Þjóðviljinn - 22.09.1972, Síða 12

Þjóðviljinn - 22.09.1972, Síða 12
 Nætur- og helgidagavarzla apóteka næstu viku, frá og með 16. september til 22. september, er i eftirfarandi apótekum: Apótek Austur- WiJMTTÍJJfi Álmennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar1 eru gefnar i- simsvara Aj 1 "'S Föstudagur 22. september 1972. Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. bæjar, Lyfjabúð Breiðholts og Kópavogs Apótek. 4 Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. NIXON HASASECRET PlAN FOR ENOING THEWAR ‘íWl *sí l-'A' - mjjt’ . m ' ■ _ ■CAp ■ »>i - heisgoing to v< |j|| V ilfíatll®l Nixon Bandarikjaforseti er óspar á loforð um að binda endi á styrjöld- ina i Indókina, nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst. En hvernig ætlar hann aö fara aö þvf? — Þaö er óráöin gáta, og ekkert i geröum né ummælum forsetans bendir til þess aö hann eigi svör viö henni.Uppástungan, sem letruö er á skyrtubol unga demókratans á myndinni, er ekki svo fjarri lagi. Þar segir: Nixon hefur Ieynilega áætlun til að binda endi á stríöiö —hann ætlar aö kjósa McGovern! Þorri Norðmanna andvígur aðild að EBE OSLÓ 21/9 Niðurstöður skoðanakönnunar Fakta- stofnunarinnar í septem- bermánuði benda til þess að þjóðaratkvæði í Noregi falli gegn aðild að EBE. 50% þeirra, er könnunin náði til, kváðust andvígir aðild, 35% voru henni hlynntir, en 15% voru á báður áttum. Samsvarandi tölur i ág- ústmánuði voru 51% gegn að- ild, 34% með, en 15% höfðu ekki gert málið upp við sig. Þótt aðildarsinnar virðist samkvæmt þessu sækja litillega á, þá benda niðurstöður könnunarinnar til þess, að þorri Norðmanna sé and- snúinn aðild. Úgandaher hreinsar til á landamœrunum Líbísku flugvélarnar kyrrsettar í Súdan KAMPALA 21/9. — llersveitir Uganda- stjórnar eru nú sagðar „hreinsa til” á landa- mærasvæðunum er liggja að Tanzaniu, og Amin forseti hefur gefið fyrirskipanir um nýjar loftárásir á Tanzaniu, til að koma i veg fyrir frek- ari innrásartilraunir þaðan. Nyerere Tanzaniuforseti hefur lýst þvi yfir, að stjórn sin muni ekki una loftár- ásum Ugandamanna, og þær geti leitt til styrjald- ar milli rikjanna. Súdanstjórn heldur nú uppi strangri gæzlu, til aö koma i veg fyrir frekari tilraunir af hálfu Libyumanna til að flytja fluglið til Uganda, en i gær voru fimm libiskar herflugvélar neyddar til að lenda á flugvellinum i Khartoum, er þær voru á flugi yf- ir Súdan. 1 flugvélunum voru um 400 manns, og allmikið magn vopna. Talsmaður súdanska utanrikisráðuneytisins skýröi frá þvi i dag, að von væri á fleiri flug- vélum Libýustjórnar.og allt bend- ir til þess að þær verði stöðvaðar á sama hátt og hinar fyrri. Atökin i Uganda hafa leitt til ágreinings milli stjórna Libýu og TOKIO 21/9 Tanaka, forsætis- ráðherra Japans, fer i opinbera heimsókn til Kina i næstu viku, til að semja um gagnkvæma stjórn- málalega viðurkenningu rikjanna og til að binda endi á þann kulda, er sett hefur svip á sambúð rikj- anna i hartnær eina öld. Tanaka mun ræða við Sjú En-læ, utan- rikisráðherra Kina, og væntan- lega hitta Mao formann að máli. Súdans, en rikin eru bæði aðilar