Þjóðviljinn - 22.07.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Blaðsíða 11
Golf Framhald af bls. 9. þeir voru manna kurteisastir á leikvelli. Einnig þóttu þeir sýna fádæma mikið keppnisskap, að gefast ekki upp né hætta, þótt á móti blési, Var um það rætt eftir mótið að halda næsta Norðurlanda- meistaramót á íslandi, og kæmu þá Grafarholtsvöllurinn eða Hafnarfjaröarvöllur helzt til greina. En um það mál verð- ur fjallað á næsta fundi Skandi- naviens Golfforbund, sem hald inn verður i lok ágúst. Um hinn slælega árangur is- lenzka liðsins hafði fararstjóri þess, Konráð Bjarnason, þetta að segja: — Yfir höfuð léku is- lenzku golfleikaararnir langt undir getu. Ef þeir hefðu leikið af sama öryggi og þeir eru van- ir, hefði þriðja sætið blasað við. Óttar sýndi að við erum ekki siðri, meö þvi að koma inn á þriðja bezta skori i keppninni. Eftir 3 til 4 ár, þegar við höfum vanizt svona völlum, verður þetta gott hjá okkur. — Einnig lagði þjálfari islenzka liðsins, Þorvaldur Ásgeirsson, orö i belg. — Ég er óánægður með árangurinn, en gerði mér reyndar ljóst áður en farið var, að hér yrði ekki um neina sigur- ferð að ræða. Allavega ekki hvað höggafjölda viðvék. En það er nauðsynlegt hverju landsliði aö komast i svona keppni, þó ekki sé til annars en að kynnast staðháttum á fyrsta flokks golfvöllum. — Svo mörg voru þau orð. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Forsom: Þorbjörn Kjærbo og Björgvin Þorsteinss. 79-86 = 165 Einar Guðnason og Óttar Yngvason 94-86 = 180 Gunnl. Ragnarss. og Bj örgvin Hólm 86-99 = 185 Höggleikur: Óttar Yngvason Þorbj. Kjærbo Einar Guðnas. Björgv. Þorsteinss. Gunnl. Ragnarss. Björgv. Hólm. 72-86= 158 85-80 = 165 87-83 = 170 90-87 = 177 97-91=188 94-105 =199 Lokaúrslit Norðurlandamótsins i golfi 1972: 1. Sviþjóð 2. Danmörk 3. Noregur 4. Finnland 5. Island 1068 stig 1076 — 1093 — 1141 — 1192 — F.K. Skaftá Framhald af bls. 1. ast það sem varð i mikla hlaupinu veturinn 1970. Frá Skaftárdal hefur orðið vart fjölda bila sem komið hafa að ánni, og taldi húsfreyjan að það væri að mestu leyti fólk sem kom- ið væri til að forvitnast um hlaup- ið. Aftur á móti er vegasambandið við bæinn rofið og var það þegar á fimmtudaginn, þegar hlaupið hófst, og hefur fólkið i Skaftárdal ekki komizt i heyskap. Áin ber nú með sér mikið magn af aur og leir. Sameining Framhald af bls. 1. trúi frá hverjum þessara flokka, Högni Þórðarson (S), Jón Baldvin Hannibalsson (SVF) og Sigurður Jóhannsson (A). í öllum 3ja manna nefndum sitja aðeins full- trúar þessara flokka, en i 5 manna nefndum eiga minnihluta- flokkarnir einn fulltrúa. Alþýðu- bandalagsmenn og Framsóknar- menn höfðu með sér samstarf um kosningu i þær nefndir og buðu einnig fram við kosningu i 3ja manna nefndirnar. Það merkilega var að meiri- hlutaflokkarnir 3 höfðu ekki fyrir : þvi að tilkynna formlega á fund- inum að um myndun nýs meiri- hluta væri að ræða, og forseti hugðist slita fundi þegar lokið var kosningu nefnda. Fulltrúi Fram- sóknar kvaddi sér þá hljóðs og spurðist fyrir um, hvort lita ætti á þetta sem nýjan meirihluta, eða hvort hér væri aðeins um að ræða samstarf um nefndakjör. Rakti hann nokkuð aðdraganda þessara mála og vék einnig að þeim við- ræðum, sem átt höfðu sér stað milli vinstri flokkanna. Foringi meirihlutans, Högni Þórðarson forseti bæjarstjórnar,svaraði þvi til að búið