Þjóðviljinn - 12.08.1971, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINTSr — Fimmtudagur 12. ágúsit 1971.
IMINN
— Málgagn sósialisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Utgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Rítstjórar: Ivar H. Jónsson, Sigurður Guðmundsson.
Ritstj.fuiltrúi: Svavar Gestsson (áb).
Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
SamúB heimsins
JJinir bengölsku íbúar Austur-Pakistans veittu í
fyrstu saamilega frjálsu kosningunum, sem
fram hafa farið í Pakistan í óratíma, öflugan
stuðning hreyfingu sem vildi stórauka sjálfsfor-
ræði þeirra. Daufleg og fjandsamleg viðbrögð
hinna púndjöbsku ráðamanna í Vestur-Pakistan
urðu til þess, að lýst var yfir stofnun sjálfs'tæðs
ríkis í Austur-Pakistan, Bangla Desh. Fáir hafa
haft meiri ástæðu fil sjálfsstjórnarkröfu eða jafn-
vel a^skilnaðar en einmitt Bengalir: greinargóð-
ar heimildir eru fyrir því, að þeim hafi verið
stórlega mismunað að því er varðar hlutdeild í
stjóm pakistansks ríkis, hlutdeild í þjóðartekjum,
erlendri aðstoð o.fl. — og eru þeir þó sú þjóð á jörð-
inni sem hefur búið við einna verstan kost. Við-
brögð yfirvalda í Vestur-Pakistan eru öllum kunn:
stórfelld herferð sem miðar að því að útrýma
pólitísku og menningarlegu forystuliði Bengala,
fjöldamorð, brennd þorp og borgir, sex eða sjö
miljónir manna hafa hrakizt úr landi 'til Indlands,
allsherjar hungursneyð.
yiðbrögð stórra og smárra ríkja við þjóðarmorði
í Bangla Desh eru afar óglæsileg. Ekkert
hefur af hálfu stórvelda verið gert til að
þvinga Pakis'tanstjóm til að breyta um stefnu.
Bengalir fá svo sannarlega að gjalda þess, að
í landi þeirra eru ekki auðugar olíulindir eins
og þær sem tryggðu Biafra nokkum stuðning
Frakka, þeir kaupa ekki skreið, svo að vikið sé
að ástæðunni fyrir allverulegum stuðningi við Bi-
afra á Norðurlöndum á sínum tíma, né heldur
eru þeir kristnir, heldur múhameðskir. Vinstri-
sinnar um víða veröld hafa einnig verið mjög
daufir að því er varðar þótt ekki væri nema sið-
ferðilegan stuðning við Bengali: í dæmi Bangla
Desh hafa þeir ekki fyrir sér hina hefðbundnu
mynd af kapítalísku stórveldi sem er að kúga ný-
lendu eða hálfnýlendu, heldur „innanríkisdeilur“ í
þriðja heiminum, og þar með er áhuginn rokinn
út í veður og vind. Og Bandaríkin halda áfram
hernaðaraðstoð við Vestur-Pakistan og Kínverj-
ar halda áfram að veita sama aðila mikilvæg-
an pólitískan stuðning með formælingum um
aðskilnaðarhreyfingu í Bangla Desh og viðvör-
unum gegn indverskri aðstoð.
|>róun mála í Bangla Desh er enn ein beizk lexía
um það, hve léttvæg samúð heimsins er, sé
hún ekki efld af þungvægum hagsimunum. En hún
minnir líka á það. að sú skipan mála í þriðja
beiminum sem evrópsk stórveldi létu eftir sig,
getur ekki verið endanleg. . Þá voru landamæri
dregin í beinu framhaldi af árangri þeim sem ný-
lenduveldin náðu í því að „deila og drottna“ —
einatt þvert ofan í brýnustu hagsmuni fjölmennra
bjóða. Það óréttlæti er stöðug forsenda fyrir til-
komu nýrra og nýrra þióðfrelsishreyfinga, sem
geta, þótt síðar verði. ekki aðeins breýtt landa-
bréfum, heldur og fyrst og íremst félagslegum
veruleika í stórum heimshlutum. — áb.
Biðskýli vantar milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar — getur Gvendur gefið upp-
lýsingar um innræti Jóns? — meiri
ræsting fyrir minna kaup —
í Bæjaipóistinium í dag er
bréf frá nýjum Hafníirðdng,
seim gerir þær lágmarkskröf-
ur til forráðamanna straetis-
vaginanna að biðskýli séu á
hverri stoppistöð. H. J. aug-
lýsir eftir betri röksemdum
en fram hafa komið um bað
að AlþýðUibandialagið sé ólýð-
ræðislegur flóklkur og M.skýr-
ir frá alvarlegum áhrifium af
,,hagræðángu“ í ræstingu.
