Þjóðviljinn - 22.09.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 22.09.1972, Side 9
Föstudagur 22, september 1972. þj;QDVILJINN — !jlÐA 9, Gefa þarf íþróttum almenn- ings mei ri gaum iþróttakennarafélag íslands og Fimleikasam- band íslands héldu blaða- mannafund á Hótel Esju s.l. miðvikudag þar sem miklar framkvæmdir og fyrirætlanir voru kynntar. Norrænt fimleikamót verður haldið á íslandi næsta sumar og mjög fjöl- menn fimleikasýning verð- ur i Laugardalshöllinni nú i desember. Ekki er þó alveg réttaðkalla þetta fimleika i þess orðs fyllstu merkingu, þvi þarna verður sýnd skóla- og frúarleikfimi o.m.fl. Alla- vega eru miklar fram- kvæmdir framundan og vert er að gefa þessu starfi meiri gaum en gert hefur verið. Á siðastliðnu ári var haldin timleikasýning á vegum Fim- leikasambands tslands og iþróttakennarafélags tslands i tþróttahöllinni i Laugardal. Hvorki fleiri né færri en 450 manns komu þar fram og voru þeir á aldrinum 6 — 50 ára. Þessi iþróttasýning var að mörgu leyti nýstárleg og t.d. var gaman að sjá þarna söguleiki, söng dansa og fleiri skemmtileg atriði sem börn höfðu æft i sinum skólum og sýndu svo á þessari sýningu. Þá var að sjálfsögðu einnig leikfimi og fimleikar o.fl. sem viðkemur heilsurækt þorra almennings. Þessir sömu aðilar hafa ákveðið að standa fyrir annarri sýningu með svipuðu sniði á sama stað 3. desember n.k. Þáð liggur i augum uppi að geysilegt sjálfboðastarf liggur á bak við starfsemi sem þessa. tþróttakennarar um allt land leggja mikið á sig við að þjálfa flokka barna til að sýna i Laugar- dalshöllinni og þau leggja á sig mikla vinnu við að ná leikni til að leysa ýmsar þrautir. Þá er ótalin sú vinna sem framkvæmdaaðilar sýningarinnar vinna og vafalaust er hún geysimikil. Allt starf sem þetta verð- skuldar athygli. Frá Fimleikasambandi Islands og Félagi iþróttakennara Á siðastliðnu ári var haldin fimleikasýning á vegum F'im- leikasambands tslands og íþróttakennarafélags tslands i íþróttahöllinni i Laugardal, sem vakti mikla athygli. Á sýningunni komu fram fjölmargir sýningar- flokkar og voru þátttakendur um 450 á aldrinum 6 til 50 ára, sem sýndu m.a. söguleiki, söng dansa, leikfimi og fimleika. Nú hafa þessir sömu aðilar ákveðið að standa fyrir annarri sýningu með svipuðu sniði i Laugardalshöllinni 3. des. n.k. og hafa skipað undirbúningsnefnd sem hefur þegar tekið til starfa og mun innan skamms senda bréf til iþróttakennara og þjálfara og kynna þeim fyrirkomulag Telpur úr Vogaskóia sungu og dönsuðu á iþróttasýninguiini i Laugardalshöllinni i fyrra. Framundan cr nú önnur sýning sem liatdin verður 3. desember. sýningarinnar. Einnig mun hún boða til fundar, þar sem fram- kvæmdaatriði sýningarinnar verða kynnt og rædd. Það er von t.K.F.t. og F.S.I., að þátttaka i þessari sýningu verði mikil og væntir þess, þótt vitað sé, að erfitt er um ferðalög á þessum tima árs, að flokkar utan af landi sjái sér fært að mæta. Upplýsingar hjá Guðrúnu Nielsen i s. 30418, Margréti Jóns- dóttur i s. 43886 og Hlin Torfa- dóttur i s. 17585. Vilja endurskoðun á náms- skrá fyrir skólaiþróttir. Aðalfundur tþróttakennara- félags tslands var haldinn þann 25. ágúst s.l. i Reykjavik. Skýrsla stjórnar félagsins bar vott um aukið starf félagsins á flestum sviðum. Á siðasta starfsári efndi félagið til fimleikasýningar i Reykjavik ásamt F'imleikasam- bandi íslands og auk þess til tveggja námskeiða fyrir iþrótta- kennara. Haldnir