Þjóðviljinn - 28.09.1971, Síða 7

Þjóðviljinn - 28.09.1971, Síða 7
Þriðjudagur 28. september 1971 — 'ÞJÓÐVILJINN — SlÐA ^ Landsfundur ungra Alþýðu- bandalagsmanna var haldinn í Borgamesi nú um helgina, og fór hann hið bezta fram. Rösk- lega hundrað manns, víðsvegar að af landinu, sóttu fundinn, ræddust við, skiptust á skoð- unum, og lögðu drög að álykt- unum um helztu mál, sem of- arlega em á baugi meðal is- lenzkra sósíalista. FVrrí daginin voru ínamsögu- erindi flutt um höfuðmál fund- arins, bað er málefnasáttmála ríkisst. j órnarmnar, menntamál og starfshætti Alþýðubanda- lagsins, og spruttu af því fjör- ugar umræð'.ir. Síðari dag ráð- stefnunnar skiptu menn sór í umiræðuhópa, sem hver um sig fjallaði um eitt málanna þrigigja og lögðu flram ályfctanir sínar seinmi hluta dags, fyrir sameig- inllegan fund allra þeirra sem ráðstefnuna sóttu. Fundurinn var í senn já- kvæður og gagnrýninn á þara verkefni sem fyrir honum lágu og starf hans var tvímælalaust afar þýðingarmiiikilli vísir að Tveir þátttakendur frá Raufarhöfn, sá til hægri er Angantýr Einarsson, sem var fundarstjóri á ráðstefnunni Rá&stefna ungra sósialista i Borgarnesi fjölsóft Oflugt starf framundan stórefldu og virtou starfi ungra sósíalista. Ráðstefnunni er eng- anvegimm lokið, henni verður haldið áfinam um gorvalit land, því að fumdiarmenm voru á einiu máli um að því aðeims gæti Alþýðubandalagið orðið lýðræðisleigur og styrkur floikik- ur, að floklísmcnn hefðu sem mest bein tengsl sfn í miilliog skiptust á skoðunum. roglulega. Aðeins á þamn veg mætti taik- ast -að rjúfa einamgrun flokks- deilda við miðstjóm og gefa hinuim attmenna flokksiSélaga -tækifærd til að móta stefnu fkMcsins. Starfshættir flokksins Höfuðdrættir í ályfktum ráð- stefnunruar um starfislhætti Al- þýðubaimdallagBins voru þessir: „Ungir sósíalistar lita svo á að sósíalískur fjöldaflokkur og lýðræðislega uppbyggður flokk- ur, eins og Alþýðubandalagi 3, verði að temja sér í mun rík- ara miæli em nú er, að ákvarð- anir um stefrau og sttrí séu teknar á grundivelli umræðna i mdðstjóm og félagscininguim, em ekki eingöngu byggðar á skoðamaiskipturra fámemns hóps í floklksforystu. t»að er hlutverk sósíallísks floikks að sdnna sí- ftræðslu um fræðikennimgar sós- íalismams, tryggja skoðanaskipti og endurlífga umræður um stefnumótandi málefni. Við lít- um svo á, að mikið hafi á skort, að Alþýðubandalagið geti tal- izt sósíelískt og lýðræðislegt í starfsháttum. Við áteljum fyrst og fremst hve ákvarðanir um mikálvæg málefini em tekmar að fámennum valdahióp án um- ræðna í féllaigsdeildum. Van- mat á félagslogum umj-æðu,m imnam flokiksiins, má að ottdkar dómi að nókJkru skýra með skírskotun til arfs flokiksdeilu- áranna frá 1956-68 og þess ó- félagslega ástands, sem há ríkti. Nú er að dömi ungrasós- íalista allt önraur statrtfisskilyrði, þar sem fiélaigslegair umræður hljóta að vora edin játovæðasta leiðin til skoðamajoiyndunar. Þeir, som á erfiðleikaárumum mótuðu floJaksstarfið, þurfa að átta sig á þessajri staðreynd og, gjörbreyta stairfisivenjum sín- um . . . Ráðstcfna ungra Alþýðubanda- lagsmanna 1968 markaði þá stcfnu, að ekki væri ástæða til að stofna