Þjóðviljinn - 22.09.1972, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1972, Síða 7
6. SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 22. september 1972. Föstudagur 22. september 1972. (. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7. MALLORKA SÍÐARI HLUTI 2 H1 ÆITA VOFIR YFIR Viö fyrstu sýn er Palma ákaflega björt og þrifaleg borg og loftið tært. Á hótelum ríkir mikill þrifnaður og auðséð að þjónustufólk leggur sig fram um að hafa allt sem hreinlegast. Þannig sjást varla skordýr af neinu tagi, sundlaugar við hótel alltaf hreinar, enda nóg af góðu vatni á eyjunni. En hættan er á næsta leiti. Éq sá í blaði, að einhver visindakona hafði skrifað aðvörunarbréf fil spönsku ríkisstjórnarinnar og fleiri ríkisstjórna varðandi mengunarhættu við strendur Miðjarðarhafsins. Hún benti einkum á hættuna sem stafaði af stóru skipunum, matar- leifum og drasli sem hent væri fyrir borð, að ógleymdri olíunni. Þá birtust heilsíðuauglsingar í blöðum frá opinberum aðiljum, þar sem fólk var hvatt til að ganga vel um á baðströndunum — dýr- mætustu eign spönsku þjóðarinnar. Þegar ég fór í mynda- tökuleiðangur um Palma sá ég að þessi aðvörunarorð voru ekki út í bláinn. Sjálf höfnin í Palma er furðu sóðaleg, sjórinn þar mjög óhreinn og víða rusl á floti, og stakk það undarlega í stúf við umhverfið, glæsi- leg hótel, - snyrtilegar báts- kænur og gljáandi lysti- snekkjur allsstaðar að úr heiminum. Á einum stað framan við aðalstrandgöt- una, sem íslendingar kalla Skúlagötu, gekk dálítið rif fram í sjóinn og það var allt fullt af ógeðslegu drasli eins og sjá má á einni myndinni. Ekki tæki nema einn dag að f jarlægja þetta drasl, en það lítur út fyrir að þetta sé einskis manns land. Á hafnarsvæði, þar sem landhelgis- og strandgæzla Mallorka er með sínar bækistöðvar, eru leifar af gömlum byggingum og mannvirkjum sem ástæða virðisttilað varðveita. (Sjá myndina). Ekki veit ég hvort einhverjir friðunar- menn hafa bundizt sam- tökum á eyjunni, en merkustu mannvirkin, sem sýnd eru túristum, eru vel varðveitt. Það skal tekið skýrt fram, að þó að tvær myndirnar sýni mikinn sóðaskap, þá heyrir slíkt til undantekninga. Sjórinn fyrirframan hótelið okkar, Playa Marina á llletas- ströndinni, var hreinn. En mengunarhættan virðist vofa yfir, ef ekki verður spyrnt við fótum. sj. Þessar 5 myndir eru allar teknar á sömu slóðum, við varðskipsbrygg juna. 1. mynd: Nýjar byggingar þrengja sér að gömlum mann- virkjum, sem eru að grotna niður. 2. mynd: Einhver hefur losað sig við vin og bjdrkassa innan veggja hinna gömlu mann- virkja. 3. og 4. mynd: Gamli útsýnisturninn við höfnina er að grotna niður og húsið þar sem vind- myllan stendur er til sölu. Nokkur skref frá er að risa griðarmikið hótel, sem sennilega ryður þessum fallegu byggingum úrvegi. 5. mynd: óþverrinn í höfninni i Palma. 6. mynd: Viða með vegum eru griðarstórar auglýsingar sem fáum þykir prýði að. mm NORSKIR STÚDENTAR r STYÐJA 50 MILUR ,,Norðmönnum ber að berjast við hlið íslendinga fyrir sameiginlegum hags- munum", segir í samþykkt norsku stúdentanna við háskólann í Þrándheimi, en samþykktin, sem fer hér á eftir var samþykkt einróma á um 300 manna fundi, og studd af fulltrú- um allra pólitísku stúdentafélaganna: „Fundur í samtökum stúdenta i Þrándheimi haldinn 16.9. 