Þjóðviljinn - 19.09.1972, Page 11
Þriðjudagur 19. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11.
F ormenn
blindrafélaga
þinga hér á Islandi
Fiskimál
Framhald af 5. siðu.
eigendur hérlendis. þurfi ekki að
óttast notkun rafknúinna lyftara
á stöðvum sinum.
Norðmenn unnu
gullverðlaun fyrir
nýjan fiskrétt
Á nýafstaðinni sjávarútvegs-
sýningu i Þrándheimi i Noregi.
var háð samkeppni á milli 7
Kvrópuþjóða um tilbúning nýrra
fiskrétta.
Margir tugir matreiðslumanna
frá hverri þjóð tóku þátt i sam-
keppninni. og unnu þrir mat'
reiðslumenn saman að tilbúningi
hvers fiskréttar. i dómnefndinni
voru lulltrúar allra þátttökuþjóð-
anna. Mér hafa nýlega borizt i
hendur úrslit samkeppninnar.
sem urðu þau. að Norðmenn
fengu gullverðlaunin. Danir
silfrið og önnur norsk sveit
bronzið. Þá voru og veitt nokkur
aukaverðlaun til einstaklinga,
fyrir sérstök afrek i matreiðslu
fiskrétta.
Að sjálfsögðu hefur það mikið
auglýsingagildi fyrir Norðmenn,
sem fiskvinnsluþjóð, að þeir hlutu
gullverðlaunin i þessari sam-
keppni, og óefað kunna þeir að
notfæra sér þetta afrek.
Vélskólinn
Framhald af bls. 4
hann mun. kenna islenzku i 1.
stigi.
Óhætt er að segja að kennara-
liðiö sé vei skipað: 3 raftækni-
fræðingar ásamt rafvirkjameist-
ara annast rafmagnsfræði-
kennsluna, 3 véltæknifræðingar
ásamt 5 vélstjórum kenna bók-
lega og verklega vélfræði, og 5
iðnmenntaðir vélstjórar kenna
smiðarnar. Við skólann kenna i
vetur 30 kennarar, þar af 12 fast-
ráðnir.”
Deildir utan Reykjavíkur
1 ræðu sinni vék skólastjóri að
deildum skólans utan Reykja-
vikur, og sagði m.a.
..Vélskóladeildin á Akureyri er
elzta deildin utan Reykjavikur:
forstöðumaður hennar er Björn
Kristinsson. i Vestmannaeyjum
mun Kristján Jóhannesson vél-
stjóri veita deildinni forstöðu:
hann hóf þar kennslu s.l. vetur og
flutti búferlum til eyja. Jón
Einarsson hefur kennt þar undan-
farna vetur og veitt deildinni for-
stöðu. Hann óskaði ekki að gegna
þvi starfi lengur. Jón var kennari
hér við skólann, áður en hann fór
til Eyja og bætist nú aftur i
kennarahópinn hér. bakkir skulu
færðar Jóni fyrir hans mikla starf
við að setja deildina á stofn:
margir voru byrjunarerfið-
leikarnir, en i höndum Jóns tókst
þetta með ágætum.
Kristján tekur nú við, ög vona
ég að honum farnist vel i starfi og
óska honum alls hins bezta i
framtiðinni.
Á ísafirði hefur nú verið sett á
stofn deild frá Vélskólanum undir
stjórn skólastjóra Iðnskólans þar,
Aage Steinssonar. bar með hafa
Vestfirðingar fengið sinn vél-
skóla. Gott skólahúsnæði er fyrir
hendi, sem hægt er að innrétta
fyrir hinar ýmsu skóladeildir,
sem þar munu verða til húsa, en
það eru auk iðnskólans, vélskóla-
deildin nýja, stýrimannaskóli, og
undirbúningsdeild fyrir Tækni-
skólann. I dreifbýlinu er þetta
fyrirkomulag mjög heppilegt, þvi
að tækjakostur i æfingasali er
mjög dýr. bað er einnig augljóst,
að kennaraliðið nýtist betur. Til
vélskóladeildarinnar m.a. hafa
verið ráðnir véltæknifræðingur og
vélstjóri með full réttindi og
starfsreynslu. Sjálfur er skóla-
stjóri Iðnskólans raftæknifræð-
ingur. Vestfirðingar ættu þvi ekki
að þurfa að kviða vélstjóraskorti i
framtiðinni.