H. J. skrifar:
Eftir að Framboðsflokkur-
inn hafði sprengt í hlátri
alþjóðar hinn innantóma
orðaberg sem tíðkazt hefur að
blása upp í kosningiabaráttu
hériendiis um langt sikeið, hélt
maður að þelr sem batfa það
að atvinnu að tala og skrifa
um stjórnmiál, kynnu að hafa
lært eitthvað. Má vera að svo
sé, versta gasprið hafi hjaðn-
að, en býsna óhugnanlegt var
að heyra í útvarpsþættinum
Mál til meðferðar 30. júlí sl.
hvemig málflutning er enn
boðið upp á í stjómmélaum-
ræðum, ömurlegt m.a. vegna
þess að margir væmtu þess að
yngri mennimir hreinsi til í
þessum efnum.
í þættinum hélt Styrmir
Gunnarsson því fram að Al-
þýðubandálagið ætti ekki að
fjalla um hersetuna og Atl-
anzhafsbandalagið vegna þess
að það væri ólýðræðislegur
floktour, það ætti að vera
verkefini lýðræðisflokkanna.
Sönnun þesis að það væri ó-
lýðræðisiegur flókkur var sú,
sagði Styrmir, að Hannibal
Valdimarsson hefði taiið að
svo væri.
Vitastould er óþarft að fara
mörgum orðum um eðli slíkr-
ar röksemdafærslu. t>eir sem
fylgjast með stjómmálum
vita að Hannibal Vaidimars-
son er af sögulegum og til-
finningálegum ástæðum mik-
ill andstæðingur Aliþýðu-
bandalaigsins sem flokks.
sagði skillið við það eftir harð-
vítugar deiiur um framboð
o.fl. FVilyrðinigar andstæðings
um þann sem fjanciskaipu-rinn
beinist gegn eru vægast sagt
hæpin sönnun — þótt auðvit-
að sé ekki útilokað að eitt-
hvaö sé satt í þeim. Ef við
tökum hliðstæðu úr daglega
lífinu: ef að Jón hefur hlaup-
ið á brott með konu Gvendar,
þá þætti víst flestum lítill
rökvísi í að leita til Gvendar
um upplýsingar um innræ+i
Jóns, hvað þá að trúa þeim
upplýsingum.
Nei, þeir sem hamast á því
í útvarpi og Reýkjavíkurbróf-
um að Alþýðubandalaigið sé ó-
lýðræðislegur flokkur verða
að finna aðrar og haidbetn
röksemdir að bví er varðar
stefnu þess og starfshætti og
málflutning em tilfinningamól
Hannibals — ef þeir vilja ekki
heita ómerklegir lygarar. En
kannski er þeim sama, hver
veit? H. J.
M. hafði samlbiand við okkur
út af svoifelldu máli:
— Ég þekki. segir hann,
roskna konu. sem hefur unnið
við ræstirugar á opinberri
skrifstofu. Mér skilst að A
undanfömum misserum hafi
konur sem við slík störf hafa
unnið orðið fyrir barðinu á
„hagræðingu" sem hefur kom-
ið mjög illa út fyrir þær.
Þessar breytingar munu að
verulegu leyti gengnar yfir
hjá skrifstofum bæjarins og
verið að koma þeim á í ríkis-
fýrirtækjum.
I>essi kona varð fyrir því,
þegar stofnun sú sem hún
vann fyrir flutti, að hún fékk
í sinn hlut stærri gólfflöt en
áður. hún er lengur að þrffa
þetta húsnæði en hið fyrra,
þótt svo eigi að heita að
tækjakostur sé betrj til bess
— og hún fær nú um 4.800
kr. á mánuði en hafði 9.000
áður.
Mig langar, segir M. að lok-
um, að spyrjast fyrir um
þessa þróun hjá viðkomaindi
v.erkalýösfélagi (Sókn), og
hvernig það vilji bregðast við
þeirri tekjurýrnun hjá ræst-
ingakonum sem hér er á ferð.
Ég er nýflutfcur í Norðurbæ
Hafnarfjarðar og verð að hota
strætisvagna þar eð ég er
bíllaus.
Nýlega voru sett upp bið-
skýli við Norðurbæinn enda
þörfin brýn vegna ört vax-
andi bæjar.
„Biðskýli á hverja stoppi-
stöð‘‘ er lágmarkskrafa þess
fólks sem þarf að ferðast með
strætisvögnum allan ársins
hring.
Það er því furðulegt að af
níu strætisvagnastoppistöðum
innan Reykjavíkur skuli að-
eins vera eitt skýli sem virð-
ist þó vera í eigu strætis-
vagna Kópavogs.
Hvers vegna ekki fleiri bið-
skýli? Hvers vegna tekur
Hafnarfjarðarkaupstaður ekki
við rekstri strætisvagnanna?
Nýr Hafnfirðingur.
