-g að því að íslenzkt landslaig
var enn auðugra og fjölbreytt-
ara en ég hafði ímyndað mér
tveimur árum áður, og miklu
meira kynjalandslag, en það
sem ég hafði áðu-r látið mér
detta í hug. HuigmyndaiBluig mitt
var ekki eins auðugt ogíslenzkt
lands-lag.
Ég var fyrs-t þrjá mónuði i
Reykjavík, en ferðaðist síðan
um landið í þrjá mánuði, og
kom m.a. til Akureyrar og
Mývatns. Á þessum tíma gerði
ég um 600 teikningar o-g 60
go-uaches — nóg til að fylla
allt Listasafn ríkisdns! Ég h-afð-i
einfcum áhuga á því að safna
efni til að auðiga og víkka út
ímyndunarafl mitt. Þegar ég
fer um landið vel ég staði og
reyni svo að búa til mynd, sem
samsvari hverjum stað og nái
sérkennum hans. Ég reyni að
átta mig á því hvers vegna
þessi staður höfðar sérstalfclega
til miín og reyni að finna það
myndræna tákn, sem samsvan
því séreinkenni staðarins.“
Schmidt hefur ekki komáð til
íslands nema einu sinni síð-an
1956. Það vair í fyrra og þá
kom hann aðallega til að hitta
gamla kunningja. En hann heE-
ur ferðazt um Suður-Amerífcu
a sarna hótt o-g um Island og
vinnur nú við hönnun og urn-
búðateikningu í Dússeldorf.
Við spurðuim hann hvernig
það færi sa-mia-n að vera iis-ta-
maður o>g starfa fyrir iðnaðinn.
Hann sagði, að það þyrfti ekki
að fara illa saman. Það væri
óiheið'arlegt að Ijúga að fó-lki
um eðii vöru og reyna að koma
hen.ni inn á það á fölskum for-
sendum, en hann reyndi jafn-
an að hanna vörurnar og giera
umbúðimar á þann hátt að eðli
þeirra og eiginleikar kæmu
gHö-gglega- í ljós.
Alfred Schmidt
«>-
0LÍUEYJA I N0RÐURSJ0
Franska félagið C. G. DORIS er ad byrja að smíða mikinn olíu-
geymi úti j Norðursjó fyrir bandaríska olíufélagið Philips Geym-
ir þessi verður reistur á Eko-olíusvæðinu og mun taka um
160.600 rúmmetra. Geymirinn verður i reynd einskonar gervi-
eyja sem notuð verður til að geyma hráolíu frá borholum þeim
sem í gangi verða i Norðursjó, og þaðan munu og olíuskip
hlaðin. Geymir þessi verður um 100 metrar í þvermál og 90
inetrar á hað Utan um hann cr skjólgarður götóttur sem hafð-
ur verður t’I þess að draga úr áhrifum bylgjuhreyfinga. Geymir
þessi verður í níu hólfum. Gert er ráð fyrir því, að srníði þessa
mannvirkis verði lokið að ári. — (NBPi
Bókahöll barna
,,Þið hafið reist þcim höll,
sem er alltof falleg, þau munu
rífa hana niðuT“, sögðu himr
svartsýnu. Þessi höll er sam-
setning níu, hvítra hringlaga
bygginga, sem settar voru niður
milli u.þ.b. hundrað ferhyrn-
inga í blokkhverfi. Hún er eyja
leyndardóma og mennta í
miðju bæjar, sem ekki hafði af
mörgu slíku að státa. Borgin
heitir Clamart (íb. 50. þús.) viö
Signufljót í nánd við París.
Höllin er liarnabókasafn, sem
börnin rifu ckki niður; en lö.gðu
hinsvegar samstundis undir sig.
S-vo segir í grein í fyrsta hefti
Fréttabréfs Bóks-aiafélags ts-
lamds, sem nýlega hefur borizt
blaðinu, og geymir marga hluti
vel forvitnilega þeirri þjóð, sem
kenniir sig mikið við bækur, en
stendur oft laklega við þann
heiður. Greinarhöfundur heldur
áfram á þessa leið:
Og hvað dregur börnin að?
Ef til vill er það skjólið, sem
þetta hús veitir, innan ' þess
eru þau öruigg, því þetta er
þeirra hús. Það gæti líka verið
Ijós viðurinn á veggjum ogloft-
um, leirfilísarnar á gólfunum.