væri aö mynda meiri- hluta og að þessir flokkar hefðu gert með sér málefnasamning, sem ekki yrði birtur, slikt hefði ekki tiðkazt i bæjarstjórn. Hinn nýja meirihluta mynda 4 Sjálfstæðismenn, 2 frá frjálslynd- um og einn krati. Minnihluta- flokkarnir hafa svo sinn mann hvor i bæjarstjórninni. HÓ/gg Raforka Framhald af bls. 1. Eftir 1974 þarf að afla Norður- landi eystra aukinnar raforku og Norðurland vestra þarf meiri orku nú þegar. Aðurnefndur sam- anburður sýnir, að svo fremi að þessi viðbótarorka fyrir Norður- land eystra kosti 70 aur/kWh eða minna er hagkvæmt að leysa orkuöflunarmál Norðurlands alls i einu lagi. Áðurnefnt verð, 70 aurar á kWh, er um það bil tvöfalt verð orkunnar frá Sigöldu, skv. áætl- unum Landsvirkjunar. Sundur- greining Norðurlands i tvö orku- öflunarsvæði táknaði þvi, að menn teldu að orkuöflun fyrir Norðurland ætti i framtiðinni að verða a.m.k. tvöfalt dýrari en á Suðurlandi. Að öðrum kosti sýnir áðurnefnd athugun að það er heppilegra að afla raforku fyrir Norðurland eystra og vestra i einu lagi. Að dómi ráðuneytisins er það algjör fjarstæða að ætla Norður- landi að búa við tvöfalt dýrari raforkuöflun i framtiðinni en Suð- urlandi. 1 samræmi við það álit tók rikisstjórnin hinn 21. septem- ber s.l. ákvörðun um sam- tengingu Norðurlands og Suður- lands. Með þeirri ráðstöfun er tryggt að Norðurland fái hlutdeild i hinni ódýru orku frá Sigöldu. Lina sú, sem nú er i byggingu milli Akureyrar og Skagafjarðar gegnir þannig tviþættu hlutverki. 1) leysir raforkuþörf Norður- lands vestra næstu tvö árin skv. samningum, sem þegar hafa ver- ið gerðir og 2) tryggir Norðurlandi vestra hlutdeild i framtiðarlausn á raf- i orkuöflun fyrir Norðurland i heild : með tengingu við Suðurland. Ráðuneytiö hefur þegar gert ráðstafanir til að framkvæmdir við linulögn milli Norður- og Suð- urlands geti hafizt næsta sumar, þannig að Norölendingar eigi kost á ódýrri raforku frá Sigöldu árið 1975. Samtimis þessu er unnið að at- hugunum á virkjunarmöguleik- um við Dettifoss, i Skjálfanda- fljóti og við Jökulsá eystri i Skagafirði, þvi að loknum þeim samtengingum, sem að framan eru taldar, gerbreytist öll mark- aðsaðstaða fyrir hugsanlegar virkjanir á þessum stöðum. 76 farast i jámbrautar- slysi Madrid 21/7: Mikið járn- brautaslys varð á Suður-Spáni, þegar hraðlest frá Madrid rakst á aðra farþegalest i morgun um 80 km frá borginni Sevillia. 76 fórust og 103 slösuöust. Um 500 manns voru i hraðlestinni, en þeir sem fórust voru i far- þegalestinni, sem gereyði- Iagðist, en i henni voru um 200 farþegar. OL- fjárframlag Olympiunefnd tslands hafa borizt fjárframlög eftirtalinna sveitarfélaga til stuðnings þátt- töku tslendinga i Olympiuleikun- um i Miinchen: Egilsstaðahrepp. Kr. 5.500.00 Hólshr., Bolungavik.Kr. 5.000.00 Skútustaðahr. Kr. 10.000.00 Hafnarfjörður Kr. 25.000.00 Sauðárkrókur. Kr. 10.000.00 Ennfremur hefur tþrótta- bandalag Hafnarfjarðar ákveðið að veita sem svarar kr. 3.000.00 á hvern hafnfirskan þátttakanda, sem kann að verða valinn i keppni á Olympiuleikunum. Olympiunefndin þakkar öllum þessum aðilum velvilja og góðan stuðning. HÁRGREIÐSLAN Ilárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16 Perma Iiárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 Simi 33-9-68. YFIRDEKKJUM HNAPPA SAMDÆGURS SELJUM SNIÐNAR StÐBUX- UR OG YMSAN ANNAN SNIÐINN FATNAD. BJARGARBÚÐ H.F. Ingólfsstr. 