Akureyrardeild Vélskólans býr
við mjög lélegt húsnæði, en það er
á boðstólnum húsnæði, sem
hentað gæti mjög vel fyrir starf-
semi hennar. Ég vona. aö ráða-
menn menntamála og fjármála
sjái sér fært að heimila fjár-
veitingu til þess að leysa þennan
vanda Norðlendinga.”
Dagana 14. og 15.
september sátu formenn
blindrafélaga á Norður-
löndum fund á Hótel Esju.
Slikir fundir eru haldnir um
þaö bil tvisvar sinnum á
ári, en þetta er í fyrsta
skipti að formennirnir
hittast á islandi.
Blindrafélagið á íslandi hefur
reynt eftir megni að taka þátt i
þessú samstarfi blindrafélaga á
Norðurlöndum, og venjulega hef-
ur fulltrúi þess setið annan hvern
slikan fund. að sögn Rósu Guð-
mundsdóttur. formanns Blindra-
félagsins.
Blindrafélög viðs vegar i heim-
Rannsókn
Framhald af bls. 6.
c) bar fengust einnig upplýs-
ingar um — og voru raunar
sýnilegar — skemmdir þær,
sem verksmiðjan hafði valdið
i umhverfi sinu, áður en
hreinsunartæki voru sett i
hana, og einnig hvernig þau
hreinsunartæki höfðu verið
starfrækt, hvaða erfiðleikar
hefðu verið á starfrækslu
þeirra i fyrstu og hvaða að-
gerðum og aðferðum þurfti að
beita til að tryggja góðan
árangur, af hreinsunartækj-
um, þar sem þau eru sett upp,
en það er önnur saga.
3. bá þótti nauðsynlegt að
kanna sem bezt starfsemi at-
vinnusjúkdómastofnunar
Noregs (Yrkeshygienisk
Institut), en hún er staðsett i
Osló, og naut ég þar góðrar
fyrirgreiðslu dr. Norseth,
sem áður er á minnzt, svo og
Jörgens Jahr, yfirverkfræð-
ings. bessi stofnun hefur yfir-
umsjón með öllum verk-
smiðjurekstri i Noregi hvað
snertir atvinnusjúkdóma.
4) bá þótti nauðsynlegt að ná
sambandi við alla þá verka-
menn, sem starfað höfðu i
Alverinu i Straumsvik, til
þess að kanna heilsufar
þeirra með samtölum, og afla
samtimis i þvi skyni upplýs-
inga um þær rannsóknir sem
gerðar höfðu verið, af hinum
ýmsu læknum og lækninga-
stofnunum hér á landi.
I þessu skyni var þegar haft
samband við Verkamanna-
félagið Hlif i Hafnarfipði, og það
beðið að senda skrá yfir þá
verkamenn, sem höfðu veikzt i
Álverinu? og varð orsök þeirra
skrifa frá starfsgreinafélögum,
sem áður er á minnzt og bréf
ráðuneytisins byggðist’á.
Svar barst frá Verkamanna-
félaginu Hlif, þ. 13.5. og voru
þar tilgreindir 7 menn en auk
þesskom siðan einn ótilkvaddur
til viðtals.
begar er bréf Verkamanna-
félagsins Hlifar hafði borizt,
13.5. s.l., var öllum þessum
mönnum skrifað og þeir beðnir
að koma til viðtals i skrifstofu
Heilbrigðiseftirlits rikisins og
komu þá i fyrstu aðeins 3 af
þessum 8 mönnum og var þá
skrifað aftur hinn 5. júni s.l., og
bættust þá nokkrir við, enaldrei
náðist til tveggja manna.
