Þjóðviljinn - 22.07.1972, Page 12

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Page 12
Laugardagur. 22. júli 1972 Kvöldvarzla lyfjabúða vik- una 15. júli til 21. júli er i Reykjavikur Apóteki og Borgar Apóteki. Næturvarzl- an er i Stórholti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Slmi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstööinni. Simi 21230. I Striðsrekstur USA í Víetnam jReynt að eyða 1 stórum svæðum i imeð skógareldi i i i i i i i i i i WASHINGTON 21/7. A árunum 1965-1967 gerðu Bandaríkjamenn hvað eftir annaö tilraunir til að koma af stað skógar- eldum á umráðasvæði þjóðfrelsishersins í Suður- Víetnam. En tilraunirnar heppnuðust ekki nógu vel og var þvi látið af þeim 1967. Þessar upplýsingar birtuzt á föstudag i bandarisku blöðunum Science og The New York Times og er vitnað i áreiðanlegar heimildir. Blöðin segja aö siðasta til- raunin hafi verið gerð i járn- þrihyrningnum svokallaða norðvestur af Saigon. Flugvélar Bandarikjamanna úöuðu plöntueitri yfir svæði, sem er álika stórt og borgin Filadelfia i Bandarikjunum, og siðan var várpað eldsprengjum á skógana. Tilraunirnar heppnuöust þó ekki, þar eð of mikill raki var i gróðrinum, og eldarnir náðu ekki að breiðast út. Talsmaður Pentagons segir að tilraunirnar hafi farið fram i stjórnartið Johnsons, og verið til þess gerðar að kanna hvort unnt væri aö leggja i auðn stór landsvæöi með skógareldum. Það var tilraunadeild varnar- málaráðuneytisins sem stóð fyrir skógareldunum, og hátt- settur hershöfðingi i Banda- rikjaher lætur New York Times hafa eftir sér aö ætlunin hafi verið aö brenna inni sveitir þjóðfreisishersins sem dvöldust Bandarisk mannslif eru meira virði en gróðurinn i Vietnam. á svæöinu. — Þegar barizt er i mannslifum en trjám, segir lega aðeins við bandarisk striði er mikilvægara að bjarga hershöfðinginn,og á þá senni- mannslif. NORÐUR—ÍRLAND: Mesta herferð IRA — 13 biðu bana Brottvikning sovézku sérfrœðinganna: ÁSTÆÐAN SAMKOMULAG S TÓR VELDANNA 1 MOSKVU Á DÖGUNUM — segir egypska blaðið Al Ahram KAIRÓ 21/7. Egypzka dag- biaðið A1 Ahram segir I dag, að rikisstjórn Sovétrikjanna sé nú á fundi og ræði þá ákvörðun Sadats, að senda heim til Sovét- rikjanna alla sovézka hernaðar- ráðgjafa, sem verið hafa i Egyptalandi. Fréttaritari blaðsins i Moskvu segir að allir meðlimir rikis- stjórnarinnar taki þátt i fundun- um. Hann telur liklegast að stjórnin mundi senda Aröbum stuðningsyfirlýsingu, en forðast að gera nokkuð það er skapaö gæti deilumál. Þá segir blaðið að Arafat leið- togi Palestinuskæruliða sé nú i Moskvu og sé væntanlegur til Kairó seinna i vikunni, senni- lega með boöskap Sovét- stjórnarinnar til Araba. Blaðið segir að aðalástæðan fyrir heimsendingu hernaðar- ráögjafanna sé samkomulag Bandarikjamanna og Sovét- manna um að draga úr að- stoöinni við Araba og Israels- menn. Blaðiö segir að þessi ákvörðum stórveldanna komi harðast niður á Aröbum, þar eð Israelsmenn hafi verið búnir aö ganga frá flugvélakaupum við Bandarikjamenn, áður en fyrr- greint samkomulag varð á Moskvufundunum. Egyptar hafa sótt fast að fá vopnasendingar frá Sovét- rikjunum, en blaðið segir að engin vopn hafi komið til lands- ins frá þvi i mai, aðeins vara- hlutir til viðgerða á þeim vopnum er fyrir voru i landinu. —„Það er enginn vafi á þvi að samkomulag stórveldanna i Moskvu er aðalástæðan fyrir ákvörðun Sadats um að senda hernaðarráðgjafana heim”, segir A1 Ahram. Stjórnmálamenn i Kairó segja, að