að Einingarsamtökum Araba- rikja, og hafa fram til þessa haft nána samvinnu sin i millum. Otvarpið i Kampala sendi i gær- kvöldi áskorun til Súdanstjórnar, um að láta libisku flugvélarnar i friði, þar eð þær flyttu einungis vopn til varnar Uganda, en greinilegt er að Súdanstjórn vill forðast að blanda sér i deildur Uganda og Tanzaniu og lætur þvi áskorunina sem vind um eyru þjóta. OL-skákmótið islcndingar tefldu viö Frakka i 3. umfcrö OL skákmótsins, og unnu Magnús Sólmundarson og Björn Þorstcinsson sinar skákir. Tvær skákir fóru i biö og hefur Jón Kristinsson betur i sinni skák. i 2. umferö töpuðu isiendingar fyrir V-Þjóövcrjum3 1/2 gegn 1/2 TANAKA TIL KÍNA „Ég er ekki koiniim hingað sem samninga maður” Sagði Maurice Schumann sem fyrstur franskra ráðhérra heimsœkir Island Schumann á fundi meö fréttamönnum I gær. Maurice Schumann, utanrikisráðherra Frakklands, sem dvald- ist hér í einn sólarhring á leiðinni á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna i New York, sat fyrir svör- um fréttamanna í bústað franska sendiherrans i gær. Einsog búast mátti við var hann einna mest spurður um landhelgis- málið, enda þótt hann lýsti því yfirað ferð hans stæði i engu sambandi við það, enda var hún ákveðin fyrir löngu. Ráðherrann var fyrst spurð- ur að þvi hvað helzt hefði borið á góma i umræðum hans við islenzka ráðherra um morg- uninn. Schumann taldi upp þá ráð- herra, sem hann hefði rætt við: forsætisráðherra, utan- rikisráðherra, menntamála- ráðherra og sjávarútvegs- málaráðherra, og sagði að sú upptalning gæfi vissa visbend- ingu um efní viðræðnanna. En siðan vék hann strax að menn- ingartengslum islands og Frakklands, og sagði að þau væru góð hvað snerti háskóla- menntun, þvi að i Háskóla is- lands væri mikill áhugi á frönsku og franskri menningu. Hins vegar væri ástandið siðra i menntaskólum. Að þessu búnu beindust við- ræðurnar einkum að landhelg- ismáiinu, og var það e.t.v. miður, þvi að för ráöherrans stóð ekki i beinu sambandi við það, og mun hann þvi hafa rætt við islenzka ráðherra um mörg mál sem snerta lsland og Frakkland beinna en það. Schumann lýsti þvi yfir að hann væri ekki kominn hingað sem samningamaður, þótt ýmsar fréttastofur hefðu sagt svo, þvi að ferð sin hefði verið ákveðin löngu áður en það varð eins brýnt vandamál og nú er, en þetta væri fyrsta ferð fransks ráðherra til Islands. Hins vegar hefði franska stjórnin áhyggjur af landhelg- ismálinu af tveimur ástæðum; i fyrsta lagi af þvi að vikkun landhelginnar kynni að leiða til þess að fiskveiðar færðust sifellt úr stað. Þær færðust fyrst frá tslandi til Noregs- stranda. Þá væri hætta á þvi, aö Norðmenn færðu einnig út landhelgina, og þá færðust fiskveiðarnar enn annað. En i öðru lagi hefði franska stjórn- in áhyggjur af landhelgismál- inu af þvi aö það gæti komið i veg fyrir að viðskiptasamn- ingurinn, sem tslendingar hefðu gert við riki Efnahags- bandalagsins 22. júli, yrði staðfestur. Hann sagði svo að franska stjórnin hefði rætt landhelgis- málið og komizt að tveimur niðurstöðum. Hún teldi að nauðsynlegt væri að semja um málið, hvort sem það væri