Astæðan fyrir þvi, hve i)1
gekk að fá þessa umr u
menn til viðtals, mun absu' ga
vera sú, að þeir eru flestir hætt-
ir störfum hjá A1 "'rinu og
komnir i aðra vinnu og sumir út
á land eða farnir til sjós.
begar búið var að hafa tal af 7
mönnum þá var skrifað til
lækna og stofnana, sem höfðu
haft þessa menn til rannsóknar
og meðferðar, og siðan reynt að
gera sér grein fyrir ástandi
hvers og eins og orsökum til
þeirra sjúkdóma, sem þeir hafa
fengið á meðan þeir unnu i
Alverinu. öll þessi eftirgrennsl-
an tók 3 mánuði.
inum halda uppi alþjóðlegu sam-
starfi, og er það i höndum al-
heimsráðs blindrafélaga. World
Council for The Wellfare of The
Blind. Einnig er starfandi sérstök
Evrópunefnd. og eins og áður
segir hafa svo blindrafélögin á
Norðurlöndum náið samstarf.
Eormaður norramu samstarfs-
nefndarinnar. Eero J. Hákkinen
frá Finnlandi sagði að þessi nor-
ræna samvinna væri einkum a
sviði skoðanaskipta og upplýs-
ingamiðlunar. Hann sagði. að eitt
stærsta verkefnið væri að koma i
veg fyrir blindu. en ótrúlegur
fjöldi manna yrði blindur á ári
hverju, sérstaklega i vanþróuðu
löndunum. t.d. á Indlandi og i
Arabalöndum.
Dagskrá þessa fundar var mjög
fjölbreytt, og má til dæmis nefna
mál eins og áhrif Efnahags-
bandalags Evrópu á félagspólitik
aðildarlanda, þjállun sérfræðinga
er hyggjast starfa i vanþróuðum
rikjum. prentun blindraleturs
með hjálp rafreikna, hlutdeild
norrænu blindrafélaganna i al-
þjóðlegu samstarfi og fleira.
Hákkinen agði, að slikir fundir
va'ru án efa mjög gagnlegir, það
að skiptast á skoðunum er alltaf
til gagns. og vitneskja manna um
starfsemi þeirra. er vinna að
sömu málum erlendis, væri alltaf
til bóta
Neptúnus
seldi í gær
togarinn Neptúnus seldi i Cux-
haven i Vestur-býzkalandi i gær,
200 tonn, mestmegnis ufsa, fyrir
180 þús. mörk. bað er talið ágætt
verð. — Neptúnus er iyrsti is-
lenzki togarinn sem selur i
býzkalandi eftir útfærslu land-
helginnar.
WASHINGTON 14/9. Siðustu
skoðanakannanir vestanhals
sýna. að Nixon forseti eykur enn á
forskot sitt fram fyrir McGovern,
frambjóðanda Demókrata. beir,
sem segjast munu kjósa Nixon,
telja 64% kjörgengra borgara, en
áhangendur McGoverns eru að-
eins um 29% þess íjölda, sam-
kvæmt skoðanakönnuninni.
Nýr áfangi
Framhald af bls. 1.
þúsund kr. á dögunum. bá var
skýrt frá þvi á fundinum, að
Reykjavikurborg hafi gefið 1
miljón kr. i þessa söfnun og minni
bajarfélög 100 þúsund til 200 þús-
und kr.
Landhelgissvæðið helur stækk-
að úr 43 þúsund ferkilómetrum i
70 þúsund ferkilómetra við til-
komu 50 milna landhelginnar,
sagði formaður nefndarinnar.
Ekki er hægt að tala um nema 3
varðskip við gæzlu núna. bau
Ægi. Oðinn og bór. Árvakur og
Albert eru litil skip og hvalveiði-
skipin tvö eru aðeins til bráöa-
birgða. Nýtt varðskip af svipaðri
stærð og Ægir kostar um 300
miljónir kr. í dag.
Hér var
Framhald af bls. 7.
Ég tel að rekja megi flest
sjúkdómstilfellin til starfsins i ál-
iðjuverinu, þótt þar blandist inn i
i sumum tilfellum langvinn
bronchitis af öðrum uppruna, svo
og aðrir lungnakvillar (lungna-
bólga), sem ekki verða raktir til
starfsemi i álverinu, en sem
veikla mjög allt mótstöðuafl gegn
ryki.
4. baö var að visu ekki spurt um
hugsanlegar varnarráðstafan-
ir. en þó vil ég leyfa mér að
vekja athygli á þvi sem um það
segir hér að framan i kaflanum
..varnarráðstafanir”.
Baldur Johnsen.