ÚrsSitin
skipta engu
Því hefur verið haldið
fram í Morgunblaðinu að ekki
hafi verið kosið um afstöð- *
una í utanríkismálum. Þetta
er fjarstæða. Þegar flokkur
býður fram til alþingis er
öll stefna flokksins í fram-
boði. Kjósendum er gefinn
kostur á því að kynna sér
stefnu flokkanna í heild með
alls kyns útgáfustarfsemi fyr-
ir kosningar. Auk þess fjalla
flokkamir daglega um stefnu-
mál sín í dagblöðunum þann-
ig að enginn getur gengið
þess dulinn hver er afstaða
flokkanna til einstakra mála,
ef á annað borð er leitað
eftir því. Það má nefna í
þessu sambandi að afstaða
Bjama Guðnasonar, þing-
manns Samtaka frjálslyndra
í Reykjavík, til hersins kom
mjög skýrt fram í sjónvarps-
þætti rétt fyrir kosningar,
afstaða Alþýðubandalagsins
hefur ævinlega "erið ótvíræð
í þessum málum, það er í
senn andvígt hersetu Banda-
ríkjamanna hér og aðild ís-
lands að Atlanzhafsbandalag-
inu. Flokksþing Framsóknar-
Styrknr til
náms í Noregi
Blaðinu hefur borizt frétt frá
Háskóla ísllands um styrk úr
Minningarsjóði Ölafs Brunborg
stud. oecon:
Á árinu 1972 verður veittur
styrkur að fjárhæð 3000 norsk-
ar krónur úr Minningamjóði Ol-
avs Brunborg stud. oecon. Til-
gangur sjóðsins er að styrkja
(slenzka stúdenta og kandídata,
sem vilja stunda háskólanám j
í Noregi.
Umsóknir um styrk úr sjóðn-
um sendist skrifstofu Háskóla
Islands fyrir 10. september 1971. ■
manna hafa gefið ótvx'ræðar
yfirlýsingar um brottflutning
hersins í áföngum Þannig er
augljóst að kosið var um
stefnu þessara flokka í heild
í kosningunum og stefna
þeirra í heild hlaut stuðning
meirihluta kjó'Senda. E.n það
sem Morgunblaðið er að
reyna að gera með þvi að
segja að ekki hafi verið kos-
ið 'Jm utanríkismálin er að
véfengja réttmæt úrslit kosn-
inganna í vor. Morgunblað-
ið og talsmenn Sjálfstæðis-
flokksins kæra sig þannig
ekkert um að taka tillit til
kosningaúrslitanna — þau
skipta engu máli. Þetta sést
einnig af kröfu þeirra um úti-
lokun Alþýðubandalagsins frá
ákvarðanatekt um utanríkis-
mál.
Dæmi um
ólýðræðisleg
vinnubrögð
En fyrst farið er að minn-
ast á umræður um utanrík-
ismál er rétt að vekja at-
hygli á því að ekkei-t var
eins mikið eitur í bein-
um forustumarxna fráfarandi
stjómarflokka sem umræður
um utanríkismál. Ákvarðan-
ir um afstöðu íslands á al-
þjóðaþingum voru teknar án
þess að hafa samráð vi'S ut-
anríkismálanefnd alþingis og
þar gilti hið sama um Al-
þýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkinn að hvorugur
þessara aðila fékk að fylgj-
ast með gangi ,mála. Það er
engu líkara en íslenzkir ráða-
menn hafi lengst af óttazt
umræður um utanríkismálin
og má í því sambandi nefna
eftirfarandi dæmi sem að
vísu ná langt aftur í tímann
en eru engu að sí’ður til sann-
indamerkis um það hvernig
hefur vei-ið staðið að veiga-
miklum ákvörðunum um ut-
anríkismál íslendinga á síð-
ustu áratugum:
ið í heiðri höfð við mótun
innlendrar stefnu í utanrík-
ismálum. Ólýðræðisleg vinnu-
brögð voru ævinlega viðhöfð
undir forustu Sjálfstæðis-
flokksins — og það er þess
vegna engin rilviljun að hann
krefst þess nú að 18 þúsund
fslendingar verði útilokaðir-
frá ákvarðanatjekt I utanrík-
ismálum. Þessi krafa hans í
dag er í samræmi við stefnu
hans á síðustu ánatugum. En
þeiiri stefnu var hafnað í
síðustu kosningum og þau úr-
slit verður jafnvel Sj álfstæ’ð-
isflokkurinn að sætta sig við.
1. — Þegar ísland varð að-
ili að Atlanzhafsbandalaginu'®'
1949 var málið þvingað í gegn
á alþingi á örskömmum tíma,
þingsköp brotin og misnot-
uð. Þegar meirihluti alþingis
rökstuddi afstöSu sína til að-
ildar að NATO var greinar-
gerðin 21 lína á lcngd. Sem
sagt engar umræður leyfðar.
2 — Þegar fsland varð að-
ili að NATO 1949 var því
hátíðlega lofað að hér ætti
ekki að vera her á friðar-
tímum. Tveimur árum síðar
steig bandarískur her á land
á íslandi. Það gerðist án um-
ræðna eða samþykkis á al-
þingi íslendinga.
Þessi dæmi sýna og sanna
— ásamt ótalmörgum sem
mætti tilfæra — að lýðræðis-
leg vinnubrögð bafa ekki ver-
Fjalar.
Sölun
SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA,
JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ
DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM.
Ábyrgð fekin tí sólningunni.
Kaupum nofaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða.
önnumsf allar .viðgerðir hjólbarða með
fullkomnum fækjum.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík.