Þjóðviljinn - 22.07.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Qupperneq 3
Laugardagur. 22. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3. Veður og skemmdir tefja flugið Nokkrar tafir hafa orðið á Grænlandsflugi Flugfélags islands siðustu daga vegna veðurs i Narssarssuaq á Vestur Grænlandi. Flugvöllurinn þar hefur verið lokaður vegna þoku og varð að aflýsa tveim ferðum Flugfélagsins þangað af þessum sökum. Ennfremur töfðust áætl- unarferðir sem Flugfélagsvélar fljúga þangað fyrir SAS. Ennfremur urðu tafir á milli- landaflugi félagsins til Evrópu vegna þess, að er önnur þota félagsins lenti á Malaga, bilaði einn af fjórum aðalhjólbörðum flugvélarinnar. Þetta orsakaði skemmdir á vængbörðum og leiðslum i hjólhúsi. Gert hefur verið við skemmdirnar og er áætlunarflug Flugfélagsins milli landa komið i eðlilegt horf. Nú hefir Flugfélag Islands fjórar Fokker Friendship skrúfuþotur i innanlandsflugi og Færeyjaflugi. Innanlandsflugið hefir gengið vel og farþegafjöldi og flutningar eru sýnilega meiri en á sama tima i fyrrasumar. Veðurguðirnir hafa hinsvegar sýnt á sér sömu hlið i Færeyjum undanfarna daga og i Vestur Grænlandi og hafa orðið nokkrar tafir i Færeyjaflug- i af þeim sökum. 10 þúsund gáfu þeim laugardagsfrí Á miðvikudaginn s.l. birti Þjóðviljinn frétt frá undirskrifta söfnun bréfbera á höfuðborgar- svæðinu, sem safnað höfðu 10 þúsund undirskriftum þess efnis að ibúarnir á svæöinu væru sam- þykkir þvi að póstur væri ekki borinn út á laugardögum. Við höfðum samband við Reyni Armannsson formann Póst- mannafélags tslands og spurðum hann hvort nokkuð hefði skeð i málinu. Hann tjáði blaðinu, að félagið hefði fengið bréf frá Sam- gonguráðherra dagsett s.l. mið- vikudag, þar sem ráðherra til- kynnti, að hann hefði fallizt á, að bréfburður yrði ekki fram- kvæmdur á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum fyrst um sinn. Reynir sagði, að þessi árangur i baráttu póstmanna fyrir laugar- dagsfrium hefði aðeins náðst vegna undirskriftasöfnunarinnar, undirskrift 10 þúsund manna á höfuðborgarsvæðinu hefði ráðið útslitum, en enn væri óleyst með fri bréfbera i kaupstöðum úti á landi. Danskt fimleikafólk hingað í boði UMFÍ Ungmennafélag tslands á von á mjög góðum fimleikahópi frá Danmörku undir næstu helgi. í hópnum er úrval fimleikafólks úr 34 félögum er starfa sem iþrótta- og ungmennafélög og er heima- bærinn Holsterbro á Vestur-Jót- landi. Flokkurinn sýnir fyrst i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði á laugar- daginn kl. 20.30, en ferðast siðan viða um land og kemurm.a. fram hjá Ungmennasambandi Borgar- fjarðar um verzlunarmannahelg- ina. Frá borgarstjómarfundi í fyrrakvöld: STÓRFELLDAR YILLUR í REIKNINGI BORGARINNAR Adda Bára Sigfúsdóttir Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna lögðu til að afgreiðslu yrði frestað. — Féllust ó að reikningurinn yrði leiðréttur i samráði við borgarróð „Þessi reikningur er i einu orði sagt rangur og það er móðgun við borg- arfulltrúa að bjóða upp á hann til samþykktar eins og hann liggur hér fyrir. — Þetta eru stór orð sem ástæða er til að finna stað." Á þessa leið komst Sig- urjón Pétursson, borgar- fulltrúi Alþýðubandalags- ins að orði við umræðurn- ar í borgarstjórn Reykja- víkur í fyrrakvöld um reikninga borgarinnar fyrir síðastliðið ár, en þeir voru þar til síðari umræðu og endanlegrar af- greiðslu. Við umræðurnar röktu þau Sigurjón og Adda Bára Sigfúsdóttir mörg dæmi um rangfærslur og ósamræmi í reikningun- um með skýrskotun til skýrslu endurskoðunar- deildar borgarinnar. Fluttu þau, ásamt öðrum fulltrúum minnihluta- flokkanna i borgarstjórn tillögu um að afgreiðslu reikningsins yrði frestað þar til leiðréttingar hefðu verið gerðar. í tillögunni sagði m.a: ,,i skýrslu endurskoðunar- deildar kemur fram að um margar og stórfelldar villur er að ræða i reikningi Reykjavik- urborgar fyrir árið 1971, eins og hann er lagður fyrir borgar- stjórn.” Og niðurlag tillögunnar var á þessa teið: „Borgarstjórn samþykkir þvi að fresta afgreiðslu reiknings- ins þar til leiðréttingar hafa verið gerðar.” Borgarstjóri og borgarstjórn- armeirihlutinn viðurkenndu i reynd þessa gagnrýni minni- hlutafulltrúanna. A fundinum lögðu þeir fram til bókunar skrá yfir rangfærða liði á tekju- og rckstrarreikningi borgarsjóðs, samanlagt leiðréttingar á 23 