Þjóðviljinn - 19.09.1972, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1972, Síða 7
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. september 1972 Þriöjudagur 19. september 1972 þjóÐVILJINN — SÍÐA 7 ATVINNUSjCKDÓMAR 1 ÁLVERINU Ráðuneytið biður um rannsókn Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið bað Baldur Johnsen, forstöðumann Heilbrigðiseftir- lits rikissins, i bréfi dags. 28. marz 1972 að rann- saka og hraða rannsókn: 1. Hvort aðstæður I Straumsvik séu þannig, að hætta sé á atvinnusjúkdómum hjá starfsmönn- um. 2. Hvaða sjúkdóma geti hugsanlega orðið vart við starfsemina eins og nú er. 3. Hvort veikindatilvik hjá starfsmönnum, sem tilgreind eru i áðurnefndu bréfi (þ.e. bréfið, sem ráðuneytinu hefur borizt frá starfsgrein- arfélögum og fylgdi með i afriti), verði rakin til þeirra. Forstöðumaður Ueilbrigðis- eftirlitsins brá skjótt viðer hann hafði fengið bréf ráðuneytisins um rannsókn i Straumsvík. Hóf hann þegar i stað rannsóknir og athuganiij svo sem fram kemur hér á eftir, og 11. ágúst i sumar skilaði hann skýrslu um máliö til heilbrigðis- og trygginga- inálaráðherra. Baldur Johnsen segir i skýrslu sinni: jiUmrætt bréf barst mér i hendur á skirdag 30. marz. Þar sem beðið var um að hraða rannsókninni, þótti mér tilvalið að nota það sem eftir var af dymbilvikunni til að gera undirbúningsathugun á aðstæð- um i verksmiðjunni, og fór þvi á vettvang til fyrstu skoðunar á föstudaginn langa, 31. marz, en eins og kunnugt er, er unnið alla daga, jafnt helga sem rúm- helga, á vöktum. Við hliðið fann ég Erick Hiibner, sem fylgdi mér um verksmiðjuna. Ekkert samband var haft við yfirmann verksmiðjunnar i þessari fyrstu skoðunarför. Þá var auk kerskála, steypu- skála og skautsmiðju, skoðuð klæðaskiptaherbergi. hreinlæt- istæki, böð og matsalir starfs- fólks. Vinna var i fullum gangi i vinnuskálanum. Fyrstu áhrif af þessari skoð- unarferð voru þau, að allmikið ryk væri i þessum vinnusölum, og sveið mig i hálsinn. Eftir þessa fyrstu athugun þótti mér rétt, að haga rannsókn þannig: 1. Gera tilteknar loftmengunar- rannsóknir, aðrar en flúor- rannsóknir, i áður umrædd- um vinnuskálum, einkum þó á SO 2, sem þekkt er að þvi að valda ertingu i öndunarfær- um, en flestar kvartanir starfsmanna voru einmitt frá öndunarfærum. Grimur Jóns- son, héraðslæknir i Hafnar- firði, hafði áður látið gera rannsókná flúorsambön'dum i þvagi nokkurra starfsmanna, og reyndist magn þeirra neðan þeirra marka. sem boð að gætu hættuástand. Ferð til Husnæs. 2) Þá þótti mér óhjákvæmilegt að skoða samskonar verk- smiðju i Noregi, og varð fyrir valinu litið eitt eldri verk- smiðja í eigu Alusuisse, sem er nákvæmlega eins og Straumsvikur-verksmiðjan er, hvað alla uppbyggingu snertir, og stærðin er eins og Straumsvikur-verksmiðjan verður eftir stækkunina. Til þess að fá aðgang að þeirri verksmiðju, naut ég ómetan- legrar fyrirgreiðslu atvinnu- sjúkdómastofnunar Noregs, en forstöðumaður hennar er dr. Norseth. Þessi verksmiðja er stað- sett á fögrum stað i Harðang- ursfirði, 2ja—3ja tima sigl- ingu frá Bergen með