Þjóðviljinn - 22.07.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiftiJV Laugardagur. 22. júli 1972 Guðmimdur Danielsson: BÚSTAÐUR JÓNS INGVARSSONAR OG „ÍTÖK” HANS 2. júni s.l. svaráöi Hákon Bjarnason skógræktarstjóri les- endabréfi hér i blaðinu, og sagöi þar m.a. aö það væri „prinsipp” skógræktarinnar að leyfa enga sumarbústaði i löndum Skóg- ræktar rikisins. 1. júli s.l. birtast svo myndir af tveim sumarbústöðum i landi skógræktarinnar við Hreðavatn, og mynd af grunni þess þriöja, svo að nokkuð virðist vanta uppá að svar Hákonar, frá 2. júni, standist. 9. júli kemur svo athugasemd frá Hákoni Bjarnasyni, þar sem hann segir að ummæli sin frá 2. júni hafi ekki verið rétt eftir höfð, þótt ekki þætti honum ástæða til leiðréttingar fyrr en mánuði siðar, heldur hafi verið gerð ein undantekning frá „prinsippinu” og sé það einmitt grunnurinn aö þvi húsi, sem sjáist á einni mynd- inni sem birtist hér i blaðinu 1. júli. Föstudagsmorguninn 14. þ.m. var hringt til min úr Gunnarsholti og mér sagt að Páll væri dáinn. Þetta gat ekki verið satt, en rödd- in sem bar mér fréttina bar það þvi miður með sér, að þetta væri sannleikur. Þessari rödd mun ég aldrei gleyma. Páll i Gunnarsholti hafði orðið bráðkvaddur að heimili sinu þá um nóttina Ég ætla mér ekki að rekja hér æviferil Páls Sveinssonar. Efa- laust gera það aðrir sem betur þekkja en ég, en mig langar að- eins nokkrum orðum að þakka samvinnu og samstarf, sem ég tel, að hafi vart getað verið betra. Ég kom fyrst i Gunrjarsholt sumarið 1961, er nokkrir landbún- aðarkandidatar fóru til að skoða kornræktog fleira i Gunnarsholti. Við Páll tókum tal saman, og um- ræður snerust fljótlega um upp* græðslu á Hekluhrauni. Þessi fyrstu kynni min af Páli voru ekki mikil, en þó duldist ekki, hve stór- brotinn persónuleiki hans var, þegar hann ræddi hugðarefni sin af þeim sannfæringarkrafti, sem fáum er laginn. Vorið 1963 var mér falið að sjá um sáningu og áburðardreifingu fyrir Fóður- og fræframlpiðsluna i Gunnarsholti. Það var beygur i mér, er ég fór austur, ég vissi vart, hvernig ég átti að leysa þetta verkefni, en Páll Sveinsson tók vel á móti mér og taldi það ekki mikið verk að glima við tæpa 200 hektara af sandi. Og verkiö gekk að óskum, það varð leyst Siðan segir i athugasemdinni: „Þaö var einmitt þessi bústað- ur Jóns Ingvarssonar sem átt var við. Loforð fyrir byggingu hans kom af þvi að móðurfólk Jóns átti mikil itök i landi þvi við Hreða- vatn, sem Skógrækt rikisins keypti 1938. Þessi itök féllu til skógræktarinnar nokkru siðar, og var eigendum þess eftirsjá i. Var þá þegar talað um væntanlegan bústað viö vatnið og þvi játað”. Svo mörg voru þau orð. Ég held ég verði að segja Hákoni Bjarnasyni það að svona röksemdafærsiu noti enginn nema sá sem hefur dálitið vafa- saman málstað. Staðreynd málsins er sú að ætt- ingjar Jóns Ingvarssonar hafa aldrei átt nein itök i Iandi þvi sem Skógrækt rikisins á við Hreða- vatn, nema ef Hákon Bjarnason kaliar það itök að afi Jóns bjó i Hjarðarholti i um það bil 30 km fjarlægö frá staönum, og ef þaö kallast itök, þá er ég hræddur um að nokkuð margir stæðu nær. með uppörfun og aðstoð stórhuga og stórtæks manns. Það var mér góður skóli að starfa i Gunnars- holti þetta vor, og þennan