beint milli tslendinga og allra annarra þjóöa, sem hlut ættu að máli, eða milli tslendinga og hverrar einstakrar þjóðar út af fyrir sig. En hún teldi einnig að ástandið væri ekki komiðá þaðstig að milliganga Frakka væri nauðsynleg. Að iokum lýsti ráöherrann þvi yf- ir. að Bretar og Frakkar væru vinir og bandamenn, og ts- lendingar og Frakkar væru það einnig. Þess vegna væri það fáránlegt að viðsjár ykj- ust milli tslendinga og Evrópuþjóðanna, eins og nú væri hætta á. Hann sagðist skilja landhelgismálið miklu betur nú en fyrir sólarhring. Schumann var þá spurður að þvi hvort hann kynni ekki að verða samningamaður i landhelgismálinu eftir dvöl sina á lslandi. En hann sagði að ekkert væri verra fyrir utanrikisráðherra en að trana sér fram. Hann væri ekki samningamaður, en hins veg- ar kynni hann að verða vinum sinum innan handar. Schumann var siðan spurö- ur að þvi hvert hann teldi vera hlutverk litilla landa eins og tslands. Hann sagði að ef fariö væri að lita á málin út frá sjónar- miði stærðar landanna, væri einnig hægt aö spyrja um hlut- verk Frakklands. Meðsinar 50 miljónir ibúa væri Frakkland að visu risi i samanburði við Island, en hvað væri það i samanburði við Kina, sem hann kæmi frá, eða við Bandarikin, sem hann væri nú á leið til, eða þá við Sovétrikin, þar sem hann kæmi oft? Astæðan fyrir sam- vinnu Evrópu væri einmitt sú, að koma fram með annað gildismat en risaveldin. Hann nefndi ferð sina til Þingvaila, sem hann hefði orðið mjög hrifinn af. En siðan Alþingi Is- lendinga kom fyrst saman 930, hefði heimurinn séð mörg stórveldi fæðast og falla áiðan i valinn. ísland væri þvi visst tákn. Þess vegna væri það mikilvægt fyrir sameiningu Evrópu. Að lokum var ráðherrann spurður að þvi hvaða afleið- ingar landhelgisdeilan kynni að hafa á Efnahagsbandalag Evrópu, og hvað hann teldi um þá skoðun norskra EBE-and- stæðinga að afstaða Englend- inga i landhelgismálinu af hjúpaði eðli bandalagsins. Hann vék sér fimlega undan þvi að svara þessari spurn- ingu, og sagði að riki efna- hagsbandalagsins kynnu að hafa mismunandi afstöðu i fiskveiðimálum, en það yrði að leysa með samningum inn- an bandalagsins. Deilur ís- lendinga og Englendinga sönnuðu ekkert um eðli bandalagsins, þvi að Islend- ingar væru ekki félagar i þvi. Auk þess hefði hagkvæmasti samningurinn um fiskveiði- mál sem gerður var áður en landhelgisdeilan hófst einmitt verið milli Norðmanna og rikja efnahagsbandalagsins. Að loknum blaðamanna- fundinum var haldið smáhóf, þar sem Maurice Schumann tók til orða og sagði að Einari Agústssyni utanrikisráðherra hefði verið boðið til Frakk- lands i opinbera heimsókn. Séra Jóhann Hlíðar fékk flest atkvæði t gærmorgun voru, á skrifstofu biskups, talin atkvæði i prests- kosningunum i Nesprestakalli, sem fram fóru s.l. sunnudag. A kjörskrá voru 6042.' Atkvæði greiddu 2617. Atkvæði féllu þann- ig, að sr. Jóhann Hliðar fékk 1259 atkv., sr. Páll Pálsson 995 atkv. og sr. Asgeir Ingibergsson 338 at- kvæði. Auðir seðlar voru 20 og ógildir 6. Kosningin var ekki lögmæt vegna ónógrar þátttöku.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.