6 Simi 25760. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA í KR0N I vtiiihcaskalinn bw! FERÐAFÓLK ATHUGIÐ. Áður lítil ferðamannaverzlun.nú nýr og rúmgóður veitingaskáli. Fjölþættar veitingar og margs- konar vörur. Gas og gasáfyllingar. Benzín og olíur. -Þvottaplan - Velkomin í vistleg húsakynni. VEITINGASKÁLINN BRÚ, Hrútafirði. Laugardagur. 22. júli 1972T”Í*JÓÐVIL,JINN — StÐA 11. ‘ Waldheim beðinn ásjár MOSKVA 21/7. Einn færustu kjarnorkuvisindamanna Sovét- rikjanna, Sakarof, hefur skrifað Kurt Waldheim, sem nú er i heimsókn i Sovétrikjunum, bréf og beðið hann að sjá til þess að háskólakennari nokkur að nafni Gersjovitsj fái leyfi til aö flytja frá Sovétrikjunum til tsraels. t bréfinu segir að Gersjovitsj hafi verið ofsóttur af sovézku leyniþjónustunni KBG siðan 1968, er hann tók þátt i mótmælum gegn innrás Sovétrikjanna i Tékkóslóvakiu. Gersjovitsj, sem er af gyðingaættum, var rekinn frá háskólanum þar sem hann kenndi, skömmu eftir mótmælin, og hefur hvað eftir annað sótt um að fá að flytjast til tsrael en alitaf fengið synjun. Byggingarhappdrstti Sjálfsbjargar 10. júlí 1972 Númer Flokkur 117 61-100 1084 31-45 1158 5-15 1310 61-100 1842 31-45 2080 61-100 2122 16-30 3096 31-45 3813 46-60 4056 61-100 4251 61-100 4921 61-100 6.263 5-15 6429 61-100 6584 61-100 6716 46-60 7270 61-100 7488 61-100 7502 46-60 8397 16-30 9063 31-45 9074 61-100 9534 5-15 10124 5-15 10174 61-100 10246 61-100 10319 46-60 10933 5-15 11736 31-45 11768 61-100 12164 61-100 13195 61-100 13476 61-100 14811 61-100 Númer Flokkur 15846 61-100 15968 16-30 16096 5-15 16314 61-100 16948 61-100 19992 46-60 20222 61-100 20249 31-45 20834 31-45 20915 16-30 21294 61-100 21391 31-45 21751 46-60 22627 3 23196 61-100 232% 46-60 23298 61-100 23453 46-60 23691 16-30 23869 16-30 25015 61-100 25125 5-15 25863 5-15 25947 61-100 25950 46-60 26500 61-100 27144 61-100 27161 31-45 27221 Bfllinn 27338 61-100 27455 2 27856 61-100 27906 61-100 Númer Flokkur 28095 5-15 28575 5-15 28878 16-30 29042 16-30 29150 46-60 29162 61-100 29177 46-60 29789 46-60 30395 31-45 30565 61-100 30627 61-100 30789 16-30 30830 61-100 30956 16-30 31625 16-30 33393 16-30 33504 31-45 33767 16-30 33787 46-60 33874 31-45 33959 4 34006 61-100 36339 31-45 36516 46-60 36709 61-100 36813 46-60 37215 61-100 37715 16-30 38119 5-15 38279 61-100 38792 16-30 39039 31-45 3%38 31-45 Sjá vinningaskrá á bakhlið happdrættismiöans. mAuglýsing Að gefnu tilefni hefur borgarráð Reykja- vikur samþykkt að tilkynna þeim aðilum, er fengið hafa úthlutun lóða fyrir f jölbýlis- hús i Breiðholti III, norðurdeild, að lóðar- samningar verði ekki gerðir fyrr en fullnægt hefur verið skilyrðum um frágang lóða samkvæmt settum bygg- ingarskilmálum. Athygli er vakin á þvi, að samkvæmt skilmálum er byggjanda m.a. skylt að setja lóð i rétta hæð, gera leiksvæði og malbika bifreiðastæði og akbrautir á lóð- unum. Ekki er heimilt að framselja þess- ar kvaðir til væntanlegra kaupenda ibúða. Reykjavik, 14. júli 1972. Borgarverkfræðingurinn i Reykjavik. (P ÚTBOÐ ® Tilboð óskast i gatnagerð og lagnir i Hól- unum, Breiðholti III. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000.00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 2. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkiuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.