voru margir félagsfundir þar sem málefni félagsins og iþrótta i landinu voru rædd. Aðalfundurinn gerði nokkrar samþykktir m.a. um endur- skoðun námskráa fyrir skóla- iþróttir: • „Aðalfundur iþróttakennara- fclags islands, haldinn 25. ágúst 1072 skorar á fræðsluyfirvöld landsins að hefja nú þegar endur- skoðun á námsskrám fyrir skóla- iþróttir á einstökum skólastigum þar sem núgildandi námsskrár séu ófullnægjandi og brýn nauð- syn á verulegum endurbótum á sviði likamsuppeldis i skólum landsins. F'undurinn telur eðlilegt og sjálfsagt að iþróttakcnnara- félag íslands eigi hlutdeild i þessari endurskoðun.” Á aðalfundinum var einnig rætt um nauðsyn þess að endurskoða iþróttalögin frá 1956 og lög um iþróttasjóð og var stjórn félagsins falið að rökstyðja tillögur um breytingar á þessum lögum og leggja þær fyrir sérstakan félags- fund. t stjórn félagsins voru kjörin: Ingimar Jónsson formaður, Haukur Sveinssson i aðalstjórn og Magnús Gunnlaugsson i vara- stjórn. Auk þeirra i stjórn eru Ragna Lára Ragnarsdóttir og Olga Magnúsdóttir sem á siðasta aðalfundi voru kosnar til tveggja ára. Norrænt fimleikamót á islandi júli 1973. A fundi Norræna fimleikasam- bandsins, sem haldinn var i Haugasundi i Noregi 25. júni i sumar var ákveðið að norrænt fimleikamót verði haldið i Reykjavik vikuna 12. - 18. júli 1973. Óskir um fimleikamótá tslandi hafa komið frá öllum Norður- löndunum um langan tima og hefur mikið verið til athugunar hér heima. F'yrirhugað mót er fyrst og fremst sýningarmót og munu koma hingað fimleikaflokkar frá öllum Norðurlöndunum/stórir og smáir, ungt fólk og eldra. Munu flokkarnirþjálfa i nokkra dag en sýna einnig. Aðalsýningar- staðurinn verður Laugardals- höllin, en einnig sjálfur íþrótta- völlurinn i Laugardal, ef veður verður hagstætt. Þá eru einnig möguleikar á að sumir flokkarnir sýni utan Reykjavikur. Samhliða sýningarhátiðinni verður haldið námskeið fyrir þjálfara, iþróttakennara og aðra, en ekki er enn ákveðið um nám- skeiðsgreinar. Þá er i athugun að koma á norrænni keppni i „nýrri” fim- leikum kvenna (gymnastik modern) en fimleikar þessir ryðja sér ákveðna braut i fim- leikaþjálfun og keppni. F'imleikasamband tslands leggur höfuðáherzlu á þetta verk- efni og væntir þess jafnframt að þátttaka islenzkra flokka verði mikil. Flr þetta sérstakt tækifæri lyrir alla kennara og þjálfara fimleika og fimleikafólkið sjálft, að vera þátttakendur i mótinu og þar með sjá og kynnast beztu fim- leikahópum Norðurlanda. /»v /«v BREZK KNATTSPYRNA W Manchester United á botninum Fæstir hafa sennilega reiknað 1. deild. 2. deild. með þvi að eftir 9 leiki mundi Arsenal-Liverpool 0-0 Aston V.-Swindon 2-1 Manchester Unitcd aðeins hafa Coventry-Newcastle 0-3 Blackpool-Orient 1-1 niu stig. Sú er engu að siður C.Palace-W.B.A. 0-2 Bristol C.-Middlesbro 1-1 raunin og mega liðsmenn þar Derby-Birmingham 1-0 Carlisle-Cardiff 4-0 vissulega muna sinn fifil fegri. Þá Everton-Southampton 0-1 Fulham-Huddersf. 1-1 er staða Dcrby ekki mjög glæsi- Ipswich-Stoke 2-0 Hull-Burnley 1-1 leg ef miðað er við að þeir eru Leeds-Leicester 3-1 Luton-Brighton 2-1 meistarar frá i vor. Manch.City-Tottenh. 2-1 Oxford-Millwall 2-1 Sheff. Utd.-Chelsea 2-1 Portsmouth-Preston 0-1 Úrslit einstakra leikja um West Ham-Norwich 4-0 Q.P.R.-Notth.For. 3-0 siðustu helgi urðu þessi: Wolves-Manch.Utd. 2-0 Sunderland-Sheff Wed. 1-1 F''ramhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.