Leiðrétting
Óþyrmileg linubrengl urðu á
opnu sunnudagsblaðsins i viðtali
við Pál Theódórsson, eðlisfræð-
ing, um boranirnar á Bárðar-
bungu, s.l. sumar. — Við birtum
hér aftur þann kafla viðtalsins,
sem hlaut þessa slæmu meðferð,
og biðjum hlutaðeigandi afsökun-
ar á mistökunum.
Blaðamaður spyr:
..Veröur borað i þessa liolu aft-
ur til að ná botni?”
„Holan verður ekki varin. svo
ekki verður hægt að bora i hana
aftur. en vissulega hefði verið
rnjög fróðlegt að ta sýni af jarð-
lögum undir jöklinum.”
..llvað verður svo gert mcð
borkjarnana?"
..beir voru fluttir heilir hingað
til Reykjavikur. ba>r rannsóknir
sem ráðizl verður i með þá nú
næstu mánuðina eru tvivetnis-
mælingar. þrivetnisma'lingar og
öskulagarannsóknir.
Tvivetnisma'lingin fer þannig
fram. að tekin verða sýni með
jiifnu millibili allt niður i gegn um
kjarnann. en þau sýni endur-
spegla þann árshila sem var þeg-
ar þau féllu á jökulinn.
bá geymir jökullinn upplýsing-
ar um þrivetnisinnihald úrkom-
unnar siðustu áratugi. eða frá þvi
að stórveldin hófu tilraunir með
vetnissprengjur 11.52. ’>essar upp-
lýsingar eri na iðsynlegar til að
geta túlkað fyrri mælingar á
grunnvatninu; gefa upplýsingar
um heil og köld grunnvatnskerli.
og svara spurningum eins og til
dæmis um það hvaðan heita vatn-
ið kemur; hvers vegna það er
heitt; og hversu lengi það er á
Fjórðungsþingið
Framhald af bls. 2.
fræðslumálum þar sem farið er
fram á, að iönrræöslulöggjöfinni
sé framfylgt og gagnleg kennsla
aukin i iðnskólum. “Sömuleiðis
voru gerðar ályktanir um
verzlunarfræðsluna, hjúkrunar-
skóla fiskvinnsluskóla og hús-
mæðraskóla. Lýst var stuðningi
við tillögur Visindafélags Norð-
lendinga um llutning visinda- og
rannsónarstofnana til Norður-
lands og ályktun gerð um
mennlun fullorðinna, þar sem
segir ma.a : ,,bingið leggur til við
Ejórðungsráð, að það hlutist til um
stofnun nefndar i samráði við
launþegasa mtök f jóröungsins
'A.N.) og samvinnulireyfinguna
til þess að gera athugun á,
hvernig fræðslumálum full-
orðinna verði bezt fyrir komið.”
í samgöngumálum náðist
merkileg samstaða um viðkvæmt
atriði, sem er hlutverk flugvalla á
Norðurlandi og niðurröðun
þessara verkefna i samgöngu-
málaáætlun Norðurlands. 1 tillög-
um Fjórðungsþings segir m.a.:
..Flugvellirnir við Sauðárkrók, á
Akureyri og i Aðaldal verði viður-
kenndir i áætlun sem aðalílug-
vellir. bingið getur hins vegar
fallizt á þá áfangaröð i upp-
bygginu flugvallanna, sem
áætlunardeild Framkvæmda-
stofnunar gerir i sinum tillögum,
þó með þeirri breytingu, að stefnt
verði að þvi, að flugvellirnir við
Sauðárkrók og i Aðaldal verði
siðar lengdir, svo aö þeir nægi
fyrir flug millivegalengdaþota.”
Fjórðungsþingið lagði áherzlu á
að framkvæmdaáætlun fyrir
Norðurland vestra og Norður-
bingeyjarsýslu verði hraðað og
að gerðar séu sérstakar áætlanir i
samráði við heimaaðila fyrir ein-
staka staði, sem búa við atvinnu-
leysi. Sömuleiðis er farið fram á
dreifingu stofnana land-
búnaðarins til Norðurlands. I til-
lögum þingsins um skipulag og
starfshætti sambandsins, segir
m.a.: Landshlutasamtök
sveitarfélaga, eins og þau eru nú
skipulögð og rekin, eru nýtt afl i
þjóðfclaginu og nýr liður i stjórn-
kerfi landsins. Tilgangur með
stofnun þessara samtaka var
fyrst og fremst sá að mynda
öflungan samstarfsvettvang
sveitarfélaganna, til að sam-
ræma stefnu þeirra i almennum
hagsmunamálum hvers lands-
hluta og til að koma á framfæri
leiðinni frá upphafsstað til þess
staðar sem það finnst á.