sérstök æskulýðssam- tök á vegum flokksins. Ekkert hefur komið fram sem réttlæti að þeirri ákvörðun verði breytt. Hins vegar er ljóst, að unga fólkið í flokknum verður sjálft að hasla scr völl innan flokks- deildanna og íinna starfi sínu þar það form sem hentar á hverjum stað. Ungir soisíalistar líta sivo að brýn nauðsyn beri nú til að alefla flokksstarfið og telja að stjórmmálaviðhorfið og breytt innamfldkksóstand geri slíka efflingu raumhæfa og fram- kvasmamlega. Við hvetjum til þess, að víðtækar umræður hefjist um starfshætti flokksins og lýsum því skýlaust yfir að við rraunum fylgja fast eftir -«> BúHvarðinn í Vík Vandaðasta kauptúnsgata á Suðurlandi. kannslki á öllu Is- landi, er í Vík í Mýrdal. Eftir endilöngu kauptúninu frá suðri til norðurs hefur sveitarfélagið Hvammshreppur látið gera steinsteypta akbraut 8 metra breiða, 430 metra langa. Beggja megin eru hell.ulagður gang- stéttir. Því verki er þó ekki fullokið, og beðið eftir því að aftur hækki í sjóði sveitarfé- lagsins. Ég veit þessu fagra verki yerður lokið naasta sum- ar. Ég sá það á svip verkstjór- ans, — ungUm brosandi manni inni í jeppa. Því miðurgleymdi ég að spyrja hann að nafni. Og lika gleymdi ég að spyrja hivað búlivaxöinn, sem Víkur- táar nefna Breiðgötu, hefði kost- að margar krónur. Það skiptir heldur engu máli. Þarna er gatan, nærri því hálfur kíló- metri að lengd, yndisleg eins og Avenue des Champs Elysées, undir þessum háu grænu hlíð- um með kleittabakilía gnæfamdi upp í himininn. Við settumst einnig á fund inni £ fínasta fólagsheimili á þessumstað, Vík í Mýrdal, sem á sinn eigin banka óháðan Yeni, dollar, marttd og pundi, og jafnvel reykvískri krónu. Gengi Vílcur- krónunnar er hátt og etoki fljót- andi, heldur fast cins og frank- inn. Ég þakka kærlega. (Suðurland. G. Dan.í. kröfum okkar við flokksforyst- una á væntanlegum lands- fundi“. Menntamál 1 ólyktun fundarins um menntamál segir rraeðal annars: Jöfnun námsaðstöðu eftir bú- setu og efinahag jafngildir eng- an vegiran jafnrétti til nóms. Veigamestu þættir misréttis skólakerfisins eru fóignar í þjóð- félagsgerðirani sjálfri, í stétta- þjóðfélagi er ávallt misrétti, þar sem ein stétt er áberandi betur sett en önnur. 1 umhverfi barms atf vertoalýðsstótt eru miklu færri hvatar til mennt- unar en í umhverfi borgara- stéttahbamsins. Auto þess eru sikólar miðaðir ’ við millistétt- arlífsviðhorf, sem barn „af lægri stigum“ getur alls ekitoi sam- lagazt og sem hindrar að auki yfirsýn þess yfir þær þjóðfé- lagslegiu misfellur sem koma í veg fyrir sjálfstæðan þroska þess. yfirsýn sem er írumskil yrði þess að barnið sækist eftir menntun. Miraraa hefur borið á þessu á Islandi en víðast Jwar®" amnans staöar vegna öflugrar alþýðumenningar og meiri stéttablöndunar, en tilhneiging er í þá átt að menntunin verði forréttindi álkveðinna þjóðtfélags- hópa. Þar með heflst hringrás menntunarleysisins: umhverfi fjandsamlegt þetokingarleit — slæm frammistaða í skðlum — lægstu störf þjóöfélgsins — hvorfci tími né andleg skilyrði til að bjóða börnunum betra hlutskipti. Þannig verður jafnrétti til náms ekki tryggt nerna með alhliða umsköpun þjóðfélagsins til sósíalisma. Þó