hrað- báti, þar heitir „Husnæs”. Þessi heimsókn i Husnæs- verksmiðjuna reyndist mjög árangursrik. Þar fékkst: a) Góður samanburðargrund- völlur hvað snerti útbúnað og rekstur, til samanburðar við Straumsvikur-verksmiðjuna. b) Þar fékkst einnig tækifæri til þess að rannsaka aðbúð og aðstöðu verkafólks þar á staðnum, og ekki sizt ýmis- legt sem varðaði takmörkun á vinnutima verkafólks þar i verksmiðjunni. Framhald á bls. n. Hér fer á eftir meginhlut- inn af skýrslu Baldurs Johnsens forstööumanns Heilbrigöiseftirlits rikisins um niöurstööur af athugun- um hans. Fyrst ræðir hann um sjúkdómsrannsóknirn- ar á þeim mönnum sem grunur lék á að tekið hefðu atvinnusjúkdóma við vinnu i álverinu i Straumsvik. Niðurstaða sjúkdómsrannsókna. Eins og áður segir, mættu að- eins 6 menn af þeim 8, sem Verkamannafélagið Hlif gaf upp, og sem boðaðir voru tilskoðunar og viðtals hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins, en þar fyrir utan mætti, einn sem ekki hafði verið sérstak- lega boðaður og auk þess er vitað nokkuðum þá. tvo sem vantaði af þeim upplýsingum. sem lyrir liggja hjá trúnaðarlækni Álvers- ins, dr. Hjaltested. Dr. H jaltested hefur rannsakað alla mennina við upphaf starfs- lerils þeirra nema annan þeirra er ekki náðist til nú, sem sagður er hafa halt þyngsli fyrir brjósti og íengið snert af asthma 1958, en þó verið einkennalaus siðan og ekki borið á neinu sérstöku við skoðunina, en honum var þó sagt. að ef framangreind einkenni, kæmu i ljós, mætti hann ekki vinna i kerskála. Af þeim gögnum, sem fyrir að einkennin að nokkru eða öllu leyti, eftir að þeir hættu störfum i Álverinu. Auk þessara sjúkdómseinkenna frá öndunarfærum, sem allir mennirnir hafa kvartað um, meira og minna, svo og ofnæmis, sem staðfest hefur verið með húð- prófum, hafa þessir menn einnig kvartað um mikla þreytu og slen og svefnhöfgi að lokinni vinnu. Flestir þessara manna hafa unnið meira eða minna i ker- skála, en þó hafa nokkrir þeirra ekki komið nálægt kerskálanum og aðeins unnið við súrálsflutn- inga eða i skautasmiðju. \ Það má yfirleitt segja, að yfir- vinna i meira eða minna rikum mæli sé sameiginleg með þess- um mönnum, sem hér hafa verið til athugunar. Mest hefur yfirvinna verið hjá þeim. sem hafa stundað uppskip- un súráls og unnið i lestum, á ýt- um við að færa til súrálið. en einnig hefurþað tiðkazt, að menn hafa tekið a.m.k. tvær vaktir á sólarhring og hefur jafnvel verið sótzt eftir sliku, en það kemur i ljós. þegar talað er við suma mennina, að þau einkenni, sem þeir hafa kvartað um, hafa verið nokkurnveginn i réttu hlutfalli við lengd vinnutimans. Orsakir sjúkdóms- einkenna mannanna. Það er enginn vafi á þvi, að ryk, sem i verksmiöjunni er, bæði i kerskála, skautsmiðju, steypu- skála og við súrálsuppskipun, er aðalorsök andfærakvilla mann- sýrlingsins á Rannsóknarstofnun iðnaðarins á Keldum, en um það fjallaði aðallega Hörður Þormar. Til þess að þessar rannsóknir gætu farið fram með nægilegum hraða og til þess að hægt væri að gera sér grein fyrir truflunum. sem fram kynnu að koma við söfnun sýnanna. þótti