Þjóðviljinn - 22.07.1972, Side 7

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Side 7
Laugardagur. 22. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7. c::u:s £i 1 :: :: :: :: ■■ ■■ H :: :? :: ■••■■•iiiiiiiiiiiisisiiiiisHiiiiiiisisiisssisasKHHWKaK:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::' ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■) Karatkapparnir byrjuöu uppi á þaki eins og eölilegt er — þarna fýkur reykháfurinn af fyrir snöggum handhöggum. W : : :: :: :: :: Brutu niður steinhús með höndum og fótum Þaö er alltaf veriö aö byggja eins og menn vita, og algengt einneginn aö hús séu rifin til að rýma fyrir nýjum. Þvi miöur er þaö oftar en ekki svo, aö gömul hús og sérkennileg eru rifin og upp tildraö gjörsamlega sálarlausu skrifstofubákni f staöinn. En viö skulum ekki fara lengra út f þá sálma f bili. Allir vita aö hús eru yfirleitt brotin niður meö meiriháttar vélarafli. En sá sjaldgæfi atburður gerist ekki alfs fyrir löngu f brezka þorpinu Bradford, aö 150 ára gamalt fbúöarhús úr múrsteini var brotiö niður meö berum höndum og fótum. Þarna voru fimmtán karatkappar aö verki og unnu þeir verkiö á tveim dögum viö mikla hrifningu þorpsbúa. Þegar þeir skildu viö húsiö var ékki annaö eftir en múrsteinshaugar. Karatkapparnir, sem eru meölimir i „International Judo Association” fengu fyrir verkiö 3000 pund, sem hreppsnefnd, ibúar og firmu höföu skotið saman. Fé þessu ætla þeir aö verja til gottgjörelsis. Aö ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I ■■■■■■■■■■■■■«■■! tveim dögum liönum: húsiö horfiö og 3000 pund i vösum til gottgjörelsis. :: ::::::::::: Samþykktir SUNN Aöalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, sem haldinn var á Hólum i Hjaltadal i byrjun þessa mánaö- ar, samþykkti margar ályktanir um umhverfismál, og á fundinum var einnig lagt fram uppkast aö náttúruminjaskrá yfir samtals 83 staöi á Norðurlandi, sem æskilegt er talið aö friölýsa eöa vernda á annan hátt. i Þjóöviljanum 16. þ.m. var skýrt frá þessum fundi og i feröa- málablaöi (aukablaöi), sem kom út sama dag, var drepið á nokkra punkta úr samþykktum hans, en þær cru nú birtar hér i heild. Ályktanir um friðun. 1. Fundurinn lýsir fylgi sinu viö þau drög að náttúruminjaskrá Norðurlands, sem stjórn og friðunarnefnd félagsins hafa gert, og felur þessum aðilum að vinna að endurbótum á henni, i samvinnu við fulltrúa og aðra aöila i héruðunum, með útgáfu fyrir augum. 2. Fundurinn itrekar samþykkt siðasta aðalfundar um friðlýs- ingu eins svæðis i hverju hinna norðlenzku héraða, og felur stjórn og friðunarnefnd aö vinna að framgangi þeirra. 3. Fundurinn skorar á Náttúru- verndarráð að hefjast nú þegar handa um friðlýsingu Jökulsár- gljúfra (Oxarfirði) sem fyrsta þjóövangs á Norðurlandi. 4. Fundurinn lýsir fylgi sinu viö fram komið lagafrumvarp um takmarkaða frrðlýsingu á vatnasvæði Mývatns og Laxár, en telur auk þess að vinna beri að fullkominni friðlýsingu efra hluta Laxárdals og Laxárósa ( útfa 11 ssv æ ð i Laxár), Sandvatns og næsta umhverfis, austurstrandar Mývatns frá Garöi að Vogum (með Hver- fjalli, Lúdent, Dimmuborgum o.s.frv.) svo og eyja i Mývatni. 5. Fundurinn ályktar að stefna beri að friðlýsingu Flateyjar- skaga (þ.e. skagans milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda), á sama hátt og nú er fyrirhugað með Hornstrandir og Jökulfirði, og felur stjórn og friðunarnefnd að vinna að þvi máli. 6. Fundurinn lýsir eindr. fylgi við tillögur Náttúruverndar- nefndar Akureyrar um friölýs- ingu Eyjafjarðarárhólma. 7. Fundurinn telur að stefna beri að friðlýsingu flæðimýra á óshólmasvæðum og fjalla- mýra, fyrir framræslu og öðru jarðraski, nema nauðsynlegum áveituframkvæmdum. 8. Fundurinn beinir þvi til Náttúruverndarráðs og ann- arra aðila, að landselur verði alfriðaður i Skagafirði, Eyja- firði og Skjálfanda. Um fræðslu og rannsóknir. 1. Fundurinn skorar á Fræðslu- myndasafn Rikisins að taka saman skuggamyndaflokk um jarðveg’ á tslandi og jarðvegs- eyðingu til afnota við náttúru- fræðikennslu. 2. Fundurinn lýsir fylgi sinu við tillögu Náttúruverndarsam- taka Austurlands (frá 29.8. 1971) um útgáfu á lögum og reglugerðum, er varða náttúruverndarmál, og beinir þvi til Náttúruverndarráös og Landverndar að hefjast þegar handa um slika útgáfu. 3. Fundurinn ályktar að auka beri almennar náttúrurannsóknir i Norðlendingafjóröungi, eink- um liffræði- og vistfræði- rannsóknir. I þvi sambandi tel- ur fundurinn að efla skuli Náttúrugripasafnið á Akureyri til að vera miðstöð náttúru- rannsókna i fjóröungnum. Fundurinn bendir sérstaklega á mikilvægi þess, að gerðar séu liffræöirannsóknir á flóum og fjöröum i fjóröungnum. 4. Fundurinn ályktar aðauka beri stórlega allar rannsóknir á jarðvegi og gróðri landsins, og skilyrðum þess til ræktunar. Auk hinna venjulegu efna- rannsókna þarf að rannsaka eðlisfræði (byggingu, vatns- búskap, loftun o.s.frv.) Rannsóknir þessar þurfa að fara fram sem viðast um land- ið, i samræmi við mismun i jarðvegsgerð, landslagi, lofts- lagi o.s.frv.. Kaupum hreinar og heilar léreftstuskur. Prentsmiðja Þjóð- viljans Skólavörðustig 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.