lið- um. Jafnframt lögðu þeir fram tillögu um AÐ REIKNINGUR- INN YRÐI LEIÐRÉTTUR t SAMRAÐI VIÐ BORGARRAÐ. Tillaga minnihlutans var fyrst og fremst krafa um að reikningurinn yrði leiðréttur og eftir að borgarstjóri hafði lagt fram tillögu þess efnis og þann- ig viðurkennt sjónarmið minni- hlutans drógu borgarfulltrúar hans tiliögu sina til baka. Var reikningurinn slðan sam- þykktur með 8 atkvæðum meiri- hlutans, en borgarfulltrúar minnihlutans greiddu ekki at- kvæði. Sigurjón Pétursson. Sigurjón Pétursson tilfærði mörg dæmi um rangfærslur i reikningnum. Hann benti m.a. á að i hreina eign fyrirtækja borg- arinnar væri vantalin I reikn- ingnum um a.m.k. 55 miljónir, og vántaldir liðir samkvæmt skýrslu endurskoðunardeildar væru samanlagt a.m.k. 63 milj- ónir. Hann benti á að hrein eign Strætisvagna Reykjavikur væri vantalin um 41 miljón, og Reykjavikurhafnar um rúmar 13miljónir, samkv. skýrslu end- urskoðunardeildar. Þar kæmi lika fram, að hjá Almannavörn- um hefðu ekki verið færðar til tekna seldar birgðir að upphæð rúm 500 þús. kr. og á sama hátt hefðu ekki verið færðar til gjalda keyptar birgðir að upp-- hæð 400 þús. kr. t lok ræðu sinnar kynnti Sig- urjón tillögu þá sem lögð var sameiginlega fram af borgar- fulltrúum minnihlutaflokkanna, en hún var á þessa leið: ,,I skýrslu endurskoðunar- deildar kemur fram, að um margar og stórfelldar villur er að ræða i reikningi Reykjavik- urborgar fyrir árið 1971, eins og hann er lagður fyrir borgar- stjórn. Borgarstjórn telur að nauð- synlegt sé að leiðrétta umrædd- ar villur áður en reikningurinn verður samþykktur. Leiðréttingar mætti prenta og hefta við reikninginn með tilvis- un i reikningslykil og blaðsiðu- töl, ef það virðist ódýrara en að prenta leiðrétta útgáfu reikn- ingsins sjálfs. Borgarstjórn samþykkir þvi að fresta afgreiðslu reiknings- ins þar til leiðréttingar hafa verið gerðar.” Adda Bára Sigfúsdóttir sagði, að sér væru ljósir þeir erfiðleik- ar sem væru á þvi að breyta um reikningskerfi, eins og nú hefði veriðgert hjá Reykjavikurborg. Mörgum, sem færu yfir i vél- kerfi, hætti til að ofmeta kosti þess. Hún vakti athygli á þvi að vélrænt úrvinnslukerfi leiddi ekki til sparnaðar heldur væri það undantekningarlaust dýr- ara. Það krefðist einnig nýrrar og meiri þekkingar þeirra, sem við það ynnu.— Hvers vegna þá að taka það upp, mun fólk spyrja, sagði Adda. Sagði hún kostina vera þá, að hægt væri að fá svör við fleiri spurningum varðandi reksturinn ef fólk kynni til verka. Adda sagði, að sig undraði ekki fyrst og fremst sjálfar vill- urnar i reikningnum, heldur hitt að hann skyldi gefinn út með öll- um villunum. Hér er sú skyssa gerð.sagði Adda, að lögð skyldi á það áherzla að koma reikn ingnum út á tilsettum tima, án tillits til þess hvort hægt var að gera hann sómasamlega úr garði. Sem dæmi um hver erfitt væri að átta sig á reikningunum, sagði Adda, að i greinargerð borgarritara með reikningum borgarsjóðs væri þess getið, að mistök hefðu orðiö að þvi er snertir höfuðstólsreikning Strætisvagna Reykjavikur. — Segir þar að raunveruleg skerð ing höfuðstóls SVR hafi orðið 0,7 miljónir og er visað til skýrslu endurskoðunardeildar (sem gefin var út eftir á). — Nú fór ég að leita i leiðréttingaskránni að þessum 0,7 miljónum, sagði Adda. Þær fann ég hvergi. En á bls. 17 finn ég undir yfirskrift inni: Strætisvagnar Reykjavik ur svohljóðandi athugasemd: „Skuldir SVR umfram eignir eru taldar kr. 35.994. 553.00 en ætti að vera eignir umfram skuldir, kr. 5.401. 912.00. Hrein eign fyrirtækja (fyrirtækisins innsk. Oddu) er þvi vantalin um kr. 41.346. 505.00.” Hvernig á að átta sig á svona reikningi, sagði Adda. Þá gagnrýndi hún einnig van skil á útistandandi skuldum, s.s lánum til starfsmanna Raf magnsveitu Reykjavikur. Við umræður um þetta mál tóku einnig til máls borgarfull trúarnir Kristján Benediktsson (F), Björgvin Guðmundsson (A), Ölafur Ragnarsson (SVF og Gerður Steinþórsdóttir (F) Af hálfu borgarstjórnarmeiri hlutans töluðu aðeins Geir Hall grimsson borgarstjóri og Birgir Isleifur Gunnarsson. %M)MD * •• Skrifstofustúlka SENDIBILASÍOÐIN Hf Orkustofnun óskar að ráða til sin vana skrifstofustúlku. Eiginhandarumsókn merkt O.S., sendist afgreiðslu blaðsins, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, eigi siðar en 27. júli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.