1972 lýs- ir eindregnum stuöningi viö baráttu islenzku þjóðarinnar fyr- ir stækkun landhelginnar i 50 sjómflur Norðmenn og tslending ar eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, hvað snertir verndun og nýtingu fiskistofnanna við strend- ur landanna, en á þeim er efna- hagslegur grundvöllur beggja þjóðanna byggður að verulegu marki. Þegar tslendingar stækkuöu landhelgi sina i 12 sjómilur árið 1958, veittu Norðmenn engan verulegan stuðning, en að þorska- striðinu fyrra loknu, gátu Norð- menn einnig stækkað sina land- helgi. Að þessu sinni ber Norðmönn- um að berjast við hlið tslendinga fyrir sameiginlegum hagsmun- um”. „Krefjumst viðurkenningar á Þýzka Alþýðulýðveldinu” Þjóðviljanum hefur bor- izt samþykkt frá kvenna- ráðstefnu 15. Eystrasalts- vikunnar, er haldin var fyrir nokkru í Rostock með þátttöku kvenna frá lönd- um við Eystrasalt og frá íslandi og Noregi. Sam- þykktin er á þessa leið: „Við þátttakendur kvennaráð- stefnu Eystrasaltsviku frá löndum við Eystrasalt, Noregi og tslandi. höfum skipzt á skoðunum um lif okkar og sameiginleg áhugamál. A þessari 15. Eystrasaltsviku 1972 komum við saman á tima er vonir þjóða okkar um frið og ör- yggi i Evrópu hafa aukizt til muna og árangur af baráttu okk- ar er farinn að koma i ljós. Nýr kafli i stjórnmálalegri þróun Evrópu er að hefjast. Við gleðjumst yfir þeirri þróun er átt hefur sér stað á s.l. ári, en skýrustu dæmi hennar eru fjór- veldasamningurinn um Berlin, samþykkt griðasáttmálanna milli þýzka Sambandslýðveldisins annarsvegar og Sovétrikjanna og Póllands hinsvegar og samningar milli þýzka Alþýðulýðveldisins oe þýzka Sambandslýöveldisins. Allir þessir samningar efla ör- yggi Evrópu og stuðla aö auknu samstarfi landanna. Þetta kom einnig fram i yfirlýsingú ráð- stefnunnar um öryggismál, sem haldin var i Brússel. Við erum sammála um að frekari trygging friðarins er for- senda öruggrar efnahagslegrar og menningarlegrar afkomu og félagsl. öryggis, svo og bjartrar framtiðar ungu kynslóðarinnar. Við ræddum þvi, hvað konur gætu gert til að efla baráttuna fyrir friði og öryggi og velfarnaði þjóða. 1 löndum okkar munum við vinna enn betur að þvi, að konur geri sér grein fyrir möguleikum sinum og ábyrgð i baráttunni fyrir friði og öryggi. Við vitum að friður er ekki endanlega tryggður og verðum þvi að standa gegn þeim sem vilja viðhalda spennu og reyna að hamla gegn kröfum fólksins. Við förum fram á, að þegar verði hafinn undirbUningur að öryggismálaráðstefnu Evrópu sem öll riki geti tekið þátt i. Við krefjumst fullrar og þjóðréttar legrar viðurkenningar á þýzka Alþýðulýðveldinu og að öll lönd Evrópu taki upp stjórnmálasam- band við bæði þýzku rikin. Hvort- tveggja væri skref i átt að, náinni samvinnu milli þjóða og friösam- legrar sambUðar. Við krefjumst þess að þýzka Alþýðulýðveldinu og þýzka Sambandslýðveldinu verði veitt innganga i SÞ. og sérstofnanir þeirra d jafnréttisgrundvelli i samræmi viö stofnskrá S.Þ. Alþjóðaheilbrigöismálastofn- unin og mengunarráðstefnan sem haldin var fyrir stuttu i Stokk- hólmi eru dæmi sem sýna, að það er aðeins unnt að lausn viðkom- andi mála með þátttöku allra rikja. Við styðjum tillögu um sérstaka mengurnarráöstefnu rikja við Eystrasalt. Við gleðj- umst yfir þeirri ákvörðun franskra kvennasamtaka að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu á árinu 1973 um öryggismái Evrópu og aðstöðu kvenna. Við snUum okkur til allra kvenna i löndum við Eystrasalt^i Noregi og á Islandi: Gerið ykkur ljósa þá ábyrgð sem hvilir á ykkur. Aukið sam- vinnu ykkar i milli. Styðjið allar aðgerðir sem þjóna öryggi Evrópu. Vinnum sameiginlega að þvi að gera Evrópu að heimkynn- um friðar og góðrar samvinnu milli allra þjóða”. Leigumál Leikfélags Reykjavikur Athugasemd og athugasemd Þjóöviljanum hefur bor- izt eftirfarandi athuga- semd frá Jóni Ingimarssyni lögfræðingi vegna blaða- skrifa um leiguhækkun til Leikfélags Reykjavíkur: Vegna furðulegra æsiskrifa nokkurra blaða að undanförnu um viðskipti Leikfélags Reykja- vikur við hUsráðendur i Iðnó.vill stjórn hUssins leyfa sér að gefa nokkrar upplýsingar um málið. Um áratuga skeið hefur Leik- félag Reykjavikur haft afnot af Iðnó fyrir leiksýningar