öll þessi náttúrulegu efni, sem
vekja þægindakennd, eða k-ann-
ski hunangsguiir litir ljósanna.
húsgagnanna og bókahillnanna.
„Formið er etoki fyrir
mestu“, segja arkitektamir fjór-
ir sem byggðu húsið: „Fegurð
by-gginga.rlistarinnar skapast af
því lífi, er myndast innan bygg-
ingarinna-r“. Bö-rnin s-anna orð
þeirra. Nú eftir að starfsemi
safnsins er hafin, keppast allir
um að lofa það, en sú var ekki
raunin, þegar tillögur komu
fyrst fram um að byggja þaö
þrem árum óður. Menn töldu
þörfina á fleiri bílastæðum
miiklu brýnni. Bókasafnið var
hornreka, allt þar til «tofnað
var félag bókavina. Félagið
hafði það að mairkmiði að
glæð-a iestrairiö-ngun bama og
veita þeim aðstöðu til að
svala henni. Hér skail ekki lýst
öllu því, sem þetta féiag þurfti
á sig að leggja með fjáröflun-
um og ffle-inu. Þeir fengu í lið
með sér sérhæfðan bókavörð,
. og að lokum lét bæjarstjórn
Ciamart undan og gaf einn
hektara 1-ands undir bygging-
una. Lóðin er í einu bamfflesta
hverfi, sem fyrirfinnst ' í út-
borg-um Parísar og voru þar um
sex þúsund börn á litlu svæði,
alls óvön lestri utan ná-msbók-
an.na. Tveitn árum síðar var
safnið opnað og eitt búsund
böm innrituðust fyrstu 3 dag-
a-na. Nú annar safnið va-rla eft-
irs-pum lengur.
Þetta bó-k-asaifn er talið hafa
gefizt s-vo vel o-g reynzt böm-
u.nu-m. s-em aðgang höfðu að bví
svo mitoilvægt að það hefur
vakið athygli bæð-i í Frakk-
landi O'g annarsstaða.r. Það hef-
ur vakið áhuga fjölda annarra
bæjarfélaga á bókasafnsbygg-
Framhald á 7. síðu»
Sovétblaðið Isvestía
um isleazk stjórnmál
Þann þriðja ágúst birtist í
málgagni sovézku stjómar-
innar, Ísvestía, grein eftir M.
Zúbko, um stefnu hinnar
nýju rikisstjórnar íslands.
Þessi grein er forvitnileg m.
a. vegna þess, að í henni er
ekki einungis fjallað um ut-
anríkismálaliði málefnasamn-
ings stjórnarinnar, heldur
fyrst og fremst um innan-
landsmál. Um hermálið er
fjallað í mjög varkárum
tón, og Iandhelgismálsins rétt
aðeins getið. Fer hér á eftir
endursögn á grein þessari:
ZÚBKO hefur máls á því,
að fyrstu rá'ðstafanir nýrrar
íslenzkrar ríkisstjómar hafi
beinzt að því að bæta stöðu
alþýðu gagnv-art háu veðlagi
í landinu. Hafi-alþýða manna
tekið mjög vel þessum ráð-
stöfunum, sem beri vitni um
uppbaf framkvæmdar áætl-
ana um féla-gsiegar u-mbætur,
en hægrisinnuð blöð hafi lát-
ið sér fátt um finnast.
Greinariiöíundur lýsir s-íðan
íslenzku fiokkakerfi og úrslit-
um kosninganna. Hann víkutr
að málefnasamningi ríkis-
stjómar Ölafs Jóhannessonar
og vekur athygli á því, að
borgaraleg málgögn á Vestur-
löndum ha.fi í skrifum sínum
um hina nýju stjórn alls ekki
fjallað um annað en tvö eða
þrjú atriði í utanríkismála-
stefnu hennar — og þá sér-
stakle-ga um þau ákvæði í
málefnasamningnum sem lúta
að endurs'koðun „hervemdar-
samnings" við Bandarikin og
útfærslú ísienzkrar landhelgi.
Hinsvegar þegi þessi málgö-gn
þunnu hljóði um aðrar h-lið-
ar stjómarstefnunnar sem
varða innanlandsmól.
