Þjóðviljinn - 09.08.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Blaðsíða 1
mODVIUINN Miðvikudagur 9. ágúst 1972 — 38 árgangur —175. tölublað Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaður ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Stjórnin œtlar að lagfœra álögurnar á lífeyrisþega Rikisstjórnin hefur haft til með- ferðar hvernig lagfæra beri þá veilu sem komið hefur fram í skattalögunum nýju, þar sem elli- og örorkulifeyrisþegar hafa orðið fyrir ofsköttun. Talað er um lækkun á skatti elli- og örorkulifeyrisþega upp aö ákveðnu tekjumarki, þannig að lifeyrisþegi sem hefur hærri tekj- UMMÆLISÆNSKA RÁÐHERRANS LEIÐRÉTT: ur en ákveðið lágmark hljóti ekki frádrátt, en sá sem hefur tekjur undir sama lágmarki, fái hins vegar frádráttinn. Ekki mun enri vera ákveðið hvert tekjumarkið muni verða, né heldur er ákveðið hvenær laga- breytingin verður gefin út, en þess en vænzt að það geti orðið nú í vikulokin. Það mun ekki hafa gerzt fyrr i sögu rikisstjórna á islandi að ráð- izt hafi verið i breytingar á skattalögum með útgáfu bráða- birgöa laga, og ekki er okkur hér á Þjóðviljanum kunnugt um að gagnrýni, sem árlega hefur kom- ið fram við framtalningu skatt- skrárinnar, hafi haft breytingar i för með sér svo skjótt sem nú virðist ætla að verða. Er nú aðeins beðið eftir því hvorf jafnhliða breytingunum til hagsbóta fyrir lífeyrisþega fylgi breytingar, sem dragi úr skatt- svikum sem enn tíðkast í tals- verðum mæli. -úþ. SVÍAR „KUNNA AÐ STYÐJA ÍSLENDINGA” — er haft eftir sendíherra Islands í Stokkhólmi í fjölmiólum birtust um helgina neikvæð ummæli um landhelgismálið höfð eftir sjávarútvegsráðherra Svia. Haraldur Kröyer, sendiherra islands i Stokk- hólmi, skýrði frá því i við- tali við fréttastofu ríkisút- varpsins i gærkvöldi, að ummæli sjávarútvegsráð- herrans heföu verið mjög rangfærð, og er haft eftir ráðherranum nú að Svíar kunni að styðja islendinga í landhelgismá linu á al- þjóöavettvangi. Þess má geta að tvö sænsk blöð skrifuðu i gær ýtarlegar forustugreinar um landhelgismálið. Skipt- ist það mjög i tvö horn: Dagens Nyheter var afar jákvætt i málinu, en Göte- borgs Handels- og Sjöfarts tidning var neikvætt i garð islendinga. Frá þvi var skýrt i fjölmiðlum i fyrradag aö Bengtson, sjávarút- vegsmálaráðherra Sviþjóðar hefði sagt Svia harma ákvörðun tslendinga um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, af grundvallará- stæðum, þar sem þeir teldu að aðrar fiskveiðiþjóðir kynnu að sigla i kjölfarið i þeim efnum. Bengtson kvað stjórn sina myndu innan tiðar tjá islenzku stjórninni áhyggjur sinar vegna útfærslunn- ar. Orösending Svia hafði ekki borizt rikisstjórn íslands siðdegis i gær. Maraldur Kriiyer sendiherra ls- lands i Stokkhólmi, sagði i viðtali við fréttastofu rikisútvarpsins i gær, að ráðuneytisstjóri sænska utanrikisráðuneytisins hefði tjáð sér, að ummæli Bengtsons hel'ðu verið mjög rangfa'rð i sa'nskum Ijölmiðlum, og að hann harmaði þann misskilning sem upp hefði komið. Að sögn sendiherrans var ekki enn búið að semja orðsend- ingu sænsku stjórnarinnar, en bú- ast ma'tti við að þar yrði lögð á- herzla á skilning Svia á sérstöðu islendinga og mikilva'gi fiskveiða fyrir landsmenn. Sviar kynnu að styðja Islendinga á alþjóðavett- vangi, en jafnframt hörmuðu þeir að Islendingar hefðu ekki séð sér fært að biða þess að Hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna yrði haldin. Danskir fiskimenn: Vilja að danska stjórnin mótmœli grundvallaratriða sem um væri að ræða. Sörensen lét i ljósi undr- un vegna þess að danska stjórnin hefði ekki þegar mótmælt út- færslunni, og sagði að danska fiskimannasambandið myndi bera hörð mótmæli fram á morg- un, á fundi fulltrúa sambandsins með Thomsen sjávarútvegsmála- ráðherra. Sörensen kvað danska fiski- mannasambandið myndu snúa sér til systrafélaga sinna i Noregi og Sviþjóð og ræða samræmdar aögerðir til að sporna við löndun- um islenzkra skipa i höfnum á Norðurlöndum. Hann kvaö af og frá aö danska fiskimannasam- bandið gæti sætt sig við útfærslu landhelginnar og sagðist vona að danska stjórnin gripi til refsiað- gerða gegn tslendingum. Spasskí undirritar skyrsluna um 11. einvigisskákina. Ólafur Björnsson skrifar um 11. og 12. skákina á 2. síðu blaðsins í dag. HM-einvígið Formaður danska fiski- mannasambandsins hefur sagt að danskir fiskimenn muni reyna að beita sér fyrir þvi, að landanir is- lenzkra fiskiskipa i Dan- mörku verði stöðvaðar, í mótmælaskyni við útfærslu islenzku landhelginnar. Henry Sörensen formaöur fiski- mannasambandsins, sagði i gær, að það væri i sjálfu sér skiljanlegt aö tslendingar færðu út landhelg- ina, en danskir fiskimenn væru uggandi um sinn hag, sakir þeirra I DAG Fréttir frá verzlunarmanna helginni. Hvað segja Raf- magns- veitur ríkisins um raflinumálin fyrir norðan? ©Fyrsta grein Þjóðviljans um Slippstöðina. Næstu tvær greinar birtast í blaðinu á morgun. og á föstudaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.