er hægt að leysa ýmsan vanda innam núverandi þjóðskipulags. Þannig er beint efnahagslegt misrétti áþreifan- legast og auðveldiast að skil- greina og breyta að einhverju marki. Jöfnuin námsaðstöðu eft- ir búsetu og efnahag er því mikilvægt sliref. Sá heimur sem birtist í náms- bókum er þröngur og lokaður, sá heimur er hinn kapítalíski, .nánast kynntur sem endanleg og óumbreytanleg staðreynd. Nær aldrei er boðið upp á gagnrýraandi efni, né nemand- um veitt tækifæri til að gagn- rýna námsefnið. Námsgrednar eru í skóla aðskildar og ein- angraðar, og nánari útfærsla sömu tilhncigingar birtist síð- an í sérfræðimenntun, þar sem sérfræ^ingurínn starfar að þröngu verkefni án víðari út sýnis yfir þjóðfélagslegt sam- hengi, gegnir líku hlutverki og verkamaður við færiband. Andrúmsloft skólanna Þó að námsefni skólamma sé ríkur þáttur í framleiðslu þeirra á andlega ósjálfstæðum verum fer andrúmsloft þeirra og starfs- hættir með miklu stærra hlut- verk en þessir þættir markast af þjóðfélaigslegu ætlunarverki skóla sem uppalenda og starfs- menntunarverksmiðju. Nemandi er neyddur -til að mæta dag hvem, oftast hundleiður og á- hugalaus. I skólanuim er hann óvirkur þolandi ýmissa athafina annarra manna (kennslu, stjóm unar). örsjaldan fiær hann tækifæri til að þmska skapandi- hæfileika sína og sjálfstætt framtak, en þá ©r hann yfir- leitt of iila farinn eftir fyrri ráðskun, að hann reynir að koma sér undan sjálfstæðri á- kvarðanatekt og þvíumlíiku. Vart getur ömurlegra dæmi um mannleg samskipti en kennar- ann. sem stendur yfir áhuga- lausum bekk og reynir að troða dauðri þekkingu inn í höfuð nemenda, og nemendurna, sem reyna af öllum mætti að kom- ast undan ítroðslunni og þreyja fram í næstu frímínútur. Aga- kerfi, yfirráð stoólastjóra og lokað embættismannakerfi fé- lagslífs (þar sem það er) treysta enn mótun þá sem framkvaemd hesfur verið á óvirku fórnardýr- inu. # Framleiðsla kerfisins er síðan ósjólfstætt fólk, sem lætur vel að stjórn' og er vant því að fáir ráði, en flestir hlýði. Helzt þetta uppeldi í hendur við upp- eldi annarra stofnana þjóðfé- lagsins svo sem atvinnuvega, fjölskyldu. stjómmála og fjöl- miðla. Málefna- sáttmálinn Hvað snertir málefnasáttmála stjómarfloktoanraa lagði ráð- stefnan í Borgamesi áherzlu á, að sjálfstæðisviðleitnin væri grunntónn sáttmálans. „Það kemur frarn í þeirri á- tovörðun að færa út landhdg- ina í 59 mílur þegar á næsta ári og lýsa yfir 100 mílna mengunarlögsögu. Það kemur fram í þeirri ákvörðun ríkis- stjómarinnar að láta herinn fara úr landi á kjörtimabilinu eða í síðasta lagi íyrir þær kosningar sem fram eiga að fara á árinu 1975 hið síðasta. Einnig birtist þessi stefna greinilega í atvinnumálum þar sem hafnað er stefnu fráfar- andi stjómarflokka þar sem erlent fjárfestingarfjármagn var efst á blaði, en í staðinn hefur ríkisstjómin lýst því yf- ir að hún muni taka upp is- lenzka atvinnumál-astefnu. Þettia kemur fram í kjaramála- Stefnu ríkisstjómarinnar, sem leggur áherzlu á vinsamleg sam-skipti. Þannig er stefna ríkisstjórn- arinnar hvemig sem á allt er litið tilraun til þess að festa og tryggja sjálfstæði íslend- inga í þessu landi. Þessari