skóla hef ég sótt með ánægju hvert vor siðan, enda sifellt verið að læra meira og meira. Er heykögglagerð hófst á veg- um Fóður- og fræframleiðsiunnar i Gunnarsholti, varð samvinnan enn meiri, og gleði Páls er hann sá iðgræna köggla framleidda úr grasi sprottnu á landi sem áður var svartur sandur, var meiri og einlægari en orð fá lýst. Oft höf- um við Páll rætt um þá gifurlegu möguleika, sem felast i áfram- haldandi ræktun sandanna og framleiðslu heyköggla, en þvi miður entist honum ekki aldur til að sjá þá drauma rætast. Aftur á móti eru gamlar heimildir fyrir þvi að Hjarðar- holtskirkja hafi átt skógaritak i svonefndum Laufshaga, sem liggur i landi Laxfoss, við hliðina á landi Skógræktar rikisins, en þau hlunnindi (!) munu af eðlileg- um ástæðum aldrei hafa verið notuð, og eru skógræktinni óvið- komandi. Siðan segir Hákon i athuga- semd sinni: „Þessi bústaður er reistur á landi, sem tilheyrði öðrum sumarbústaðjsem var á staðnum löngu áður en Skógrækt rikisins eignaðist landið”. Rétt er það að þarna var fyrir einn sumar- bústaður áður en Skógrækt rikis- ins fékk landið, en það var lika örugglega sá eini sem loforö hafði verið veitt um af fyrri eigendum landsins, og það skyldi þó aldrei vera að Hákon Bjarnason hafi reynt að koma eigendum þessa bústaðar i burtu úr landi skóg- ræktarinnar tii að koma Jóni Ingvarssyni fyrir svo að minna bæri á? Þegar það ekki tókst, var bústaði Jóns skellt niöur við hlið- ina á þeim sem fyrir var, og siðan látið i það skina að þeir sem fyrir voru hafi bara minnkað við sig, en um það er ekki að ræða, þar sem þeir sem fyrir voru höfðu engan tillögurétt um málið, þar sem iandiö er eign Skógræktar rikisins. Og enn heldur athugasemdin áfram: „Um hina sumarbústaðina er það að segja, að sá eldri fékk byggingarleyfi 1955, og hinn ein- um tveim árum siðar. A þeim tima var litið farið að hugsa um t vetur var það afráðið að ég starfaði til bráðabirgða hjá Land- eræðslunni i sumar. Þetta sam- starf hófst i mai, og á þessum stutta tima var ég rétt að fá inn- sýn i þau miklu verkefni, sem framundan eru i landgræðslu- málum. Páll var stórhuga sem fyrri daginn, og þær áætlanir, sem hann hafði i huga um fram- kvæmdir, sem gera skyldi, er Landgræðslan fengi til umráða stórvirka flugvél tii áburðardreif- ingar, voru ekki smáar. Vonandi verða þær áætlanir að veruleika. 'l’vö atvik frá sumrinu eru mér minnisstæð. Það fyrra var, að byrjað var að nota jarðýtu til að lagfæra rofabörð hjá Heiði á Rangárvöllum. Gleðin sem ljóm- aöi al andliti Páls, er ljóst varð, að unnt yrði að nota jarðýtu við þetta verk, verður mér ógleym- þessi sumarbústaðamál, og engin stefna upp tekin eins og siðar”. Af þessu má ráða að a.m.k. framundir 1960 hafi það verið stefna skógræktarinnar að leyfa peningamönnum og öðrum gæð- ingum að byggja i skógræktar- girðingunum, og jafnvel girða sig þar af, ekki fyrir fénaði, heldur fyrir fólki, eins og Halldór Jóns- son gerði við Hreðavatn. Ekki man ég nú samt til að þessari stefnu væri haldið á lofti viö almenning, enda sennilegra heppilegra hugsjónarinnar vegna. t lok athugasemdarinnar segir Hákon: „Til viöbótar skal frá þvi skýrt að enda þótt tekið hafi verið fyrir leyfi undir sumarbústaði i einka- eign, hefur komið til greina