rétt að efnagréiningin gæti farið fram jafnharðan. svo til daglega, á hverju einstöku sýni eftir að nokkur forpróf höfðu verið gerð, og til þess að annast þessa starf- semi. réð Heilbrigðiseftirlit rikis- ins i sina þjónustu Svein Guð- bjartsson, sem annars starfar sem heilbrigðisfulltrúi i Hafnar- firði, og flutti hann sýnin á milli daglega og sá um að setja upp flöskur og siupappir tvisvar á hverjum degi i verksmiðjunni i tveim tækjum, sem þar voru höfð i notkun og Heilbrigðiseftirlitiö lagði til og undirritaður staðsetti. (Fskj. V). Niðurstöður úr þessum rannsóknum voru þær, að brenni- steinssýrlingur (SO 2) reyndist innan þeirra marka, sem talin eru hættulaus, miðað við þær hámarkstölur (standarda), sem almennt éru viðurkenndar fyrir brennisteinssyrling, en það er 0,15 mg. i rúmmetra til uppj.afn- aðar yfir sólarhringinn, eða næst 0.50 mg. i rúmmetra miðað við einstakar mælingar. Meðaltak 24 mælinga i Straumsvikur-verksmiðjunni i kerskála fyrir S0 2 reyndist 0,14 mg. i rúmmetra, en hæstu tölur úr einstökum mælingur fóru upp i liggja um þessa menn, bæði frá læknum á Vifilsstöðum svo og sjúkrasamlagslæknum þeirra og athugun undirritaðs auk frum- skoðunar dr. Hjaltesteds, kemur i ljós að 2 af mönnunum eiga nákomna ættingja meö ofnæmis- sjúkdóma. Báðir þessir menn hafa einnig sýnt einkenni um ofnæmi. en auk þess hafa aðrir 2 sýnt einkenni um ofnæmi við sér- stakar ofnæmisrannsóknir, þann- ig eru 4 af þeim 7 sem rannsakað- ir voru. með ofnæmi, þ.e.a.s. rúmlega helmingur. en allir hafa mennirnir. sem rannsakaðir hafa verið. fengið smám saman vax- andi sjúkdómseinkenni frá önd- unarfærum. Þessi einkenni hafa oftast byrj- að fyrst i nefi. með nefrennsliog særindum, og siðan i nokkrum til- fellum þróast upp i hreina andar- teppu. og þá einkum að næturlagi. Flestum mönnunum hafa batn- anna og þess ofnæmis sem vart hefur orðið. en yfirvinna aðal- ástæðan fyrir þeirri miklu þreytu og syfju, sem borið hefur á hjá starfsmönnunum. Þess má geta i sambandi við hinn langa vinnu- tima. sem tiðkast i Álverinu hérna. að i verksmiðjum i Noregi, er bannað að vinna meira en 10 yfirvinnutima á viku hverri, eða sem svarar 2 timum á hvern virk- an dag. Þá vaknar sú spurning, hvað það sé i andrúmsloftinu og þá sér- staklega i rykinu, sem hafi þessi áhrif á slimhúð öndunarfæranna og i heild sinni á liðan þeirra starfsmanna. sem veikzt hafa. Til þess að kanna þetta, voru tekin sýnishorn af ryki og brenni- steinssýrlingi (SO 2) með sér- stökum tækjabúnaði, sem er i eigu Heilbrigðiseftirlits riksins. en siðan var efnagreining látin fara fram á magni brennisteins- 0,475. Eins og áöur segir, er það fyrir neöan þau hámörk, sem al- mennt eru viöurkennd. Ástæðan til þess, að sérstaklega þótti ástæða til að gefa gaum að brennisteinssýrlingi (SO 2) i and- rúmslofti, er hin miklu ertandi áhrif sem mikið magn af honum i andrúmslofti hefur á slimhúðir öndunarfæra, og er slikt alþekkt i stórborgum utan tslands, þar sem mikil mengun á sér stað i andrúmslofti. 