Hvergi geymast öskulög betur
en i is. þvi þykkt árlaga jökulsins
er mjög reglubundin. og i honum
má sjá ótrúlega þunn öskulög,
sem hvergi gætu sézt annars
staðar”.
..Ilvað er nýfallinn snjór lcngi
að hverfa undir yfirborðið?”
„Meðalþykkt efstu árlaganna i
snjó er um 3 metrar fyrstu 10 ár-
in, en úr þykkt árlaganna dregur
eftirþvi sem neðar kemur i jökul-
inn vegna samþjöppunar."
..Ilvor er ársmcöalhiti á jöklin-
um?"
..Hann er um +5 gráður á cel-
sius.”
..Ilækkar þá ekki jökullinn ár
frá ári?"
,.Hann hækkar ekki,heldur flezt
hann út og flýtur til hliðanna und-
an eigin þunga. eftir þvi sem
hleðst ofan á hann, en með þessu
heðir hann skríðjökla. Annars er
vöxtur jökla háður úrkomu-
magni,”
Forvirnir
halda
þing
Forvitrir úr fimm löndum halda
um þessar mundir þing sitt i
Seoul i Suður-Kóreu. Ætlun þeirra
á þinginu er meðal annars ^að
fastsetja timann fyrir allar nátt-
úruhamfarir til ársins 2000 og að
segja nákvæmlega fyrir um úrslit
bandarisku forsetakosninganna i
nóvcmber.
við stjórnvöld málum sinum af
meiri þunga en einstök sveitar-
lélög eru megnug um. Einnig
hefur viðast hvar verið a'tlunin,
að landshlutasamtökin komi á
samslarfi sveitarfélaganna um
ýmis mál og jafnvel um fram-
kva'mdir og rekstur, sem einstök
sveitarfélög ráða ekki við.
Reynslan helur sýnt að full þörf
var fyrir þcssi samlök, þvi þau
lllulu strax raunha’fa viður-
kenningu sem þýðingarmikill
aöili i sljórnkerfi landsins.”
Samþykkt var krafa um skipu-
lagsskyldu allra sveitarfélaga og
larið er lram á, að staða
fjórðungssjúkrahússins verði
viðurkennd sem svæðissjúkrahús
og verði aðalsjúkrahús landsins
utan höfuðborgarinnar.
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri var
kjörinn formaður sambandsins,
en i f jórðungsráð voru kjörnir auk
hans’. Brynjólfur Sveinbergsson,
oddviti, Hvammstanga. Jón
tsberg, sýslumaður, Blönduósi
Marteinn Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Sauðárkróki.
Jóhann Salberg Guðmundsson,
sýslumaður, Sauðárkróki. Ás
grimur Hartmannsson, bæjar
stjóri, Ólafsfirði. Stefán Frið-
bjarnarson, bæjarstjóri, Siglu-
firði. Hilmar Danielsson, sveitar-
stjóri, Dalvik. Haukur Harðarson
bæjarstjóri, Húsavik. Jóhann
Skaptason, sýslumaður, Húsavik.
Ófeigur Eiriksson, sýslumaður,
Akureyri.
FÉLAGSLÍF
Listasafn Einars
Jonssonar er opið dag-
lega kl. 13,30 til 16.
Félagsstarf eldir borg
ara.
Miðvikudaginn 20. sept. verð
ur opið hús að Langholtsveg
109—111, Félagsheimili Fóst
bræðra kl. 1.30—5.30.
Kvenfélag Kópavogs
Fyrsti fundur vetrarins verð
ur fimmtudaginn 21. sept. kl
20.30 i Félagsheimilinuj efr
sal. Rætt verður um vetrar
starfið og fleira. Mætum ve
og stundvislega.
Stjórnin