Þjóðviljinn - 28.09.1971, Side 9
Þriðjudagur 28. september 1971 — WÓÐVILJINN — SlÐA 9
Óli B.
Óli B. Jónsson hinn kunni
knattspyrnuþjálfari hefur nú
ákveðið að hefja aftur störf,
sem þjálfari og hefur ráðið
sig til Vals næsta keppnis-
tímabil. Óli var sem kunnugt
er þjálfari Vals þegar félagið
var íslandsmeistari 1965 og
1966 en síðast var Óli þjáifari
KR í fyrra. Óli ákvað þá að
hætta störfum sem þjálfari,
er hann hætti hjá KR, og var
því ekki með neitt lið í sumar
en það hefur fleirum en hon-
um reynst erfitt að slíta sig
alveg frá knattspyrnunni.
Það Ieikur vart á tveim
tungum með það, að Óli B.
Jónsson er einn bezti knatt-
spymuþjálfari sem við höfum
átt. Það sýnir árangur þeirra
liða ér hann hefur verið mcð
á liðnum árum og því er ó-
hætt að óska Valsmönnum
til hamingju með að hafa
fengið þennan frábæra þjálf-
ara til sín næsta keppnistíma-
bil. — S.dór.
ÍA tapaði 0:
Skagamenn léku fyrri Ieik
sinn við Möltu-meistarana í
Evrópukeppni meistaraliða úti
á Möltu s.I. sunnudag og töp-
uðu 0:4. Að sögn lék liðið
nokkuð undir getu, einkum
framlínan, én mikill hiti var
þegar leikurinn fór fram og
það eflaust haft sitt að segja.
Fyrri hálfleikurinn var
nokkuð jafn og það var ekki
fyrr en undir lok hálfleiksins
að Möltu-liðinu tóikst að skora
fyrsta markið en það var út-
herjinm annar, sem það gerði
með einstaklega glæsilegu
langskoti. En í síðari hálfleik
náði Möltu-liðið yfirlhöndinni
og hafði leikinn í hendi sér Á
10. minútu kom 2:0 en síð-
ustu tvö mörkin komu með
stuttu mililibili undir leikslok.
Skagamenn kvörtuðu undan
slæmum vélli, en það gera
flest lið er þurfa að keppa á
Möltu. Vellir þar eru mjög
þurrir og harðir, líkastir mal-
arvelli. Einna beztan leik í
ÍA liðinu átti Jón Alfreðsson
og Haraldur Sturluson en
hann varð að yfirgefa völl-
inn seint í fyrri hálfleik. Síð-
ari leikur lA og Möltu-liðsins
fer einnig fram á Möltu og
verður háður á morgun. S.dór.
Allt lokað hjá Valsvöminni
Og Valur sigraði Þrótt auðveldlega 19:5
Hin geysisterka Vals-vörn lét
engan bilbug á sér finna í
leiknum við Þrótt i Reykjavík-
urmótinu sl. sunnudagskvöld og
óhætt er að segja að Þróttarar
hafi enga smugu fundið í Vals-
vörninni fyrr en rétt á síðuslu
mínútunum, þvi að staðan var
17:2 þegar aðcins voru eftir 2
mínútur. Það er engum vafa
nndirorpið að Vals-liðið er
lang sterkast þeirra liða, sem
maður er farinn að sjá leika,
það sem af er þessu keppnis-
tímabili og vörn liðsins, er þótti
góð í fyrra, er enn betri nú.
Þessi leikur Vals og Þróttar
var svo ójafin að hann var
hreinlega leiðdnlegur á að horia.
Yfirburðir Vr.ls voru svo alger-
ir og slíkir leikir verða aldrei
skemmtilegir. Jafnt og þétt
skoruðu Valsmiennirndr án þess
að Þrótti tækist £ið svara fyrir
sig nema einu sdrmi í fyrri
háilfleik og í leikhléi var staðan
10:1 oig eins og áður segir kom-
ust Valsmenn í 17:2 og þá voru
ekki eftir nema 2 mínútur af
leiknum og ekki nema eðlilegt
að þeir slökuðu þá nokkuð á
svo lokatölumar urðu 19:5.
Vals-liðið er mjög jafnt að
styxkleika og er það höifuð kost-
ur þess. Engin leið er að dæma
mennina eftir þessum leik, þaó
virtust allir geta gert það sem
þeim datt í hug í sókninnd og
í vöminni vann liðið saman
eins og einn maður.
Við þá miklu mótspyrnu, sem
Þróttaramir fengu var sem lið
þeirra brotnaði niður og það
var aðeins einn maður, ereitt-
hvað lét að sér kveða en það
var Jóhann Frímannsson og
skoraði hann 4 af 5 mörteum
Þróttar. Ólafur H. Jónsson
skoraði flest mörk Vals eða 5
en Gísli Blöndal skoraði 4.
— S.dór.
Óvæntustu úrslitin til þessa
Er Ármann sigraði ÍR 14:12 í Rvk.-mótinu
Það er óhætt að fullyrða að
af þeim 6 leikjum, sem fram
hafa farið í Reykjavíkurmótinu
f handknattleik, hafa engin úr-
slit komið eins á óvart og sig-
ur Ármanns yfir ÍR 14:12 s.I.
sunnudag.