Zúbko vitnar til samtals
við Erling Viggósson frá
Stykkishóimi. sem um aldar-
f.iórðungs skeið hefur starfað
við útgerð. Erlingur tekur það
fraim að ákvarðanir nýju
stjórnarinnar u-m bætt kjör
sjómönnum til handa og um
bætta-n starfsgrundvöll sjáv-
arútvegsins njóti góðra undir-
tekta, eldíi sízt í sjávarpláss-
um eins og því, sem hann er
frá. Greinarhöfundur getur
uim sérstaka þýðingu sjávar-
útvegs í íslenzkum þjóðarbú-
skap og áform stjórnarinnar
um uppbyggingu í þeirri
grein. ,,Og þetta er“, se-gir
hann „aðeins ein hlið stefnu
nýrrar stjómar. Hún hyggst
og stytta vinnuvikuna, halda
verðbólgu í skefjum, endur-
skoða almannatryggingakerf-
ið og skattakerfið, hækka
rauntekjur verkafólks",
Það er því. segir höfundur.
ekki furða þótt borgarablöð
og blöð hægrisósialdemókrata
ræði sem minnst um lands-
málastefnu stjómar Ólafs Jó-
hannessonair, og þá heizt í
þeim dúr. að mifcla þá erfið-
leika sem firamundan eru.
Zúbko- telur líkle-gt að ýmis-
legt í óformum stjómarinnar
muni sæta harðrj andstöðu
hægriafla innanlands, en
stefna hennar á lífskjarabæt-
ur miðað við hlutlægar að-
stæður sé lífcleg til trausts af
hálfu vinnandi fólks. í þvi
sambandi vitnar hann til sam-
tals við Guðjón Jónss-on, for-
mann Félags jámiðnaöar-
manna, sem segir að í tíð
fyrri stjórnar hafi tíð verk-
föll ekki getað vegið upp á
móti kjararýrnun vegna mik-
illar verðbólgu. Nú er að-
Staðan önnur, og binda verk-
lýðsfélög vonir við aðstoð rík-
isstjómarinnar í kjaramálum.
★
UM utanrikismálastefnu ís-
lenzku stjómarinnar seigir á
þessa leið:
„Stjómin hefur lýst sig
hlynnta því, að úr spennu dragi
á milli þ-jóöa, hún styður hug-
myndina um að hal-din verðd
ráðstefna a.llra Evrópuríkjai.
hún. er hlynnt því að hemað-
arbandalög verði leyst upp,
hún er gegn aðild að Etfna-
.hagsbandalagi Evrópu (en
gerir ráð fyrir hugsanlegum
viðsikiptasamningi við EBE).
Það eina sem stjómarflokk-
arnir eru ekki sammóla um
er afstaðan til Nató. Það er
vitað, að Framsóknarflokkur-
in.n er hlynntur því að ísland
verði áfram i Atlanzhafs-
bandalaginu, ein Alþýðubanda-
laigið og Samtök frjálslyndra
og vinstri manna em því and-
víg.....En að því er varðar
endurskoðun heivarnarsamn-
ingsins við Bandarikin o@
brottflutning heriiðs af ís-
lenzku landi þá hefur náð,st
fullt samkomulag um það
eflni.“
Greinarhöfundur segir, að
alþýða manna sé ánægð með
þessa stefnujdiriýsingu, , on
hægriöfiin hafi ráðizt gegn
henni af heift. Og þá ekki að-
eins á íslandi heldur og í
nokkrum öð-rum lömdum.
Borgaraleg blöð þessara landa
eru full með sikuggalegus-tu
forspár — þau segja að Island
verði varnalaust o-g hljó-ti
landið að gjalda slika „léttúð“
dýru verði.
M. Zúbko vitnar þá til svars
dagblaðsins Þjóðviljans við
þessum spádómum, einkum
þeim sem birzt hafa í Norð-
uriandablöðum. Blaðið lét í
l.iós furðu sína á þessum
skrifum frændþjóðablaða. sem
aldrei hefur do-ttið í hu-g að
teggja það til að erlendar her-
stöðvar væru á sænskri,
ncrskri eða danskri grund —
ekki einu sdnni á tímum kalda
stríðsins.
Marceau gistí hjá Brant
Marcel Marceau, hiun heimskunni látbragðsleikari, heinisótti
Willy Brandt, kanzlara Vestur-Þýzkalands, fyrir skemmstu — og
lék fyrir hann forsætisráðherra á stjórnarfundi. Brandt sagði að
lokinni „sýningu“: Liklega mundi okkur stjórnmálamönnunum
ganga miklu betur ef að okkur væri baunað að tala.