Þjóðviljinn - 22.09.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.09.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. september 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11. fþróttir Stoke Manch. Utd. 2. deild: 0 0 0 1 5 3 8-14 4-12 5 4 Framhald af bls. 9. Staðan : Aston Villa 2 0 1 10-6 11 1. deild: Sheff.Wed. 1 1 2 16-10 11 Everton 2 2 0 10-5 13 Burnley 1 2 0 13-6 10 Ipswich 3 2 0 15-9 13 Luton 2 0 1 10-5 10 Leeds 1 2 1 15-10 13 Blackpool 1 1 1 11-6 9 Arsenal 1 2 1 12-6 12 Oxford 1 1 2 19-7 9 Liverpool 1 2 2 17-11 12 Sunderland 1 2 1 9-7 9 Tottenham 2 1 2 12-8 12 Q.P.R. 0 3 0 13-8 8 Sheff.Utd. 2 2 0 13-10 11 Notth.For. 1 1 1 5-6 8 Wolves 1 1 3 18-16 11 Huddersf. 1 1 2 8-9 8 West Ham 1 1 3 17-12 10 Preston 2 0 2 6-6 7 Chelsea 1 3 1 13-11 9 Carlisle 0 2 2 11-7 6 Newcastle 2 0 2 14-12 9 Hull 0 0 3 '7-8 6 Norwich 1 0 3 7-12 9 Middlesbro 0 1 2 7-12 6 Derby o : 2 : 3 7-8 8 Swindon 0 0 4 9-13 6 Southampton i : 2 : 2 7-9 8 Portsmouth 1 1 1 7-8 5 C.Palace 0 2 2 7-10 7 Bristol C. 1 1 2 8-10 5 W.B.A. 1 1 2 7-10 7 Brighton 0 1 3 9-14 5 Coventry 1 1 2 6-10 — Fulham 1 0 2 6-11 4 Birmingham 0 1 4 13-16 6 Orient 0 1 2 4-8 4 Manch. City 0 0 5 8-12 6 Cardiff 0 0 3 6-14 4 Leicester 0 1 3 9-16 5' Millwall 0 1 3 6-10 3 DANSSKÓLI Bamaflokkur — Táningaflokkur Stepp og jazzdans Hjóna- og einstaklingsflokkar Mánudagur: Safnaðarheimili Langholtssóknar. Miðvikudagur: Félagsheimilið Seltjarnarnesi. Miðvikudagur — Laugardagur: Skúlagötu 32-4. F inunt udagur: Lindarbær. Laugardagur: Félagsheimili Fáks við Elliðaár. Akumesingar! Skólinn hefst i dag i Rein. Upplýsingar i sima 1630 kl. 3. LOKAÐ vegna jarðarfarar Skrifstofa Landsvirkjunar að Suðurlands- braut 14, Reykjavik, verður lokuð ftir hádegi i dag vegna útfarar herra Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrv. forseta. Reykjavik, 22. sept. 1972. lANISVIRRJUM Ásgeir Ásgeirsson Framhald af bls. 1. námi gerðist hann bankaritari Landsbanka Islands 1917—1918, en siðan kennari við Kennara- skólann 1918—1926. Fræðslumála- stjóri var hann 1926—1931 og aftur 1934—1938. Asgeir Ásgeirsson var fyrst kjörinn alþingismaður fyrir Vest- ur-tsafjarðarsýslu árið 1923 og sat á þingi fyrir sama kjördæmi samfellt til 1952. Hann var forseti sameinaðs Alþingis 1930—1931, fjármálaráð- herra 1931—1934 og forsætisráð- herra 1932—1934. Bankastjóri Útvegsbanka íslands h.f. var Asgeir Ásgeirsson 1938—1952. Hinn látni fyrrverandi forseti átti á löngum starfsferli sæti i fjölmörgum nefndum, og má m.a. nefna að hann var kosinn i milli- þinganefnd i bankamálum 1925, i Alþingishátiðarnefnd vegna hátiðarinnar 1930, en Asgeir var forseti sameinaðs þings er íslend- ingar minntust 1000 ára afmælis stofnunar hins forna Alþingis, Hann var formaður gengis- nefndar 1927—1935, og löngum i utanrikismálanefnd Alþingis eða 1928—1931 og 1938—1952. Einnig i stjórnarnefnd alþjóðagjaldeyris- sjóðsins 1946—1952. Fulltrúi á fjármálafundi Sameinuðu þjóðanna i Bretton Woods 1944 og á allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna 1946 og 1947. Ásgeir Ásgeirsson átti sæti i undirbúningsnefnd lýðveldis- hátiðarinnar við stofnun islenzka lýðveldisins 1944. Hinn látni fyrrverandi forseti hlautmörg heiðursmerki, innlend og erlend, og eftir hann liggur mikill fjöldi af blaðagreinum og ritgerðum. Kona ÁsgeirsÁsgeirssonar var Dóra Þórhallsdóttir, Bjarnar- sonar biskups, en hún var fædd 23.2. 