sinar, æf- ingar allar, geymslur og skrif- stofuhald. Samkomulag hefur ætið verið um að félagið greiddi kostnaðarverð fyrir þessi afnot sin. Hefur Hagstofa Islands verið fengin til þess á hverju ári að reikna Ut kostnaðarbreytingar milli ára og hafa verið gerðir nýir samningar hvert haust i sam- ræmi við það. Vert er að hafa i huga að hér er ekki um hreinan hUsaleigusamn- ing að ræða, heldur er innifalin i ,,leigu”-upphæðinni þátttaka félagsins i öllum rekstri hUssins •svo sem m.a. i starfsmannahaldi, hita, rafmagni, ræstingu, bruna- vörzlu á hverri leiksýningu o.fl. o.fl. Starfsemi L.R. siðustu árin hef- ur verið svo umfangsmikil, að næstum ógerlegt hefur verið að leigja hUsið til annarra nota. Þvi kemur það i hlut L.R. sem hins eina eða svotil eina nýtanda hUss- ins að standa undir meginhluta af reksturskostnaðinum. Siðasti samningur rann Ut 30. jUni s.l. Samkvæmt honum voru greiðslur L.R. miðaðar við sýn- ingarfjölda þanftig að greidd var föst upphæð fyrir hverja sýningu, lækkandi eftir sýningarfjölda. Hins vegar var ekkert greitt fyrir önnur afnot af hUsinu til æfinga, sem máttu standa frá kl. 10 til kl. 16 flesta daga. Æfingardaga er starfsfólk hUssins bundið, t.d. i eldhUsi,þar eð starfsfólk L.R. fær hádegismat o.fl. á staðnum fyrir lágmarksverð. Með þessu fyrirkomulagi hafði L.R. það algerlega i hendi sér hvað það greiddi fyrir afnotin af Iðnó. Lágmarksgreiðsla var fýrir 2 sýningar á viku. Hefði L.R. þá meira að segja getað hagað sýn- ingum svo að leika 2svar i Iðnó en aðra daga t.d. i Austurbæjarbió, en haft eftir sem áður full afnot af Iönó og gert hUsið ónýtanlegt til annarra hluta. A þann hátt hefði L.R. ekki staðið undir nema litl- um hluta rekstrarkostnaðar Iðnó. Þegar að þvi kpm á þessu hausti að gera nýja samninga við L.R. vildi stjórn hUssins þvi breyta lágmarksþátttöku L.R. i rekstri hUssins i fast vikugjald, siem að upph. til samsvaraði greiðslu fyrir tæplega 6 1/2 sýn- ngu á viku samkvæmt fyrra irs gjaldi fyrir hverja sýningu. /ar þá m.a. haft i huga, að i nestallan fyrravetur voru 7 sýn- ngar á viku i húsinu og nU myndi L.R. eiga þess kost að fjölga sýn- ingum enn meir án hækkunar á vikugjaldinu. NU átti sem sagt að gera nýjan samning byggðan á langtum umfangsmeiri afnota- grundvelli. Samningstiminn er 300 dagar og hugsanlegt að sýn- ingarfjöldi, með eftirmiðdags- sýningum eins og s.l. leikár, gæti þvi orðið um 400. Verði starfsemi félagsins á næsta leikári i samræmi við yfir- lýsingar forráðamanna þess, er þvi liklegast að hUsnæðiskostnað- ur hverrar sýningar geti lækkað frá þvi sem var á s.l. ári, en þá þurfti aðeins að selja 20—26 að- gönguiniðafyrir hUsa-,,leigunni”. Þrátt fyrir aukna lágmarks- þátttöku L.R. i rekstri Iðnó er ekki annað sýnna en að einhver halli verði áfram á rekstri hUss- ins eins og verið hefur flest undanfarin ár. Með þvi að sætta sig við slikan rekstur og falla frá arðsvonum svo árum skiptir, hafa eigendur Iðnó lagt sitt af mörkum til þess að L.R. mætti lifa og landsmenn njóta við hóf- legu verði þeirrar listar, sem félagið hefur fram að færa. Fyrir það máttu þeir bUast við öðru en brigzlum um lögbrot og æsiskrif- um. Athugasemd blaðsins. Vafamál er að forráðamenn Leikfélags Reykjavikur hefðu verið tregir til að greiða breytta leigu til stjórnar Iðnós, ef leigan hefði i raun og veru lækkað eins og Jón Ingimarsson heldur fram i þeirri athugasemd sem hér er birt að ofan. Ekki mótmælir Jón Ingimars- son þvi, að leiguhækkunin hafi verið ólögleg, en það var kjarni þeirra skrifa, sem hér hafa birzt i Þjóðviljanum. Má það heita furðulegt langlundargeð, að ekki sé fastar að orði kveðið, að liða lögbrot án þess að hreyfa mót- mælum og kæra lögbrotið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.