1 ryksýnum, sem tekin voru á siupappir. komu fram margvis- leg efni. sem ekki hefur verið tök á að efnagreina i svo litlu magni, en þó er augljóst af efnagreiningu ryks á bitum i kerskála (Fgskj. VI. ryksýni R-I og R-II), að þar er um að ræða i yfirgnæfandi meiri- hluta súrál. blandað kolaryki, og sóti auk krýolits. Það er almennt viðurkennt. að þessi rykblanda ásamt með meira eða minna af flúorefnum, er talsvert ertandi fyrir öndunarfærin og er viss fjöldi manna, sem ekki þolir þetta ryk til lengdar, en hinsvegar verður ekki sagt að flúorið eitt i sjálfu sér sé hér aðalatriðið, enda ekki það mikið flúor i þvagi þeirra manna, sem rannsakaðir voru, og þar á meðal er þó einn þeirra, sem komu i þessa sér- stöku rannsókn, með lægsta flúorinnihaldið (0,17 mg/1), (c) .....) að það geti haft nein skað- leg áhrif. Vegna hins mikla slens, og þreytu og svefndrunga, sem bar á hjá umræddum starfsmönnum, þótti ástæða til að gera rannsókn á kolsýrlingi i verksmiðjunni og var Kormákur Sigurðsson, sem vanur er slikum rannsóknum hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikur- borgar, fenginn til að gera nokkr- ar slikar rannsóknir á vegum Heilbrigðiseftirlits rikisins, og kom i ljós að i kerskála var kol- sýlingur (CO) 10<ppm., þ.e.a.s. hlutar i miljón, en það er aðeins fimmti hluti af þvi sem talizt get- ur hættulegt fyrir heilsu manna. 1 steypuskála reyndist ekki mælanlegt magn af kolsýrlingi (CO). Þar var einnig mælt eldi (O 2) og reyndist það i hámarki 20,6%. Relativur raki i kerskála og skautasmiðju reyndist 40-56% og er það innan þeirra marka, sem hæfilegt má teljast. Lofthiti reyndist 11 gráður i skautsmiðju, en 19 gráður i ker- skála. og verður það eftir atvik- um og eðli vinnunnar og aðstöð- unnar á hvorum stað að teljast við hæfi. Aö þessu öllu athuguðu, verður aö telja að ryk það sem framkall- ast við álvinnsluna bæði frá súr- áli, krýoliti og sóti skautanna1, sem byggðeruúr tjöru, kolum og asfalti, sé aðal skaðvaldurinn og sé viss fjöldi manna, sem ekki þoli það ryk til lengdar, og er það i samræmi við það sem annars staðar þekkist við svipaðan verk- smiðjurekstur. i Noregi er til dæmis litið svo á, að ekki sé óeðlilegt að 3-5% af starfsmönnum, sem þó hafa verið rannsakaðir áður en þeir hófu starf i verksmiðjunni, þoli ekki vinnu i kerskála. Sumir þessara manna geta tekið við vinnu ann- ars staðar i álverinu, en aðrir verða algjörlega að hætta vinnu i þvi og forðast alla snertingu við slikan verksmiðjurekstur. Flestum mönnum batnar ann- ars til fulls, ef þeir hætta að vinna i verksmiðjum sem þessum, en einstaka bera þess menjar langan tima og gengur seint að batna, eða batnar e.t.v. alls ekki til fulls. 1 slikum tilfellum mun oftast vera um að ræða meðfætt veiklað mótsöðuafl i öndunarfærum, eða ofnæmi. sem erfitt er að finna við frumrannsókn, en það er einnig þekkt fyrirbæri i læknisfræðinni, að ofnæmi, sem tiltölulega litið hefur borið á, allt i einu magnast um allan helming, ef menn lenda i miklu ryki eða þeim kringum- stæðum. sem mjög reyna á varnir likamans i þessum efnum, og get- ur þá slikt ofnæmi. sem þannig hefur magnazt upp, varað lengi, og