1893 og lézt fyrir 8 árum. Börn þeirra hjóna voru 3, Björg Vala og Þórhallur. Ásgeir Ásgeirsson var i farar- broddi i islenzkum stjórnmálum um nær hálfrar aldar skeið og einn áhrifamesti stjórnmála- maður islenzkur á þessari öld. , Þjóðviljinn vottar aðstand- endum hins látna fyrrverandi for- seta, herra Asgeirs Asgeirssonar, innilega samúð. Fjórðungsþing Framhald af bls. 4 eru sveitarfélögunum algjörlega ofviöa, og valda þvi, að þau geta alls ekki sinnt öðrum þeim nauð- synjaverkefnum, er leysa þarf á hverjum tíma. Það liggur þvi ljóst fyrir, að þessum álögum verður að létta af ibúum umræddra byggðarlaga, þvi að engin sanngirni mælir með þvi, að þeim sé einum ætlaö að standa undir rekstri hafnanna og þar með þessum þætti gjald- eyrisöflun þjóðarinnar. Fjórðungsþing Vestfirðinga telur, að með þeim tillögum hafnarlaganefndar, sem kynntar voru á þinginu, sé stórt spor stigið i rétta átt. Fjórðungsþingið beinir þeim tilmælum til þeirra fulltrúa vest- firzku hafnanna, sem sitja aðal- fund Hafnarmálasambandsins, er haldinn verður á Akureyri i þessum mánuði, að þeir ræði við samgöngumálaráðherra og hafnarmálastjórn um hafnarmál Vestfjarða, og sendi stjórn fjórðungssambandsins greinar- gerð um viðræðurnar.” Jöfn aðstaða til náms „Fjórðungsþing Vestfirðinga fagnar þeirri viðleitni, sem alþingi, rikisstjórn og milliþinga- nefndir hafa sýnt til að jafna að- stöðu landsmanna til náms og skólagöngu bæði hvað snertir námstima og kostnað. Þó telur þingið, að vegna strjál- býlis og erfiðra samgangna á Vestfjörðum og sérstöðu margra sveitarfélaga þar, verði að veita nokkrar undanþágur frá al- mennum ákvæðum fræðslulaga, sérstaklega á þann veg að skerða ekki þátttöku rikisins i greiðslu kostnaðar við skóla fyrir 1.-7. námsár, þótt þeir verði fámenn- ari en almennar reglur mæla fyrir. Verði i þessum efnum farið eftir áliti fræðslustjóra um- dæmisins. Þingið telur, að börn á fyrsta námsáfanga eigi ekki að dveljast i heimavistarskóla, ef annars er kostur. Daglegur heimanakstur i verði þvi við hafður, hvar sem jj fært þykir, og rikið kosti kaup og rekstur skólabifreiða. Viö ákvörðun skólastaða verði tekið tillit til þess skólahúsnæöis sem nú er til. 1 hverju sýslufélagi verði a.m.k. einn skóli, þarsem hægt er að ljúka skyldunámi.” Vilja iðnskóla á Patreksfirði „Fjórðungsþing skorar á við- komandi ráðherra, að hann flytji á næsta þingi breytingu á lögum um iðnfræðslu, er lögfesti iðn- skóla á Patreksfirði, en eins og kunnugt er, hefur iðnskóli starfað á Patreksfirði undanfarin ár.” ShlPAllífitliH ClhlSINS M/S HEKLA fer frá Reykjavik 27. september austur um land i hringferð. Vörumóttaka i dag, á mánudag og þriðju- dag til Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akur- eyrar. LOKAÐ Skrifstofur vorar, út- sölur og vöru- geymslur verða lok- aðar i dag, föstudag- inn 22. september eftir hádegi. Áfengis- og tóbaksverzlun rikis- ins Lyfjaverzlun rikis- ins. STJÓRNUNARFRÆÐSLAN Kynningarnámskeið um stjómun fyrirtækja Á vetri komanda mun Stjómunarfræðslan halda tvö námskeið í Reykjavík á vegum iðnaðarráðuneytisins. Fyrra námskeiðið hefst 2. október og lýkur 10. febrúar 1973. Síðara námskeiðið hefst 15. janúar og lýkur 26. maí 1973. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Tækniskóla Islands, Skipholti 37, á mánudögum, mjðvikudögum og föstudögum, kl. 15,30 til 19,00. Námskeiðshlutar verða eftirfarandi: Fyrra námskeið Síðara námskeið Undirstöðuatriði almennrar stjómunar 2. okt. — 6- okt. 15. jan.—19. jan. Frumatriði rekstrarhagfræði 9. okt.—20. okt. 22. ja-n. — 2. febr. Framleiðsla 30. okt. —10. nóv. 12. febr.—23.febr. Sala 13. nóv. —24. nóv. 26. febr.— 9. marz Fjármál 27. nóv.—15. des. 19. marz— 6. apríl Skipulagning og hagr. skrifstofustarfa 17. jan.—22. jan. 30. apríl— 4. mai Stjómun og starfsmannamál 22. jan. — 9. febr. 4. maí —23. mai Stjómunarleikur 9. febr.—10. febr. 25. maí—26. mai Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjórnun- arfélags íslands, Skipholti 37, Reykjavík. Sími 82930. — Umsóknir þurfa að berast fyrir 28. september 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.