s-tefnubreytingu ber að fagna og mikilvægt að verkalýðs- hreyfingin og AB sem sósíal- ískur flokkur haldi fram utan þings jafnt sem innan baráttu sinni fyrir sósíalísku þjóðfé- lagi á íslandi og leggi áherzlu á það að uppbygging ísienzks iðnaðar sé einungis forsendia efnah-agslegs sjálfstæðis þjóð- arinraar sem síðan er forsenda fyrir sósíalísku þjóðfélagi á fslandi, en um leið að þetta sé einungis einn liður þeirri baráttu. Af þessum sökum leggur ráðstefna ungra sósíal- ista hötfuðáherzlu á eftirfar- andi: — Jafnframt því ag í málefnasamningnum er verk-a- lýðnum lofað umtalsverðum kjara-bótum, eru í samningn- um ákvæði sem virðast geta bætt fyrirtækjum það upp. Að gerð íslenzks auðvaldsskipu- lags hefur ekki breytzt neitt með myndun aýrrar ríkis- stjómar og þvi verður verka- lýðshreyfingin og Alþýðu- band-al-agið að berjast gegn því að allur ágóði nýrrar efnah-a-gsstefnu falli ettntoa- gróðanum í hendur. Þess vegna ber Alþýðubandalaginu að beita sér fyrir aukinni fé- lagsle-gri framleiðslu undir forystu ríkisvaldsins. Akvæði málefnasáttmálans um olíudreifinguna og trygg- ingakerfið er allt of losara- legt og ber að leggja þar á- herzlu á þjóðnýtingu þessara þjónustufyrirtækja. f málefnasáttmálann skortir og ákvæði um þær breytingar á efnabagsikerfin-j sem tryggja að launahæ-kkianir geti átt sér stað án þess að þeim sé velt út í verðlagið. Þá vantar einnig í málefna- sa-mninginn ákvæði um umbæt- ur í dómsmálum, en ástandið þar er þjóðarskömm. Þrátt fyrir þessa annmarka sem hér hafa verið taldir ber að leggja áherzlu á mikilvægi þess að sósíalist-ar styðji rik- isstjórnina í starfi hennar með ábendingum og gagnrýni. Það er mikilvægt atriði að Sjálf- stæðisflokknum sé haldið ut- an stjórnarkerfisins og stuðn- ingsmönnum vinstri flokkanna ber að Ieggja sig fram um að ríkisstjórnin haldi velli meðal annars með það fyrir augum að fella ihaidið úr þeirri úr- slitaaðstöðu sem það hefur með tökunum á Reykjavíkur- borg. - , Ríkisstjómin á nú stuðning út fyrir raðir þeirra flpktoa, sem að henni standa. Sú' al- þýða íslands, sem lyfti rítois- stjóminni til valda getur einn- ig sett hana af, — en á sliku eru litlar líkur ef báðir aðilar — ríkisstjómm og launafólk — gera sér grein fyrir því hversu hvor er öðrum háður. Leggja verður rækt við sam- band þessara aðila. Rá'Sherr- ar í stjómarráði áorka litlu ef þeir finna ekki stöðu-gan stuðning og stöðugt aðhald al- mennings, stuðningsm-anna sinna. Sé fólkið á verði má vænta jákvæðrar framvindu“. Sónötuikvöld hjá Tónlistarfélaginu Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson byrja tónlis-tarlíf vetrarins I tovöld, þriðjudagsttovöld. kl. 8.30 halda Bjöm Ölafsson fiðlu- leikari og Ám-i Kristjánsson píanóleikari tónleika á vegum Tónlistarfélagsins — þá fyrstu á veigum félagsins í haust Á etfnisskrá eru Sónata í A- dúr K 526 eftir Mozart og Són- ata í c-moll op. 30 eftir Beet- hoven og Systur í Garðshomi eftir Jón Nordal. Systumar eru æskuverk tónskáldsins, frum- flutt atf þeim Ama ©g Bimd á Listamannaþiwgi hiinu fyrsta, árið 1945. ★ Tónleikamir epu í Austur- bæjarhíód. i 4 I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.