enn hafi Sovétstjórnin ekki svarað tilmælum Egypta um að fulltrúar landanna hittist og ræði deilumálin, en sömu aðilar telja liklegt að einhvers- konar samningaviöræður verði hafnar fyrir lok júli-mánaðar. Sovézk eldflug I eyðimörkinni FRAKKAR SPRENGJA Belfast 21/7: Enn halda óeiröir áfram í Belfast. Irski lýðveldisherinn hóf í dag eina mestu herferð sem gerð hefur verið til þessa og ertalið að minnsta kosti 13 manns hafi beðið bana. Talið er að minnsta kosti 17 sprengjur hafi sprungið í miðborg Belfast, en sprengjuárásirnar voru Þungir dómar í Tékkó- slóvakíu PRAG 21/7. ÞráU fyrir yfir- lýsingu Gústafs Husaks, aðal- ritara tékkneska kommúnista- flokksins, þess efnis að enginn muni dæmdur i fangelsi i Tékkóslóvakiu vegna stjórn- málaskoðana, hafa nú þegar sex mál veriö höfðuð gegn Tékkum sem barizt hafa gegn stefnu nú- verandi stjórnar. , 1 gær var Litera fyrrverandi formaöur i flokksdeildinni i Prag dæmdur i tveggja og hálfs árs fangelsi. Josef Stehlik, fyrr- verandi starfsmaður flokksins, var dæmdur i tveggja ára fangelsi og iönaðarmaðurinn Rocek og kona aö nafni Svo- bodova voru dæmd i eins árs skilyrðisbundið fangelsi: öll fyrir „moldvörpustarfsemi” og ólöglega blaðaútgáfu. Og i dag var tékkneski sagn- fræðingurinn Jan Tesar dæmd- ur i sex ára fangelsi, einnig fyrir það sem tékknesk stjórnvöld kalla „moldvörpustarfsemi”. gerðar þegar hvað mest var af fólki á ferli í helgar- innkaupum. Þessar árásir stóðu yfir i u.þ.b. klukku- stund. AAiki I ringulreið varð, sprengjumökkur gaus upp og um 20 sjúkrabílar geistust um miðborgina. Talið er að margir hafi særzt, hugsanlega skipti þeir tugum. Búizt er við að atburðirnir í dag verði til þess að hert verði á öryggisráðstöfunum gegn irska lýðveldishernum. Breiðablik sigraði Val 1-0 Breiðabiik sigraði Val i heldur tilþrifalitlum leik i 1. deild i gær- kvöld. Var ieikurinn frekar þóf- kenndur og rislág knattspyrna sem liðin sýndu. A 30. mín. fyrri hálfleiks skoraði ólafur Friðriks- son eina mark leiksins. Þrátt fyrir að Valsmenn væru mikið i sókn i seinni hál(jeik tókst þeim ekki að skora, enda hafði Breiöabliksliðiö lagzt i vörn. WASHINGTON 21/7, Henry Kissinger, ráögjafi Nixons i öryggismálum, lagði á fimmtu- dag fram skýrslu til forsetans þar sem greint er frá viðræðum hansog Le Duc Tho i Paris nú fyrr i vikunni. Hvorki Bandarikjamenn né Norður-Vietnamar hafa viljað tjá sig um umræðuefnin á fundinum, en stjórnmálaskýrendur telja að báðir aðilar hafi slakað tii á kröfum sinum, og þvi horfi nú betur um frið i Vietnam en nokkru sinni fyrr. PARÍS 21/7. Heimildir í Paris segja í dag að allt bendi til þess að Frakkar hefji á ný kjarnorkutil- raunir sínar á Kyrrahafi í lok mánaðarins. F'ranska stjórnin hefur ekki viljað staðfesta þessa fregn, en segir sem fyrr, að ekkert verði látið uppi um tilraunirnar fyrr en þær eru um garð gengnar. Frétt þessi barst út eftir að franskt herskip lagði af stað frá Tahiti i byrjun vikunnar á Mururoa-svæðið þar sem sprengingar Frakka hafa farið fram. 1 siðasta mánuði sprengdu Frakkar amk. tvær kjarnorku- sprengjur við Mururoa, þrátt fyrir mótmæli frá flestum þeim þjóöum sem eiga land að Suður- Kyrrahafi. Filippseyingar sendu frönsku stjórninni harðorð mótmæli nýverið, og segir þar að sprengingar Frakka hafi valdið fellibyljum á eyjunum. Frakkar hafa mótmælt þessari stað- hæfingu og bent á að Mururoa- svæðið sé um 12000 km frá Filippseyjum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.