Getraunaúrslit
Lcihir 2~>. acpt. ]'■>? / i X 2
Arscnal i/ciccster i 3 -10
Covcntry — Tottcnhnm i l - !o
C. l’alacc — Evcrton i z -1/
Dérby — W.B.A. X 0 - j 0
Hiuhlcrsficlcl — T.ccrls i z - i
Ipswích — Ncwcnstle X 0 - 10
Livcrpool — Man. Iltd. X , z -12
Man. City — SoutU’pton i 3 - I«'
Shcff. Utd. — Chclscn i ■ V - |0
West Ilnm — Stokc i 2 -1'
Wolvcs — Nott’m For. i 4 -»
Suodcrlnnd — Prcston i ¥ -J s
Þessi sigur Ármanns var fylli-
lega verðskuldaður og það lék
enginn vafi á því hvort liðið
væri sterkari aðilinn. Það verð-
ur að segjast eihs og er að hin
slaka frammistaða ÍR-liðsins í
þeim tveimur leikjum er 'það
-■§ hefur leikið í mótinu til þessa
hefur komið mjög á óvart, enda
var búið að tala mikið um að
nu yrði ÍR-liðið með sterkustu
liðunum í vetur. Vel má vera
að ÍR-ingar eigi eftir að taka
sig á, en ef ekki, þá verða þeir
í fallþaráttu en ekki við topp-3>
inn.
Fyrri h'álfleikurimn var ójafn
rétt til að byrja með og komust
ÍR-inigar þá í 6:2 en hægt og
sígandi >sigu Ármenningarnir á
og í leikhléi var munurinn að-
eins eitt mark 7:6 IR í vil. I
síðari hálfleik skoruðu Ármenn-
ingamir 5 mörk í röð án þess
að ÍR næði að svara fyrir sig
staðan var orðin 11:7 Ármanni
í vil og úrslitin þar með ráðin,
þótt nokkrar mínútur væru
eftir. Lokatölumar uröu svo
eins og áður segir 14:12 sigur
Ármanns.
Hjá Ármanni vom það Hörð-
ur Kristinsson, Vilberg Júlíus-
son, Bjöm Jóhanmsson og
Olfert Naby, sem mest bar á,
en hjá ÍR Þórarinm Tyrfings-
son og Vilhjálmiur Sigurgeirs-
son. — S.dór.
Sólun
á.
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR fcl|SÍ énjómunstur veitir góða spyrnu
Ivt | - tWtt V|Br í snjó og hdlku.
önnumst allar viðgerðir hjólbarða
O-Tr-bsí * 3l 1 með fullkomnum tækjum.
| Mp f 31 Snjóneglum hjólbarða.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík.,
Þróttur sigraSi
Armann 5:1
Einn leikur fór fram um síð-
ustu helgi í Bikarkeppni KSl
og sigraði þá Þróttur (R) Ár-
mann 5:1 og kemst þar með í
aðalkeppnina. Mörk Þróttar
skoruðu Helgi Þorvadlsson tvö,
bæði í fyrri hálfleik en staðan
f leikhléi var 2:1, mark Ár-
manns skoraði Bragi Jónsson.
Síðan skoruðu þeir Aðalstednn
Hilmar og Sverrir sitt markið
hver fyrir Þrótt í síðari hálf-
leik. — S.dór.
Þróttur (N)
sigraði FH 6:0
Einn leikur var etftir í 2.
deildarkeppninni í knattspymu,
leikur FH og Þróttar frá Nes-
kaupstað. FHingamir fóru til
Norðtfjarðar um síðustu helgi
og töpuðu með miklum mun
eða 0:6 og misstu þar af 2. sæt-
inu í 2. deild, en það hefðu
þeir fengið etf þeir hefðu unnið
leikinn. Þrátt fyrir þennan sig-
ur fellur Þróttur (N) niður i 3.
deild. — S.dór.
NYLON
HJÓLBARÐAR
Sólaðir nylon-hjólbarðar til sölu á mjög hagstæðu
verði.
□ Ýmsar stærðir á fólksbíla. ■
Full ábyrgð tekin á sólningunni.
BARÐINN hf.
Áj-múla 7. — Sími 30501.
Reykjavík.
BÍLASKOÐUN & STILUNG
Skúlagötu 32
MOTORSTILLINGAR
■ iSSTitUKGAS LJÓSASTILLINGAR
Latiö sfills i tima. ^
Fljóf og öregg þjónustá, I
13-10 0
Skólaúlpur — Skólabuxur — Skóla-.
skyrtur — og margt fleira fyrir skóla-
æskuna. — Póstsendum.
O.L.
Laugavégi 71 — Sími 20141
GeríS góð kaup
Herrajakkar kr. 2700,00. Terylenebuxpr herrá kr.
900.00. Bláar manchetskyrtur kr. 450.00.
Sokkar með þykkum sólum, tilvaldir fyrir sára og
sjúka fætur og einnig fvrir íþróttafólk.
Sendum gegn póstkröfu.
L1TLI-SKÓGUR
Snorrabraut 22 — Sími 25644.
Forstöðukona
Staða forstöðukónu við Sjúkrahúsjð í Húsavík er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. nóv-
émber naéstkomandi.
Umsófcnir sendist formanni Sjúkrahússtjómar,
Þormóði Jónssyni, Ásgarðsvegi 2
Húsavík.
Upplýsingar utn starfið véita framkvæmdast’jóri
og yfjirhj úkrunarkona. — Símar 96-4-14-33 og
96-4-14-11.
SJÚKRAHÚS HÚSAVfKTJR.
Fræðs/u-
og umræðufundur
verður haldinn í Hagaskóla fimmtudaginn 30. sept-
ember klukkan 16.15.
FUNDAREFNI:
Stærðfræði-, eðlis- og efnafræðikennsla í
bama og gagnfræðaskólum.
FRAMSÖGU HAFA:
Hörður Lárusson, rhenntaskólakennari og
Öm Hélgason námsstjóri.
Skólastjórar og kennarar þessara greina í Reykja-
vík og nágrenni eru hvattir til að mæta.
Fræðslumálastjóri.