að leyfa starfsmannahópum aðstöðu til að byggja sumarskála i lönd- um Skógræktar rikisins, þar sem þeir eru ekki i vegi fyrir starf- seminni”. Fyrst Hákon er svona ókunnug- ur málum, get ég upplýst hann um þaö, að Vegagerð rikisins byrjaði i fyrrasumar á slikum skálabyggingum i landi Skóg- ræktarinnar i svonefndum Sauð- húsaskógi uppmeð Gljúfurá i Borgarfirði, og er leitt til þess að vita ef skógræktarstjóri veit ekki af sliku. Að lokum þetta. Ef það er toppurinn á skóg- ræktarhugsjóninni á Islandi að planta forréttindamönnum i skógræktargirðingarnar, er Skógrækt rikisins með Hákon Bjarnason i broddi fylkingar greinilega á réttri leið. Guðmundur Uanielsson. anleg. Þegar i stað hófst hann handa i glimunni við rofabörðin á Haukadalsheiði, og þeirri glimu verður haldið afram. Það siðara var ferð min með Páli fyrir hálfum mánuði til að skoða áhrif áveitunnar i Rangá. Þar eygði hann möguleika og þá ekki smáa, og ekki kæmi það mér á óvart, þótt þessi framkvæmd yrði siðar talin eitt af mestu stór- virkjum Páls i landgræðslumál- um. Páll Sveinsson er horfinn af sjónarsviði lifsins allt of snemma. Okkur, sem þótti vænt um hann, veitist örðugt að átta okkur á þeirri staðreynd, þótt henni verði ekki þokað. Á kveðjustundu er mér efst i huga þökk fyrir sam- starfið við hann á liðnum árum, svo og djúp samúð með nánustu ástvinum og ættingjum hans. Ung listakona sýnir í Málara glugganum Mánudaginn 24. júli n.k hefst sýning á málverkurr Eddu Guðbergsson i glugga Málarans i Bankastræti. Myndirnar sem sýndar verða eru 13 oliumálverk, aðallega landslagsmyndir, sem listakonan hefur gert á undanförnum tveim árum. Sýningin stendur yfir til 31. júli n.k. og eru flestar mynd- irnar til sölu. EddaGuðbergsson er 18 ára gömul og hefur nýlega lokið námi við Fridrich-List- Schule i LObeck, en stundar nú nám, ásamt tviburasyst- ur sinni önnu Mariu, við Kaufmdnnische Berufs- schule i sömu borg. t stuttu viðtali við Eddu um myndir hennar sagði hún að þær væru fyrst og fremst hugmyndir (fantasi- ur) af islenzku landslagi sem hún taldi stórbrotnara og að þar væru allir litir skýrari en i öðru landslagi, sem hún heföi augum litið. Aðspurð, sagðist Edda hafa málað i fristundum sin- um og að hún hefði lært mik- ið af móður sinni i meðferð lita og skissugerð. En Edda er dóttir hinnar látnu lista- konu Jutta D. Guðbergsson og manns hennar Guðbjörns Guðbergssonar. Sýninguna heldur hún hér á landi i sumarleyfi sinu, sem nú stendur yfir, en að þvi loknu heldur hún utan til náms að nýju. Um framtið- a'ráform sin vildi Edda sem minnst segja, en bjóst þó við að starfa einhvern tima er- lendis að námi loknu. Edda Guöbergsson. Kópavogsapótek Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3. Simi 40102. Stefán H. Sigfússon. LEUOJSTARÁHUGAFÓLK Stofnfundur samtaka áhugafólks um leiklistarnám verður haldinn i NORRÆNA HOSINU sunnudaginn 23. júli kl. 15,00. Á fundinum mæta fulltrúar Islands er sóttu þing norrænna leiklistar- nema sem haldið var i Danmörku 3. til 8. júli s.l.. Skorað er á allt áhugafólk um leiklistarnám á Islandi að mæta. Upplýsingar liggja frammi i Norræna Húsinu. Páll Sveinsson landgræðslustjóri f. 28.10. 1919 - d. 14.7. 1972

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.