e.t.v. aldrei lagazt til fulls.og eina ráðið sé þá að halda sig algjörlega lrá öllu þvi, sem á nokkurn hátt snertir ofnæmistil- hneigingu þeirra. Ekki er óliklegt að eitt af þeim tilfellum. sem hér kom til athug- unar. hafi haft ofnæmi, sem lýsti sér i sérstakri tegund af höfuð- verk (migrene) og hafi það ofnæmi magnazt mjög við starf i álverinu og maðurinn ekki náð sér til fulls, a.m.k. ekki ennþá, en hann hefur þegar gengið undir þrjár aðgerðir til að fjarlægja sveppi (polypa) úr nefi, sem að sjálfsögðu eru af ofnæmisvöldum, (Rhinitis allergica). Hann fékk einnig útþot (Urticaria) að sögn Björns Þórðarsonar læknis. Svipaða sögu er að segja um annan mann, sem gengur undir sjúkdómsgreiningunni Bronchitis asthmatica. Hann á i ætt sinni ná- kominn ættingja með asthma og sjálfur er hann með ofnæmi fyrir fjölda efna samkvæmt rannsókn- um sem gerðar voru á Vifilsstöð- um. og munu þessir sjúkdómar hafa náð tökum á sjúklingi við starfið i Alverinu og ofnæmið magnazt. en asthmatilhneiging, sem kann að vera ættgeng (móðir asthmaveik), hefur fengið útrás, eða náð tökum vegna þessarar at- vinnu. sem svo mjög reynir á öndunarfærin vegna ryks. Varnarráöstafanir. Varnarráðstafanir verða aðal- lega þrennskonar: 1. Hreinlætis-, öryggis- og loft- ræstingaráðstafanir eins góðar og frekast er unnt i verksmiðju af þessari gerð, en það er aug- ljóst mál, að þrátt fyrir ýtrustu aðgæzlu og vilja til að gera vinnuaðstöðu sem hezta, þá verður seint i iðnaði sem þess- um hægt að losna algjörlega við ryk, og þótt bræðslukerin eða hydrolysukerin verði alveg lok- uð, eins og nú er verið aðbyrja að gera tilraunir með. þá mun það aldrei að fullu útiloka ryk. t lögum um öryggisráð- stafanir á vinnustöðum, nr. 23, 1. febrúar 1952, eru ákvæði um, að trúnaðarlæknir öryggiseftir- litsins geri skrá yfir efni, efna- sambönd og lofttegundir, sem gættuleg teljist heilsu manna. Nú hefur öryggiseftirlitið eng- an sérstakan trúnaðarlækni, en mun i .hverju einstöku tilfelli leita til hlutaðeigandi héraðs- lækna, i Reykjavik borgar- læknis. en hér gæti Heilbrigðis- eftirlit rikisins verið til aðstoð- ar. 2. Það þarf eigi aðeins ab hafa i huga almennt heilsufar og þá alveg sérstaklega ástand önd- unarfæra og ofnæmistilhneig- ingar. heldur og taka með i reikninginn sérstaka lungna- sjúkdóma og ofnæmi skyld- menna, sem kann að vera ætt- gengt og brjótast út ef álag eykst. 3. Það verður að stilla vinnutima i hóf. Eins og áður segir, er yfirleitt tilhneiging til yfirvinnu, Starfs- menn sækjast eftir henni og i „Samningum um kaup og kjör” starfsmanna við áliðjuverið i Straumsvik, er talað um for- gangsrétt til yfirvinnu. t 2. og 3. gr.samningsins um „lágmarks- hvild" er gert ráð fyrir að starfs- maður geti unnið 17 klukkustund- ir samfellt eða lengur og kom þetta ofsalega vinnuálag, sem raunar stóð svo til hvildarlaust i marga sólarhringa, fram i skýrslu eins mannsins. Annars eru ákvæði um það i lögum um öryggiseftirlit á vinnu- stöðum, 8. gr., að ráðherra geti sett reglur um takmörkun á vinnutima við hættulega vinnu. í þessi tilfelli gæti vinnan i lest við uppskipun súráls heyrt þar undir, svo og viss störf i kerskála eins og flutningur og taka á bræddum málmi. Þá eru i sömu lögum ákvæði um 8 tima hvild á sólar- hring. Hér var um atvinnu sjúkdóm að rœðal Svar við spurningum 1, 2 og 3 i bréfi ráðuneytisins. 1. Hvort aðstæður i Straumsvik séu þannig, að hætta sé á at- vinnusjúkdómum hjá starfs- mönnum. Hér þarf fyrst að gera sér grein fyrir, hvað telja beri atvinnusjúk- dóma. Hér á landi er ekki til tæm- andi, skrá um atvinnusjúkdóma, en i lögum um almannatrygging- ar nr. 40, 30. aprtl 1963, 29. gr., segir: ..Akveða skal reglugerð, ,1 að tilteknir atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir”. Þessi reglugerð hefur aldrei verið sett. m.a. að sögn forstjóra. vegna fæðar tilfellanna, og þau fáu tilfelli, sem upp kunna að koma, metin hverju sinni af tryggingala'kni. i áðurnefndum samningum um kaup og kjör i Straumsvik, er gert ráð fyrir óskcrtum launum i allt að 2 mánuði, verði starfsmenn fyrir slysum eða veikjast af orsökum, sem rekja má til vinnunnar. i reglum um skráningu og til- kynningu atvinnusjúkdóma nr. 24, 7. marz 1965, sem út eru gefn- ar af samgönguráðuneytinu, eru ákvæði fremur óljós, en aðeins taldir upp fjórir flokkar kvilla, en þeir eru bæklunar-, bilunar-, eitrunar- og ofnæmiskvillar. i öðrum löndum, sem hafa langa reynslu af atvinnusjúk- dómum, eru fastar reglur um hvað telja beri til atvinnusjúk- dóma og bótagreiðslur vegna þeirra mjög misjafnar eftir teg- undum sjúkdóma. Af hinum sérstöku efnum, sem talin eru geta valdið atvinnusjúk- dómi - lungnasjúkdómi —, er að- eins eitt úr ál-flokknum, en það er báxit og er það hráefni það, sem súrál (AL(02)er unnið úr. Aftur á móti eru almennir ofnæmiskvill- ar ekki á skrá um atvinnusjúk- dóma, enda mun þar oft um matsatriði að ræða. Fyrsta árið, sem reglurnar frá 7. marz voru i gildi, leitaði ég ,,með logandi ljósi” að atvinnu- sjúkdómi i Vestmannaeyjum, og taldi mig finna aðeins einn slikan, en það var múrari, sem fékk exem af sementi, en hann bjargaði sér með þvi að vinna að- eins við múrverk 1/2 árið, en stunda sjó þess utan. Vilmundur Jónsson, sem þá var landlæknir, vildi þó ekki samþykkja þetta sem atvinnusjúkdóm, en Vil- mundur mun hafa eitthvað komið við sögu er áðurnefndar reglur frá 7. marz 1956 voru samdar. Það er þó min skoðun, að hér hafi verið um að ræða atvinnusjúk- dóm, og á sama hátt tel ég vcikindatilfellin i Straumsvik koma undir atvinnusjúkdóma i fullu samræmi við áðurnefndar rcglur. 2. Hvaða sjúkdóma geti hugsan- lega orðið vart við starfsemina eins og nú er'? Eg tel öndunarfærakvilla á grundvelli ofnæmis og ertingar geta orðið vart i álverinu á fáum mönnum, sem hafa slika ofnæm- istilhneigingu. Þar á meðal má sérstaklega nefna „Bronchitis”, „Thinitis allergica” og „Asthma bronchiale”. 3. Hvort veikindatilvik hjá starfs- mönnum, sem tilgreind eru i áðurnefndu bréfi (þ.e. bréfið, sem ráðuneytinu hefur borizt frá starfsgreinarfélögum og fylgdi með i afriti), verði rakin til þeirra. Framhal'd á bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.